Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. febrúar 1981. Mosfellssvelt: Þakið fauk af Hlégarðl Helmingurinn af þaki Hlé- garðs i Mosfellssveit fauk i ill- viðrinu i nótt og ollu þakplöturn- ar miklum skemmdum á iþróttamannvirkjunum við Varmárskóla. Meðal annars brotnuðu margar rúður. Kennsla fellur niður i Varmárskóla i dag vegna vatns- elgs i kjallara og á fyrstu hæð skólahússins. í morgun var ékki vitað, hvað olli vatnselgnum, þvi ekki var séð, að skemmdir hefðu oröið á skólahúsinu i ill- viðrinu. Allmiklar skemmdir urðu á nýbyggingum i Mosfellssveit og margir bilar fuku út af veginum og ultu. —ATA Sfykkishólmur: útgerðarhús fauk og lenti á Hólmskjðrí „Útgerðar- og geymsluhús Hraðfrystihúss Sigurðar Ágústssonar fauk af grunninum og sást varla nokkuð eftir þar,” sagði sveitarstjórinn i Stykkis- hólmi m.a. um tjónið þar. „Þetta var á annað hundrað fer- metra hús og lenti á næsta húsi, sem er verslunarhúsið Hólms- kjör. Þar hafa menn verið i önn- um að fergja rústirnar i nótt. Svo fauk þak af áhorfenda- stúku við iþróttavöllinn i heilu lagi og liðaðist i sundur ein- hversstaðar. Jóhannes Björgvinsson lög- regluþjónn sagði að það gengi á með éljum og rafmagnslaust væri á Stykkishólmi, þegar Vis- ir hafði samband við hann i morgun — Við eigum ekki von á þvi, að rafmagnið komi á fyrr en i dag, sagði Jóhannes. Ekki hefur enn verið kannað- ar skemmdir að fullu i Stykkis- hólmi, vegna éljagangsins — en það verður gert, um leið og veð- ur lægir. -SOS Reykjavík: Þak KR-heim- ilisins fauk á haf út Mikill hluti þaks iþróttahúss KR er nú kominn á haf út. Báru- járnið á þakinu losnaði upp og var sem skæðadrifu bæri til hafs, séð frá ibúum i nágrenni KR-heimilisins. Iþróttahúsið stendur á bersvæði, þannig að ekki hlaust mikið tjón af þess völdum á öðrum húsum. —ATA ReyðarflörDur: Fjárhús fauk og bílar ultu „Hér geisaði slikt veður, að elstu menn muna ekki eftir öðru eins,” sagði lögregluþjónn á Fá- skrúðsfirði, i samtali við Visi. Á Kolmúla við Reyðarfjörð fauk fjárhús um koll og mesta mildi, að ekki skyldi hljótast slys á mönnum vegna þess, þvi að fjöldi manns var þar veður- tepptur i alla nótt. Plötur úr fjárhúsinu, sem var tæpir 300 fermetrar, fuku þó á bila i grenndinni og skemmdi tölu- vert. Að sögn lögregluþjónsins var ekki vitað, hversu margt fjár var i húsinu eða hvort eitt- hvað hafði drepist. Þá fóru margir bilar á hliðina og meðal annars mjólkurbill þeirra Fá- skrúðsfirðinga og má hann heita ónýtur eftir. —KÞ bárujárnl! Þak fauk af hluta fæðingardeildar Landspitatans. Hér sést hluti braksins úr þakinu. Visismynd: EÞS. Grlndavík: Urðu að fyiia sjúkrabílinn af fðlki til að halda honum á veginuml krýsuvík: Þakið fauk af svinahúsi Kona fauk til i Hafnarfirðin- um i gærkvöldi og handleggs- brotnaði, en ekki er vitað til að önnur slys hafi orðið þar á fólki. 1 Krýsuvik varð mikið tjón er þakið af stóru syinahúsi fauk, en ekki er vitað til að svinunum, sem i húsinu voru, hafi oröið meint af. Þá fauk hluti af nýbyggingu Viðidalsskóla og hlutust miklar skemmdir af þvi. Bilar liggja viða á hliðinni eða hreinlega á hvolfi i Hafnarfirði og nágrenni, þar sem þeir hafa fokið af veg- inum eða oltið á bilastæðum. I morgun var verið að fullkanna skemmdirnar af völdum veðursins. „Við urðum að smala saman hjálparsveitarmönnum um staðinn og hrúga þeim inn i sjúkrabilinn, til að halda honum niðri”, sagði Sigurður Agústs- son lögregluþjónn i Grindavik i frásögn af óveðrinu þar. Maður sem var að hjálpa til við að verjast tjóni á fiskverkunarhúsi var að koma þar út úr dyrum, þegar hann tók á loft og fót- brotnaði, þegar hann kom niður. Maðurinn var fluttur i sjúkra- „ÞAÐ er óhætt að segja, að hér hafi orðið milljónatjón i ný- krónum talið”, sagði einn björg- unarsveitarmanna á Akranesi i samtali við Visi. Það sem á flestum öðrum stöðum á landinu geysaði hið bflnum til aðgerðar i Keflavik og hjálparsveitarmennirnir urðu að fara með til að þyngja bflinn á leiðinni. Við hafnarvogina lagði maður Blazernum sinum meðan hann skrapp inn. Skyndilega heyrði hann mikinn hávaða og þegar hann leit út sá hann að toppur- inn var fokinn af bilnum, hafði rifnað af i heilu lagi og lá fram á vélarhlifinni. versta veður i gærkvöldi og nótt. Þakplötur og rúðubrot fuku um allt. Bilar voru á ferð og flugi og Björgunarsveit Slysavarnar- félagsins og Slökkviliðið áttu fullt i fangi með að aðstoða alla þá er þess báðust. Þá fór grjótfylling framan af Hluti af þaki fæðingardeildar Landspitalans fauk i nótt og lok- aði Eiriksgötunni. Þá fuku þak- plötur af ótal húsum i öllum hverfum borgarinnar og hættu- legt var að vera á ferli utandyra þar sem allt lauslegt fauk til i óveðrinu. Lögreglan fékk um 260 hjálparbeiðnir og Almanna- varnir annað eins. Þá eru ekki meðtalin smáviðvik, eins og að koma fólki heim til sin. Lög- reglan ók til aö mynda hátt á annaö hundrað manns úr Þjóðleikhúskjallaranum heim. Sjálfboðaliðar störfuðu i alla nótt viö að negla niður þakplöt- ur og safna saman lausum þakplötum, til aö koma þeim undan veðrinu. Eru plöturnar meðal annars geymdar i lög- reglustöðinni viö Hverfisgötu og eru fangegeymslur yfirfullar af bárujárni. Mikiö var að gera á Slysadeild Borgarspitalans i nótt, en slys- in, sem fólk hafði oröið fyrir, voru yfirleitt minniháttar. Flestir höfðu skorið sig á gler- brotum og nokkrir höföu brotn- að. hafnargarðinum á 60 metra belti og eru Skagamenn mjög uggandi yfir afleiðingum þess, hvort verið geti, að grjótið fari inn i innsiglinguna. Einnig kom mikil dæld i svartoliutank við Sementsverksmiðjuna. — KÞ Akranes- 60 METRA GRJÖTBELTI FÖR FRAMAN AF HAFNARGARRINUM Seitiarnarnas: ÞakiD lokaöi gðtunni Vitað er um 15-20 hús á Seltjarnarnesi, sem skemmdust i óveörinu i nótt. Skemmdirnar voru aðallega af völdum báru- járnsplatna, sem fuku af húsum og skullu á öörum húsum og bil- Ekki er vitað til, að slys hafi um. Þak af húsi einu á Skóla- orðið á fólki á Seltjarnarnesi i braut fauk af I heilu lagi út á nótt. götu og lokaði algerlega Skóla- brautinni. Skemmdir urðu talsverðar á bflum, mikið um rúöubrot og aðrar skemmdir, vegna þess að þakplötur og öskutunnulok fuku á þá. —ATA Reykjavlk: Fanga- geymslur yfirfullar af Húsiö við Skólabraut á Seltjarnarnesi, þar sem þakið fauk af i einu iagi og út á götu. Visismynd:GVA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.