Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 34
T alsvert hefur borið á starfsemi svonefndra fasteignaheildsala und- anfarnar vikur en þessi stétt hefur tiltölulega nýlega rutt sér til rúms á fasteigna- markaði. Menn sem eru kunnugir fasteignamarkaðnum segja að þeir kaupi yfirleitt margar íbúðir, stund- um heilu blokkirnar, af bygginga- félögum og selji þær seinna í smá- sölu með miklum hagnaði. Á fundi Meistarafélags húsasmiða í gær- kvöldi kom fram að þessi starfsemi ýtti undir verðhækkanir á íbúðum en orsökin væri samt fyrst og fremst skortur á lóðum í Reykjavík og ann- ars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Baldur Þór Baldvinsson, formað- ur Meistarafélags húsasmiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að talsvert væri um að svokallaðir fasteigna- heildsalar gerðu byggingafélögum tilboð í nýbyggingar og byðu jafnvel uppsett verð, þ.e. það verð sem byggingafélagið hafði hugsað sér að selja fyrir á almennum markaði. Væri byggingafélagið illa statt reyndu þeir á hinn bóginn að bjóða verðið niður. Baldur sagði að fasteignaheildsala væri ekki „réttir viðskiptahættir“ og félagið væri þessu andvígt, m.a. vegna þess að mun meiri hætta væri á hvers kyns vandræðum þegar byggingafélag byggði ekki fyrir þá sem ætluðu að búa í íbúðunum en þyrfti þess í stað að eiga við millilið, þ.e. fasteignaheildsalann. Hann sagði að heildsalarnir stunduðu sín viðskipti að sjálfsögðu í gróðaskyni. „Getur maður haft nokkrar athugasemdir þótt menn séu að reyna að græða? Mér finnst þetta sjálfum pínulítið siðlaust en sjálfsagt er þetta allt saman löglegt. Þeir bíða bara þangað til þeir geta hækkað verðið,“ sagði hann. Menn mættu þó ekki gleyma því hver væri forsagan að hinni miklu verðhækkun sem orðið hefur á fast- eignamarkaði. Rótina væri að finna í útboði Reykjavíkurborgar á bygg- ingarétti í Grafarholti árið 1999. Miðað við almenna verðskrá fyrir gatnagerðargjöld hefði borgin átt að fá um 178 milljónir en með því að setja lágmarksverð og bjóða lóðirnar upp hafi verðið endað í 430 millj- ónum. „Þarna hækkaði lóðaverð í einni svipan um 142%,“ sagði hann. Hið opinbera hækkar verð Á félagsfundinum í gær sagði Magnús Stefánsson, varaformaður Meistarafélagsins, að ótrúlegustu menn stunduðu þessi viðskipti. Þá hefði hann staðfestar upplýsingar um að Frjálsi fjárfestingabankinn hefði ráðið til sín nokkra fyrrver- andi fasteignasala til að hjálpa sér við viðskiptin. Þessir menn væru kallaðir fasteignaheildsalar en hann sagði að e.t.v. væru önnur nöfn frekar viðeigandi. Magnús sagði að sveiflur á fast- eignamarkaði væru ekki eingöngu vegna ytri efnahagslegra þátta heldur væru einnig heimatil Lóðaframboð hefði mikil áh sagði hann að sveitarfélög, ek Reykjavík, hefðu staðið sig illa á þeim vettvangi. Raunar vinstri menn í Reykjavík staðið sig í stykkinu að þessu Þá hefði uppboðskerfi borga eingöngu valdið hækkun á eignaverði. „Síðan er sífellt talað u lækka fasteignaverð og þá menn yfirleitt spjótum sín okkur byggingameisturum. spyr ég. Varð þetta framla opinberra til að lækka fast verð?“ sagði hann. Og Magnú upp fleiri spurningum um una fyrir hækkunum: „ ástandið vera svona ef lóð Starfsemi fasteignah ýtir undir verðhæk Morgunblaðið/Jim Magnús Stefánsson, varaformaður Meistarafélags húsasmiða. 34 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UPPLÝSINGAGJÖF ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Morgunblaðið greindi frá því ígær að Íbúðalánasjóður hefði ítilkynningu til Kauphallar Ís- lands sleppt neikvæðum upplýsingum, sem fram komu í umsögn matsfyrirtæk- isins Standard & Poor’s um lánshæfi sjóðsins. Réttilega var frá því sagt að fyrirtækið hefði staðfest gott lánshæf- ismat sjóðsins, en látið hjá líða að greina frá því að fyrirtækið teldi horfurnar fyr- ir langtímaskuldbindingar sjóðsins í innlendri mynt neikvæðar. Ekkert kom heldur fram í tilkynningu Íbúðalána- sjóðs til Kauphallarinnar um að Stand- ard & Poor’s sagði að ef markaðshlut- deild sjóðsins á íbúðalánamarkaði héldi áfram að minnka vegna samkeppni við bankana væri það skilningur matsfyr- irtækisins að vilji ríkisins til að standa við bakið á Íbúðalánasjóði gæti minnk- að. Þetta er ekki í fyrsta sinn á undan- förnum mánuðum, sem upplýsingagjöf Íbúðalánasjóðs til Kauphallarinnar er gagnrýnd. Í júní í fyrra sagði Morgun- blaðið frá því að sérfræðingar á fjár- málamarkaði teldu að texti frá Standard & Poor’s væri ranglega þýddur í til- kynningu sjóðsins til Kauphallarinnar. Þá var „privatization risk“, sem flestir viðmælendur blaðsins skildu sem skuld- araáhættu, þýtt sem „hætta á að sjóð- urinn verði einkavæddur“, sem hafði pólitískt yfirbragð. Að þessu viðbættu hafa greiningar- deildir á fjármálamarkaðnum gagnrýnt að upplýsingastreymið frá Íbúðalána- sjóði sé almennt ekki nógu mikið. Í des- ember síðastliðnum gagnrýndi Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningar- deildar KB banka, þannig að sjóðurinn hefði dregið úr upplýsingagjöf. Skulda- bréf hans mynduðu grunninn í vaxtarófi krónunnar og þar með öllu eignaverði í landinu. Því ætti að gera ríkari kröfur til sjóðsins en samkeppnisfyrirtækja um upplýsingagjöf. Gerðar hafa verið at- hugasemdir við ályktanir og ummæli í tilkynningum Íbúðalánasjóðs, t.d. setn- inguna „Athygli vekur hvað lánshæfis- mat Íbúðalánasjóðs er miklu hærra en lánshæfismat íslenska bankakerfisins, sem þó fær gott mat hjá Moody’s“. Í til- kynningu matsfyrirtækisins Moody’s, sem þarna lá að baki, var ekkert um að þetta þætti athyglisvert – væntanlega hefur það þótt eðlilegt, í ljósi þess að Íbúðalánasjóður hefur fullkomna ríkis- ábyrgð á skuldbindingum sínum en bankarnir ekki. Forráðamenn Íbúðalánasjóðs verða að átta sig á ábyrgð sinni. Sjóðurinn er stærsti útgefandi skuldabréfa á fjár- málamarkaðnum. Þeir, sem fjárfesta í þessum sömu skuldabréfum, verða að geta treyst því að upplýsingar frá sjóðn- um séu nákvæmar, áreiðanlegar og hlut- lægar. Í því felst m.a. að þar sé bæði já- kvæðum og neikvæðum þáttum, t.d. varðandi lánshæfismat, haldið til haga. Það er raunar afar óskynsamlegt að halda ekki til skila bæði jákvæðum og neikvæðum ummælum stórra matsfyrir- tækja, því að auðvelt er fyrir fjárfesta að fletta upp í frumtextanum og það skapar tortryggni ef honum er ekki komið rétt til skila. Eins er alveg ljóst að pólitík á ekki heima í tilkynningum Íbúðalánasjóðs til markaðarins. Kauphöllin hefur nú tekið upplýsinga- gjöf Íbúðalánasjóðs til sérstakrar at- hugunar. Það eru rétt viðbrögð hjá Íbúðalánasjóði að senda Kauphöllinni til birtingar texta umsagnar Standard & Poor’s á ensku í heild sinni. Það er raun- ar heilmikil framför frá viðbrögðum for- svarsmanna sjóðsins við fyrri gagnrýni á upplýsingagjöf hans, sem hafa stund- um verið þau að svara með skætingi. FORELDRAR LANGVEIKRA BARNA Þetta er frábær áfangi og nokkuðsem foreldrar og forsvarsmenn í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna hafa barist fyrir í fjölda ára,“ sagði Rósa Guðbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna, í Morgunblaðinu í gær þegar borin var undir hana ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um að foreldrar langveikra og fatlaðra barna fái greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mán- uði. Árni Magnússon félagsmálaráðherra greindi frá þessari ákvörðun á Alþingi á miðvikudag. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag er þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar byggð á til- lögum nefndar, sem áætlar að foreldrar 250 til 300 barna kunni að nýta sér þriggja mánaða réttinn að einhverju marki á hverju ári og foreldrar 30 til 40 barna í níu mánuði á ári. Veikindaréttur foreldra á vinnumarkaði hefur hingað til aðeins verið sjö til tíu dagar samkvæmt meginreglu kjarasamninga á almennum markaði. Að sögn félagsmálaráðherra tryggja greiðslurnar einar og sér ekki að for- eldrar langveikra og fatlaðra barna fái leyfi frá störfum. Því muni ríkisstjórnin leggja til að réttur til foreldraorlofs vegna veikinda barna verði rýmkaður þannig að miðað verði við börn allt til átján ára í stað átta ára nú. Þessi ráðstöfun ríkisstjórnarinnar er tímabær og hafa aðstandendur lang- veikra barna barist lengi fyrir því að fá þessi réttindi. Slys, alvarleg veikindi og fötlun geta sett fjölskyldulífið á hvolf og skyndilega skiptir ekkert máli nema velferð fjölskyldunnar. Allt annað verð- ur hjóm. Þegar barn þarfnast umönn- unar til langs tíma getur það haft í för með sér mikið tekjutap fyrir fjölskyldur og jafnvel þýtt að annað foreldrið þurfi að hverfa af vinnumarkaði. Segja má að á Íslandi gildi nokkurs konar óskráður þjóðfélagssáttmáli um að hér eigi að vera gott heilbrigðiskerfi og virkt ör- yggisnet fyrir þá, sem lenda í slysum eða veikjast alvarlega. Stór hluti af þessu kerfi er fyrsta flokks heilbrigð- isþjónusta, en það þarf einnig að tryggja að við slíkar aðstæður sé fót- unum ekki kippt undan fólki fjárhags- lega. Nú hefur verið stigið mikilvægt skref í áttina að því að hjálpa foreldrum lang- veikra barna að einbeita sér að því sem máli skiptir þegar mikið bjátar á. Að- standendur langveikra barna fagna þessum áfanga, en segja að baráttunni sé ekki lokið. Í raun gekkst félagsmála- ráðherra við því á Alþingi á miðvikudag með því að leggja áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að setja endapunktinn á stuðning við for- eldra langveikra barna: „Ég […] útiloka alls ekki að við munum þegar innleið- ingu þessa nýja réttar er lokið halda áfram að efla réttarstöðu foreldra lang- veikra barna á vinnumarkaði hér á landi.“ Ríkisstjórnin hefur unnið þarft verk með því að efla stuðning við for- eldra langveikra og fatlaðra barna og á að halda á fram á sömu braut. S tarfsemi svokallaðra fasteignaheild- sala hefur aukist á undanförnum vikum og mánuðum, að mati manna sem þekkja til og Morgunblaðið ræddi við í gær. Fasteignaheild- salar eru þeir sem kaupa margar íbúðir, jafn- vel heilu blokkirnar, af byggingarfélögum eða -meisturum og selja þær síðan áfram til kaup- enda, oft með miklum hagnaði. Sumir stunda það að geyma íbúðir „á lager“ og bíða eftir að verðið hækki. Þorsteinn Steingrímsson sem var fasteigna- sali í 30 ár, til ársins 1993 hefur lengi fylgst með fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæð- inu og sérstaklega vel undanfarið hálft ár eða svo. Hann segir að verulega hafi farið að kveða að starfsemi fasteignaheildsala fyrir um hálfu ári. Fasteignaheildsalarnir hafi margir hverjir einfaldlega verið framsýnir og séð hvað í stefndi þegar bankarnir hófu að bjóða lán á lægri vöxtum. Þeir kaupi hús og blokkir af byggingarfélög- um og bíði síðan átekta þar til fasteignaverð hækkar og selji þær síðan til endanlegra kaup- enda, þ.e. þeirra sem hafa í hyggju að búa í íbúðunum. Álagning þeirra sé há, nemi jafnvel tugum prósenta. Þá hafi byggingafélögin sjálf einnig hækkað álagningu sína og nú sé svo komið að íbúðir séu seldar með um 100% álagningu, kaupverð þeirra sé sem sagt tvöfalt hærra en byggingarkostnaður. Mikil ábyrgð borgarinnar Þorsteinn segir að ábyrgðin á hinum miklu hækkunum liggi þó hvorki hjá byggingarfélög- um né fasteignaheildsölum. Það sé Reykja- víkurborg sem beri ábyrgðina á óðaverðbólg- unni á fasteignamarkaði með alltof litlu og rysjóttu framboði af lóðum. Á þeim 40 árum sem hann hafi fylgst með fasteignamark- aðnum hafi lóðaframboð nánast aldrei verið nægjanlega mikið í Reykjavík, hvort sem sjálfstæðismenn eða R-listinn hafi verið við völd, en þeir síðarnefndu hafi þó staðið sig af- leitlega undanfarin ár. Þar sem Reykjavík sé langstærsta sveitar- félag á landinu, með um helming þjóðarinnar, hafi lóðaskortur og verðbólga á fasteigna- markaði þar áhrif um allt land. Framboð af lóðum í nágrannasveitarfélögunum hafi slegið á vandann en ekki dugað til. Þorsteinn bendir á að sveitarfélög hafi það í h um á þa va lóð um lan ar sk kv fra ve fru ir eld Þe að að ála fas ný by þa líti ra eig áb inn gæ ár Þorsteinn Steingrímsson hefur fylgst með starfsem Kaupa íbúðir og ge lager þar til verðið h Morgunblaðið/Jim Smart Hvenær ætli menn byrji að bjóða í þessi hús? „VIÐ höfum ekki gert neina út- tekt á þessum þætti fasteigna- viðskipta. Okkar tilfinning er samt sú að það hafi aukist eitt- hvað frá því sem áður var að aðilar kaupi af byggingar- verktökum og endurselji íbúð- irnar síðan,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Fast- eignamats ríkisins, spurður um starfsemi fasteignaheildsala. Stofnunin hefur aðgang að öllum þinglýstum kaupsam ingum en Haukur segir að sé ekki endilega einfalt má sjá hversu mikið sé um slík viðskipti með því einu að kanna kaupsamninga. Við skipti þar sem heilu blokk- irnar skipta um hendur gæ t.a.m. verið tilkomin vegna þess að byggingarfélag sto ar sérstakt félag um sölu á húseignunum. Hafa ekki gert úttekt á starf semi fasteignaheildsala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.