Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 17
Þríðjúdágúr 17. fébrúar 1981. vtsm 17 53. þáttur. Umsjón: Hálfdan Ilclgason SKAKFRIMERKI? Um helgina spurðust þau tið- indi, að samgöngumálaráð- herra, Steingrimur Hermanns- son,hefði synjað beiðni forustu- manna skáksambandsins is- lenska, þess efnis, að út yrði gefið frimerki, og það frekar tvö en eitt, til þess að standa straum af kostnaði við hugsanlegt heimsmeistaraeinvigishald þeirra Karpovs og Korchnois hér á landi. Fram hefur komið áhugi þeirra skáksambandsmanna að áðurnefnt einvigi verði haldið hér á landi, en til þess að það geti orðið, verðurað bjóða upp á mjög rifleg verðlaun auk þess að aðbúnaður allur verður helst að vera betri en nokkur annar getur boðið upp á. Greinilegt er af blaðafregn- um, að umrædd frimerkja- útgáfa hefur verið hugsuð sem aðaltekjustofn einvigishaldsins, þvi að þegar hinar neikvæði undirtektir ráðherra eru kunn- ar, er haft eftir forseta Skák- sambands Islands að „sáralitl- ar likur væru á þvi að einvigið færi hér fram, fyrst frimerkja- útgáfan hefði ekki náð fram að ganga.” Auðvitað er rétt að reyna að setja sig i spor forsvarsmanna skáksambandsins, hvort sem það er af áhuga fyrir skákinni eða vegna þeirra alheims- athygli, sem Island yrði aðnjótandi meðan einvigið færi fram. Og vissulega er til mikils að vinna. En slikt er hægt að kaupa of dýru verði, a.m.k. finnst mér það. íslenska póst- stjórnin hefur löngum notið virðingar frimerkjasafnara um allan heim vegna skynsamlegr- ar stefnu i útgáfumálum og rif- legan hluta af tekjum sinum á hún þvi að þakka. Það hlutfall má örugglega bæta frá þvi, sem nú er, en það verður ekki gert með þvi að gefa út frimerki, sem eingöngu eru skálkaskjól til þess eins að plokka fé af söfnur- um. Sá útgáfuaðili, sem það gerir, glatar skjótt þvi góða áliti, er hann kann að hafa og þá er miklu verr farið en heima setið. Það er þvi full ástæða fyrirokkur frimerkjasafnara að þakka Steingrimi Hermanns- syni, ráðherra, og Jóni Skúla- syni, póst- og simamálastjóra, fyrir það að leggjast gegn áðurnefndri frimerkjaútgáfu. Hitt er svo annað mál, að auðvitað á að freista þess að ná einvigishaldinu hingað til lands. En það sem slikt kann að kosta á að taka úr sameiginlegum sjóði, en ekki af tilteknum hópi manna, eins og frimerkjasöfn- urum, sem varla ættu öðrum fremur að bera kostnað af ein- viginu. Frimerkjaútgáfa i þvi skyni væri ekki annað en felu- leikur. Nýiar útgálur Þann 26. febrúar n.k. gefa Norðmenn út fjögur ný merki og eru þau með fuglamyndun. Merkin éru gefin út i heftum með 10 merkjum i hverju og eru verðgildin 1.30 og 1.50 kr. Kunn- ingi okkar frá þvi i fyrra, lund- inn, er á öðru 1.50 kr. merkinu en á hinu er teista. I heftinu með 1.30 kr. merkjunum eru svo fjallagæs og förufálki, en þær *tegundir eru nú sagðar mjög i hættu i Noregi og vafalaust 'Viðar. Sama dag koma einnig út þrjú önnur merki og eru þau með myndum af þekktum bygg- ingum i Noregi, en frá þeim verður sagt nánar i næsta þætti. 1 tilkynningu póststjórnar- innar norsku er skyrt frá þvi, að á þessu ári er gert ráð fyrir þvi, að útkomi 11 útgáfur með 27 fri- merkjum Og hvernig væri að kynna hérna frimerki frá Alsir, sem út eiga að koma á fimmtudaginn kemur? Merkin eru fjögur og sýna þjóðlegan listiðnað eins og þeir kalla það. Á einu merkj- anna er körfugerðarmaður, á öðru kona að vefa teppi, þá má sjá eirsmið að störfum og loks silfur- eða gullsmið. Bretar gáfu út fjögur merki 6. febrúar s.l. og er myndefnið sótt i þjóðlegar sögur eða sagnir. Tvö merkjanna eru tileinkuð Evrópu-temanu, en eins og kunnugt er gefa CEPT rikin ár- lega út frimerki þar sem hug- myndin að baki myndefnis er hin sama hjá öllum aðildarþjóð- unum. Þann 11. mars gefa Bretar svo aftur út fjögur fri- merki og þá i tilefni af alþjóða- ári fatlaðra. Og enn gefa þeir út fjögur merki 13. mai. Myndefni þeirra verða fiðrildi og væntan- lega mjög skrautleg. Er óhætt að segja, að vegur breskra fri- merkja hafi vaxið mjög á siöari árum og mun góð kynningar- starfsemi eiga þar drjúgan hlut að máli. DVERGGAS. ANSER ERYTHROPUS t VANDREFALK, FALCO PEREGRINUS NORGE 1,30*norge 1,30 ♦ vn t LUNDE. FRATERCULA ARCTICA t TEIST, CEPPHUS GRYLLE NORGE 1,50*NORGE 1,50 t Allt í unglingaherbergið. Kr. 600 útborgun og kr. 600 pr. mánuð. 'Zr'Zr r»al Bflds.höfða 20, Reykjavik Simar: 81410 og 81199 ÚTBOÐ Hitaveita Akraness og Borgarfjaröar óskar eftir tilboðum í lagningu 5. áfanga aðveituæð- ar. 5. áfangi aðveituæðar er um 7,5 km langur og liggur milli Seleyrar og Hafnarár. útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöð- um gegn 500 kr. skilatryggingu: i Reykjavik á Verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9. Á Akranesi á Verkfræði og teiknistofunni s.f. Heiðarbraut 40. i Borgarnesi á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, Heiðarbraut 40 Akranesi, þriðjudaginn 10. mars kl. 11.30. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að und- angengum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftir- töldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vöru- gjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, sölu- skatti fyrir okt., nóv. og des. 1980, svo og nýálögðum viðbótum við söluskatt, lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum fyrir árið 1980, gjaldföllnum þungaskatti af dísilbif- reiðum og skatti samkvæmt ökumælum, al- mennum og sérstökum útflutningsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 12. febrúar 1981

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.