Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 28
Þriðjudagur 17. febrúar 1981. síminn er86611 veðurspá dagsins Yfir Grænlandssundi er 955 mb lægö sem hreyfist n-n austur. Veöur fer kólnandi. Suöurland til Breiðafjarðar: AU-hvasst suövestan á miö- um en talsvert hægari til landsins. Él. Lægir talsvert, er liður á daginn. Strandir og Noröurland vestra og Vestfirðir: Suðvestan hvassviðri og sið- ar stinningskaldi eða all- hvasst. Él. Norðurland eystra til Aust- fjaröa: S-vestan átt, sumsstaðar allhvasst eða hvasst i fyrstu, ensiðar stinningskaldi. Viðast léttskýjað. Suð-Austurland: Suð-vestanátt, sumsstaðar stormur i fyrstu, en siðar all- hvasst eða hvasst. Él. jggí fí I m I 1 i I 1 1 1 | 1 | I I veðrið | hér ; og har ■ Veður kl. 6 i morgun: Akureyri skýjað 1, Bergen || léttskýjað -4-5, Kaupm. skýj- gj aö 1 Osló heiðskirt +11, II Reykjavlk snjóél +3, Stokk- hólmur léttskýjað 0, Þórshöfn 11 skýjað 8, Aþena léttskýjaö 5, §g Berlin regn 1, Chicago létt- H skýjað 9, Feneyjarheiðskirt 4, £ Frankfurt léttskyjað 2, Nuuk ■ léttskýjað + 14, Londonmistur j 6, Las Palmas skýjað 17, ™ Mallorka skýjað 9, New York Hi léttskýjaö 8, Paris þokumóða 2, Róm þokumóða 6, Malaga i| skýjaö 13, Vlnskýjaö 1, Winni- pegskýjaö 3. Loki seglr Rikisstjórnin fylgir nú þvl mottói, að sögn kunnugra, aö ein skoðanaskipti á dag komi efnahagsmálunum I lag.! Atta björouðust er skip heirra strandaði: TVEGGJA SJÚMANNA SAKNAD AF HEIMAEY Tveggja manna er enn leitað eftir að Heimaey fró Vestmannaeyjum rak stjórnlaust upp f Brim- garðinn í Þykkvabæjar- fjörum. Björgunarsveitir voru komnar á strandstað upp úr miðnætti og gengu björgunarstörf fljótt og vel fyrir sig. Skipsbrots- menn/ átta talsins/ voru fluttirtil Hvolsvallar/ þar sem þeir hvíldust á hótel- inu í morgun. t>eir tveir, sem saknað er, eru báöir kornungir menn 21 og 22 ára gamlir, og var annar þeirra i sinum fyrsta túr. Hinn hafði farið einu sinni áður með bátn- um. Piltarnir munu hafa farið út á fyrsta broti i brimgarðinum. Þeirra er nú leitað á Landeyjar- sandi, Þykkvabæjarfjörum og vestur úr. Heimaey, sem áður hét Nátt- fari, mun hafa farið útá hádegi i gær, en þá var veður mjög farið að versna. Báturinn fékk ne„t i skrúfu, þar sem hann var að veiðum vestan við Vestmanna- eyjar. Annar bátur, ölduljón kom til aðstoðar, og kom taug yfir i Heimaey, en strengurinn slitnaði. Rak Heimaey stöðugt nær landi og togarinn Sindri gerði tilraun til aðstoöar, en án árangurs. Varðskip var nærstatt og átti skammt ófarið, þegar bátinn rak upp i brimgarðinn. Skipstjóri á Heimaey er Gisli Garðarsson, 25 ára Vest- mannaeyingur. Hluti þaksins fauk af Hlegaröi og lenti Við Varmárlaug, sem er I um 150 metra fjarlægð. Sjá nánar frétt á bls 11 Vlsismynd: GVA ÚVÆNT RÚMRUSK i KEFLAVÍK: Fengu járnrör í gegnum svefnherbergisvegginn „Þaö heföi komið ansi nálægt eyranu á mér hefði ég verið kom- inn upp I rúmið”, sagði húsmóðir- in á Eyjavöllum 7 i Keflavik, sem varö fyrir þeirri óþægilegu reynslu að fá hluta af sólbyrgi ná- grannans inn i svefnherbergi hjá sér, rétt þegar hún var aö búa sig undir að fara i rúmið. Eiginmaðurinn var kominn i rúmiö og var að lita i bók, þegar buldi við mikill brestur, likt og sprenging og sólbyrgið lenti á húshliðinni. Rör stakkst i gegnum vegginn sem er úr timbri braut stórt stykki úr klæðningunni og gerði usla á náttborði frúarinnar, en enginn meiddist. ,,Ég hef ekki hugmynd um hvað tjóniö er mikið,” sagði húsmóðir- in. „Hitinn fór af, það er raf- magnskynding hérna, og ég reyni bara að halda á mér hita undir sænginni.” SV Strætisvagn fauk og festist milli veggja Strætisvagn lenti þversum á Skálholtsstignum I gærkvöldi vegna veðurs. Vagninn stöövaði algjörlega umferð um stiginn, þar sem hann stóð fastur á milli veggja Frikirkjunnar og gagn- stæös húss. Strætisvagnarnir i Reykjavik uröu mjög illa úti i óveörinu. í þeim brotnuðu 8 framrúður, 2 aft- urrúður og 15 lofthlerar á þaki. 1 .þann, sem sést á þessari mynd, vantar aöra framrúöuna. Þá brotnuðu rúður viða um borgina, og var algeng sjón i gær- kvöldi og nótt að sjá eigendur verslana á eftirlitsferð, auk lög- reglu. Stór gluggi i Samvinnu- bankanum á Háaleiti mölbrotnaði og stóð blaðadrifan út úr honum, er lögreglan kom á staðinn. Vatn flæddi viða inn i ibúðir, og á þeim stöðum þar sem glugga- hæð var allt að metri>. Tjón hefur orðiö mikið af völdum óveöursins i borginni og má viöa sjá loftnets- stengur fallnar eöa skekktar og auglýsingaskilti undin. — AS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.