Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 33
nægum „þrýstingi” og „hóp- efli” aö koma því til leiöar, aö hjúkrunarkona skólans losn- aöi viökvenheiti sitt ognefnd- ist heils uve rnda rþj álfari eöa fjölgæzlumaöur. En hvert ætti hiin aö leita, til þess aö fá meira en hundsbætur fyrir lamaöa hönd Bjarka? Þjóöfé- lagiö átti aö verja nokkrum milljónum til aö tryggja hon- um griöí návist ungra íslend- inga, hreinsa hugi þeirra af kvalalosta, sýna þeim myndir af ást og umhyggju, ekki grimmd. Þá fyrst lægi drengurinn hennar ekki óbættur hjá garöi „Ég vil vera heima”, sagöi hún upphátt viö sjálfa sig og hrökk viö, þegar hún heyröi rödd sina. „Ég hef unniö fyrir börnunum mlnum og treyst þvi, aö þjóöfélagiö væri griöa- staöur. En heimili mitt var rænt og barninu minu mis- þyrmt. Og blaöasnápar og uppeldismáiatrúöar gera gæl- ur viöböölana. Já, já, þeir eru bara, blessaöir böölarnir, aö mótmæla lýöræöi, einræöi, gervilýöræöi eöa gerviein- ræöi. Og svo höfum viö kannske ekki tfmt aö gefa þeim diskótek. Bíöi þeir bara, biekiöju- snáparnir, slúöurdálkaflór- sokkarnir, smásálarfræðing- arnir þar til þessi finu dekur- börn þeirra fara aö klóra aug- un úr þeim sjálfum, eins og þeir geröu meö vergangskött- inn hérna á dögunum. — Og skólanum trúöi ég fyrir góöu barni, sem var gert aö mennt- unarsnauöum spjátrúngi. Nú vil ég fara heim og bjarga þvi, sem bjargaö verö- ur. Þaö eru min kvenréttindi. Get ég ekki fengið eitthvert verkefni heim? Einhverja blekiöju, sem ekki krefst há- skólamenntunar. Til dæmis reiknaö út, hvaö nfu ára telp- um hefur fariö mikiö fram i lestri, aö meöaltali, siöan i fyrra. Og svo getur Iönaöar- málaráöuneytiö látiö mig prjóna peysur til útflutnings selt mér prjónavél á heildsölu- veröi og borgaö mér svo sem helming á viö drengómyndina hérna, sem — .” Dyrnar opnuöust hægt og alveg hijóölaust, þvi aö huröin haföi aöeins falliö aö stöfum. Sá óboöni bauö góðon dag kankvislega. Þetta var sálna- hiröir skóians. Skárra væri aö hafa biátt áfram prest, hugs- aöi Lilja, alltaf jafn reiö. Þeir nefna þó ekki boöskap sinn visindi. ,,Þú talar viö sjálfa þig. Ekki heyrði ég oröaskil, enda stóö ég ekki á hleri”. „Hvaö væri á móti þvi aö hlusta á fróölegt eintal? Vkk- ur ervistekki svooftsagt satt, aö ykkur veiti af aö heyra stöku sinnum, hvaö venjuieg manneskja raunverulega hugsar”, svaraöi hún Hann var ungur, snyrtilegur I útliti, raunar engin „dreng- ómynd”, talaöi hægt og haföi þægilegan málróm. ,,Þú ert stressuö”, sagöi hann. Þaö er mikiö arg hérna. Feröu nokk- urn tima I leikhús, Lilja min? ” „Frekar sjaldan. Þvi spyröu?” „Gott aö slappa af". Hviia hugann, áttu viö. Reynir þaö ekki á hugann, aö fara i leikhús?” „Getur veriö. En margt annað er til. Þú þarft aö kom- ast frá áhyggjum. Bara siappa af. Allir þurfa þess”. „Tildæmis aö sækja bingó”, sagöi hún. „Þvi ekki þaö? Bingó er vel til þess failið aö slappa af. Úti- lokar alla hugsun”. „ósköp ert þú mikiö á móti hugsunum. Aldrei hef ég séö bágbornari skemmtun hjá allsgáöu fólki en þetta bingó. Ég varö fjúkandi reiö”. ,,Þá finnum viö eitthvaö, sem sefar reiöi. Þaö eykur stress aö vera mikiö reiöur”. ,,Mig iangar ekki til aö verða dauöyfli. Þiö eruö aö veröa svo heyrnarsljó, unga fólkiö, aö þiö hættiö bráöum aö heyra, þó aö hringli i pening- um rétt viö nefiö á ykkur. „Þá finnum viö lyktina”. „Enn hafa vist ekki verið fundin upp nein tæki til aö sljóvga þaö skiiningarvit”, svaraði hún. „Þú ert I slæmu skapi i dag”. „Segöu bara taugaveikluð. Ég tek mér þaö ekki til. Ég vil helztekki lækningu, sem gerir mig of sáttfúsa. En viö skulum ekki tala um Bjarka”. „Ég skil þaö, aö þér þyki sárt aö hugsa um siys hans og fötlun. En margur er meira fatlaöur. — ” Hún greip fram I: „Og þiö litiö á þaö eins og óviöráöan- legt náttúruafl aö kristnir menn beiti kjafti og klóm eins og óöir hundar. Þaö eru til gamlar sögur um þaö hér og þar, aö allir bændur og vinnu- piltar neituöu aö hýöa þjóf á héraösþingi, svo aö refsingin varö aö falla niöur. Þaö væri fróölegt aö lögleiöa hýöingar til reynslu eitt ár og vita, hvaö margir byöust til verksins. Þeir yröu margir, allt frá tíu ára kattamoröingjum tíl öku- niöinga, kvennadólga og mis- yndismanna I blekiöjunni. Svo þegar búiö væri aö skrá kemp- urnar og ljósmynda, mætti láta hýöingar niöur falla”. Iiannyppti öxlum. „Þetta er stæling á Jeppa á Fjalli”. „Einmitt. Honum var gerö gildra, til þess, aö hugarfar hans kæmi i Ijós. Ef einhver Hitler birtist hérna aö óvör- um, veröur hann ekki i vand- ræöum með vikapilta. Þá fengju þeir aö njóta sln, sem núna læðast f myrkri til aö snúa upp á barnshandlegg, ráöast þrir á varnarlausa stúiku og stinga göt á björgun- arbáta”. „Viö þessu er ekkert aö gera? Hefur þú einhverja pat- entlausn á þessu?” „Já, tekuröu eftír þvi, aö börnin láta aldrei i ljós meö- aumkun meö þeim hrjáöa og aidrei reiöi gegn fantinum? Ég man, aö ég háskældi út af meðferö á niðursetningum, sem ég las um I þjóösögunum. Núna eru börnin bólusett gegn allri miskunnsemi. Svo oft sýnir gónvarpiö þeim ofbeldiö og grimmdina. Ég mundi lcysa vandann á þann hátt, aö afnema þessa almennu bólu- setningu, £em gerir börnin ónæm fyrir mannlegum þján- ingum.” „Ójá, þetta eru hálfgeröir imbar, krakkagreyin,” sagði hann mildur. „En þaö voru nú ekki allir súperdýrðlingar i gamla daga. Ég mundi segja aö viö séum of fundvfs á gall- ana en siöur á þaö jákvæöa. Fólk hefur lika aðrar intrcssur en i gamia daga. Ekki bókara- mennt, heldur tækniintressur. Þaö á ekki aö stimpla alla menntunarsnauöa, vegna þess, aö menntunin er á ööru plani,” sagöi hann. „Jú, jú. Mikill er vegur verkmenningarinnar. Drengur úr unglingadeiid kemur tii min þessa dagana. Hann er meö graftrarkýli á hálsinum. Hann veit nöfn á öllum bilategundum, sem flytjast til landsins. En hann veit ekki einu sinni, aö Ford var maöur, hvaö þá aö hann viti einhver skil á þcim fræga 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.