Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 27
Þriðjudagúr 17. febrúar 1981. myndlist Vi’ V VI SXR Hreyfilistarsýning Mynd eftir Guömund Björgvinsson. Sunnudaginn 8. febrúar voru á ferðinni tvíbura- bræðurnir Haukur og Hörður Harðarsynir ásamt hreyfilistahóp sínum með aðra sýningu hópsins á skömmum tíma. Þetta sunnudagskvöld var hóp- urinn staddur i Mennta- skólanum við Sund. Fyrir þá sem þar voru staddir og höfðu einnig séð fyrri sýn- ingar þeirra bræðra átti þetta eftir að verða merki- legt kvöld. Á Kjarvalsstöð- um í nóvember s.l. höfðu þeir túlkað myndverk Guð- mundar Björgvinssonar með listrænu tjáningar- formi hreyfinga þ.e. hreyfilist. Þetta kvöld túlkuöu þeir hins vegar sin eigin listverk. Verkið heitir She’s a lady. Og tekur um það bil 10 tima að flytja það i heild sinni. Þetta er ekki spuni eða leik- þáttur heldur er verkið túlkað á stað og stund með þeim tilfinn- ingum sem hreyfilistamaðurinn upplifir. Engu siður er grunnin- um i verkinu ávallt fylgt. Verkið nær yfir æviskeið verunnar She’s a lady frá fyrstu hreyfingum hennar og skynjun og siðan um hin ýmsu þroskaskeið ævi henn- ar. Hún er mjög dularfull vera i augum okkar og tilfinningar hennar virðast allar af hreinum og tærum huga sprottnar. Áður en ég held lengra langar mig að birta hér ljóð sem fylgir brjóstmynd þeirri er sýnd var þetta kvöld i tengslum við hreyfi- listina og þeir bræður hafa gjört, enhúnber einmitt nafnið: She’s a lady. She’s kind of pretty, she’s needs lot to live, She’s kind of strange, she has so much to give. In the evenings sometimes down by the lake, she walks there so pure between the earth and the sea Is’nt it like her to leave her children. Haukur Ilarðarson. Hreyfilistahópurinn hafði myndað hálfhring og tveir stórir rauðir kassar lokuðu honum. Einnig voru tveir minni kassar i sama lit innan i honum. Sýningin hófst með þvi að tveir ungir menn stóðu upp og gengu að kössunum og gerðu gat á þá og tóku inni- haldið úr sem þeir siðan settu ’ fyrir framan þá. Út úr fyrri kass- anum kom grafikmynd eftir þá bræður af konu, en þeim seinni kom brjóstmyndin, She’s a lady. Ég ætla mér ekki að hætta mér út á þá braut að reyna að lýsa eða gagnrýna þessi listaverk þeirra bræðra enda eru mér fróðari menn til i þeim efnum. En er verkin höfðu verið sett á sinn stað hófst hin eiginlega hreyfilista- sýning með þvi að bræðurnir hófu að túlka fyrstu hreyfingar og skynjanir hennar (She’s á lady). Skömmu siðar kom i hringinn stúlka sem túlkaði hana átján eða nitján ára þ.e. hinar andlegu og likamlegu upplifanir hennar og hún gerði það af slikri innlifun að henni tókst að sveipa sig hinum dularfulla og ævintýralega ljóma sem áhorfendur greinilega skynj- uðu. Meðan hún hreyfði sig kom i hringinn til hennar maður sem átti að túlka veru sem kæmi til hennar og vildi kynnast heimi hennar. Eftir þeirra samspil komu siöan þeir Haukur og Hörð- ur i lokin og túlkuðu þeir tilfinn- ingar hennar, tilfinningar þegar hún varð fyrir áreitni mannsins og viðbrögð hennar. Þeir túlkuðu einnig hugarheim hennar og not- uðu við það hlutáreiti þ.e. sjónræn form, annarsvegar tvær rauðar kúlur og hins vegar tvo teninga i sama lit. Þessi form komu út úr seinni kössunum tveimur sem ég minntist á i byrjun. Atti þetta að auðvelda áhorfendunum að skynja túlkunina. Túlkun þeirra var einlæg og stundum varð mað- ur hálffeiminn við það sem maður sá. Hreyfingar þeirra voru i senn hreyfingar barns og svo barátta tilfinninga hennar við manninn sem hafði viljað kynnast henni. Þar með lauk þessari sýningu og spunnust umræður eftir á sem ég hefi unnið grein mina út frá. 1 dag er of litlum tíma eitt i það sem andlegt er og gefur okkur kost á að lita okkar innri mann dýpri augum og það er vist að með sýningum á borð viö þessa þá gefst okkur sannarlega kostur á þvi. A þessu ári verða sýndir fleirihlutar úr þessu verki og jafn- vel stendur til að sýna verkið i heild á seinni hluta ársins. Vil ég hvetja sem flesta að fylgjast með þvi og reyna að sjá sér fært að sjá hreyf ilistamennina. Þorsteinn H. Þorsteinsson. Bjóðum stoltir PENTAX MX, MV, ME, ME Super og loksins PENTAX LX Greiöslukjör Verslið hjá fagmanninum Landsins mesta úrval af I jósmyndavörum LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REVKJAVIK SIMIR5R11 FLUGLEIÐIR Hluthafafundur Almennur hluthafafundur verður haldinn mánudaginn 23. febrúar 1981 i Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 17.00 Dagskrá: Tillaga stjórnar félagsins, um breytingu á 18. gr. samþykkta Flugleiða hf., um stjórnarkjör, þannig að Ríkissjóður Is- lands fái heimild til að tilnefna 2 menn í stjórn félagsins. Tillagan verður til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins frá og með 17. þ.m. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða af- hentir í hlutabréfadeild félagsins á skrifstofu- tima frá og með miðvikudeginum 18. febrúar 1981. Stjórnin. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta i Einarsnesi 66, þingl. eign Guðna H. Bjarnasonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri fimmtudag 19. febrúar 1981 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið i Reykja vik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta I Bræðraborgarstig 26, þingl. eign Kristjáns Kristjánssonar fer fram eftir kröfu Ævars Guð- mundssonar hdl. ofl. á eigninni sjálfri fimmtudag 19. febrúar 1981 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Aukabúgrein sem aldrei er taiað um Þá er Búnaðarþing enn etnu sinni sest á rökstóla undir for- sæti Ásgeirs Bjarnasonar, sem telur övini landbúnaðarins á hverjum fingri sinum og fingr- um annarra þingfulltrúa. En þar sem landbúnaöurinn lifði einkum áður á réttum eða i- mynduðum andstæðingum sin- um, lifir hann nú á mikilli endurskoðun stöðu sinnar í þjóðlifinu og er þaö vel. Þess vegna mun núverandi búnaðar- þing ráða ráðum sinum I sam- ræmi við þann samdrátt fram- leiðslunnar, sem bændur hafa sjálfir komið á hjá sér, til að þurfa ekki lengur að liggja undir ámæli fyrir aö offram- leiða með ærnum kostnaöi fyrir þjóðarbúið. Með tilliti til á- kvörðunar bænda sjálfra í þess- um efnum fer að veröa fátt um annað en „óvini landbúnaöar” að mati þeirra, sem telja sig málstaöar sins vegna sjá fjand- ann í hverri gátt. Nylega átti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fimmtiu ára af- mæli. Til hennar var stofnað I atvinnuskyni af bæjarfélaginu I byrjun kreppunnar. Hið sam- eiginlega átak bæjarfélagsins gafst vel, og sýnu betur en ef einstaklingar hefðu veriö að puða við útgerð á þessum erfiöu timum. Á þetta er minnst hér vegna þess að viða hagar þann- ig til, þegar umræðan berst að aukabúgreinum, að einstakl- ingar virðast ekki hafa bolmagn til að ráöast i þær meö þeim hætti, að vænlegt þyki til árang- urs. Aftur á móti mundu sveitarfélög eða sýslufélög geta áorkað miklu, þar sem einstakl- ingur dugir minna. Svo er t.d. með fiskeldi, sem hörmulega hefur tekist til meö hér á landi frá fvrstu tið, að undanskildu eldi laxaseiða sem sleppt er i ár. Sá gamli draumur aö ala upp smábleikju „portions-fisk” I „dömmum” i bæjarlækjum rættist aldrei. Rikisstööin I Kollafiröi sannaði það, sem þegar var vitaö, að lax sótti aftur í uppeldisvatn sitt. Hún hafði enga forustuum nauðsyn- lega aukabúgrein i landbúnaði, sem var ræktun ferskfisks til út- flutnings. Aftur á móti er þaðan runnið öflugt andóf gegn ræktun regnbogasilungs, sem er einn þáttur þess máls að koma hér upp viðunandi aukabúgreinum. t staðinn virðist refaræktin, með sinni miklu umhirðu og talsveröri áhættu, vera eitt helsta viöfangsefni þeirra, sem hugsa um aukabúgreinar. Ekki er hér um matvælaframleiðslu að ræöa heldur skinnasölu, sem háð er öðruvlsi þörfum og mörkuðum. Stundum fæst gott verö, en einn dag getur einhver Bardot skotið upp kollinum og talið heiminum trú um aö ó- mannúðlegtsé að ala refakyn til að hirða af þvl skinnin. Við eig- um þegar i örðugleikum með hval og sel. Bleikjuræktin er svo neðarlega i mannúðarstiganum, að óhætt mun að fjárfesta f henni i bili. En þvi er ekki að heilsa aö fiskiræktinni sé gaumur gefinn I þeim mæli að búendur almennt geti haft not af henni. 1 staðinn er boöuö hafbeit á laxi, sem er þegar fyrir hendi í öllum lax- veiðiáin landsins, og vegna stærðargráðu lendir i höndum stdrra fjármagnsaðila. Sveitarfélög eiga nú að fara að dæmi bæjarútgerða og stofna til fiskiræktar á bleikju til manneldis. Hveét býli. sem hefur aðstöðu, það er sæmilegan bæjarlæk, getur alið upp bleikju i rétta stærö, en siðan tekur sveitarútgeröin við og lætur vinna fiskinn fyrir markað, og sér jafnvel um að hiröa hann úr lækjunum eftireldið. Slik vinnu- brögð kunna bændur, enda færi þar allt að likum hætti og nú tiðkast um sláturafurðir. Nú vill svo undarlega til, að enginn hefur trú á þessu, þótt margsinnis sé búið aö benda á möguleika til fiskiræktar við svo að segja hvern bæ. Lax er allt sem þarf, segja sumir. Hann er bara viðameiri fiskur og vandmeöfarnari. Sala ann- arra þjóða á regnbogasilungi og sú sala, sem örugglega fengist á bleikju rennir stoðum undir þá kenningu, að bleikjuræktin geti orðiö umfangsmikil aukabú- grein. Um þá ræktun fæst engin til að tala, kannski vegna þess að bleikjan jarmar ekki. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.