Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 19.12.2002, Qupperneq 65
KVIKMYNDIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 2002 65 FRIDAY-serían, hugarfóstur rapparans Ice Cube og fleiri, er stórfurðulegt innlegg í bandaríska kvikmyndalandslagið. Um er að ræða gamanmyndir í sígildum „slapstick“-stíl, þar sem tilvera tveggja ungra og ólánlegra manna, er búa í hinu niðurnídda blökku- mannahverfi South-Central í Los Angeles, er dregin sundur og saman í groddalegu háði. Þannig hafa myndirnar sterkan kaldhæðnislegan undirtón og það frumlega við þær er tilraun handritshöfundanna til að spyrða hina vinsælu blökkumanna- glæpamynd saman við slapstick- formið í anda Hollywood-gaman- mynda gulláranna. Þemað sem gengið er út frá er einn óvenjulega óheppilegur föstu- dagur í lífi tveggja undirmáls- blökkumanna (sem í þessari mynd eru leiknir af Ice Cube og Mike Epps), og er handritið í Friday Af- ter Next t.d. haganlega unninn spuni, þar sem hver tilviljunar- kennda atburðarásin rekur aðra í nokkurs konar rússíbanareið um ömurlegt fátækrahverfið á aðfanga- dag. En söluvænleikinn er ekki langt undan í þessum annars háðsku myndum, og er gengið tals- vert langt í að höfða til breiðs hóps áhorfenda með fulltingi lágkúru- legra staðalmynda sem dregnar eru upp af lágstéttarblökkumönnum í Bandaríkjunum. Sumt er þannig fyndið og beitt, eins og t.d. myndin sem dregin er upp af einni sorgleg- ustu verslunarmiðstöð í Bandaríkj- unum, og eltingarleikir þjófa og fórnarlamba þeirra um fátækra- hverfið á aðfangadag. Húsin eru hvert öðru niðurníddara, jafnvel neglt fyrir glugga þeirra, en glað- beittar og yfirdrifnar jólaskreyting- arnar vantar ekki. En þrátt fyrir þessa fínu punkta er myndin í heild hroðvirknisleg og allt of lágkúruleg í gamansemi til þess að hún nái að halda sig innan einhverra írónískra marka. Í þeim húmor er þvert á móti höfðað til þess markhóps sem sækir fordómafullar gamanmyndir og hlær hrossahlátri yfir lauslátum og innantómum ofurbeibum, spólg- röðum unglingspiltum og kjaftfor- um blökkumönnum sem reka við og ropa í kór. Friday After Next nær á ein- hvern undraverðan hátt að leika á mörkum þess sem er gagnrýnið á þessar staðalmyndir og að nota þær til að selja myndina. Reynslan af því að sitja myndina í gegn er því væg- ast sagt blendin. Föstudagar til fums og fáts. Háð og fordómar FRIDAY AFTER NEXT (ÞARNÆSTA FÖSTUDAG) Laugarásbíó Leikstjórn: Marcus Raboy. Handrit: Ice Cube í samvinnu við DJ Pooh. Kvik- myndataka: Glen MacPherson. Aðal- hlutverk: Ice Cube, Mike Epps, John Witherspoon o.fl. Lengd: 85 mín. Banda- ríkin. New Line Cinema, 2002. Heiða Jóhannsdóttir Naomi Campbell ilmvötnin fást í snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt KRINGLUNNI - 533 1720 Fullt af flottum toppum ný sending ...úlpurnar komnar aftur Lostafullt og ósiðlegt Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 2 /0 2 miðvikudaginn 8. janúar kl. 19:30 fimmtudaginn 9. janúar kl. 19:30 föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 3.000 / 2.600 / 2.200 kr. Í lok átjándu aldar þóttust menn vissir um að „hinn lostafulli og ósiðlegi“ vals væri „ein af meginástæðunum fyrir veikleika kynslóðar okkar bæði á sál og líkama.“ Tíminn hefur síðan leikið þessa kenningu grátt en eins og allir unn- endur Vínartónlistar vita er hún sannkallaður óður til fegurðar og lífsgleði. Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar eru vinsælustu sígildu tónleikar ársins. Peter Guth, listrænn stjórnandi Strauss hátíðarhljómsveitarinnar í Vín, stjórnar af sinni alkunnu snilld. Hringdu núna í miðasöluna í síma 545 2500 til að tryggja miða; opið í dag, á morgun og á Þorláksmessu frá 9-17. Gjafakort á Vín er góð gjöf Hafðu samband við miðasöluna og láttu útbúa góða jólagjöf fyrir þína. Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thor Cortes Dansari: Lucero Tena Vínartónleikar í Háskólabíói Miðaverð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.