Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMSTARFSERFIÐLEIKAR milli stjórnar Garðasóknar og hluta sóknarnefndar, djákna og prests annars vegar og sóknarprests hins- vegar, hafa orðið ástæða til nokk- urra blaðaskrifa frá því í jan. sl. „Formlega“ hefst deilan með kvörtun djákna yfir samstarfinu við sóknarprestinn á fundi sókn- arnefndar í jan. 2004. Kvörtun djáknans er eina forsendan, sem fram hefur komið, fyrir kröfu stjórnarinnar til biskups um brottvísun sóknarprestsins eða tilfærslu í starfi. Ein- hver önnur forsenda og veigameiri en sam- skiptaerjur djákna og sóknarprests hlýtur að vera til staðar. Er sóknarnefnd- armenn gerðu sér fulla grein fyrir brottvís- unarkröfu stjórnarinnar, dró strax nær helmingur sóknarnefnd- armanna undirskrift sína til baka bréflega til biskups. Starfsfólk Vídalínskirkju og safnaðarheimilis lýstu yfir góðu samstarfi við sókn- arprest og flest bréflega til biskups. Biskup svaraði, að engin lagaleg stoð væri fyrir brottvísun. Sættir voru reyndar, en mistókust. Allnokkrir fundir sóknarnefndar voru haldnir, m.a. í hesthúsi for- manns. Safnaðarheimilið er þó stórt og mikið. Gott hesthús er sómi eig- anda, en pukur-fundir benda ekki beint til heilinda. Sálfræðingur var ráðinn fyrir ær- ið fé. Vinnubrögð hans voru talin hæpin og nú í meðferð heilbrigðisyf- irvalda. Formaður sóknarnefndar var kosningastjóri núverandi sókn- arprests í allsögulegum aðdraganda prestskosninga 1997. Umpólun for- mannsins í afstöðu sinni til sókn- arprestsins er enn óútskýrð. Fornar ástir geta svo sem snúist í andhverfu sína! Haft er eftir honum í blaða- grein: „Ástandið er ekki svo slæmt, að deiluaðilar talist ekki við. Þeir mæti í messu“ – „ telur (formaður) sóknarbörnin sennilega ekki hafa orðið vör við deiluna – því auðvitað reyna menn að dylja að eitthvað sé að“ og „Við höfum lítið upplýst, held- ur reynt að vinna málið í kyrrþey.“ (DV 17.1.05) Kvæði Gríms Thomsens kemur óþægilega upp í hugann: Á Glæsi- völlum aldrei/ með ýtum er fátt/ allt er kátt og dátt/ en bróðernið er flátt mjög/ og gamanið er grátt/ í góðsemi vegur þar hver annan. Er það nú gleymt, að pólitískir andstæðingar og sak- laust fólk hér fyrrum og raunar enn hafi horfið þegjandi og hljóðalaust? Átti þann- ig að bola réttkjörnum sóknarpresti frá? Var ekki á heilu ári nægur tími til að boða til al- menns safnaðarfundar og kynna mál og reyna að leysa deilumál? Kirkjan er fólkið, sagði biskup fyrir nokkru. Ýmsar siðferðilegar spurningar koma í hug- ann, þegar svona átök koma upp: „Á ég að gæta bróður míns?“ „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Það eru gömul sannindi og ný, að ekki þarf endilega drápstæki til að ganga frá manni. Afstaða prestsins með stjórninni gegn sóknarprestinum og kollega sínum á sama vinnustað er ráðgáta útfrá almennri siðfræði og sennilega kristinni líka, þar sem um kristinn kennimann er að ræða. Hlutverk hans sem hlutlaus sáttasemjari hefði sennilega verið happadrýgra og af- farasælla. Kapp í deilum er best með forsjá, en þegar maki sóknarprestsins nýt- ur ekki friðhelgis þá tekur í hnúk- ana. Þeir, sem þannig haga sér, eru aumkunarverðir, guðsvolaðar mann- leysur. Taki þeir, sem eiga, það til sín! Í fyrrnefndum prestskosningum 1997 hlaut núverandi sóknarprestur 1.376 atkvæði gegn 701 mótherja. Kjörsókn var 33,3% og því var kosn- ing ekki bindandi. Þáverandi biskup og kirkjumálaráðherra voru sam- mála um að veita honum embættið. Fróðlegt er að bera saman at- kvæðafjölda að baki sóknarnefndar og þeirra, sem hún velur til starfa. Á aðalsafnaðarfundi mæta almennt 30–40 manns. Sóknarnefnd skipa 14 menn, kjörnir af þessum 30–40 manna hópi. Sóknarnefnd velur djákna, prest og ýmsa starfsmenn. Atkvæðamagnið að baki hverjum og einum er því augljóst. Vegna kröfu stjórnarinnar um brottvísun sóknarprestsins úr starfi verður skýlaust að fá á hreint frá biskupi: Í fyrsta lagi, hvort hann væri þá ekki með brottvísun sókn- arprestsins að reka jafnframt þessa 1.376 einstaklinga og þeirra áhang- endur úr kirkjunni, þessa, sem kusu sóknarprestinn í löglegri kosningu. Í öðru lagi kæmi fram í svari biskups rökstuddar forsendur fyrir því, vísi hann sóknarprestinum frá eða færi til í starfi. Sóknarpresturinn hefur nú starf- að á áttunda ár og komið sér vel og hlotið lof fyrir störf sín og því má ætla með allgóðri vissu, að úr tölunni 1.376 hafi tognað. Af ýmsum ástæðum – siðferðileg- um, borgaralegum, félags- og menn- ingarlegum – er komið að því, að bæjarstjórn Garðabæjar og bæj- arfulltrúar, hvar í flokki sem er, geta ekki lengur staðið aðgerðalausir hjá vegna þessarar deilu hér í bæj- arfélaginu, þar sem kirkjan er stór hlekkur og stofnun í samfélaginu, burt séð frá allri trúrækni og kirkju- sókn. Að tæta æru og embætti af manni, karli eða konu, hér í bæj- arsamfélaginu er varla einkamál sárafárra manna. Gott fólk og óvilhallt getur tekið höndum saman og leyst rembihnúta, sem mönnum með flísar og bjálka í augum er fyrirmunað að leysa. Deilur í Garðasókn Geir H. Þorsteinsson fjallar um deiluna í Garðasókn ’Gott fólk og óvilhalltgetur tekið höndum saman og leyst rembi- hnúta, sem mönnum með flísar og bjálka í augum er fyrirmunað að leysa.‘ Geir H. Þorsteinsson Höfundur er læknir og íbúi í Garðabæ. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, skrifaði langa grein, „Af flísum og bjálkum“, í Fréttablaðið laugardaginn 29. jan- úar sl. Það verða að teljast stórtíð- indi enda er þetta fyrsta dagblaðs- grein sem Kári hefur skrifað frá því að hann steig hér á land fyrir níu árum með stór- huga áform um að sigra heiminn með blöndu viðskipta og erfðavísinda. Öll þessi ár hefur hann verið fastagestur á sjón- varpsskjám lands- manna ýmist í eigin persónu eða gegnum fréttamenn sem flutt hafa tilkynningar hans og auglýsingar sem heimsfréttir. Ekki hefur skort þjón- ana þótt margir hafi enzt stutt og sumir bara einu sinni. Í grein sinni í Fréttablaðinu segir Kári m.a. „Þeir sem ekki koma málum sínum að á annan hátt gera það gjarnan með því að kaupa sér auglýsingar. Gegn- um tíðina hafa flestir einræð- isherrar heimsins gert hið sama til þess að tjá skoðanir sínar og rétt- læta það hvernig þeir níðast á þegnum sínum.“ Hér er Kári sér- fræðingurinn og ekki ég. Þá ekki síður þegar hann segir um Hallgrím Helgason rithöfund: „Þess utan hef- ur hann ekkert starf sem hægt væri að svipta hann í refsingarskyni. Ég yrði hins vegar ekki hissa ef forseti Íslands sæmdi hann stórridd- arakrossi hin(n)ar íslensku fálka- orðu fyrir vikið.“ Flestir hefðu sjálf- sagt átt von á að Kári veldi Morgunblaðið fyrir þennan tíma- mótaviðburð, en þá yfirsést þeim að Fréttablaðið er sömu ættar og mið- lægi gagnagrunnurinn hans sem all- ir lenda í nema þeir segi sig úr honum. En hvað kom Kára til að brjóta odd af oflæti sínu núna? Eftir að í ljós kom að Kári klárar sig vel bæði án miðlægs gagnagrunns og rík- isábyrgðar, eins og vinur hans Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, orðaði það í Morg- unblaðsgrein 19. febr- úar fyrir ári, þurfti Kári minna á Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni að halda. Þess vegna gerði hann samkomulag við Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóra Baugs, um að kaupa með honum fjölmiðlarisann Norðurljós. Til hvers? Kári móðgaði Davíð einn- ig í ríkisábyrgðarmálinu þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum í fyrra eftir velheppnað skuldafjár- útboð og afþakkaði ríkisábyrgðina í beinni útsendingu. Kvaðst ætla að borða páskaeggið sitt og skrifa Davíð daginn eftir. Það kom svo í hlut Geirs Haarde fjármálaráðherra og ráðuneytisstjórans Baldurs Guð- laugssonar, aðallögfræðings Ís- lenskrar erfðagreiningar við samn- ingu gagnagrunnsfrumvarpsins, að kalla málið heim frá ESA í Brussel og eyða því eins og nú tíðkast. Kári vissi að hann hafði farið út á yztu nöf. „Vin sínum skal maður vinur vera.“ Þess vegna skrifaði hann fyrrnefnda grein til að mýkja mestu velgjörðamenn sína, Davíð og Halldór. Samtímis harmar hann að Davíð Oddsson og Jón Ásgeir hafi ekki náð saman sem hefði að hans mati getað þýtt nánast ótak- markaða blessun fyrir íslenzkt sam- félag. Kári kemur víða við í langri siðferðisprédikun sinni sem vel gæti heitið: Svona gerir maður ekki. En. „Þetta, sem helzt nú varast vann, varð þó að koma yfir hann.“ Í lok greinarinnar varð honum hált á skalla Hallgríms Helgasonar og fallið var hátt. Ekki reyndust allir viðhlæjendur. Leiðréttingin sem hann lét síðan Fréttablaðið skjóta inn í greinina daginn eftir, og blaðið gerði með ótrúverðugum skýr- ingum, varð afkáralegur hortittur. Eins og hún átti skilið. Svona gera menn ekki Jóhann Tómasson svarar Kára Stefánssyni ’En hvað kom Kára tilað brjóta odd af oflæti sínu núna?‘ Jóhann Tómasson Höfundur er læknir. Í LAUGARDAGSBLAÐI Frétta- blaðsins 29. jan. sl. veltir Óskar Stef- ánsson, formaður Sleipnis, fyrir sér handahófskenndum dómum ýmissa héraðsdóma þar sem ökuriti bifreiða er not- aður sem sönn- unargagn og er mis- munur á milli dóma hvort ökuritarnir séu nógu nákvæmir eða ekki. Hinn 7. febrúar 2002 sneri Hæstiréttur sýknudómi Héraðs- dóms Vesturlands (þar sem sátu m.a. tveir fagdómarar) yfir mér og sakfelldi mig þar með um manndráp af gáleysi o.fl. eftir að hafa lent í því slysi að velta hópferðabifreið á brúnni yfir Hólselskíl í júlí árið 2000. Þarna liggur sem sé fyrir Hæstarétt- ardómur þar sem dóm- arar gerðu skífuna úr ökuritanum að að- alvitni í málinu og sóp- uðu öllum öðrum vitn- isburðum af borðinu eins og til dæmis vitn- isburðum farþega minna sem voru mér í hag og einnig vitn- isburði bifvélavirkja er kom á slysstað skömmu eftir slys og benti á að fjöður hefði brotnað og rifið í stýr- isgang bifreiðarinnar og valdið slysinu. Ökuriti er settur í bifreiðar til að fylgjast með að atvinnubílstjórar taki út sinn hvíldartíma, en ekki til að fylgjast með hraða bifreiðarinnar og er ekki nákvæmur sem hraðamælir. Eins og þeir sem til þekkja þá er sett pappírsskífa í ökuritann sem er hluti af hraðamæli bifreiðar og sírit- ar ökuritinn á skífuna frá því hún er sett í ritann, þar til hún er tekin úr. Pappírsskífan er 12,5 cm í þvermál og ritast hraðinn á hring á skífunni sem er 8 cm í þvermál og skiptist sá hringur í 24 tíma eins og á klukku- skífu. Þetta er að mínu mati ekki nákvæmt tæki til að meta t.d. hraðaaukn- ingu eða hraðaminnkun á stuttum vegalengdum eða þegar bifreið er bremsað niður á nokkr- um metrum. Nokkrir atvinnubílstjórar sem ég þekki hafa prufað að stöðva bifreið sína á nokkrum hraða á stuttri vegalengd og er ekki hægt að sjá hraða- minnkunina á skífunni. Ég gagnrýndi á sín- um tíma í mínu máli að skífan væri gerð að svo stóru vitni og einnig gagnrýndi ég að ökurit- inn skyldi ekki tekinn úr bifreiðinni og sendur til hlutlauss aðila til rannsóknar svo sem framleiðanda. Einnig gagnrýndi ég að þjón- ustudeild Vegagerð- arinnar skyldi látin lesa úr skífunni en ekki hlut- laus aðili. Það vekur furðu mína að lesa í grein Óskars um þessa handhófs- dóma sem hafa fallið eftir að ég hlaut minn dóm, þar sem Hæsti- réttur er búinn að taka afstöðu til ökuritanna og ætti þetta því að vera áhyggjuefni allra atvinnubifreiðastjóra þar sem þeir geta lent í því að hús þeirra og heimili séu tekin fjárnámi upp í sak- arkostnað eins og gerðist í mínu máli. Dómar og ökuritar Steingrímur Guðjónsson fjallar um ökurita í bifreiðum Steingrímur Guðjónsson ’Þetta er aðmínu mati ekki nákvæmt tæki til að meta t.d. hraðaaukningu eða hraða- minnkun á stuttum vega- lengdum eða þegar bifreið er bremsað niður á nokkrum metr- um.‘ Höfundur er vélvirki. EIKARBÁTAR og arfleifðin er forystugrein Morgunblaðsins hinn 6. febrúar. Þar er vísað í grein eftir Rúnar Óla Karlsson sem hefur áhyggjur af því að gamlir eik- arbátar endi á bálkesti um áramót. Það er rétt að þeim fer nú óðum fækkandi bátunum sem smíðaðir eru á Íslandi af íslenskum skipasmiðum. Bátar smíðaðir úr eik eða furu og eik. Siglingasaga Ís- lands er eitt af því merkilegasta sem við getum boðið heim- inum upp á. Íslend- ingar eru frumkvöðlar í úthafssiglingum frá Evrópu til Ameríku og voru langt á undan öllum öðrum á því sviði. Skipin voru langskip og knerrir svokallaðir, súðbyrð- ingar sem komu á undan eikarskipum og því byggingarlagi. Nú er öldin önnur. Skipa- smiðir eru deyjandi stétt og fara þarf inn á elliheimili til að leita leiðbeininga um við- hald og viðgerðir tré- báta. Það er dýrt dæmi að eiga og reka trébát og ekki auðveldar kerfið reksturinn með yfirgengilegum eftirlits- og skoðunarkostnaði kerfiskarla. Bara virðisaukaskatturinn er 150.000 kr. á bát. Það eru margar góðar sögur til um báta smíðaða á Íslandi og sögu þeirra og löngu orðið tíma- bært að ráða nokkra sagnfræðinga til að safna sögunum um trébáta, útgerðir og eigendur þeirra. Fornbátafélag Íslands hefur gert nokkrar tilraunir til að fá íslensk ráðuneyti til að aðstoða við að bjarga gömlum trébátum en alltaf fengið nei frá þessu íslenska ráð- herralýðveldi. Dæmi um áhugaleysi ráðherra er frá sjávarútvegs- ráðherra sem sendi fulltrúa í báta- friðunarnefnd sem mætti á fyrsta fundinn en sást ekkert eftir það. Bátafriðunarnefnd dagaði uppi í höndum þáverandi ráðherra, Björns Bjarnasonar. Fornbátafélagið og sjóminjadeild Þjóð- minjasafns lögðu fram margar góðar tillögur sem ráðherra getur varla hafa lesið. Þing- menn sem fara fram á það við framkvæmda- valdið að nefnd sé sett saman til að afla upp- lýsinga eiga að fylgja málum sínum betur eftir. Sorglegast finnst mér áhugaleysi þing- manna Reykjavíkur, fyrsti, annar, þriðji og fjórði þingmaður höf- uðborgarinnar eru allir ráðherrar sem láta sig litlu varða að vernda arfleifðina, Sigl- ingasögu Íslands. Ég hef það fyrir satt að þegar eldtungurnar læsa sig um bátinn á brennunni sjá eig- endur þeirra ráðherrasvip nokk- urra þekktra sjálfstæðismanna á bálinu. Gamlir trébátar Guðbrandur Jónsson fjallar um bátasmíði á Íslandi Guðbrandur Jónsson ’Skipasmiðireru deyjandi stétt og fara þarf inn á elli- heimili til að leita leiðbein- inga um við- hald …‘ Höfundur er formaður Fornbátafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.