Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 4
Vantar umboðsmann á Blönduós Sími 86611 Nauðungaruppboð sem auglýst var I 84., 89. og 93. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Esjugrund 51, Kjalarneshreppi, þingl. eign Huldu Þorgrimsdóttur fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar i Reykjavik, á eigninni sjálfri föstudaginn 20. febru- ar 1981 kl.15.30. , Sýslumaðurinn I Kjósarsyslu Nauðungaruppboð sem auglýst var i 84., 89. og 93. tbl. Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Brekkutangi 20, Mosfellshreppi, þingl. eign Péturs Korneliussonar fer fram eftir kröfu Jöns Magnús- sonar, hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 20. febrúar 1981 kl. 15.00. . , Sýslumaðurinn i Kjósarsyslu Skeifunni 17> Sfmar 81390 Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum Subaru station 4x4 árg. '78 Volkswagen Variant 1600 árg. '70 Honda Civic 1300 árg. '74 Mazda 1300 árg. '73 Cortina 1600 árg. '74 Datsun 180 B station árg. '78 Mazda 818 árg. '72 Trabant 601 árg. '78 Bifreiðarnar verða til sýnis að Hamarshöfða 2, þriðjudaginn 17. feb. frá . 12.30-17.00 Tilboðum sé skilað að skrifstofu vorri Aðal- stræti 6/ eigi síðar en miðvikudaginn 18. febrú- ar. TRYGGINGAMIÐSTOÐIN U AÐALSTRiETl a — REYKJAVÍK — alm Breski kaupskipaflotinn er að visu fjórði stærsti i heimi, en þó ekki nema skugginn af sjálfum sér.miðað við fyrir 15 árum. Hnienun hans. sem áður lagði grundvöllinn að breska heims- veldinu hefur i rauninni staöið i nokkra áratugi. Veldur þvi fleira en sihækkandi launakostnaður, sem skipafélögin bera sig undan nú i yfirstandandi deilu við sjómannafélögin, og hækkandi gengi sterlingspundsins, sem ger- ir þeim erfitt um vik i samkeppn- inni. Þau hafa heldur ekki haft vilja til þess að ráðast i nýsmiðar skipa, og þvi trauðla fylgst með þróun nýtisku skiparekstrar. Þegar best tekst til, eru keypt notuð skip, yngst ársgömul, svo að útgerðin er alltént einu ári á eftir flestum samkeppnisaðilum. Fyrir siðari heimstyrjöldina voru tveir þriðju skipaeigenda breskra menn, sem höfðu hafist upp af sjálfum sér. Oft skipstjór- Breski flolinn er ekki svipur hjá sjón ar, sem önglað höföu saman i sitt fyrsta skip. Utan Bretlands endurtekur sú saga sig enn i dag. Fyrir utan það, að viða þrifast enn vel gömlu frumherjarnir, eins og i Grikklandi og i Hong- kong. Af bresku skipakóngunum gömlu eru fáir orönir eftir. Það er ekki lengra siðan en 1967, að breski kaupskipaflotinn gat talist sé stærsti i heimi. Hann hefur hrunið siðan, bæði miðað við hve stór hann var og eins i við- miðun við aðra, sem stækkað hafa á meðan. 1914 áttu Bretar 42% kaupskipa heims. 1970 áttu þeir 11.4% og i dag aðeins 6.5%. Bresk kaupskip i dag annast nú 24% þeirra vöruflutninga, sem millirikjaverslun Bretlands þarf áað halda. Fyrir tveim árum var það 35%. Nú hafa tekið við skip, sem sigla- undir fánum Liberiu og Panama. Bresk skipafélög hafa litið grip- ið til þess að skrá sin skip i Liberiu eða Panama. Þó ætlaði Cunardfélagið i vetur að bregða á þaö ráð i deilum við sjómanna- samtök, en þau fengu hindrað það. Kom þá i ljós, að það getur orðið erfiðari róðurinn fyrir skipafélög i Bretlandi að freista slikra úrræða til þess að skjóta sér úndan hækkandi launakröf- um. Enn má sjá nokkrar leifar fyrri glæsitima. Aður var naumast komið svo til hafnar i austurlönd- um fjær, að þar blöstu ekki við einkennislitir á skipum „British India Line’s” eða Alfred Holt’s „Blue Funnel Line”. Eitthvað eimir eftir af þeim ennþá, og nokkrar hinum frægu skipafjöl- skyldum af reka enn sin skipa- félög. Adrian Swire rekur enn Guðmundur Pétursson, fréttastjóri erlendra frétta. „Far Eastern”, sem afi hans stofnaöi, og er stjórnarformaður i hinu 108 ára gamla „China Navigation”, sem hefur að visu mjög dregið saman seglin. Cayzer-fjölskyldan heldur enn um taumana á „British and Commonwealth Shipping”, sem áður flutti póst til S-Afriku. Sonarsonur Inchcapes lávarðar fæst enn viöskipaútgerð, en afinn átti á sinum tima stærstan þátt- inn i samruna „British India” og „P&O”. Aðrar fjölskyldur, sem nefna mætti, eru Vestey, Bibby, Runciman og Ropner. Þær eru þó allar horfnar i skuggann af nýrri kynslóó skipakónga. Upphaflega voru það griskir fésýslumenn, sem söxuðu á breska versíunarskipaflotann með kaupum á notuðum skipum, sem bresku skipafélögin töldu sig ekki hafa not fyrir. Niarchos, Onassis og fleiri spruttu þá upp. Siðan komu til sögunnar Kinverj- ar frá Hongkong. Ue-Kong Pao byrjaði 1955,þegar hann keypti 17 áragamalt skip „Golden Alpha”. Nú stýrir hann flota upp á 20 milljónir bróttólesta og á i pönt- un ný skip upp á 3 milljónir lesta. Ef bætt er við flotum tveggja ann- arra Hongkong-skipajöfra, eins og D.Y.Tung og Frank Chao, þá eiga þessir þrir yfir stærri flota að ráöa en allur hinn breski kaupskipafloti samtals. Þar á ofan er hinn breski floti ekki 100% breskur. Töluvert af erlendu f jármagni hefur komið til sögunnar á siðustu árum. Sumir segja, að útlendingar eigi um 40% breskra kaupskipa. Svo sem eins og Boris Vlasov, sem sjálfur situr i Monte Carlo, en yfirtók „Silver Line” árið 1973, eða C.Y. Tung, sem keypti „Furness Withy” i fyrra. Danska skipafélagið „A.P. Möller” „franska Dreyfus-félagið og fleiri eiga skip undir breskum fánum, þvi að til skamms tima hefur Bretland þótt liggja ekki langt að baki Liberiu og Panama og öðrum slikum löndum, sem heppilegt þykir að skrá skipa- félög sin i. Hluti skýringarinnar á þessari hnignun siðustu áratuga liggur i hnignun heimsveldisins og upp- lausn. Eins með tilkomu farþega- flugsins, sem skapaði tómarúm hjá skipafélögunum, er aldrei hefur verið fyllt upp i siðan. Aður höfðu bresk félög ódýrt vinnuafl frá ýmsum samveldislöndum. Fyrir 15 árum var fjórðungur áhafna á breskum aðallega frá Indlandi og Kina (Hong-kong), en sjómannasamtökin hafa knúið félögin til þess að skera þann fjölda niður. Siglingaráð Bret- lands ætlar, að það sé tvöfalt dýr- ara að manna skipin með bresk- um áhöfnum heldur en t.d. kórönskum. Einnig kemur til, að bresku félögin hafa ekki verið nógu klók i umsetningu og fjárfestingum. Þau hafa selt skip sin, þegar markaðurinn lá niðri og verð- lagið lélegt, og of seinir að fylgj- ast með nýbreytninni til þess að kaupa á hagkvæmum tima. Margar uppá stungur fyrlr HóDelspris Lech Walesa, Jimmy Carter fyrrum forseti, Alva Myrdal, talsmaður afvopnunar og Robert Mugaby, forsætisráðherra Zimbabwe, eru I hópi þeirra, sem tilnefnd hafa verið til friðar- verðlauna Nóbels árið 1981. Nóbelsverðlaunanefndinni hafa borist alls um 60 uppástungur 50 einstaklinga og 13 stofnanir. 1 þessum hópi eru sex konur. Einnig Robert McNamara, frá- farandi bankastjóri Alþjóðabank- ans, Jurij Orlov sovéski andófs- maðurinn, og svo hinn týndi diplómati Svla, Raoul Wallen- berg. Meðal stofnana eða samtaka, sem tungið hefur verið upp á, eru Hjálpræðisherinn, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna Mannréttindanefndin i E1 Salva- dor og fleiri. Loflbelgurinn strandaður Bandarisku mennirnir tveir, sem ætluðu að fljúga i loftbelg umhverfis jörðina i einum áfanga, lentu loftbelgnum á laugardag á Norður-Indlandi. Eru þeir hættir við. Þeir lögðu upp frá Luxor i Egyptalandi á fimmtudag, en þegar þeir voru yfir Nýju Delhi slepptu þeir út lofti til að lækka flugið og komast i ákveðna ioft- strauma. Fram til þess höfðu þeir svifið i 9 þúsund metra hæö. Loftstraumana fundu þeir ekki, og náðu heldur ekki aö hækka belginn til þess að komast yfir Himalaya-fjallgarðinn, svo að lengra varð ekki komist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.