Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 15
TVIBURAR í VÖGGU œttaðir frá Mexikó Roheo discolor eða tvíburar i vöggu heitir þessi planta. Látið ekki villa um fyrir ykkur, að fremst til hægri i pottinum hjá henni eru tvö blöð af blaðkaktus, og eiga þau auðvitað ekkert skylt við aðalplöntuna, heldur var þeim bara stungið þarna niður og hafa þau dafnað vel i sambýlinu. Tviburar i vöggu er upprunnin i Miö-Ameriku, liklega i Mexikó. Blööin geta oröiö allt aö 30 cm löng og 8 cm breiö. Aö ofan eru þau dökkgræn, en aö neöan vinrauö meö silfruöum blæ. Planta þessi hefur yfirleitt stuttan legg, en þó hefur þaö viljaö brenna viö hjá sjálfri mér, aö i ónógri birtu hafi hún tekiö aö teygja sig einum um of mikiö upp, og hefur hún þá oröiö rengluleg og ekki eins falleg og ella. Sagt er, aö hún þurfi góöa birtu, en ekki sól.betta á viö um sumrin, en á veturna, getur veriö gott aö láta pott- inn standa úti i glugga, vegna þess aö inni í stofúnum, er þá aldrei næg birta til þess aö plantan haldi áfram aö vera sterkleg og falleg. A vorin fer plantan aö blómstra. Blómin koma i litlum pokum upp milli blaöanna, og eru næsta undarleg og ólfk blómum annarra plantna, aö minnsta kosti umbúnaöur þeirra. Ekki á aö vera erfitt aö hugsa um tvíbura i vöggu. A sumrin þarf aö vökva plötuna vel og gefa henni áburö einu sinni i viku, eöa þar umbil, en á veturna er óhætt aö láta hana þorna næstum alveg á milli. Eina vandamál- iö er, aö blööunum hættir til aö skorpna i endana á veturna, en meö réttum aöbúnaöi á aö vera hægt aö komast hjá þvi. Auövelt er aö fjölga tviburum i vöggu. biö getiö byrjaö meö þvi aö taka toppinn af plöntunni ykkar, og eftir þaö tekur hún aö skjóta út öngum i aliar áttir, og þá fáiö þiö ótal græöl- inga. Veriö ekkert aö sýta þaö aö klippa þessa plöntu, né heldur aörar, sem þiö eigiö, og ykkur finnst vera aö veröa rytjulegar. baö er þaö eina sem dugar, og meðöörumóti fáiö þiöaldrei fallegar, þéttar og gróskumiklar plöntur. Fólk er yfirleitt allt of ragt viö aö klippa, heldur aö þá sé plantan ónýt, en þaö er nú yfirleitt alveg þver- öfugt. fb.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.