Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 17. febrúar 1981. ' yísm_ lesendur haía orölö S.P. skrifar: Á mannlifssiðu Visis á fimmtudaginn i siðustu viku birtust nektarmyndir af karlmönnum, sem ég hélt að væru hreinlega bannaðar, svo opinskáar voru þær. Þar er talað um, að sjálfsagt sé að sýna hina hliðina, en ég hef aldrei á þessum siðum séð nakinn kvenmann, eða með svo fáa leppa um sig, að bókstaflega skini i allt, eins og var á einni mynd á siðunni. Er ekki hægt að halda áfram með kvenfólkið, i stað þess að vera að vaða inn á þessa vafasömu braut? Eg er viss um, að kvenfólkið hefur engan áhuga á svona stripli, og þetta þjónar þvi eingöngu áhuga einhverra manna með einkennilegan hugsunarhátt, svo að vægt Sé til orða tekið. Kvenfólk, sem komið hefur á siðunni, hefur flest haft atvinnu af þvi að syna sig, en þeir karlmenn, sem birtust á siðunni fæstir. Þá birtist islensk nektarmynd af karlmanni við heita lækinn svonefnda, en ég hef aldrei séð mynd af kvenmanni þar,nemaniðri i vatninu. Þetta eru þvi ekkertnemaofhvörf.stefnt gegn karlmönnum, sem hafa siður en svo ánægju af að sýna likama sinn, hvað þá að taka laun íyrir slikan asnaskap. Sjálfur get ég skilið, að menn hafi gaman af þessu stöku sinnum, en ég ræddi þetta við spilafélaga mina, sem hvöttu mig eindregiö til þess að hripa linur þessar og óska eftir þvi, að framvegis verði slikar myndir af karlmönnum ekki birtar. Sýni- kroppar kvenmanna eru hins vegar viðurkennd söluvara um allan heim og ekki nema sjálfsagt að við fáum að njóta þeirra, eftir framboðs- og eftir- spurnarreglunni. Bréfritari óskar ekki eftir þvi að fleiri slikar myndir séu birtar. „BIRTIÐ EKKI FLEIRI MYNDIR AF NÖKTUM KARLMÖNNUM" Skyldi þessi hafa lokað innkeyrslunni? „Leikur Dann leik að iestast í innkeyrslu” Þreyttur ökumaður hringdi: Ég bý i Orrahólunum og likar bærilega. En einn er þó galli á gjiíf N jarðar, og hann má skrifa á ibúa einn, sem erlitt er viö aö eiga. I fannferginu, sem lagst hefur á okkur borgarbúa að undanförnu, þarf þessi aumingja maður alltaf ab veröa fyrstur til aö f esta bilinn sinn i innkeyrslunni. Hann er á sumardekkjunum, mjög slitnum, þannig að honum rétt tekst að komastúrstæði sinu, inn i þrönga innkeyrsluna og þar stöövast hann. Ég færði þetta i tal við hann þegar atvikið kom íyrir annan daginn i röð, en hann skeytti engu um orð min. Ég er ekki sá maöur að kalla til lögreglu, en ég ætlast til að hún sé á verði gagnvart þeim sem enn hafa ekki sett vetrardekk undir bilana, og stunda þaö aö festast i innkeyrslum. F éggf* yfk; I HAn ■BÍ Minnklð ekkl sjón- varpsefnl öarnanna Stóra systir hringdi: 1 tilefni af þvi að nú er rætt um að skera niður sjónvarpsefni, vildi ég koma eftirfarandi á framfæri fyrir hönd yngri systkyna minna. Mér skilst að það eigi að byrja á þvi að fella niður þáttinn „Grenj- að á gresjunni”, eins og við segj- um gjarnan, en við teljum rang- látt að taka af barnaefninu þvi af nógu öðru er að taka. Þá viljum við eindregið fá Tomma og Jenna aftur. Fimm ára systir min sagði mér að þeir félagar fengjust ekki aftur af þvi að þeir kenndu okkur að hrekkja og striða, sem hún gat alls ekki skilið, þvi hún væri sjáll' mun þægari að fara i háttinn eftir að hafa horft á þessa skemmtilegu kumpána. Fjölskylduþættir eins og Land-«* nemarnir mættu vera fyrr á dag- skrá svo yngri börnin fái notið þeirra, en siðast á dagskránni mætti þá frekar vera efni fyrir sérhópa. Er ekkl hægt að lá öflýr farglöld tu Skanfllnavfu? Helgi Sigurðsson skrif- ar: Nú i vor mun danska ierða- skrifstofan Tjæreborg hafa viku- legar lslandsferðir i samvinnu við Ótsýn, og er ekkert nema gott um það að segja. En maður er hissa á þvi, að íslendingum er ekki boðið uppá slik vildarkjör sem þeir hjá Tjæreborg bjóða,. Maður spyr, hvað veldur? Er orð- ið útilokað að fá ódýr fargjöld til dæmis til Kaupmannahafnar, einsoghægt varáður! Hvað veld- ur? Mitt álit er það, að hver íerða- skrifstofa ætti að sjá sóma sinn i þvi að bjóða Islendingum ódýrar ferðir til Skandinaviu. Flestir vilja fara þangað, þó að íerða- skrifstofur vilji fá fólk til Spánar. Hvernig stendur á þvi, að það er aldrei sagt frá likamsárásum, nauðgunum og morðum, sem framin eru á Spáni og bitna á sak- lausum ferðamanni, en það er staðreynd, að á hverju ári er hundruðum kvenna nauðgað á Spánarströndum. Ég vil taka það skýrt fram, að ég er alls ekki á nokkurn hátt að kenna ferðaskrifstoíum um þessa glæpi, siður en svo. Það veldur ferðaskrifstofunum miklum áhyggjum, hve glæpalýðurínn á Spáni hefur fært sig upp á skaftið, og lögreglan er gjörsamlega dauð vegna mútuþægni og spillingar. Hver er hin MiðinOddur? Fagmaður hringdi: Vegna athugasemdar Odds Thorarensens við grein Friðriks Sophussonar i Visi vegna Dalvik- urmálsins, vildi ég óska eftir nán- ari skýringum Odds á þvi, hver hin hliðin á málinu sé, sem honum er svo tiðrætt um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.