Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 5
Geimskutlan á lokastigí Bandariskir geimferðasér- fræðingar sjá nú fram á lokin á smiði geimskutlunnar. Siðar i vikunni munu þeir gera einhverj- ar siðustu og mikilvægustu tilraunirnar með geimferjuna.. Eftir tvo og hálfan dag verða allir þrir hreyflar skutlunnar ræstir og knúnir til sins ýtrasta (i 20 sekúndur), en siðan látnir ganga með 60% aflnýtingu. Undirbúningurinn hófst i gær- kvöldi og er honum i öllu hagað eins og þegar geimförum er fyrir alvöru skotið á loft út i geiminn. Þetta verður i fyrsta sinn sem allir hreyflarnir þrir verða sam- tengdir. Skutlan stendur á skotpalli sin- um (nr. 39) i Kennedygeim- stöðinni á Canaveral-höfða i Flörida. Þaðan er ætlunin að senda hana i sina fyrstu geimferð um miðjan april. Auk lokatilrauna á hrevflinum <--------------- verður um leið prófaður hinn nýi tölvubúnaður og mælakost'ur skutlunnar. Er sá búnaður allur nýr, og hefur ekki áður verið reyndur i geimferðum. Geimskultluáætlunin hefur orö- ið fyrir miklum og mörgum seinkunum. Er hún orðin tveim árum á eftir upphaflegri áætlun, og hefur reynst þrem milljörðum dollara dýrari en gert haföi veriö ráð fyrir. Kostnaður af smiði hennar nemur þvi orðið um átta milljörðum dollara. Geimskutluáfanginn er eina ge im f erðaá æ tlunin , sem Bandarikin hafa á prjónunum fram til næstu aldamóta. Er i ráði aösmiða f jórar eða fimm skutlur, sem verða i ferðum með geim- fara og tækjakost milli jarðar og geimstöðva á brautu umhverfis jörðu. Upp úr 1985 ættu skutlur samkvæmt áætlunum aö vera i förum á hálfsmánaðar fresti. Fyrsta bandariska geimskutlan heitir „Columbia”og á neðri myndinni hér að ofan sést hiín i flutningi á út i Kennedy-geimstöðina á Canaveral-höfða, en á efri myndinni sést hdn á þaki stærri þotu á fyrra tilraunastigi Stjórniagabreytingar í Kanada Umræður hefjast i dag i kanadiska sambandsþinginu um fyrirhugaðar breytingar Ottawa- stjórnarinnar á stjórnarskrá landsins. — Stjórnir sex af tiu rikjum Kanada eru. þessum stjórnlagabreytingum andvigar. Það er þvi búist við harðri rimmu á þingfundum og naumast von á, að önnur mál komist mikið að i umræðum næstu vikurnar. Nema gripið verði til þess að takmarka ræðutima þingmanna. Sambandsstjórnin, með þing- meirihluta Frjálslynda flokksins á bak við sig, þykir nokkuð örugg um að koma stjórnlagabreyting- unum fram. Enda nýtur hún i málinu einnig stuðnings Nýja lýðveldisflokksins. Um er að ræða tillögu, sem fel- ur i sér, að Bretland verði beðið um að senda „breska Norður-Amerikusáttmálann” vestur um haf, en út frá honum eru stjórnlög Kanadamanna reist. Stendur til að gera á honum þær breytingar sem veita Kanada fullt forræði yfir stjórnarskrá sinni. Það eru breytingarnar, sem hinar einstöku stjórnir sex af tiu rikjum Kanada setja sig upp á móti. Telja þau breytingarnar leiða til meiri miðstýringar Ott- awa-stjórnarinnar, sem dragi úr sjálfstjórn rikjanna. Þessar breytingarhugmyndir vöknuðu, þegar einstök riki risu upp gegn aukinni sköttun Ottawastjórnar- innar á oliuframleiðslu þeirra. Pálinn í Nlanila Enskir kolanámumenn í verkfallshug Kolanámumenn i Suður-Wales ákváðu að hefja verkfall i dag til að mótmæla áætlun stjórnvalda um lokun nokkurra náma, óhag- kvæmra i rekstri. 26 þúsund velskir námamenn greiddu þvi atkvæði i gær að leggja niður störf við allar 34 námurnar i S-Wales, uns stjórn- völd hyrfu frá áætlunum um lokun á 50 námum hér og þar um landið. — Virtu þeir að vettugi til- mæli rikisstjórnarinnar um við- ræður milli kolanámumanna og námaráðsins. Aætlun stjórnarinnar um námalokunina gæti þýtt atvinnu- missi 30 þúsund manna. Joe Gormley, forseti landsam- taka námamanna, skoraði á Walesmenn að hinkra við, svo að - ekki rofnaði samstaða innan samtakanna. Hefur hann boðað til fundar á fimmtudag til at- kvæðagreiðslu um allherjarverk- fall meðal 230 þúsund náma- manna landsins. Rifjast upp fyrir mönnum, að verkföll kplanámamanna vetur- inn ’73—'74 átti drjúgan þátt i falli siðustu rikisstjórnar Ihalds- flokksins undir forystu Edwards Heath. Um ein milljón dansandi Filippseyinga, veifandi fánum, veitti Jóhannesi Páli páfa hjartanlegar móttökur, þegar hann kom til Manila i gær frá Karachi i Pakistan. Manila er annar viðkomustaður páfa á tólf daga ferðalagi um austurlönd fjær. 1 dómkirkju Manila ávarpaði páfinn nunnuhóp og sagði þeim, að þær skyldu fylgja dyggilega boðum kirkjunnar og biskupa sinna. Þótti páfi þar vikja nærri nunnum, sem i andstöðu viö rikisstjórn Filippseyja hafa yfir- gefiö klausturreglur sinar til þess að lifa meðal fátækra. I ávarpi hjá bræðrareglum i dómkirkju Manila kvaö páfinn jafnvel enn fastar aö oröi: „Þið eruð ekki félagsmálamenn eöa stjórnmálaleiðtogar....’” og varaði hann þá við þvi að láta áhugann fyrir vandamálum liöandi stundar hlaupa með sig i gönur. En páfinn sagði, aö kirkjan gæti ekki verið sinnulaus fyrir samfélagsvandamálum og hvatti kirkjunnar fólk til aö halda áfram i heiðri manngildi og réttindi, eins og kirkjan túlkar þau. Samdrátlur enn I bílasöiu USA Sala bandariskra bila á heima- markaði dróst saman um 8% á fyrstu tíu dögum febrúar. Tvö fyrirtæki gátu þó greint frá sölu- aukningu. Það var Ford Motor Co. og Volkswagen i Ameríku. Hjá Ford jókst salan um 26% en hjá VW um 72,2%. Vinnuslys i Hongkong Verkalýður i Hongkong er frægur fyrir mikil afköst og sem ódýrt vinnuafl en það virðist dýru verði keypt samt. Aö minnsta kosti virðist ekki of mikið lagt i örvggi á vinnustööum. 110 létust af vinnuslysum þar i fyrra, en alls slösuöust 46.138 (af einnar milijón manna vinnuafii). Segir það þó ails ekki alla söguna, þvi að mikið er enn um ólöglega iðnaðarstarfsemi i bakherbergj- um og kjailaraholum, sem ekki tiikynnir um vinnuslys. Umhleyplngar I Ukrainíu og Rússlá Frost og meiri snjóþyngsli eru nú i Evrópuhluta Rússlands og Úkrainu á nýjan leik eftir fádæma þiðu um miðjan vetur. Höfðu menn áhyggjur af vetrar- hveitinu eftir tiu daga mildan veðurkafla i byrjun febrúar. Slikt veður er sjaldgæft I þessum heimshluta (kannski þritugasta hvert ár). Sovéskir bændur treysta á snjó- inn til þess aö einangra vetrar- sáningu hveitis frá frostum og hefur mikið legið við hjá þeim i vetur, eftir lélegar uppskerur undanfarinna ára. Minna kiöi njá Rússum Óliklegt þykir, að Sovétmenn fái staðið við áætlun sina um kjöt- framleiðslu á þessu ári vegna skorts á fóðri. Þvi veldur slælegri uppskera siðustu tvö árin og kornsölubann Bandarikjamanna eftir innrásina i Afganistan. Kjötframleiðsla Sovétmanna I fyrra var 4% minni en árið 1979, og var þá gripiö til þess aö flytja inn kjöt og kjúklinga. Sá innflutn- ingur verður að likindum aukinn þetta árið. Palsley rekinn al blngi Einum öfgamesta stjórnmála- manni mótmælenda á Norður- irlandi, Ian Paisley, var vikið af breska þinginu isiðustu viku fyrir að kaila Humprey Atkins, irlandsmálaráöherra, „lygara”. Atkins var aö svara fyrirspurn- um i þinginu, en Paisley hélt þvi fram, aö breskur varðflokkur hefði setið að sumbli, þegar hann átti að vera aö skyldustörfum, en á meðan hafi tveir áhrifamenn mótmælenda verið myrtir á varð- svæðinu fyrir mánuði. Atkins neitaði að svara áburöi Paisley, um að reynt væri að hylma yfir málið. Forseti neðri málstofunnar visaði Paisley af þingi í fimm daga. Það er stutt sföan Paisley var I fréttum, þegar hann lét 500 fylgis- menn sina heima i kjördæmi sinu marséra, veifandi byssuleyfum, fyrir framan fréttamenn, og sagðist hafa þúsundir slikra liðs- manna reiðubúna að berjast gegn samciningu N-lrlands og trska lýðveldisins á S-trlandi. Paisley heldur þvi fram, að i gangi séu leyniviöræður, sem stefni að slik- um samruna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.