Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 14
„Ríðum enn piltar, en hvar erum við staddir?” Ég fletti „Heimilis Ti'manum”, meira er þaö nú sjaldnast. 1 því blaöi, frá 8. febrúar 1979, rakst ég á tvö nöfn, er mér eru dálítiö kunn, Arnarfell og Hofsjökul. A bls. 9,i fyrrnefndu blaöi, vitnar grein- arhöfundur, Jón Gislason, i Jaröarbók, sem kennd er viö Arna Magnússon, en sem raunar er tjaslaö saman af öörum. Greinarhöfundur viröist hafa mikiö dá- læti á þessari bók, og er slikt ekki átaliö hér. En við aö lita yfir 5. þátt hinnar fyrr- nefndu greinar, rifjast upp útvarpserindi, um daginn og veginn, sem fyrrnefndur Jón Gislason flutti i Rikisútvarpiö, um réttaleytiö á siöastliönu hausti. 1 þeim þætti vitnar fluttningsmaöur erindisins, I áöumefnda Jaröabók frá 1709, og „vin sinn” ArnaMagnússon prófessor og einn- ig aö hans dómi, hinar ágætu ritsmiöar prófessorsins. Jón Gfslason, hefur ákaflega mikinn metnaö fyrir sitt heimahéraö slikt er vel og sist aö lasta. Þaö hefur höfundur þessa greinarkorns einnig, þvi er þetta skráö. 1 þessu útvarpserindi snýr J.G. æva- gamalli sögn upp á Flóamenn. Sjálfsagt á þaö aö vera þeim til heiöurs. En, þaö er stundum dálitiö vandfariö með hóliö. 1 þessu spjalli sinu um daginn og veginn, heldur hann þvi fram, aö Flóamenn hafi átt náttstað á Leikvelli. Þar áttu þeir aö hafa kveöiö rimur, sungiö og haft I frammi ýmsa skemmtan, aö sögn Jóns. Þetta var gaman aö heyra. Mér vitanlega, hefur Leikvöllur I Laxárdal aldrei tilheyrt afrétti Flóa- manna, og mér vitanlega aldrei veriö gististaöur þeirra i haustleitum. Þetta forna örnefni, Leikvöllur, er tengt annarri sögn og allt öörum mönnum, sem fylgt hefur þessu stórbýli, mann fram af manni. Þaö er einnig annaö, sem mig undrar stórlega. Hvernig getur J.G. hugsaö sér, aö Flóamenn langt aö komnir meö sina klyfjahesta, hafi fariðað taka á sig stóran krók af réttri fjallmannaleiö, um torleiöi, til aö eiga náttstaö i besta slægjublettin- um i Laxárdal, Leikvelli. Ég fullyröi aö slikt heföu þeir aldrei gert, nema þá snar- villtir eöa ofurölvi. Hvorugt er hægt aö hugsa sér og þó enn siður, aö Flóamenn heföu fariö aövalda bóndanum I Laxárdal Gisli Högnason. fjárhagslegu tjóni, aö yfirlögðu ráöi. Kynni okkar I Laxárdal af Flóamönnum voru.og eru, á allt annan veg. Milli þeirra margra og okkar myndaöist varanleg vinátta. Þvi mótmæli ég öllum slikum aö- dróttunum um Flóamenn og tel þaö ósæmilegan óhróöur. 1 dag munu margir halda, aö þeir I Laxárdal heföu lokiö heyskap i 23. sumarviku, en svo var þvi miður sjaldn- ast á hinni stóru fjallajörð, sem var erfiö til heyskapar. Heiman frá Laxárdal og inná Leikvöll, vartveggja tima lestaferö, ogþvi veriöf jórar stundir I ferO, væri flutt heim aöbæ. FráLeikvelli og inn að afrétt- armörkum, var tæpur einnar stundar lestagangur. Þaömunhafa verið áriö 1926 eða 1927, miövikudaginn i 23. viku sum- ars, aö Flóamen komu aö venjumeð fjall- safniö fram aö Laxárdal. Lágu þar um nóttina, meö fé og hesta, I safngerði aust- an viötúniö. Þerrir var, og hátt I 200 hest- ar komnir i sæti i innhögúm, þar á meðal mikið hey á Leikvelli. Verið aö flytja heim, og milliferöamaöur sá er þetta rit- ar. Flóamenn buöu aö lána okkur alla trússahestana sina til heimfluttnings um kvöldiö. Þaö eruþessir Flóamenn, sem ég þekki ogendurtek andmæli minum, allan ódrengsskap af þeirra hálfu. Aö lokum Jón Gislason. Hvenær var Laxárdalur i Gnúpverjahreppi i eigu Fióamanna? Hvar og hvenær, afsalaöi eigandi þeirrar jarðar eign sinni i þeirra hendur? Viltu gera svo vel aö birta þaö afsalsbréf? Meö þessum spurningum er þér hér meö gefinn kostur á aö sanna þin ummæli um Laxárdal og Flóamenn I fyrr- nefndu útvarpserindi. Gerir þú þaö ekki útúrsnúningalaust, falla fyrrnefnd um- mæli þin þar meö dauö og ómerk. Læk 25. febrúar, 1979. Gisli Högnason, frá Laxárdal. <30 Torfæruleiö um tröllaveg. Heybandsiest i Miöfellsgili sunnan viö Leikvöll. Július Sigurösson teymir lestina. Myndin tekin um 1929. 14

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.