Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 26
REFA- VEIÐAR — heldri manna íþrótt í Englandi Nú er svo komið i Englandi að stjórnmálin eru farin að hafa áhrif á gamlar hefðir og geta orðið til þess, að ekki sjáist í framtiðinni velklæddir reiðmenn á fallegum hestum á harðastökki á eftir dauð- hræddum héra eða ref. Þetta mun þá heyra til liðinni tið og aðeins þekkjast i sögum. Bendir margt til þess, að tak- ist verkamannaflokknum að halda velli i næstu kosningum i Englandi verði allskonar dýraveiðar bannaðar þar i landi. senn úr sög unni? Verkamannaflokkurinn lýsti nýlega yfir stuöningi sinum viö tillögu frá dýra- verndunarfélögum um aö banna refa- og héraveiöar meö hundum. Enn stunda nokkrir áhugamenn héraveiöar meö láör- um, en refaveiöarnar eru enn eins vinsæl- ar og þær voru fyrr á árum. Eru þær stundaöar af fjölda manns og þess vegna litiö á þær mun alvarlegri augum en héra- veiöarnar. Mikiö hefur veriö rætt um þessi mál undanfarin ár í Englandi og eru sumir á móti en aörir meö eins og gengur og gerist. James Callaghan forsætis- ráöherra, sem sjálfur er bóndi hefur enn ekkilátiösannfærastum, aöþeir, sem eru meö banninu i flokki hans, hafi á réttu aö standa. Efast heinn um, aö tillagan veröi samþykkt i neöri málstofunni ef hún veröur lögö þar fram. Refaveiöar hafa veriö stundaöar I Eng- landi i yfir 500 ár. I byrjun stunduöu allir sem vettlingi gátu valdiö þessar veiöar en i seinni tiö, hefur þetta oröiö iþrótt auömannanna þrátt fyrir þaö aö margir bændur styöji hana. Nú fylgja veiöunum margar og flóknar reglur og siöir sem fara verður eftir. Bæöi Karl prins og Anna prinsessa hafa tekiöþátt i' refaveiöunum, andstæöingum veiðanna til hinnar mestu óánægju. Segja menn, að ekkert sé hægt aö setja út á þessar veiöar. 1 veiöiferðunum eru veiöimennirnir fagurlega klæddir, og hafa áreiöanlega margir hér á landi séð myndir af reiömönnum i fallegum rauöum jökkum ogsvörtum buxum, á harðastökki á eftir hundum og bráö. Bæöi karlar og konur stunda veiöarnar og hestarnir, sem notaöir eru, erusérstaklega til þess valdir og tamdir. Sameinast hjá þeim styrkur og þolni samfara hraöa og snerpu. Auk reiömannanna eru aöstoðarmenn sem eru fótgangandi, og aö lokum 30 hundar í hóp. Hundarnir eru sérstaklega I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.