Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 08.03.1979, Blaðsíða 13
Vinur heldur kynningarboð fyrir likleg hjónaefni skyldan leggur til. A fjölskylduáætlunar- fundi sem haldinn var nýlega voru ungir menn hvattir til þess að fara heim til eiginkvenna sinna og búa meö fjölskyld- um þeirra sér í lagi þegar þær ættu ekki bræ&ur. Aðferð prófessorsins Uppi á loftinu I húsinu sem ég bý f eru tvær ibúöir. Þar býr Chang-fjölskyldan og svo við sjálf-Prófessor Chang á dóttur og við eigum son. Þau giftust, enda þótt þau giftust ekki hvort öðru á síðasta nýári. Þess vegna komumst við i kynni við kin- versk brúðkaup og það I meira lagi, vegna þessara tveggja hjónabanda sem þarna var stofnað til. Chang Mei er hressileg stúlka sem hefur hitt marga unga menn en prófessor Chang tók þó til sinna ráöa. Hann sagöi ekki: — Ég vil engan þessara pilta sem tengdason. Hann fór eftir kinverskum sið- venjum. Starfsbróðir hans við háskólann kynnti hana fyrir mjög geðslegum 31 árs göml- um manni og allt var ákveöiö á mjög stuttum tima. Talið er heppilegt fyrir unga menn I Shanghai að gifta sig þegar þeir eru 31 árs en venjulega er talið full- vfet aö sé samanlagður aldur hjónaleys- anna50ár,þá fáiþauleyfitil þess aö gifta sig. Chang Mei er 24 ára gömul og þess vegna ekki nógu gömul samkvæmt kin- verskum reglum til þess að gifta sig. Hún ættieiginlega aðvera 25. Þessvegna lentu ungmennin I nokkrum vandræðum þegar þau sóttu um giftingarleyfið. En þar sem frú Chang er heilsuveil og þarf á aðstoð tengdasonar að halda þegar prófessor Chang er ekki heima var tekið tillit til þess og leyfið veitt. Ungu hjónin komu hlæjandi heim og sögðu syni okkar og kærustu hans, að þau skyldu fara snemma til aö sækja um leyfið vegna þess að vel gætu þau lent i einhverjum erfiðleikum. Og það fór svo sannarlega á þann veginn. Tengdadóttir okkar (25 ára) var á rétt- um aldrei en sonur okkar (25) heföi átt að vera 27 ára. Faðirinn fór nú að reyna að hafa áhrif á kinversku yfirvöldin og beitti við það alþekktri kinverskri lagni og þolinmæöi en ég móðirin, sat við eitt boröið, þar sem ungt fólk var önnum kafið viö að fylla út alls konar eyðublöð. Ég er viss um, að ég hef oröið vitni að að minnsta kosti 50 kinverskum giftingum þennan febrúareftirmiðdag. Leyfið fékkst Þegarsvo börnin fengu leyfið til þess að fylla út umsóknareyöublaöið þá tók það ekki nema fimm minútur. Ég hafði verið að velta þvi fyrir mér allan timann sem ég beið um hvaö yröi spurt. Hvernig hitt- uzt þið? Þetta var þýöingarmesta spurningin þar sem ekki er hin minnsta valdbeitingleyfð. önnur spurning var: — Hvaöa dag ætlið þiö að tiikynna um gift- ingu ykkar? (Þar er átt við daginn sem veizlan er haldin og hjónabandið hefst I raun og veru). Þegar svo búið er að svara öllum spurningunum rétt fá stúlkan og pUturinn þegar f stað giftingarvottoröið rauöa möppu með gylltum kinverskum stöfum. Þau fá sina möppuna hvort og í henni er að finna ýtarlegar upplýsingar um fjöl- skylduáætlanir. Og svo má ekki gleyma sætasta hluta giftíngarinnar og þaö er svo sannarlega sætasti hlutinn. Allir og ég endurtek allir starfsfélagar bæði stúlkunnar og manns- ins og alUr félagar mæöranna ogfeöranna — og skyldmenni öll — verða að fá eitt- hvert góögæti. Og þessi fjöldi getur skipt hundruöum. Mörgum mánuöum fyrir giftinguna hafði pabbi keypt hundruð lftUla plast- poka sem á var skrifað með rauðum stöf- um „Tvöföld hamingja” ogsvo hafði hann keypt heU lifandi ósköp af sælgæti. 1 hverjum einasta poka urðu aö vera jafn- margir en þó mismunandi gotterismolar. Við ákváöum að hafa átta mola í hverjum poka. Að kvöldi giftingardagsins var sælgæt- inu dreift meðal allra nágrannanna, af- gangurinn var svo afhentur næsta dag I vinnunni. Arangurinn varð sá að nú sjö mánuðum siðar stöðva okkur á förnum vegi starfsfélagar okkar og segja: — Halló þið gáfuð okkurekkert sælgæti þeg- ar sonur ykkar gekk i hjónabandiö! Jæja, þaö veröur að hafa það við gerðum eins og bezt við gátum. Þfb DENNI DÆMALAUSI Ég myndi ekki vilja skipta á þér og milljón krónum. Taktu þær, ég skal hlaupa i burtu og koma aftur. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.