Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 09.05.2003, Síða 26
AKUREYRI 26 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glerárós – Krossanesshagi - Móasíða - Mýravegur Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðal- skipulagi Akureyrar 1998-2018. 1. Landfylling við Glerárós Lagt er til að landfylling milli Gleráróss og Flotkvíar verði aukin um ca 9.000 m² frá gildandi skipulagi. Fyllingin verði nýtt sem útilager- svæði fyrir höfnina. 2. Iðnaðarhverfi í Krossanesshaga Til samræmis við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi B-áfanga iðn- aðarhverfisins er gerð tillaga um fækkun iðnaðarsvæða og breytingar á afmörkun þeirra gagnvart opnum svæðum, og breytta legu safn- götu. Gert er ráð fyrir fullnýtingu grjótnáms í Ystaási skv. áætlun um vinnsluna sem gerð verði skv. ákvæðum laga um náttúruvernd nr. 44/1999. 3. Móasíða, breytt landnotkun Lagt er til að landnotkunarskilgreining lóðarinnar nr. 1 við Móasíðu breytist úr verslunar- og þjónustusvæði í íbúðarsvæði. Tekið er fram að auk íbúða megi vera á lóðinni starfsemi sem þjónar íbúum hverf- isins, sbr. skilgreiningu íbúðarsvæða í skipulagsreglugerð. 4. Stækkun íbúðarsvæðis við Mýraveg Lagt er til að íbúðarsvæði vestan Mýravegar norðan Akurgerðis stækki til norðurs um ca 2.100 m² á kostnað opins svæðis. Stækkun- in verði nýtt til byggingar 5 hæða fjölbýlishúss fyrir eldri borgara. Tillögurnar munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsing- ar, þ.e. til föstudagsins 20. júní 2003 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstil- lögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 20. júní 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverf- isdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is 4 tillögur að breytingum á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveit - kjörfundur Kjörfundur vegna kosninga til Alþingis 10. maí nk. verður í Hrafnagilsskóla frá kl. 9:00-22:00. Sími kjörstjórnar er 463 1137. Kjörstjórn www.islandia.is/~heilsuhorn Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Nýtt Nýtt Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin.  Stakir jakkar  Kápur  Hörfatnaður  Bolir ÞRJÚ tilboð bárust í breytingar og endurbætur á húsnæði fyrir Iðn- aðarsafnið á Akureyri við Krókeyri og voru þau öll yfir kostnaðaráætl- un. Trésmiðja Kristjáns átti lægsta tilboð, rúmar 12,5 milljónir króna, eða um 106% af kostnaðaráætlun. Þinur bauð rúmar 12,6 milljónir króna, eða um 107% af kostnaðar- áætlun og Jóhann og Hreiðar buðu tæpar 15,3 milljónir króna, eða um 130% af kostnaðaráætlun verk- kaupa, sem hljóðaði upp á rúmar 11,7 milljónir króna. Jón S. Arnþórsson, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, sagði að því stefnt að ljúka framkvæmdum við hús- næðið hinn 1. september „og gangi það eftir hef ég veturinn til að koma safninu þar mjög vel fyrir. Það væri virkilega gaman að geta opnað safnið á sumardaginn fyrsta á næsta ári en árið 2004 verður Iðn- aðarmannafélag Akureyrar 100 ára, sem er mjög merkilegur áfangi. Því það er nú þannig að góður iðn- aðarmaður er undanfari góðrar verksmiðju.“ Jón sagði að þegar fólk hefð verið að skoða Iðnaðarsafnið hefði nokk- uð verið spurt um sögu iðnaðar- mannsins. Hann sagði að meiningin væri að geta sérstaklega um starf iðnaðarmannsins á safninu, enda væru yfir 20 iðngreinar kynntar á safninu og yfir 60 fyrirtæki. Jón hlaut á dögunum viðurkenn- ingu Menningarsjóðs fyrir framlag sitt til menningarmála í bænum. Hann vann um árabil að stofnun Iðnaðarsafnsins, sem var opnað 17. júní 1998 og hefur verið safnstjóri allar götur síðan. Safnið var fyrst til húsa á Gleráreyrum en er nú í hús- næði Sjafnar við Austursíðu, þar sem hluti þess er uppsettur. „Hlutirnir eru nú á réttri braut og þetta nýja húsnæði hentar vel undir safnið. Ég hef beðið eftir þessu í 10 ár og get því alveg beðið í 10 mánuði í viðbót,“ sagði Jón. Þrjú tilboð bárust í endurbætur á húsnæði Iðnaðarsafns Morgunblaðið/Kristján Endurbótum á framtíðarhúsnæði Iðnaðarsafnsins á Akureyri á að vera lokið í haust. Stefnt að því að opna safnið á nýjum stað eftir eitt ár ATVINNA mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.