Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 17. febrúar 1981. 3 VÍSIR RÆTT VH FULLTRÚA A BIJNAÐARÞINGI Bjarni Guðmundsson, bóndi f Reykholtsdal. Jdifus Jónsson, bóndi I Alftaveri. „Þetta hefur verið um- hleypingasamur vetur og mikil ófærð hefur verið á vegum”, sagði Bjarni Guðráðsson, bóndi að Nesi i Reykholtsdal i Borgar- fjarðarsýslu. „Um jtílahátiðarnar var viða kolófært og allar götur fram i janúar. Um þetta leyti misstum við einnig Utvarpið þannig að við vorum næsta sambandslitil við umheiminn. Við eigum næg hey, Borgfirð- ingar. Það stóð meira að segja til i haust að flytja út hey og eitthvað var sent til Noregs. Flutnings- kostnaðurinn var hins vegar svo mikill, að Utflutningurinn borgaði sig ekki. En þó að ekki sé skortur á heyi, þá er það mun rýrara að fóðurgildi en Utlitið gefur til kynna og er það tiðinni i sumar að kenna. Framleiðslumálin og atvinnu- mál i sveitum hljóta aö verða mál málanna á þessu þingi. Mjólkur- framleiðslan má alls ekki drag- ast meira saman, þvi þá veröur ekki hægt að fullnægja markaðin- um. Hvað atvinnumálin i sveitun- um varðar, tel ég nauðsynlegt að fjölga atvinnutækifærum til að ná til unga fólksins. Það er ódýrara fyrir þjóðfélagið að þeir, sem i sveitunum bUa, haldi áfram að bUa þar og að þeir nýti þær auð- lindir, sem þar eru”, sagði Bjarni. —ATA „Verðum að flöiga aivinnu- læklfærum í béllbýllnu” „Hlunnlndin verður að nýta belur” „Veturinn hefur verið einstak- lega harður og snjóþungur á Suðurlandi, einkum i Vestur- Skaftafellssýslu”, sagði Július Jtínsson, bóndi að Norðurhjáleigu i Alftaveri i V-Skaftafellssýslu. „Arið 1980 var annars sérlega gott alveg til septemberldia. Sumarið var bliðviðrasamt en þurrkur þtí af skornum skammti, sérstaklega i eystri hluta Suður- lands. Heyfengur varð þvi mikill en ekki að sama skapi góður. 1 október brá til hins verra hvað veður áhrærir og hafa samgöngu- leiðir austan Vikur veriðmeira og minna tepptar siðan. Það er mjög bagalegt, sérstaklega þar sem við erum framleiðsluaðlar fyrir MjtílkurbU Flóamanna og þvi erfitt að koma mjólkinni til skila. Þá hefur ófærðin náttúrulega gjörspillt öllu félagslifi. Það er mjög tíl umræðu að koma á fót aukabdgreinum, svo sem fiski- og refarækt. Ég vil benda á, að i kapphlaupinu undanfarin ár til að auka framleiðsluna, minnkaði viðleitnin til að nýta ýmiss hlunn- indi. Nýlega var stofnað starf hlunnindaráðunauts hjá BUnaðarfélagi íslands. Ég bind vonir viðað starf sliks ráðunauts eigi eftir að glæða áhuga manna til að nýta hlunnindi, svo sem veiði, fuglatekju og gjörnýtingu á rekavið”, sagði JUlius. —ATA „Jörð varla veriö auð síðan í októDer” „Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum ekki uppiskroppa með hey i S-Þingeyjarsýslu”, sagði Teitur Björnsson, bóndi á Brún í Reykjadal f Suður-Þingeyjar- sýslu og fulltrúi á Búnaðarþingi. „Siðastiðið ár var okkur fremur gott til septemberloka, en þá kom umhleypingsamur timi og jörð hefur varla verið auð siðan i októ- ber og þvi engin beit. — Hvernig hafa samgöngur verið i Þingeyjarsýslum? „Það hefur bara verið góð færð á vegum i vetur. Vegagerðin hefur haldið öllum vegum opnum og starfsmenn hennar verið fljót- ir til að moka þegar vegir hafa teppst”. — Hvað verður mál málanna á BUnaðarþinginu? „Ég tel vist að framleiðslumál- in taki drjUgan tima á þinginu. Samdrátturinn i mjólkurfram- leiðslunni hefur komið illa við marga bændur — i Suður-Þing- eyjarsýslu hefur samdrátturinn tíl dæmis orðið um 18 prósent. Framleiðslusamdráttur veldur ó- hjákvæmilega kyrrstööu eöa afturför í landbúnaðinum”, sagöi Teitur. Teitur Björnsson, bóndi i S-Þing- eyjarsýslu. Visismynd: EÞS „Nauðsyniegt að auka fjöl breytni (búskapnum” „Það varð viða vart við kal I tdnum og heyskapurinn brást þvl á nokkrum bæjum. Ég tel þó að almennt verði ekki heyskortur hjá okkur”, sagði Engilbert Ingvarsson, bóndi að Tirðilmýri I Snæfjallahreppi I N-tsafjarðar- sýslu. Engilbert Ingvarsson, bóndi á Snæfjallaströnd. „Þetta hlýtur að teljast slæmur vetur, þó að snjóþyngsli hafi verið óvenju litil. Það hefur verið um- hléypingasamt og siðan langir frostakaflar, þannig að viða eru mikil svellalög. Framleiðslumálin hljóta að verða snar þáttur i umræðunum á Bændaþinginu. Það skortir til dæmis mjólk á markaðinn á Isa- firði og oft hefur oröið að flytja að mjólk með ærnum tilkostnaði. Samt hefur mjólkurframleiðslan verið dregin saman! Þá held ég aö nauösynlegt sé að vekja ftílk til umhugsunar um að hinar hefðbundnu búgreinar, það er að fjárbUskapur og nautgripa- rækt eru ekki einu búgreinarnar. Það þarf að auka fjölbreytnina I bUskapnum til að gera það fýsi- legt fyrir yngra fólkið að búa i strjálbýlinu. Það þarf að bæta við aukabúgreinum og ýmissi jýón- ustustarfsemi, og ekki sist iðnaöi til úrvinnslu á landbúnaðarafurð- um”, sagði Engilbert. —ATA [PI Lítið meira Sér permanentherbergi Tímapantanir í síma 12725 mest Rakarastofan Klapparstíg MANNFAGNAÐUR ^UÐARCNDl FERMING kcilila hon)i() frú lllídurenilu cr öóruvisi. Vió herum þuó frum ú fotum og í skálum hönnuóum uf Ituuki Dór Vcró kr. HLÍÐARENDI OPNARKL. 18.00 ÖLL KVÖLD. BORÐAPANTANIR FRÁKL. 14.00 í SÍMA H690. BRAUTARHOLTI 22. ÞARFT ÞÚAÐ HALDA: stjórnarfund, kokkteil- partí, blaðamannafund, aðalfund, brúðkaup, fermingu? Þá skaltu halda hann HLÍÐARENDA í hádegi. Við leigjum út salinn frá kl 10.00 fh.—17.00. Munið: Hjá okkur eru allar veitingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.