Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 23
Þrii)ji)dagur 17. (ebrúar 198). , y 23. ílwold dánarfregnir Kristln Jóhannesdótt- ir. Guömundur Kristmunds- son Kristin Jóhannesdóttir frá Syðra-Hvarfi lést 8. febrúar sl. Hún fæddist 26. april 1907 að Jarð- brúargerði i Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru hjónin Oddný Þorkelsdóttir og Jóhannes Jónsson, sem þar bjuggu. Á fyrsta ári flutti hún með foreldr- um sinum að Syðra-Hvarfi i Skiðadal þar sem hún ólst upp. Arið 1938 giftist hún Böðvari Tómassyni frá Bústöðum í Skagafirði og eignuðust þau einn son. 66 ára gömul stundaði hún nám i þrjá vetur við Myndlista- skóla Akureyrar. Guðmundur Kristmundsson framkvæmdastjóri lést 8. febrúar sl. Hann fæddist 8. mars 1914 i Reykjavik. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gamalielsdóttir og Kristmundur Guðmundsson. Ungur stundaði Guðmundur al- genga verkamannavinnu. Byrj- aði eftir skyldunámið i Mennta- skóla Reykjavikur en aðsteðjandi erfiðleikar komu i veg fyrir frek- ari skólagöngu. Árið 1940 kvænt- ist Guðmundur eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur og eignuðust þau fjögur börn. Fyrir hjónaband átti Guðmundur eina dóttur. Framkvæmdastjóri Þróttar var Guðmundur frá 1948-1967. Hann var formaður Þróttar i tvö ár og átti sæti i stjórn Landssambands vörubif- reiðastjóra sem varaformaður siðustu sex árin. Guðmundur verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju kl. 10.30 f.h. i dag, 17. febrúar. Marln Elisa- bet Jónsdóttir Ólafía Kristin Auðunsdóttir. Marin Elisabet Jónsdóttir lést 7. febrúar sl. Hún fæddist 17. febrú- ar 1897 að Njálsstöðum i A-Húna- vatnssýslu. Foreldrar hennar voru Guðný Pálsdóttir og Jón Sig- urðsson. Marin byrjaði ung að vinna fyrir sér. Fyrst við alls kyns húshjálp, en siðan um 40 ára skeið hjá Garðari Gislasyni, lengst af við ullarþvott. Marin giftist Bjarna G. Guðmundssyni og eignuðust þau tvö börn. Þau slitu samvistum eftir stutta sam- búð. Marin verður jarðsungin i dag, 17. febrúar frá Fossvogs- kirkju kl. 13.30. Ólafia Kristin Auðunsdóttirlést 9. febrúarsl. eftir langvarandi véik- indi. Hún fæddist 9. april 1914. Foreldrar hennar voru Vilhelmina Þorsteinsdóttir og Auðunn Sæmundsson útvegsbóndi Ólafia var elst af þrettán systkyn- um. Hún giftist Þórði Sigurðssyni skipstjóra, ættuðum frá Hvassa- hrauni á Vatnsleysuströnd og bjuggu þau lengst af i Suðurhlið við Þormóðsstaðaveg i Reykja- vik. Þau eignuðust fjögur börn. Œímœli Kristinn Hóseasson 65 ára er I dag, 17. febrúar Krist- inn Hóseason sóknarprestur i Heydölum i Breiðdal — kona hans er Anna Þorsteinsdóttir frá Ós- eyri i Stöðvafirði. Sr. Kristinn hefur nú verið prestur i Heydöl- um siðan árið 1947. 70 ára er i dag, 17. febrúar Karl Elíasson, Suðurbraut 6 i Hafnar- firði. — Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum á heimili sinu nk. laugardag, 21. þessa mánað- ar. tilkyimingar Félagsvist i Félagsheimiiinu Hallgrimskirkju, verður spiluð i kvöld (þriðjud.) kl. 21.00 til styrktar kirkjubyggingasjóði. Spilað verður annan hvern þriðjud. á sama stað og sama tima. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn fimmtud. 19. febr. kl. 20.30 i Félagsheim- ilinu. Spilað verður bingó. Mætið vel og stundvislega, takið með ykkur gesti. Óháði söfnuðurinn Félagsvist verður spiluð á fimmtudagskvöldið 19. febr. kl. 20.30 i Kirkjubæ. Góð verðlaun, kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Hvað fannst fóiki um dag- Krá ríkisf jðlmíðlanna í gær? Morgunúlvarpið skemmtllegt Egill Jónsson, Reykjavik: Mað- ur hefur alltaf opið fyrir útvarp- ið og gripur svona niður, ef eitt- hvað er áhugavert. 1 gær hlust- aði ég á þáttinn Eftir hádegið, sem mér finnst tilbreytingarikir þættir, þó að visu nokkuð mis- góðir. A morgunútvarpið hlusta ég alltaf og finnst ágætt. Agústa Sigurjónsdóttir, Reykjavik: Ég hlusta mikið á útvarp. I gær hlustaði ég á íslenskt mál, sem mér finnst góður þáttur, skemmtilegur og fróðlegur. Ég heyrði lika þátt- inn hennar Ágústu Björnsdótt- ur, sem ég haföi verulega gam- an af. Ég hlusta alltaf á morgunútvarpið og ég verð að segja, að mér finnst það mjög skemmtilegt og v il alls ekki láta breyta þvi. Karl Ágústsson, Reykjavlk: Ég hlustaði á þáttinn Eftir hádegið i gær og fannst hann mjög góð- ur. Éghlustaði einnig á útvarpið i gærkvöldi, vegna óveðursins þótt ég hlusti yfirleitt litið á þeim tima dags, og fannst mér útvarpið standa sig sæmilega i fréttum og tilkynningum vegna þess. (Smáauglýsingar — sími 86611 OPIÐ: Mánudaga til föstudaga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-14 — sunnudaga kl. 18-22 Verslun Bókaútgáfan Rökkur. tJtsala á kjarakaupabókum og til- tölulega nýjum bókum. Af- greiðslan, Flókagötu 15, miðhæð, er opin kl. 4—7. Simi 18768. Útskornar hillur fyrir punt hand- klæði, sænsku tilbúnu punthandklæðin, dúkar og bakkabönd I stfl. Ateikn- uö punthandklæði, öll gömlu is- lensku munstrin. Áteiknuö koddaver, áteiknuð vöggusett. Sendum i póstkröfu. Uppsetn- ingabiíðin, Hverfisgötu 74, Simi 25270. Skreytingar við öll tækifæri. Kistuskreytingar, krossar og kransar. Fæðinga- og skirnar- skreytingar. Brúðarvendir úr þurrkuðum og nýjum blómum. Körfuskreytingar, skreytingar á platta. Sendum um land allt. Opið öll kvöld til kl. 9. Garðshorn við Reykjanesbraut, simi 40500. Fyrir ungbörn ■ Leikfangabúðin Hlemmi Ódýru barnaskiðasettin komin 100 cm. eigum einnig snjóþotur. Leikfangabúðin Hlemmi simi ,14170. Fasteignir 748 ferm. eignarlóð til sölu i Vogum, Vatnsleysu- strandarhreppi. Tilbúin til bygg- ingar. Verð 1500 þús. kr. Uppl. i sima 72400. Sumarbústadir Danskur sumarbústaður Jeppesen Maxi-Plex 45 ferm. Ars einangrun, tvöfalt gler, eldhús- innrétting, 2 svefnherbergi með rúmstæðum, W.C., sturta og vaskur. Allt valið og vandað. Húsið er i einingum og auðvelt i uppsetningu og fellur vel að is- lensku landslagi. Verð úr vöru- húsi i Reykjavik kr. 160 þús. Uppl. i sima 13843. Hreingerningar Gólftenoahreinsun Hreinsum teppi og húsgögn með háþrýstitæki og sogkrafti. Erum einnig með þurrhreinsun á ullar- teppi ef þarf. Það er fátt sem stenst tækin okkar. Nú eins og alltaf áður, tryggjum viö fljóta og 4vandaða vinnu. Ath. afsláttur á fermetra i tómu húsnæði. Erna og Þorsteinn, simi 20888 Kennsla Enska, franska, þýska, spænska, sænska o.fl. Talmál, bréfaskriftir og þýðingar Einka- timar og smáhópar. Hraðritun á erlendum málum. Málakennslan, simi 26128. Áhugasamur nemandi óskar eftir kennslu i klassískum gitarleik. Uppl. i sima 27411. (Efnalaugar Efnalaugin Nóatúni 17 hreinsar mokkafatnað, skinn- fatnað og pelsa. Amerisk CSLC aðferð og éfni. Sendum i póst- kröfu ef óskað ef. Efnalaugin, Nóatúni 17, simi 16199. Efnalaugin Hjálp, Bergstaðarstræti 28 a. Simi 11755. Fljót og góð þjónusta. Dýrahald Labrador hvolpar, svartir, til sölu. Þeir, sem áhuga hafa, leggi inn nöfn og simanúm- er á augld. Visis Siðumúla 8, merkt „Labrador”. Einkamál Gæti einhver fjársterkur aðili lánað stúlku peninga i nokkra mánuði? Það verður farið með þetta sem trúnaðarmál. Þeir, sem vildu sinna þessu, gjöri svo vel og leggi nafn og simanúm- er inn á augl.deild Vísis merkt: 39450. Hjónamiölun og kynning. Sfmi: 26628, kl.1-6. Geymið auglýsinguna. Kristján S. Jósefsson. Þjónusta Ódýrar vandaðar eldhúsinnréttingar og klæða- skápar i úrvali. Innbú hf., Tangarhöfða 2, simi 86590. Dyrasimaþjónusta. Viðhald-nýlagnir. Einnig önnur raflagnavinna. Simi 74196. Lögg.rafv.meistari. Bílaþjónusta Höfum opnað bilaþjónustu að Borgartúni 29. Aðstaða til smá- viðgerða, boddýviðgerða og sprautunar. Höfum kerti, platin- ur o.f.l. Berg sf Borgartúni 29, simi 19620. Múrverk, flisalagnir, steypun Tökum að okkur múrverk, flisa- lagnir, viðgerðir, steypun, ný- byggingar, Skrifum á teikningar. Múrarameistarinn, simi 19672. Er ferming hjá þér á næstunni? Ef svo er, þá bjóðum við þér veislukost. Einnig bjóðum við fjölbreyttan mat fyrir árshátiðir, stórafmæli og alls konar starfs- mannakvöld. Okkur er ánægjan að veita þér allar upplýsingar I sima 4-35-96 kl. 9 til 12. f.h. Dyrasimaþjónusta önnumst uppsetningar og viðhald á öllum gerðum dyrasima. Ger- um tilboð i nýlagnir. Uppl. i sima 39118. Enskt fljótþornandi oliulakk. Bifreiðaeigendur takið eftir. Blöndum á staðnum fljótþornandi oliulökk frá enska fyrirtækinu Valentine. Erum einnig með Cellulose þynni og önnur undir- efni. Allt á mjög góðu verði. Komið nú og vinnið sjálfir bilinn undir sprautun og sparið með þvi ný-krónurnar. Komið i Brautar- holt 24 og kannið kostnaðinn eða hringið i sima 19360 (og á kvöldin i sima 12667) Opið daglega frá 9—19. Bflaaðstoð hf., Brautarholti 24. Hárgreiðslustofa Elsu Háteigsvegur 20,simi 29630. Finnst þér hárið vera litlaust? Glansskol lifgar upp á það, skerpir hárlitinn og gefur hárinu frisklegan gljáa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.