Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 11
Popp-kornið Joey Travolta œtlar ekki að komast áfram á kostnað bróður síns Hann er sagður hafa þessar dæmigerðu diskótek- hreyfingar, sem allir sækj- ast eftir nú til dags. Hann er mjög likur litla bróður sin- um John, sem nú er einhver stærsta stjarna Hollywoods. Viprurnar kringum munninn, og brosiB i augunum lflcist llka brosi Johns Travolta, en þetta er einmitt bröðir hans. Þessi bróBir dansar og syngur, ogallir segja, aB hann sé næst- um yfirnáttúrulega likur bróBur sln- um, en þó eru þeir ekki tviburar. Joey Travolta er staBráBinn i þvi aB verBa stjarna og þaB fyrir eigin ágæti — en ekki vegna þess aB bróBir hans er svo frægur. Og allt bendir til þess aB draumar Joey eigi eftir aB rætast. Hann hefur sent frá sér plötur, sem hafa selzt nokkuB vel, og meira aB segja nálgast toppsöluplöturnar. Þá hefur hann einnig undirritaB samning viB Paramount-kvikmyndafyrirtækiB, og ætlunin er aB hann leiki i myndinni Sunnyside, enhann áeinnig aB aBstoBa viB aBsemja kvikmyndahandritiB, svo llklega getur Joey fleira en sungiB og dansaö. — Mér hefur gengið svona vel vegna eigin verBleika en ekki vegna þess aB ég er bróBir Johns, segir Joey. — ViB John förum okkar eigin leiBir. ViB höf- um meira aB segja ekki hitzt I langan tlma, liklega ekki i næstum tvö ár. — AuBvitaB verB ég aB viBurkenna, að þaB hefur ekki veriB mér til tjóns, aB John er bróBir minn. Einmitt þess vegna hefur fólk nennt aB leggja viB augu og eyru, þegar ég var aB byrja, en svo hefur þaB llka þaB I Fór meB sér, aB gerðar eru meiri kröfur til manns en annars væri. — Ég er ekki öfundsjdkur út I John. Hann sópar saman milljónunum, og það finnst mér ánægjulegt fyrir hann. ViBhöfum þókomiB okkur saman um, aB ég skuli ekki skipta mér af þvi sem hann tekur sér fyrir hendur, né heldur haftn af mér. A meBan John Travolta var aB verBa frægur söngvari vann Joey meB fjöl- fötluBum börnum. Hann var skóla- kennari I þrjú ár, en hann hafði alltaf látiBsig dreyma um, aBkomast áfram i%kemmtanaiBnaBinum, og llklega á honum eftir að takast þaB. Hann söng i næturklúbbum i New York og einnig i Suðurrikjum Bandarlkjanna. Fyrir ári fór hann til Los Angeles, og þar undir- ritaBi hann samning um aB syngja inn á plötu, ogþá var hafizt handa um aB auglýsa þennan nýja Travolta. — Já, og ætli ég fari svo ekki aB dansaáBur en langt liður, segir Joey. — ÞaB vill nefnilega svoleiBis til, aB þaB er ég, sem kann aB dansa. Þegar viB John vorum aB læra, þá var þaB ég, en ekki hann, sem vann öll dans- verölaunin!

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.