Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEYÐ Í AFGANISTAN Óttast er að hundruð eða jafnvel þúsundir afganskra barna hafi dáið úr kulda og hungri í Afganistan síð- ustu vikurnar. Óvenju mikið vetrar- ríki er í landinu og snjókoma tefur fyrir flutningi á hjálpargögnum til nauðstaddra við borgina Herat í vest- anverðu landinu. Að sögn afganskra og erlendra hjálparstofnana í Afgan- istan er vitað um 267 manns sem hafa látist síðustu vikurnar. Mannfall í Bagdad Minnst 28 létu lífið í sprengju- tilræðum í Bagdad í gær og alls féllu um 40 manns í átökum í landinu. Ljóst er að árásum hermdarverka- manna er aðallega beint gegn sjítum en flokkar þeirra fengu nauman þing- meirihluta í kosningunum í lok jan- úar. Misþyrmdu föngum Bandarískir hermenn misþyrmdu föngum í Afganistan árið 2002, að sögn Mannréttindasamtaka Banda- ríkjanna, ACLU. Hermennirnir eru sagðir hafa eytt ljósmyndum sem sýndu brot þeirra. Seðlabankinn hækkar vexti Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5% frá 22. febrúar eða í 8,75%. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri segist þó draga mjög í efa að þessi vaxta- hækkun muni duga til og hann eigi því eins von á að bankinn þurfi að hækka stýrivextina enn frekar fram eftir þessu ári. Vildarpunktar skattlagðir Þeir sem safna vildarpunktum í flugi sem vinnuveitandi hefur greitt verða að telja ígildi punktanna fram til skatts segir í svari Indriða H. Þor- lákssonar ríkisskattstjóra vegna fyr- irspurnar um um skattlagningu flug- ferða sem fást fyrir vildarpunkta. Vann hetjudáð fyrir 60 árum Tilviljun réð því að Gísli Guð- mundsson matsveinn var með vasa- hníf á sér og gat skorið á fangalínu björgunarbáts Dettifoss, þegar þýsk- ur kafbátur skaut skipið niður 21. febrúar 1945 – fyrir 60 árum. Hnífs- bragðið varnaði því að sökkvandi skipið drægi með sér eina björg- unarbátinn sem tókst að koma á flot. Fimmtán fórust með Dettifossi, tólf skipverjar og þrír farþegar, en þrjá- tíu var bjargað. Gísli, sem nú er 92 ára, hefur ekki stært sig af þessari hetjudáð. Hlut- verk hans í björgun fólksins í björg- unarbátnum hefur legið í þagnargildi þar til nú. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Forystugrein 34 Viðskipti 18/19 Bréf 38 Erlent 20/21 Kirkjustarf 38 Höfuðborgin 23 Messur 39 Akureyri 23 Minningar 40/48 Suðurnes 24 Myndasögur 54 Árborg 25 Dagbók 54/56 Daglegt líf 26/27 Leikhús 58 Ferðalög 28/29 Fólk 60/65 Listir 30 Bíó 63/65 Úr vesturheimi 32 Ljósvakamiðlar 66 Umræðan 33/37 Veður 67 * * * IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur heimilað Landsneti að taka eignar- námi þrjár jarðir á Héraði vegna lagningar Fljótsdalslína 3 og 4 milli Kárahnjúkavirkjunar og álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Í úrskurði sínum hafnaði ráðuneytið hinsvegar beiðni um eignarnám á tveim jörðum í Reyðarfirði, Seljateigshjáleigu og Áreyjum. Eignarnám var heimilað á Geirólfsstöðum, Langhúsum og Eyr- arteigi. Beiðni um eignarnámsheimildirn- ar var lögð fram á grundvelli 23. gr. raforkulaga. Komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að ef ekki yrði af lagningu línanna þá myndi það hafa veruleg áhrif á hagsmuni fjölda að- ila. Almennar forsendur væru til að veita heimild til eignarnáms á jörð- unum þrem. Hvað varðar Áreyjar og Seljateigsháleigu héldu eigendur því fram að ekki hefði verið fullreynt með samningaleiðina, öndvert við staðhæfingar Landsnets. Að sögn Péturs Arnar Sverrissonar lögfræð- ings hjá iðnaðarráðuneytinu var talið eðlilegra að eignarnámsbeiðandi bæri hallann af sönnunarskorti hvað þetta snerti. Í þessu samhengi var tekið mið af dómi Hæstaréttar, svo- nefndum Garðabæjardómi frá árinu 1998, þar sem sagði m.a. að gera þyrfti mjög strangar kröfur til aðila sem krefst eignarnáms, um að sýna fram á að samningaleiðin hafi verið fullreynd. Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets segir enn stefnt að lagn- ingu línanna í gegnum jarðirnar. Í ljósi þess að ágreiningur hafi einkum staðið um skaðabótafjárhæðir í til- viki Áreyja og Seljateigshjáleigu, verði gengið að nýju til samninga við landeigendur. Segir hann mjög mik- ið bil á milli aðila varðandi fjárhæðir sem eigi að greiða fyrir afnotarétt- inn. Landsneti heimilað eign- arnám á þremur jörðum Beiðni vegna tveggja jarða hafnað KARLMAÐUR um sextugt lést eftir að hann ók vélsleða sínum fram af hengju á Landmannaleið í fyrrakvöld. Maðurinn féll um 8–10 metra og er talið að hann hafi látist nánast samstundis. Ferðafélagi mannsins varð að aka um 30 kíló- metra til að hringja eftir hjálp. Samkvæmt upplýsingum frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu voru mennirnir komnir að vega- mótum Landvegar og Landmanna- leiðar um kvöldmatarleytið á fimmtudag en bilun í öðrum sleð- anum mun hafa orðið til þess að brottför tafðist. För mannanna var heitið í Landmannahelli. Að sögn Svans Lárussonar, for- manns flugbjörgunarsveitarinnar, var veður á þessum slóðum sæmi- legt en gekk á með dimmum éljum og er talið að mennirnir hafi lent í slíkum éljagangi þegar þeir óku um Svalaskarð við Sauðleysu. Skarðið er fremur þröngt og brýnt að menn haldi sig á venjubundnum akstursleiðum en Svanur segir að vegna slæms skyggnis hafi menn- irnir ekið of norðarlega um skarð- ið. Maðurinn sem lést ók á undan og var á lítilli ferð þegar sleði hans steyptist ofan af 8–10 metra hárri hengju. Ferðafélagi hans fann ekki lífsmark hjá honum áður en hann ók af stað að jeppanum, sem þeir höfðu skilið eftir við vegamótin, til að hringja eftir hjálp. Vanir og vel búnir Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli náði maðurinn sambandi við Neyðarlínu um miðnætti sem gaf samband til lögreglu en þá var þegar búið að kalla út Flugbjörg- unarsveitina á Hellu. Björgunar- sveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út klukkan 00.18 og fjór- um mínútum seinna var óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um hálftíma eftir útkall voru 18 björg- unarsveitarmenn lagðir af og TF- LIF var komin í loftið um klukkan eitt. Ferðafélagi mannsins gat gefið upp nákvæma staðsetningu á slys- stað og í þann mund sem björg- unarsveitarmenn komu á staðinn kom áhöfn þyrlunnar auga á mann- inn. Þyrlulæknirinn staðfesti að maðurinn væri látinn um klukkan 2.40. Hann var fluttur með björg- unarsveitarbíl til byggða. Að sögn lögreglu voru mennirnir báðir þaulvanir vélsleðamenn og voru þeir báðir mjög vel búnir, m.a. með öryggishjálma. Þetta er þriðja banaslysið sem verður á vélsleða á innan við einu ári. Í mars beið karlmaður bana í vélsleðaslysi í Karlsárdal, skammt norðan við Dalvík, þegar sleði hans valt í brekku. Í maí lést vélsleða- maður inn af Garðsárdal í Eyjafirði eftir að hann ók fram af hengju. Lést eftir að vélsleði steyptist fram af hengju                                                                       UMFERÐ um Suðurlandsveg undir Eyjafjöllum varð fyr- ir nokkrum töfum í gær vegna viðgerðar við vesturenda Kaldaklifsárbrúar. Tilkynnt hafði verið um lokun veg- arins fram eftir degi, en að sögn Gylfa Júlíussonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar í Vík í Mýrdal, tókst að hleypa umferð yfir brúna með nokkrum hléum. Sigið hafði undan veginum þar sem hann mætir brúnni og myndaðist gat í veginn. Taldi Gylfi það vera afleiðingar vatnavaxta. Vegagerðarmenn luku viðgerð- inni í gærkvöldi. Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Vegavinna við Kaldaklifsárbrú FRAMKVÆMDASVIÐ Reykja- víkurborgar hefur auglýst opið út- boð á byggingarrétti í þriðja áfanga Norðlingaholts. Um er að ræða tvær lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 51–57 íbúðum, fimm lóðir fyrir samtengd tvíbýlishús með samtals 62 íbúðum, eina lóð fyrir keðjuhús með tólf íbúðum og sex lóðir fyrir einbýlis- hús. Skila á kauptilboðum í bygging- arrétt ásamt 250 þúsund kr. tilboðstryggingu til skrifstofu framkvæmdasviðs fyrir föstudag- inn 4. mars. Tilboð verða opnuð sama dag. Byggingarréttur á Norðlingaholti boðinn út BETUR fór en á horfðist þegar stór rúta fékk á sig mikla vind- hviðu á Söndunum skammt frá Bolungarvík í gær. Mikil hálka var á veginum en ökumanni rútunnar tókst að stýra henni út af veginum og koma þannig í veg fyrir veltu að því er fram kom í frétt Bæj- arins besta á Ísafirði. Engir farþegar voru í rútunni, sem var á leið til Bolungarvíkur að sækja grunnskólabörn sem voru á leið í skíðaferð til Ísafjarð- ar. Ökumann rútunnar sakaði ekki. Rúta fauk út af veginum til Bolungarvíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.