Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 8
ísland og siglingar um norðanvert Atlantshaf i byrjun 19. aldar Siglingahindranir af völdum Napóleonsstgrjalda i Atjándu öldinni lauk meö auknu frelsi Islendinga i verzlunar- og viöskiptamál- um, tilkomu fríhöndlunarinnar. Þaö var aö sönnu þráö takmark I sögu þjóöarinn- ar, aö þessutakmarki var náö, og þaö lof- aöi góöu á komandi timum, en fyrsti áfangi frihöndlunarinnar var alls ekki aö skapi Islendinga, verzlunin varö nefni- lega ekki betri, enhiin haföi oröiö á skeiöi konungsverzlunarinnar. Þjóöin var alls ekki undir þaö búin aö taka verzlunina I sínar hendur. Hún var fátæk og menntun- arlaus, fákunnandi á öllum sviöum. En brátt uröu uppi i landinu menn, kaup- menn, sem reyndust dugmiklir og fram- takssamir. 1 byr jun 15. aldar komst Island fyrst inn I hringiöu hinnar striöandi Evrópu. Þaö varö i upphafi ekki af völdum styrjalda, heldur sökum aukinnar og breyttrar sigl- ingártækni á noröanveröu Atlantshafi. Englendingar og Þjóöverjar fóru i aukn- um mæli aö sækja noröur 1 höf til fisk- veiöa, og höföu jafnframt verzlun viö ls- lendinga og ollu straumhvörfum i vi skiptum og verzlun i landinu. En brátt varö ófriö 8 ur á úthafinu. Þaö uröu deilur um fisk- lendinga og ollu straumhvörfum I viö- varö ófriöur á úthafinu. Þaö uröu deilur um fiskveiöar og ollu þær timamótum og miklum hvörfum i sögu íslands. En 1 byrjun 19. aldar komst Island I annaö sinn i hringiöu hinnar striöandi Evro'pu. Napóleonsstyrjaldirnar voru þá I algleymingi i Noröurálfu, og voru ekki eingöngu á meginlandinu heldur lika á hafinu. Eftir aö Napóleon haföi gefiö út hina frægu tilskipun, sem kennder viö Berlin, Berlinarskipunina 21. nóvember 1804, hlaut svo aö fara, aö lsland yröu fyrir baröinu á styrjöldinni og siglingar til ís- lands yröu truflaöar af styrjaldaraöilum, þaöer þegar sly rjaldarþjóöirnar hófu aö skipta sér af siglingum um Atlantshafiö, og sérstaklega eftir aö Bretar geröu mót- leik gegn tilskipun Napóleons Frakka- keisara. Berlinartilskipunin er einhver áhrifa- mesta hernaöartilskipun, er gefin hefur veriö út nokkurn tima. Hún var I upphafi ætluö gegn Bretum og hugöist Napóleon Frakkakeisari koma I veg fyrir siglingar Breta eöa hindra þær aö munog draga úr viöskiptum þeirra og kaupskap viö meginlandsþjóöirnar, og jafnframt aö stööva siglingar þeirra til nýlenduþjóö- anna, og draga þannig úr auösöfnun þeirra og trufla atvinnuvegi þeirra. Viöskiptasvæöi Frakka var þá megin- hluti Evrópu, þvi þeir voru búnir aö leggja undir sig eöa gera bandalag viö flest rikin á meginlandinu. En ráöageröir Napóleons i þessu mistókust algerlega, og náöu Bretar næstum þvi undir eins undir- tökunum á hafinu.og varö siglingarbann- iö þeim fremur til hags en hitt. Napóleon hélt þvi fram, þegar hann undirbjö Berlinartilskipunina, aö auölegö Bretabyggöist mikiö á verzlunog sigling- um þeirra til og frá meginlandinu. Þegar þeir misstu þær, yröi þeim erfiö leiöin aö halda flota sinum viö og hafa arö af sigl- ingum. En þessi stjórnvisi keisarans reyndist algerlega röng. Afleiöingar til- skipunarinnar snerust gegn honum og bandamönnum hans. Meö hafnbanninu hugöist Napóleon veita Bretum svööusár, er seint myndi gróa, og valda hruni og at- vinnuleysi i Bretlandi og draga stórlega úr auömyndun og aröi af siglingum og verzlun i Bretlandi.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.