Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 12
Þessi dimma og þrönga forstofa er máluð i hvitum lit, flisarnar á gólfinu eru einnig ljósar og sömu flisarnar eru á eldhúsgólfinu sem gefa skcmmtilega heiidarmynd. Og athygli okkar vekur að rýmiö undir stiganum er haganlega nýtt fyrir bækur og timarit. Forstofan er anfllít heimilisins Forstofan cr, ef svo má segja, andlit heimilisins. sem býður aðvífandi gesti veikomna eða ó- velkomna. Forstofan segir okk- ur talsvert um húsráðendur, smckkvisi þeirra og gestrisni. Þess vegna liður þeim vcl sem gctur opnaö fyrir gestum sinum inn I hlýlega og fallega forstofu. Ileimilisfólkiö nýtur þess cinníg í rikara mæli að koma heim eftir erfiði dagsins, þar sem vinaleg forstofa beinlinis brosir við heimilisfólkinu. t mörgum eldri ibúöum virð- astforstofur fremur gerðar sem fataskápar en herbergi, oft eru |>ær langar og þröngar, kaldar og fráhrindandi. Viða hafa svo öfgarnir orðið á hinn veginn, forstofurnar eru geymar, sem ómögulegt cr að gcra vistlega, nema með ærnu fé og fyrirhöfn. Forstofan getur sem sagt oft verið „vandræöabarn’ heimiiisins. En engin forstofa er svo slæm að ekki mcgi ein- hverjum ráðum viðkoma. Rétt lýsing, vinalcgir litir, vel valin húsgögn, glaðlegt tjald fyrir fatahengi, allt eru þetta hjálpargögn sem vert er að gefa gaum. A mcðfyigjandi myndum cru tvö sýnishorn af vinalegum for- stofum sem taka vel á móti gestum og heimamönnum. —ÞG I I I I r i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i Umsjón: Þórunn GesUdóttir. Hér er litil forstofa I eldra hús- næði. Ailt er Ijósmálað, en með dökkum viöarhúsgögnum. I þessari gömlu hvitmáluöu hurö er steint mislitt gler, svo aö birtan sem fellur inn I forstof- una I gegnum mislitt glerið varpar hlýju. 'Hrafnhildur Helgadóttir meinatæknir á Landakotsspitala og fyrrverandi hóteistjóri.hefur margra ára reynslu i móttöku gesta. Uppskriftir hennar Idag sem áskoranda, miðast við notalega kvöldstund góðra vina. Og húsmóðirin i gestgjafahlutverkinu getur útbúið alla réttina með góðum fyrirvara til hagræð- ingarauka. Litia myndin er af áskoranda siðustu viku Alta Vagnssyni lögfræöingi. Visismynd/Emil ASKORANIR UM UPPSKRIFTIR Lögfræðingurinn og fasteignasalinn.Atli Vagnsson, áskorandi siðustu viku, vissi að ekki var i kot visað að beina áskoruninni til Hrafnhildar Helgadótt- ur meinatæknis. Hrafnhildur setur hér fram matseðil sem hvaða húsmóðir gæti verið stolt af að bjóða gestum sinum, hvort sem gestirnir væru kot- karlar eða kóngar. Hrafnhildur er vön að taka á móti gestum þvi hún var hótelstjóri að Bifröst i Borgarfirði um margra ára skeið og einnig á Hallormsstað. Hún hefur nú söðlað um og er meinatæknir á Landakotspit- ala. I starfi sinu sem hótelstjóri kynntist hún fararstjóranum Sigurði Dem- etz Franssyni, sem þekktur er hér á landi fyrir söng og söngkennslu. Sigurður er fæddur i landi söngs og spaghettis, Italiu — hvað hann tilreiðir fyrir okkur sem næsti áskorandi en verður að biða fram á Góu. —ÞG Kræklingaforréttur eða sjálfstæður smáréttur 250 ml mayonnaise 1/4 ds niðursneiddir sveppir 250 g ds. kræklingur 2 dl maís 1 tsk. karrý 11/2—2 bollar rifinn ostur 11/2—2 msk rjómi 3 — 4 msk. laussoðin hrisgrjón Oliusdsan (mayonnaisið) þynnt með rjdmanum og svolitlu af soð- inu af kræklingunum og sveppun- um. öllu blandað saman. Sett i litlar eldfastar smurðar skeljar eöa litla eldfasta diska, en i hverja skel eða disk eru fyrst settir franskbrauðsbitar og siðan kræklingablandan yfir. Gegnhitað i ca. 200 gr. heitum ofninum þar til osturinn er vel bráðnaöur. Arabiskt kjötpæ eða kjötbaka 1/2 kg nautahakk 1 stór saxaöur laukur 1 hvitlauksrif, marið 4 msk- olia 2 tsk salt 1 knippi söxuð steinselja (eða þurrkuö) 1 stk.kúmen 2 tsk.mynta 4 egg 1 dl safi af niðursoðnum tómötum 400 g niðursoönir tómatar. Kjötið og laukurinn brúnað i oli- unni, kryddið sett út I. Tekið af hellunni og þeyttum eggjunum blandaö saman við ásamt tómat- safanum. Deigið, sem er mjög lint.sett i ,,pæ” form og tómötun- um raðað ofan á. Bakað i 20-30 minútur við ca. 200 gr. hita (350- 375 gr. F) Borið fram með ljósu súrbrauði og sósu Ur sýrðum rjóma. Saman við sýrða rjómann blöndum við hvitlauksdufti, steinselju, myntu og salti eftir smekk. Einnig má bera fram kartöflur, tildæmis franskt kartöflufat, sem er gott með öllu mögulegu til dæmis marineraðri sild eða lambasteik. Hér kemur upp- skriftin aö kartöflufatinu: Franskt kartöflufat 1 kg hrár kartöflur, afhýddar og skornar i þunnar sneiðar 2 dl rifinn ostur 1 saxaður laukur' 3 msk.söxuð steinselja salt malaöur pipar smjörbitar 1 rif hvitlaukur þetta er allt sett i lögum i smurt form og 3 dl af rjómablandi hellt yfir. Bakað i SOminútur við 200 gr hita. Vanilluis með Madeiraplómum Þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði. Madeira-plómur 1 kg nýjar pltímur 600 g sykur 1 dl vatn 1/4 1 madeira Plómurnar skornar i tvennt og steinninn tekinn úr. Suðan látin koma upp á sykrinum og vatninu, og pltímurnar soðnar I 5-8 minút- ur. Látið aðeins kólna og vininu bætt út i. Sett i krukkur og geymt i is- skáp. Safinn er mjög góður til dæmis sem saft út á búðinga og is. Þessar uppskriftir sem ég hef komið með hér eru allar þannig að hægt er að útbúa alla réttina i tima, til dæmis ef gestirnir eru væntanlegir, þá er auðvelt að hafa allt tilbuiö löngu áður en gestirnir koma og setja svo i ofn- inn i réttri timaröð (eftir steikingarti'ma). Ég hef kynnst mörgu matglööu fólki, sem bæði hefur áhuga á að matreiða og eins að borða góðan mat, en þegar ég á að skora á ein- hvern fyrir Visi næsta þriðjudag, kemur fyrstur upp i hugann þúsundþjalasmiðurinn frá Tyrol, sem bUið hefur hér á Islandi i mörg ár, hann Sigurður Demetz Fransson söngvari, fararstjóri með meiru. i>riðjudaginn 24. febrUar verður 'áskorandinn þvi Siguröur Demetz Fransson söngvari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.