Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 18
Þriðjudagur 17. febrúar 1981. Fyrir matinn var boöið upp á kokteil Heiðursgesturinn Howard Lang og formaður Angliu. Colin Porter, Baines á afmæl- ishátíd Angliu i tilefni af 60 ára af- mæli Angliu var efnt til hátiðahalda í Félags- heimilinu á Seltjarnar- nesi á laugardags- kvöldið og heiðurs- gestur hátíðarinnar var enski leikarinn Howard Lang. Hann er okkur íslendingum að góðu kunnur úr sjón- varpinu en hann fór m.a. með hlutverk Baines skipstjóra í Onedinþáttunum sem nutu mikilla vinsælda hér i eina tið. Anglia býður gjarnan þekktu fólki sem heiðursgestum á hátíðar sínar og hefur Lang áður verið hér i boði félagsins en það var árið 1975. Með- fylgjandi myndir tók Ijósmyndari Visis, Friðþjófur Helgason á afmælishátið Anglíu á laugardagskvöldið. Við sjáum ekki betur en að það sé kraftakarlinn Skúli Óskarsson sem þarna hefur brugðið sér i hlutverk konu. Lengst til vinstri er Colin Porter formaður Angliu. Ræninginn beinir byssunni að höfði Armanés á fióttanum. Artnand síapp með skrekkinn Þegar tveir grimuklæddir ræningjar höfðu rænt skart- girpaverslun i Frakklandi á dögunum og voru á flótta út úr versluninni varð Armand Omedee á vegi þeirra, en hann átti leið þar fram hjá. Ræningjarnir tóku hann fast- an og notuðu sem gisl á flótta sinum. Myndin sýnir er annar ræninginn beinir byssu að höfði Armands og neyðir hann inn i bil þeirra ræningjanna. Armand var neiddur til að aka en sú ökuferð varð ekki löng. Lögreglan sat fyrir ræningjun- um við gatnamót og hóf þar skothriðá þá. Létust þeir báðir i skotbardaganum og einnig kona sem átti þar leið hjá. Gislinn Armand slapp hinsvegar lifandi en reynslunni rikari. Agnetha og nýi maóurinn Þegar hjónaband þeirra Björns Ulvaeus og Agnethu Faltskog úr hljóm sveitinni ABBA leystist upp fyrir tæpum tveimur árum var Björn snögg- ur að finna sér aðra, Lenu Kallersjö, og greindum við ný- verið frá brúðkaupi þeirra. Agnetha var hins vegar lengur að finna sér nýjan lifsförunaut, sem hún þó fann að lokum, Dick nokkurn Hakansson. Dick er 35 ára gamall og eig- andi kvenfataverslunar i Stokk- hólmi. Hann er mikill vinur þeirra Benny og Fride, hjón- anna fyrrverandi sem skipa hljómsveitina ABBA, en eins og kunnugt er lýstu þau þvi nýlega yfir, að þau hygðust slita sam- vistum. En það var sem sagt i gegnum Benny og Fridu sem Agnetha kynntist Dick og tókust fljótlega með þeim góðir kær- leikar. Dick hefur verið pipar- sveinn fram til þessa, en hann á 10 ára gamla dóttur, sem hann hittir oft og lætur sér annt um. Dick er eins og fæddur i föður- hlutverkið og hefur hann reynst Lindu, dóttur þeirra Björns og Agnethu, hinn besti faðir. Hann gætir hennar á meðan mamma er að vinna og fer mjög vel á með þeim að sogn kunnugra. Linda, sem er 8 ára, heíur sætt sig við skilnað foreldranna enda er aðeins örskammt á milli heimila þeirra i sænska skerja- garðinum og þvi stutt fyrir hana að heimsækja föður sinn þótt hún að staðaldri búi hjá móður sinni. áör *■ '1' * Kðí. ',r*c' -' &_ ÍB&3SSJjaSÉÉæ L' \ iMw?' Jí|jj m ■' ' |§lfll Agnetha og nýi maðurinn I lifi hennar, Dick Hakansson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.