Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 23
Fyrsti stýrimaður á að vera skipstjóri á heimleiðinni i stað hans og sjálfur..... — Já, ég veit það, sagði ég hratt og hafði ætlað að bæta við, þegar hann tók fram i fyrir mér: — Hvenær sagði Jason þér þetta? í gær- kvöldi? i veizlunni? — Nei, ekki þá, sagði ég og fann hvernig blóðið streymdi fram i kinnarnar. Ég vissi ekki um það fyrr en núna i morgun. í fyrsta skipti leit ég upp og framan i Paul. Það var einhver undarlegur svipur á andliti hans og i bláum augunum, svipur, sem ég skildi ekki fullkom- lega. — Paul, sagði ég andstutt, — Jason ætlar ekki að fara. Hann ætlar heim með okkur i Kestrel eins og ákveðið var i byrjun. Ég sá, hvernig svipurinn harðnaði. Ég sá æðarnar á hálsinum þrútna, og svo sagði hann stuttara- lega: — Ég skil. Svo brosti hann, en brosið náði ekki til augnanna. — Mér hefur þá mistekizt, sagði hann. — Ég hef ekki tilfinninguna fyrir rétta timanum. Hefði ég sagt þér frá tilfinning- um minum fyrir nokkrum mánuðum.... Nei, sagði hann snöggt, það er bezt að ég fari. Það er löng leið á sjúkrahúsið, það er hinum megin á eyjunni. Ég horfði á eftir honum, þegar hann fór og vonaðist til þess að við gætum haldið áfram að vera vinir. Flytti hann ekki til Denver myndi hann halda áfram að hugsa um Ephraim, og við kæmumst ekki hjá þvi að hittast. Ég vildi svo gjarnan eiga hann áfram að vini. Ég bar enn hlýjar tilfinningar i hans garð. Jafnvel þótt mér hefði aldrei tekizt að fara að elska hann. Þremur vikum siðar sigldi Kestrel inn i höfn- ina heima i Sag Harbor. Liza lá og svaf i klef- anum, en ég stóð á þilfarinu við hlið Jasons og Pauls. Það var dásamlegt að vera komin heim aftur og ég smeygði hendinni inn i hönd Jasons, varlega svo að Paul sæi það ekki og fyndist hann vera einmana og utanveltu. Nú voru það við tvö, Jason og ég, sem tilheyrðum hvort öðru. Og við vorum hamingjusöm, meira að segja heima i þessu leiðiniega Fonsell-húsi. Kestrel fór fleiri ferðir til San Isidro um haustið, en Jason var kyrr heima. Hann taldi, að fyrsti stýrimaður, sem gerður hafði verið að skip - stjóra, gæti annazt málin með Claude Smythe, rétt eins vel og hann sjálfur. Þar að auki þurfti svo Jason að fylgjast með framkvæmdum við sykurhreinsunarstöðina. Vegna slæmrar veðráttu og vegna þess að seint hafði gengið að fá efni, höfðu framkvæmdir tafizt við grunn- inn. Og undir haustið kom snjór og vont veður og enn seinkaði byggingunni til muna. Það var þvi ekki fyrr en i janúarlok, sem hægt var að fara að setja niður vélarnar i fullkláraðri byggingunni. A björtum, köldum degi siðast i janúar fór Jason með mig i hreinsunarstöðina til þess að ég gæti fengið að sjá vélarnar. Hann benti mér á færiböndin á meðan smiðirnir héldu áfram að smiða veggi og þak. Eftir þessum færiböndum átti hrásykurinn að fara i stórt ker, fullt af vatni. Þar var siðan bætt i efnum, sem hreinsuðu sykurinn. Siðan átti að breyta honum i fínt, hvitt duft. Eftir að við yfirgáfum sykurhreinsunarstöð- ina ókum við i suður eftir stærstu götu bæjar- ins. Sólin skein milli isaðra greina trjánna og alls staðar mátti sjá regnboga i kristöllunum. Fólk heilsaði okkur úr öðrum vögnum, sem fram hjá óku. Konurnar kinkuðu kolli og karl- mennirnir lyftu höttunum. Enginn horfði á Jason með sömu fyrirlitningunni og ég hafði orðið vör við hér áður fyrr. En mér fannst eins . og fólkið væri samt fullt efasemda og vildi biða með að kveða upp sinn dóm enn um sinn, þrátt fyrir það að ferðir Kestrel hefðu gengið býsna vel og vel gengi lika að byggja hreinsunarstöð- ina. Bara að okkur yrði nú boðið eitthvað að við gætum farið að umgangast fólk.... Við höfðum haldið jólaboð, en einu gestirnir höfðu verið Paul og John R. Solum. Ég hafði sjálf boðið þessum furðulega listamanni dag nokkurn, þegar ég keyrði yfir brúna, og sá hann koma gangandi á móti mér. Mér til mikilla leiðinda hafði hann komið á jóladaginn, klæddur i gamlan frakka, sem eflaust hafði 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.