Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 17. febrúar 1981. vtsm 9 Hrauneyjafoss ári ifyrr. Sá möguleiki, sem menn höfðu til að koma i veg fyrir orkuskort í ár, var að láta Hrauneyja- fossvirkjun komast i gang einu ári fyrr en áætlað var, það er 1980 í stað 1981. Guðmundur G. (Dbl. 11 þ.m.) og fleiri stjórnmálamenn hamra á því að Sigöldulón leki og járnblendiofn 2 á Grundartanga hefði ekki átt að taka i notkun. Með þessu eru þeir að reyna að læða því inn hjá al- menningi að orkuskortur- inn nú sé sérfræðingum Landsvirkjunar að kenna. En þetta er alfarið rangt. Orkuskorturinn hefði að sjálfsögðu orðið eitthvað minni, en engu sem munar. Þaö sem munað hefði um, var að taka Hrauneyjafoss i notkun ári fyrr. Slikar framkvæmdir eru timasettar með margra ára fyrirvara, og eru orkuspár not- aðar til þess, en aðferðin sjálf er mjög sérhæfð og flókin. tslend- ingar geta verið stoltir af þvi, að þessi aðferð er að mestu leyti hönnuð af islenskum visinda- mönnum og verkfræðingum og hefur hvarvetna, sem hún hefur verið kynnt, hlotið lof erlendra fræðimanna. Otilokað er að gera nánar grein fyrir henni hér, en árleg aukning raforku- sölu til almennings, sem er 20-30 megavött á ári, er mjög veiga-« mikið atriði i þessu sambandi. 1 dag eru keyrð um 25 megavött ORKUKREPPA STJÚRNMALAMANHA norður i land eftir norðurlinu. Alagið frá henni er nokkurnveg- inn það sama og árs aukning. Þetta álag gátu menn ekki séð fyrir. Vitneskjan um það hefði breytt ákvörðuninni um Hraun- eyjafossvirkjun. Sú vitneskja hefði haft það i för með sér að Hrauneyjafossvirkjun hefði verið hrundið af stað i fyrra, og enginn orkuskortur verið i ár, þrátt fyrir lélegt veðurfar og venju fremur litið vatn. Krafla brást og brást og brást. Flestir muna eftir Kröflu- framkvæmdunum sjálfum, en ég held að fæstir þekki eftirleik- inn. Hann er sá, ^ð allar götur siðan 1977 hefur verið jarmað vfir þvi að ekki fengist nægilegt fé til borana. Þvi hefur statt og stöðugt verið haldið fram, að væri borað myndi Krafla vinna orku. Sönnun þess fá menn hjá Guðmundi G., hann segir að 1978 var áætlað að framleiða 35 megavött i Kröflu nú 1981. Og hvað framleiðir svo Krafla? Eitthvað um 10 MW hefur heyrst. Mismunurinn á þessu og 35 MW siðan 1978 er einmitt það sem verið er að keyra norður i dag. útilokað var fyrir Lands- virkjun, — embættismenn henn- ar og ráðgjafa — , að vita fyrir- fram, að þessi 35 megavött mundu bregðast eins og öll hin. Hin pólitísku mistök. Pólitisku mistökin i Kröflu hafa á dæmalausann hátt leitt okkur i orkuskortinn. Sýnt var fram á að virkjunin mundi aldrei borga sig þvi hún væri rangt tlmasett. Samt var hún byggð Leirhnjúkur gaus kröft' ugu gosi 1975. Þá hefði verið skynsamlegast að stööva fram- kvæmdir, en áfram var haldiö. Framkvæmdin var rangt skipu- lögð þ.e.a.s. stöðvarhús fyrst, gufuveita á eftir. En þetta á auðvitað að gerast i nákvæm- lega öfugri röð, gufuveita fyrst, siðan prófa holur, stöðvarhús siðast. En látum nú svo vera horfum augnablik framhjá þessum framkvæmdalegu mis- tökum. Hvað var gert til að ráða bót á þessu: Var RARIK gert kleift að virkja fyrir sig? Nei. Var farið að ráðum Jónasar Eliassonar og ónotaða Kröflu- túrbinan sett upp i Svartsengi? Nei. Var Landsvirkjun beðin að hraða vatnaveitum á hálendinu eða undirbúa sig á annan hátt? Nei. Og af hverju var ekkert af þessu gert? Atti aldrei að viður- kenna nein mistök? Atti að bjarga þvi sem bjargað varð af andlitinu? Er þá alveg sama hvað það kostar? Já, í dag er búið að bora allar holur i Kröflu, sem upphaflega átti aö bora og ennþá er engin orka sem orð er á gerandi. Og hin pólitíska frekja. En allt þetta hefði mátt kyrrt liggja. Það bætast engar kiló- vattstundir inná kerfiö meö þvi að rifja þetta upp. En við skul- um ekki gleyma þvi, að þetta Kröflumál var undir pólitiskri stjórn þingmanna frá byrjun til enda og er enn. Svo þegar einn af þessu liði veður fram á rit- völlinn og kennir verkfræðileg- um mistökum hjá öðrurrvorku- skortinn nú, þá er mælirinn endanlega fullur. Og hver er svo það sem ætlar aö slá sig til ridd- ara með aðdróttunum á aöra? Það er verkfræðingur, sem situr á Alþingi, einn af fáum þar inni, sem virkilega hafði vit á/hvilikt hneyksli Kröflumálið var. Og mótmælti þessi maður ekki? Nei. Gerði hann ekki félögum sinum grein fyrir, hvar rangt var að fariö? Nei. Gerði hann ekki opinberlega grein fyrir áhættunni? Nei. Hann þagði eins og fiskur og greiddi atkvæði með, hvenær sem hann hafði tækifæri til. Þessi alþingismað- ur telur sig hafa efni á þvi að gagnrýna álagsstýringu hjá Landsvirkjun. Hann telur sig þess umkominn að ásaka mig fyriraðhafa gefið Landsvirkjun slæm ráð i lekamálum. A hvor- ugu þessara atriða hefur alþingismaðurinn nokkra sér- þekkingu, þó verkfræðingur sé. Hann veit, að Sigöldustöð gæti framleitt meira ef lónið læki ekki. Hversu mikið veit hann ekki. Sömu sögu er að segja um járnblendiofninn sem fékk raf- magn i október. Ef hann hefði ekkert fengið, heföi verið meira til núna. En hversu mikið meira? Það veit ekki alþingis- maðurinn. En þessi algeri skortur á vitneskju um málið hindrar ekki manninn i að reyna að slá sig til riddara. Hótanir Guðmundar G. En það er ekki nóg með að i grein Guðmundar séu aðdrótt- anir og svivirðingar, heldur eru þar lika beinar hótanir. ,,Ég þarf ekki miklar brýningar tii viðbótar til þess að krefjast þess á Alþingi að málið verði rann- sakað” skrifar Guðmundur G. Hér talar sá sem valdið hefur. En hvaða framhald á nú að verða á þessu? Ætlar Guðmund- ur G. að standa upp á Alþingi og halda eftirfarandi ræðu: „Jónas Eliasson hefur skrifað um mig svo afdráttarlausar greinar bæði i dagblaðinu Visi og Dag- blaðinu sjálfu að ég neyðist til að biðja háttvirt Alþingi um að rannsaka málefni Landsvirkj- unar mér til varnar”? Heldur er það nú ótrúlegt. Varla fer Guð- mundur G. að gera það að ástæðu fyrir opinberri rannsókn á Landsvirkjun, að ég hafi skammað hann i blöðum. Nei, þessum hótunum er nú ætlað annað. Þeim er augljóslega ætl- að að hitta fyrir stjórnendur Landsvirkjunar og flytja þeim eftirfarandi boðskap: „Annað- hvort þaggið þið niður i þessum manni eða ég mun hefja aðför aðykkurá Alþingi.” Og þetta er sniðugt Guðmundur G. Svona hótanir er ekki hægt annað en að taka alvarlega. En þú kemur of seint Guðmundur G. Fyrir skrif min um svartoliumál, orkumál,. Kröfumál og fleiri mál hef ég margsinnis fengið svona hótan- ir. Smám saman lærist manni að leiða þær hjá sér. Hugleiöingar. Deila okkar Guðmundar G. er ekki merkilegt framlag til orku- mála. En hún hefur vakið hjá mér ýmsar hugsanir um mál- efni sem i dag liggur mörgum á hjarta, það er að segja, vaxandi valdabrölt og valdagræðgi alþingismanna og aðferðirnar sem þeir beita i þessari baráttu um völdin og hver við annan. Það er búið að koma þvi inn hjá þjóðinni að eðlilegt sé að al- þingismenn hafi völd. Sam- kvæmt stjórnarskránni eiga þeir ekki að hafa annað vaid en löggjafarvaldið. Samt sem áður fara mestir starfskraftar þing- manna nú orðið i að skipa i ýms- ar nefndir, i stjórnir fyrirtækja og koma á fót stofnunum, sem þeir stjórna sjálfir. Þeir sem setja lögin eru lika farnir að framkvæma þau. Til að standa vel að ákvörðun- um eins og til dæmis i orkumál- um þurfa menn að hafa starfaö það lengi að þessum málaflokki að þeir hafi yfirsýn yfir beinar afleiðingar gerða sinna. Enginn þingmaður i dag hefur neina slika reynslu. Margir dugandi Jónas Elíasson prófessor ritaöi fyrir nokkru grein um orkumál og sýndi fram á, hvernig aðsteöjandi vandi í orkumálum hefur hlotist af ráöleysi stjórnmála- manna. Guðmundur G. Þórarinsson og fleiri hafa sent Jónasi tóninn fyrir þessi greinaskrif og er það tilefni þeirrar greinar Jónasar sem hér birtist. menn hafa unmö aö málefninu meira eða minna alla ævi. í þeim hópi eru stjórnmálamenn dæmdir eftirbátar. Sjá menn ekki hvað þarna er að gerast? Það sem er að gerast er að dugandi djarfir menn, sem kosnir eru á Alþingi með góðum stuðningi og trausti kjósenda sinna, breytast i pólitiska lodd- ara á samri stundu og þeir troða sér i valdaaðstöðu? sem þeir ráða ekki við, hvorki stjórn- unarlega, né faglega. Þetta sem hér hefur verið sagt á kannski minna við um Guðmund G. en marga aöra. En skrif hans undanfarna daga benda til þess að hann sé nú leiður á utangarösverunni og langi nú I bitlinga. Að aðrir hafi gert mistök er hin sigilda afsök- un þingmanna fyrir að sölsa undir sig meiri völd. Guðmund- ur G. er kominn af stað og þaö er heil hjörö á eftir honum. A þeim að takast að sölsa undir sig það litla sem eftir er af rétti til að taka ákvarðanir i orku- málum án pólitiskrar ihlutun- ar?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.