Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 17.02.1981, Blaðsíða 19
Baines skipstjóri mætir til hátiðarinnar. Howard Lang tók hraustlega til matar sins sem og aðrir gestir hátíðar- innar. Birgitte Bardot verður fimmtug á næsta ári þótt ekki sé hægt að merkja það af útliti hennar. „Ungir menn haída mér ungri” segir Birgitte Bardot, sem verður fimmtug á Birgitte Bardot, sem var eitt mesta kyntákn kvikmyndanna á árunum i kringum 1960, verður fimmtug á næsta ári. En þvi eldrisem hi'" ■—mun yngri verða elskhugar hennar og á þvi hefur hún ákveðnar skýringar: „Ungir elskhugar halda mér ungri að eilifu”, — segir hún. Sá nýjasti heitir Alain Bougrain-Dubourg en hann er þritugur og starfar við franska sjónvarpið. Að sögn kunnugra fer einkar vel á með þeim þrátt fyrir tuttugu ára aldursmun. Birgitte er þrigift. Fyrsti maður var kvikmyndaframleið- andinn og leikstjórinn Roger Vadim. Hann „uppgötvaði” hans, eins og það er kallað og gerði hana að stjörnu. Hjóna- bandið varð þó stutt og storma- samt en eftir skilnaðinn urðu þau góðir vinir og héldu áfram að vinna saman að kvikmynda- gerð. Næst gekk Birgitte i hjóna- næsta ári band með leikaranum Jacques Charrier og er talið að hún hafi gertþaðeinungis vegna þess, að hún gekk með barn Charriers. Um leið og sonurinn Nicholas var fæddur sótti hún um skilnað frá honum. Arið 1966 giftist Birgitte glaumgosanum og milljóna- mæringnum Gunter Saclis og kom vigsla þeirra mönnum mjög á óvart. Birgitte hefur sjálf sagt, að árin með Gunter hafi verið hamingjurikasta timabil i sinni ævi. — „Sem elskendur vorum viö eins og sköpuö fyrir hvort annað. En aðstæður og ólikur bakgrunnur gerði það að verkum, að hjóna- bandið var dæmt til að mistak- ast”, — segir hún. Þau skildu eftir tveggja ára sambúð. En Birgitte kann enn að njóta lifsins og að sögn kunnugra er hún afslöppuð og ánægð með til- veruna. „Svo er ungu elskhug- unum fyrir aö þakka", — segja þeir. Það fer vel á með þeim elskendunum á einkabaðströnd Bardot við Miðjarðarhafið. r~ ==■ 4 Vinsældir Menachem Begin, forsætisráðherra ísra- eis, hefur nú orðið að þoka úr efsta sæti vin- sældalistans þar í landi samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Og það er engin önnur en vinkona okkar Svínka sem hefur rutt for- sætisráðherranum úr vegi en samkvæmt sömu heimildum njóta Prúðu leikararnir gífurlegra vinsælda i ísrael og þar hefur gripið um sig eins konar „Svinkuæði" sem m.a. kemur fram i þvi að menn herma eftir henni á götum úti... Aldur Einkennileg deila hefur nú risið upp i bresku blaði, en hún snýst um aldur gull- skallans Yul Brynner. Segja sumir að hann standi nú á sextugu en aðrir fullyrða að hann sé að minnsta kosti 64 ára eða jafnvel eldri. Ef einhver lesandi lumar á upplýsingum um þetta mál eru þær vel þegnar þvi eins og allir sjá er brýnt að fá úr þessu alvarlega máli skorið hið fyrsta...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.