Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 26

Morgunblaðið - 09.05.2003, Side 26
AKUREYRI 26 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glerárós – Krossanesshagi - Móasíða - Mýravegur Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðal- skipulagi Akureyrar 1998-2018. 1. Landfylling við Glerárós Lagt er til að landfylling milli Gleráróss og Flotkvíar verði aukin um ca 9.000 m² frá gildandi skipulagi. Fyllingin verði nýtt sem útilager- svæði fyrir höfnina. 2. Iðnaðarhverfi í Krossanesshaga Til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi B-áfanga iðn- aðarhverfisins er gerð tillaga um fækkun iðnaðarsvæða og breytingar á afmörkun þeirra gagnvart opnum svæðum, og breytta legu safn- götu. Gert er ráð fyrir fullnýtingu grjótnáms í Ystaási skv. áætlun um vinnsluna sem gerð verði skv. ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 44/1999. 3. Móasíða, breytt landnotkun Lagt er til að landnotkunarskilgreining lóðarinnar nr. 1 við Móasíðu breytist úr verslunar- og þjónustusvæði í íbúðarsvæði. Tekið er fram að auk íbúða megi vera á lóðinni starfsemi sem þjónar íbúum hverf- isins, sbr. skilgreiningu íbúðarsvæða í skipulagsreglugerð. 4. Stækkun íbúðarsvæðis við Mýraveg Lagt er til að íbúðarsvæði vestan Mýravegar norðan Akurgerðis stækki til norðurs um ca 2.100 m² á kostnað opins svæðis. Stækkun- in verði nýtt til byggingar 5 hæða fjölbýlishúss fyrir eldri borgara. Tillögurnar munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsing- ar, þ.e. til föstudagsins 20. júní 2003 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstil- lögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 20. júní 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverf- isdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is 4 tillögur að breytingum á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveit - kjörfundur Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis 10. maí nk. verður í Hrafnagilsskóla frá kl. 9:00-22:00. Sími kjörstjórnar er 463 1137. Kjörstjórn www.islandia.is/~heilsuhorn Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Nýtt Nýtt Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin.  Stakir jakkar  Kápur  Hörfatnaður  Bolir ÞRJÚ tilboð bárust í breytingar og endurbætur á húsnæði fyrir Iðn- aðarsafnið á Akureyri við Krókeyri og voru þau öll yfir kostnaðaráætl- un. Trésmiðja Kristjáns átti lægsta tilboð, rúmar 12,5 milljónir króna, eða um 106% af kostnaðaráætlun. Þinur bauð rúmar 12,6 milljónir króna, eða um 107% af kostnaðar- áætlun og Jóhann og Hreiðar buðu tæpar 15,3 milljónir króna, eða um 130% af kostnaðaráætlun verk- kaupa, sem hljóðaði upp á rúmar 11,7 milljónir króna. Jón S. Arnþórsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, sagði að því stefnt að ljúka framkvæmdum við hús- næðið hinn 1. september „og gangi það eftir hef ég veturinn til að koma safninu þar mjög vel fyrir. Það væri virkilega gaman að geta opnað safnið á sumardaginn fyrsta á næsta ári en árið 2004 verður Iðn- aðarmannafélag Akureyrar 100 ára, sem er mjög merkilegur áfangi. Því það er nú þannig að góður iðn- aðarmaður er undanfari góðrar verksmiðju.“ Jón sagði að þegar fólk hefð verið að skoða Iðnaðarsafnið hefði nokk- uð verið spurt um sögu iðnaðar- mannsins. Hann sagði að meiningin væri að geta sérstaklega um starf iðnaðarmannsins á safninu, enda væru yfir 20 iðngreinar kynntar á safninu og yfir 60 fyrirtæki. Jón hlaut á dögunum viðurkenn- ingu Menningarsjóðs fyrir framlag sitt til menningarmála í bænum. Hann vann um árabil að stofnun Iðnaðarsafnsins, sem var opnað 17. júní 1998 og hefur verið safnstjóri allar götur síðan. Safnið var fyrst til húsa á Gleráreyrum en er nú í hús- næði Sjafnar við Austursíðu, þar sem hluti þess er uppsettur. „Hlutirnir eru nú á réttri braut og þetta nýja húsnæði hentar vel undir safnið. Ég hef beðið eftir þessu í 10 ár og get því alveg beðið í 10 mánuði í viðbót,“ sagði Jón. Þrjú tilboð bárust í endurbætur á húsnæði Iðnaðarsafns Morgunblaðið/Kristján Endurbótum á framtíðarhúsnæði Iðnaðarsafnsins á Akureyri á að vera lokið í haust. Stefnt að því að opna safnið á nýjum stað eftir eitt ár ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.