Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 8
8 Þriöjudagur 17. febrúar 1981. 1rtSIB VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Arni Sig- fússon, Friða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sig- jxJrsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttlr, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson, Þórunn Gestsdóttir, Blaöamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Otlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Ólafsson. Safn- vörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 nýkrónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúia 14. liNGSOTT HSKVERB Akvöröun um fiskverð dróst i sex vikur, aðallega vegna þess aö rfkisstjórnin gat ekki komiö sér saman um þaö, hvernig staöiö skyidi aö málum. Aö iokum voru þaö þing- flokkar Framsóknarflokks og Alþýöubandalags sem tóku af skariö. Forsætisráöherra var tilkynnt um þá ákvörðun. Fiskverð var loks ákveðið nú um helgina. Ekki gekk það átakalaust fyrir sig. Fiskverðs- ákvörðun hafði dregist frá ára- mótum og yfirnefnd verðlags- ráðs sjávarútvegsins hafði setið meira og minna aðgerðarlaus allan þann tíma. Hún beið eftir línunni frá ríkisstjórninni. Það sem vafðist fyrir ríkis- stjórninni var tvíþætt. Annars- vegar var um það að ræða, að ein af forsendum efnahagsaðgerð- anna frá áramótum var sú, að fiskverð hækkaði ekki meira en 15%, þrátt fyrir þá kröfu út- gerðar- og sjómanna að lág- markshækkun væri 20%. Hins- vegar lá fyrirað 15eða 20 prósentá' hækkun leiddi af sér taprekstur á frystingunni, sem ríkisstjórnin yrði að brúa, en ágreiningur hefur verið um það hvaðan þeir peningar skyldu fengnir. Þegar hvorki gekk né rak og komið var f ram í miðjan febrúar vofði yfir verkfall og flotinn var að stöðvast. Sjávarútvegsráð- herra bauð þá sjómönnum að oddamaður afgreiddi fiskverð með atkvæðum sjómanna og út- gerðarmanna um 19% hækkun nú og 5.5% hækkun 1. mars. Sjó- menn féllust á þessa tillögu en þegar á reyndi fékk hún ekki undirtektir í ríkisstjórninni nema hjá Svavari Gestssyni sem stóð með Steingrími í málinu: Mun forsætisráðherra hafa sett sig gegn hugmynd Stein- gríms, og á laugardagsmorgni lá ekkert annað fyrir en að það lengsta sem ríkisstjórnin gæti teygt sig væri 16% hækkun nú og 5.5% 1. mars. Þegar sjómenn spurðu þau tíð- indi að sjávarútvegsráðherra hefði ginnt þá til samkomulags, sem hann sjálfur gæti ekki staðið við, barst það um flotann eins og eldur um sinu. Mótmælaskeytun- um rigndi og runnu þá tvær grím- ur á ráðherra. Steingrímur boðaði til skyndi- fundar í þingflokki framsóknar- manna á laugardagseftirmiðdegi og alþýðubandalagsmenn höfðu einnig samráð sín á milli. ( báðum þessum flokkum var samþykkt að samkomulag yrði gert um 18% fiskverðshækkun auk 6% hækkunar um næstu mánaðamót. Þegar hér var komið sögu gaf forsætisráðherra eftir, enda ekki með neinn þingf lokk til að styðja við bakið á sér. Hin nýja gengisviðmiðun auð- veldar þessa hækkun, enda felur hún í sér 5% gengissig gagnvart dollar og enn er ríkisstjórnin að gera sér vonir um verðhækkanir á Bandaríkjamarkaði, þótt minna sé um það talað. Þær ályktanir sem draga má af f iskverðshækkuninni og mála- tilbúnaðinum eru þessar: í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin enn á ný gefist upp við að halda til streitu þeim ráðstöfunum, sem hún boðaði um áramótin. Fyrst var gengisskráningunni breytt sex vikum eftir að fast gengi var boðað og nú er f iskverð hækkað um 24% er ákveðið hafði verið 15% hámark. Forsendur efnahagsaðgerð- anna um áramót eru smám saman að bresta. [ öðru lagi leiðir fiskverðs- hækkunin til hallareksturs hjá frystingunni sem nemur sjö til tíu milljörðum gamalla króna á ári. Þeim halla á að mæta með yf irdráttarheimild fyrir verð- jöf nunarsjóð sem þýðir það sama og aukin seðlaprentun. Enn er skvett olíu á verðbólgueldinn. í þriðja lagi hefur enn einu sinni opinberast hversu máttur sjálfstæðismannanna í ríkis- stjórn er lítill. Eftir að forsætis- ráðherra hefur látið ríkisstjórn- ina ákveða 16% hækkun fisk- verðs, dugar það eitt að haldnir séu fundir í þingflokkum Fram- sóknarflokks og Alþýðubanda- lags til að breyta þeirri ákvörð- un. Að þeim fundum loknum er forsætisráðherra einfaldlega til- kynnt að ríkisstjórnarákvörðunin sé að engu hafandi og punktum basta. Það var svo sem vitað áður hverjir hefðu völdin í ríkisstjórn- inni, en sennilega hefur það aldrei blasað jafnaugljóslega við og nú. Það fer síðan eftir geði hvers og eins, hversu lengi þeir sitja undir slíkri auðmýkingu. Ber okkur ao slaka á öryggisreglunum? I Visi i gær birtist bréf frá ónafngreindum feröalangi þar sem veist er að starfsfólki Flugleiða vegna þess að ekki var flogið til Akureyrar föstu- dagsmorguninn 6. febrúar. Svo vill til að undirritaður var á leið til Akureyrar einmitt þennan- sama morgun ásamt hópi blaðamanna. Skal nú rakið stuttlega hvað þarna gerðist: Þegar farþegar komu til flugs og voru innritaöir laust eftir kl. 08:00 var veðri á Akureyri þannig háttað og hægviðri var en vindur stóð þó þvert á braut. Hálka var á brautinni og bremsuskilyröi léleg. Veður- stofan spáði versnandi veðri uppúr kl. 09:00. Eins og tekið er fram i bréfi ferðalangs biðu far- þegar á flugvellinum uns til- kynnt var að vegna veðurskil- yrða yrði ekki flogið aö sinni. Næsta athugun yrði kl. 11:00. Nú leið á morguninn og i stað þess að veður versnaöþsvo sem spáð hafði verið# batnaöi veðrið og skilyrði til flugs urðu allgóð. Spá veöurstofunnar var nú einnig ’ breytt og þvi nú spáð að veöriö mundi versna og byrja að snjóa siðdegis. Afgreiðsla Flugleiða á Reykjavikurflugvelli hringdi i alla farþega sem til náðist og tilkynnti að flogiö yrði kl. 11:30. Lögðu nú tvær flugvélar af stað til Akureyrar, báðar fullskipað- ar farþegum. Gekk það ferðalag að óskum uns fyrri vélin var komin nálægt Akureyri, átti að- eins óflognar 30 milur til flug- vallarins. Þá var veðrið sem spáð hafði verið um morguninn og siðar spáð siðdegis, skollið yfir og ólendandi á Akureyrar- flugvelli. Var þvi ekki um annað að gera en snúa við og fljúga til Reykjavikur. Hin vélin sem seinna haföi farið i loftið sneri viö yfir Borgarfirði. 1 radar Akureyrarflugvallar sáu flugstjórnarmenn þar á vellinum að ekki voru éljaskil svo langt sem radarinn náði. Þá var einnig komið vonskuveður á norðarverðum Vestfjörðum og á Húsavik. Eins og flestir vita er verkefn- um raðaö niður á flugvélar og flugáhafnir þannig að eitt tekur við af öðru. Eftir flug til Akur- eyrar tekur t.d. við flug til Vest- mannaeyja eða Egilsstaða. Vitaskuld varð að sinna þeim farþegum sem biðu fars til þeirra staða sem áætlaðir voru og opnir vegna veðurs. Svo var og gert. Þvi var það að þótt Akureyrarflugvöllur opnaðist til flugs laust eftir hádegið voru flugvélar félagsins að sinna áætlun til annara staða og þvi ekki hægt að fljúga til Akureyr- ar aftur fyrr en um kvöldið. Þá komust allir farþegar leiðar sinnar. Eru öryggisreglur Flug- leiöa of strangar? Rétt er það hjá bréfritara aö - flugvél Flugfélags Norðurlands kom til Reykjavikur og fór norður aftur. Hún lenti i þann mund er snjókoman sem lokaði flugvellinum skall yfir. Flugvél þessi tekur sjö farþega. Rétt er að hafa i huga að oft á tiðum komast litlar flugvélar leiðar sinnar um flugvelli þar sem bremsuskilyrði leyfa ekki að stærri flugvélar athafni sig. Vegna alls þess sem að fram- an er sagt hlýtur sú spurning að vaka hvort öryggisreglur Flug- leiða séu of strangar. Hvort taka eigi meiri áhættu með far- þega, áhafnir og flugvélar en nú er gert. Iðulega berast Flugleið- um kvartanir frá farþegum sem biða þegar veður og aðstaöa á flugvöllum eru fyrir neöan öryggismörk félagsins og þvi ekki flogið. Stundum er sagt að ■minni flugvélar frá minni félög- um komi og fari ,,en þið fljúgiö ekki”. Ég hafi margoft rætt þessi mál við flugmenn félags- ins og spurt þeirrar spurningar, hvort okkur beri að taka meiri áhættu? Ef svo er, hvar á aö setja mörkin varðandi hliðar- vind, hálku og dimmviðri? Allir sem við hefur veriö talað um þessi mál eru sammála um að ekki megi slaka á öryggis- kröfum. Sama álit gildir um flugvélarnar sjálfar. Verði bil- anir er ekki flogið fyrr en við- gerð hefur farið fram. Máltækiö segir „Leiðist þeim sem búinn biður”. Allir sem ferðast þekkja hve leiðigjarnt Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða gerir athugasemdir við lesendabréf í Vísi, þar sem kvartað var undan innanlandsf lugi hjá Flug- leiðum. Sveinn gerir grein fyrir þeim öryggis- reglum sem fylgt er. Hann veit að það er leiðinlegt að bíða eftir flugferðum, en „betri er krókur en kelda" segir Sveinn. það er að komast ekki leiðar sinnarántafa.Hinsvegar munu allir sammála um aö betri sé krókur en kelda, þess vegna bið ég viðskiptavini Flugleiða að hugleiða þessi mál út frá öryggissjónarmiði. Ég held að reynsla islenskra flugmanna og annara þeirra sem við flug- reksturinn starfa sé það traust- ur grunnur að á honum sé óhætt að byggja. Þess vegna muni heilladrýgst að slaka hvergi á núverandi öryggisreglum i innanlandsfluginu. Sveinn Sæmundsson Blaðafulltrúi mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.