Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 57 MENNINGDAGBÓK Kl. 10  Fjölskyldu- og húsdýragarð- urinn: Vetrarratleikur. Aðgangs- eyrir börn: 350 kr., fullorðnir 450 kr. Kl. 12  Hallgrímskirkja: Pétur og úlf- urinn. Örn Árnason leikari og Mattias Wager orgelleikari flytja hið ástsæla verk Pétur og úlfinn. Aðgangseyrir 800 kr. fyrir full- orðna en ókeypis fyrir börn.  Perlan: Þjóðahátíð Alþjóðahúss- ins – Fjölbreytt menning og mann- líf. Þátttakendur á Þjóðahátíð eru 30 í ár, þátttökuþjóðir eru 22 auk þess sem ýmsir sem starfa að mál- efnum innflytjenda kynna starf- semi sína.  Ráðhús Reykjavíkur: Vestur- farasetrið á Vetrarhátíð. Sýning sem lýsir uppbyggingu setursins á Hofsósi. Kl. 12.30  Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhúsi: Kokkakeppni sælkerahátíð- arinnar Food & Fun í porti Hafn- arhússins. Hver verður Iceland Naturally kokkur ársins 2005? Kl. 13  Gerðuberg: Á kvöldhimni. Fjöl- breytt dagskrá um Ívar Björnsson frá Steðja í Borgarfirði. M.a. verð- ur lesið úr ritverkum hans, Sigrún Gestsdóttir syngur lög eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson sérstaklega samin við ljóð Ívars en undirleikari er Símon Ívarsson gítarleikari. Þorvaldur Jónsson harmonikku- leikari ásamt dætrum flytur lög Þorvaldar við ljóð Ívars, Gerðu- bergskórinn syngur nokkur lög. Kl. 14  Söngskólinn í Reykjavík, Snorra- braut 54: Upplyfting í skammdeg- inu. Einsöngstónleikar burtfar- arnema. Hulda Dögg Proppé sópran og Elín Guðmundsdóttir píanó flytja Ljóðaflokkinn Siben Frühe Lieder eftir Alban Berg. Kl. 14.30  Laugavegurinn: Götusöngur – Blikandi stjörnur. Sönghópurinn Blikandi stjörnur syngur valinkunna slagara ásamt hljómsveit á Laugaveginum. Söngnum lýkur við Hitt húsið. Kl. 15  Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Íslands frumflytur tónverk Barða Jóhannssonar við kvikmyndina Häxan. Häxan þykir afar athygl- isverð kvikmynd, en hana gerði Benjamin Christensen árið 1922. Myndin fjallar um galdraofsóknir, nornir og djöflatrú og má með sanni segja að hér sé á ferðinni ein- stæður viðburður kvikmyndalistar og tónlistar. Í framhaldi af tónleikunum er málþing á vegum Háskóla Íslands.  Hvalstöðin við Ægisgarð: Karl- menn til prýði. Dagný Guðmunds- dóttir opnar sýningu sína í Hval- stöðinni við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn – ofan í lest á skipi.  Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins: Fimmtán, bráðum tuttugu. Ungt fólk og leikhús – ólgandi suðupott- ur. Kl. 15:30  Ráðhús Reykjavíkur: Böðvar Guðmundsson rithöfundur segir frá vesturfarasögum sínum og leik- arar frá Leikfélagi Reykjavíkur leika brot úr sýningunni Hýbýli vindanna og lesa úr bréfum vest- urfara.  Söngskólinn í Reykjavík, Snorra- braut 54: Upplyfting í skammdeg- inu. Einsöngstónleikar burtfar- arnema. Dóra Steinunn Ármanns- dóttir messó-sópran og Kolbrún Sæmundsdóttir píanó flytja Ljóða- flokkinn Frauen-Liebe und Leben eftir Robert Schumann. Kl. 16  Gallerí Tukt – Hinu húsinu: Erna Þorbjörg Einarsdóttir opnar einka- sýningu á verkum gerðum með blandaðri tækni. Sýningin stendur til 5. mars.  Hitt Húsið: Vaxtarbroddar í rokkflóru landsins. Hljóðbrot frá vaxtarbroddunum í rokkflóru landsins. Fjöldi upprennandi hljóm- sveita spilar og gefur áhugasömum rokkunnendum innsýn í hina ýmsu strauma og stefnur rokksenunnar í Reykjavík nútímans. Kl. 16.30  Skautahöllin í Laugardal: Ísálf- arnir sýna glæsilegan skautadans í Skautahöllinni. Kl. 17  Ráðhús Reykjavíkur: Vest- urfarasetrið á Vetrarhátíð. Skag- firsk söngskemmtun. Karlakórinn Heimir, Álftagerðisbræður o.fl. skemmta Reykvíkingum eins og þeim einum er lagið.  Söngskólinn í Reykjavík, Snorra- braut 54: Upplyfting í skammdeg- inu Svanlaug Árnadóttir messó- sópran og Iwona Jagla píanó flytja Ljóðasöngva eftir Richard Strauss.  Skautahöllin, Laugardal: Skautadiskó – allir velkomnir. Skautar leigðir á staðnum. Kl. 17.30  Háskólabíó: Menning og galdrar. Fræðimenn H.Í. leggja út af mynd- inni Häxan í stuttum erindum að sýningunni lokinni. Torfi H. Tul- inius talar um rætur galdraofsókna í miðaldamenningu, Terry Gunnell um galdra og þjóðtrú, Magnús Rafnsson um galdra á Íslandi fyrr á öldum og Dagný Kristjánsdóttir um nornaofsóknir frá feminísku sjónarhorni. Kl. 18  Ráðhússtjörnin: Dansi, dansi, dúkkan mín eftir Þorbjörgu Þor- valdsdóttur sýnt í glugga. Kl. 19.30  Skautahöllin, Laugardal: Ís- hokkí. Stórleikur milli Skauta- félags Akureyrar og Skautafélags Reykjavíkur.  Fjölskyldu- og húsdýragarð- urinn: Opnað fyrir kvöldgesti. Ell- en Kristjánsdóttir og Eyþór Gunn- arsson flytja efni af nýjum sálmadiski Ellenar í veitingatjald- inu. Ljúfar veitingar. Kl. 20  Laugardalslaug: Sundeinvígi í Laugardalnum. Allir bestu sund- menn Íslands taka þátt í mótinu. 550 keppendur, þar af 35 frá Dan- mörku. 25 félagslið. Mette Jak- obsen 10-faldur heims- og Evr- ópumeistari. Chris Christensen 6-faldur Norðurlandameistari 2000. Kl. 22  Nasa við Austurvöll: Hinir ást- sælu Spaðar leika. Aðgangur kr. 1000. Dansleikir Hinna ástælu Spaða hafa verið vel sóttir und- anfarin ár og hafa færri komist að en vildu.  Iðnó: Grímudansleikur í Vetr- arhöll. Hver leynist bak við grím- una? Vegleg verðlaun í boði fyrir hugmyndaríkasta búninginn. Hljómsveitin Bardukha leikur fyrir dansi frá 23–01. Þá tekur við Andr- ea Jónsdóttir skífuþeytari og stjórnar veislunni af sinni alkunnu snilld. Dagskrá Vetrarhátíðar Laugardagur 19. febrúar BERGUR Thorberg mynd- listarmaður hefur opnað sýningu á nýjum kaffiverk- um á Kaffi París, en hún stendur þar í nokkrar vik- ur. Bergur, sem málar mynd- ir sínar með kaffi og einnig með kaffi- og akrýlblöndu, kveðst hafa rambað á þessa aðferð fyrir slysni þegar hann var að vinna blek- og tússteikningar. „Ég var að vinna þarna seint um kvöld og sullaði óvart kaffi yfir teikningarnar. Ég fór heim alveg hundfúll yfir að hafa eyðilagt teikninguna, en þegar ég kom aftur daginn eftir sá ég að það voru ein- hverjir töfrar í þessu,“ seg- ir Bergur, en fyrir ellefu ár- um, þegar hann var búsettur úti í Portúgal, fór hann að vinna meira með kaffimálninguna og tileinka sér þennan nýja stíl. „Fljótlega upp úr því fór ég að vinna allt sem ég mála á hvolfi án þess að ég snerti pappírinn sem verkin eru unnin á. Síðan sný ég verkunum við þegar vinnuferlinu er lokið.“ Bergur kveðst með þessari aðferð koma að listinni frá öðru sjónarhorni og jafnvel fá aðra útkomu ef hann er heppinn. Bergur verður á staðnum milli kl. 13 og 15 næstu dagana og mun sýna gestum hvernig hann vinnur myndirnar. „Þá verð ég líka í Perl- unni á sunnudag milli kl. 15 og 19 á lokaathöfn Vetrarhátíðar, þar sem ég sýni fólki hvernig myndirnar eru unnar.“ Sýning Bergs Thorberg í Café París er sölusýning og geta gestir tekið með sér myndirnar strax ef þeir vilja kaupa verk. Kollvörpun með kaffi á Café París 60 ÁRA afmæli. Í dag, 19. febrúar,er sextug Ingibjörg Stefáns- dóttir, hjúkrunarfræðingur, Eyrar- holti 2, Hafnarfirði. Hún er að heiman í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag, 19. febrúar,er Guðrún Linda Örlaugs- dóttir 50 ára. Hún er að heiman á af- mælisdaginn. STUTT upplyfting í skammdeg- inu,“ er yfirskrift fernra tónleika dagskrár sem Söngskólinn í Reykjavík stendur fyrir í samstarfi við Vetrarhátíð. Hér er um að ræða ferna „litla“ tónleika, rúman hálftíma að lengd hverja, sem fjórar ungar söng- konur stofnuðu til, en þær eru all- ar í námi í háskóladeild Söngskól- ans. Fyrstu tónleikarnir fóru fram í hádeginu í gær og söng þar Regína Unnur Ólafsdóttir sópran við und- irleik Kristins Arnar Kristinssonar. Í dag kl. 14 syngur Hulda Dögg Proppé sópran við undirleik Elínar Guðmundsdóttur um „Ást nær og fjær,“ austurrísk og íslensk ást- arljóð. Kl. 15.30 syngur svo Dóra Steinunn Ármannsdóttir mezzó- sópran við undirleik Kolbrúnar Sæmundsdóttur píanóleikara ljóða- flokkinn Frauen-Liebe und Leben eftir Robert Schumann. Að lokum syngur svo Svanlaug Árnadóttir mezzó-sópran Ljóðasöngva eftir Richard Strauss við undirleik Iwonu Jagla píanóleikara kl. 17. Vetrardísir Söngskólans í Reykjavík, þær Regína Unnur Ólafsdóttir, Dóra Steinunn Ármannsdóttir, Svanlaug Árnadóttir og Hulda Dögg Proppé. Söngperlur í Söngskólanum á Vetrarhátíð Tónleikarnir fara allir fram í Tón- leikasal Söngskólans, Snorrabúð, Snorrabraut 54. OPIÐ málþing um galdra verður haldið í sal 2 í Háskólabíói kl. 17.30 í dag í kjölfar sýningar á þöglu kvikmyndinni Häxan við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tón- list Barða Jóhannssonar. Þar munu fjórir fræðimenn fjalla um ýmsar hliðar á þessu merkilega menning- arfyrirbæri. Torfi H. Tulinius, pró- fessor í frönsku og miðaldabók- menntum, fjallar um breytilega afstöðu miðaldamanna til galdra og hvernig smám saman einn angi hins yfirnáttúrulega, galdrar, verður fyrir vaxandi fordæmingu. Þá mun Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði, fjalla um nornir á Íslandi og segja frá sérstöðu gandreiða hér á landi miðað við nágrannalöndin. Magnús Rafnsson, forsvarsmaður Stranda- galdurs og meistaranemi við Há- skóla Íslands, fjallar síðan um kukl á Íslandi fyrr á öldum og veltir því fyrir sér hvers vegna það voru fremur karlar sem voru ofsóttir hérlendis en konur erlendis og loks mun Dagný Kristjánsdóttir, pró- fessor í íslenskum bókmenntum, fjalla um nornaofsóknir frá fem- ínísku sjónarmiði og skýra hvernig sá ótti við konur og kvenleika sem braust út í nornaofsóknunum end- urspeglaði trúarlegt og þekking- arlegt óöryggi. Nornirnar voru not- aðar til að staðfesta það endanlega að djöfullinn væri til. Galdraþing í Háskólabíói VESTURFARASETRIÐ á Hofsósi býður til ekta skemmtikvölds að skagfirskum sið í Salnum kl. 20 í kvöld í tengslum við heimsókn Vesturfarasetursins á Vetrarhátíð í Reykjavík. Þar munu koma fram gleðigjafarnir Karlakórinn Heimir, Álftagerðisbræður, Sigrún Hjálm- týsdóttir, Anna Sigríður Helgadótt- ir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir, auk kanadíska tenórsins Peters Johns Buchans, en kynnar verða bræðurnir Óskar og Pétur Péturs- synir frá Álftagerði. Skagfirskt skemmtikvöld í Salnum BÖÐVAR Guðmundsson rithöf- undur segir frá vesturfarasögum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 15.30 á vegum Vetrarhátíðar í Reykjavík. Þá munu leikarar frá Leikfélagi Reykjavíkur leika brot úr sýningunni Hýbýli vindanna og lesa úr bréfum vesturfara. „Ég mun fjalla um hvernig bæk- urnar mínar urðu til, hvernig ég komst á sporið, hvernig ég fékk hugmyndina og hvernig ég síðan vann úr því. Þá mun ég fjalla um kynni mín af þessu fólki fyrir vest- an, sem eru afkomendur Íslending- anna sem fluttu,“ segir Böðvar, sem var upphaflega fenginn til að kenna við háskóla í Victoria-borg í British Columbia í Kanada. „Þar komst ég fyrst í kynni við þetta fólk, sem eru afkomendur íslensku landnemanna. Einnig fór ég til Winnipeg og kynntist þar fólki sem talaði ís- lensku ennþá og mér fannst það mjög skemmtilegt. Þá minntist ég þess að langafi minn og langamma fluttust vestur til Kanada á sínum tíma og skrifuðu mikið af bréfum til afa míns og þeirra börn svo til föð- ur míns, meðan bæði lifðu. Bréfin frá þeim voru til og þegar ég kom heim fór ég að lesa þau og þar með var ég seldur.“ Böðvar mun einnig flytja lengri fyrirlestur á námskeiði um vestur- farana hjá Mími símenntun 23. febrúar nk. Sögur vesturfara í Ráðhúsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.