Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Plötusala jókst á síðasta ári.Samkvæmt Tónlistanum,sem á eru 30 söluhæstuplöturnar hverju sinni, jókst sala íslenskrar tónlistar um tæp 30%. „Það er gríðarleg við- urkenning og hvatning fyrir útgef- endur og íslenskt tónlistarfólk til að halda ótrauð áfram, þótt ýmsar ytri aðstæður geri vettvanginn eins og er e.t.v. minna spennandi en hann gæti verið,“ segir Kjartan. Er aukningin jöfn, eða eru það bara söluhæstu plöturnar sem seljast í fleiri eintökum? „Nú birtast endanlegar tölur ekki fyrr en um mitt ár, þegar upplagseftirlitið hefur lokið störfum, en söluaukningin virð- ist vera mjög jöfn. Sem dæmi má nefna að nýrri og yngri spá- menn hafa verið að spjara sig mjög vel; hljóta verðskuldaða athygli og ná í gegn til hlust- enda. Í raun má segja að mjög ásættanlegur árangur hafi náðst með flestalla titla. Það er kannski ekki síst vegna þess að útgefendur hafa þurft að bregð- ast við breyttum ytri aðstæðum, vandað betur til útgáfu og lagt töluverða vinnu í að kortleggja hverjir það séu sem kaupa tón- list núna. Áður fyrr höfðu menn meiri tilhneigingu til að renna bara blint í sjóinn og útgáfan bar e.t.v. meiri keim af færibandafram- leiðslu en núna.“ Er þá farið að sinna hópum sem voru kannski vanræktir, eins og t.d. eldra tónlistaráhugafólki? „Ég held að Tónlistinn segi allt sem segja þarf hvað þetta varðar. 60–70% af mest seldu titlunum fyrir jólin, og þar af leiðandi á síðasta ári, höfðu að geyma endurútgáfur eða endurvinnslu á eldri tónlist.“ Þegar þú talar um nýjar ytri að- stæður í hljómplötuútgáfu ertu væntanlega að tala um niðurhal á tónlist. „Já, ég held að það sé til dæmis einn af þeim þáttum sem ógni sölu. Vissulega er ógnin mikil, en um leið felst í þessu mikið tækifæri, sem menn reyna að finna leið til að nýta sér eins hratt og aðstæður leyfa og breyta þannig viðskiptalíkani tón- listarsölu. Niðurhalið hefur haft mikil áhrif, það er ekki spurning, en svo virðist samt vera að hér á Íslandi ríki nokk- uð sérstakar aðstæður. Niðurhalið kemur bersýnilega meira niður á sölu á erlendu efni en íslensku, og þá sér í lagi popp- og rokktónlist. Nýrri íslenskri popp- og rokktónlist er töluvert hlaðið niður. Sem dæmi má nefna að á tónleikum urðu liðsmenn Mínuss varir við að 7–8 af hverjum 10 sem báðu um áritun á disk með sveitinni voru með heimagert eintak. Eins má ætla að aukið niðurhal hafi dregið verulega úr sölu listamanna eins og Erps Eyvindar. Gegnumgangandi er þó líklegt að Íslendingar vilji ekki stela frá þeim tónlistarmönnum sem nánast búa í sama hverfi. Beri með öðrum orðum meiri virðingu fyrir eignum ná- granna sinna. Eins má gera því skóna að plöturnar séu keyptar til gjafa frekar en að fólk fari sjálft að kaupa. Svo hafa útgefendur auðvitað áttað sig á aðstæðum á markaði, leggja meira upp úr vönduðum um- búðum, auk þess að stíla meira inn á þá markhópa sem síst nenna að standa í að hala niður tónlist,“ segir Kjartan. „Niðurhalið er hins vegar svo nýtt af nálinni og fæstir búnir að átta sig á því hversu stórtæk áhrifin verða til lengri tíma. Við getum ímyndað okkur að foreldrar ættu til að mynda skyndilega kost á ókeypis bleium, en sá böggull fylgdi skamm- rifi að límið vantaði öðrum megin og stærðin væri ekki alveg rétt. Myndi fólk ekki á endanum fara aftur út í búð og kaupa hina fullgerðu vöru? Sá sem sækir sér lag á Netið verð- ur að sætta sig við að það kann að taka þó nokkurn tíma, það kostar peninga, lagið kann að vera skemmt, gæðin kunna að vera lítil og svo má áfram telja. Á endanum er þetta eins og flest sem maður fær ókeypis; langt frá því að vera sambærilegt við það sem maður borgar fyrir. Það er svo margt annað sem tengist þessari upplifun fólks, að hlusta á tónlist, en bara að ýta á „play“. Svo er auðvitað sú staðreynd að tónlist er mjög hentug gjöf. Það er lítill sjarmi við að mæta með brennd- an disk sem gjöf í afmælisveislu, eða senda á undan sér tölvupóst með þremur viðhangandi lögum. Þá verð- ur maður fljótt óvinsæll í vinahópn- um og fjölskyldunni. Að auki er það þannig að ásókn fólks í tónlist af Netinu helgast að miklu leyti af nýjabruminu. Fólk er að sækja sér lög bara vegna þess að það er hægt og sankar að sér ógrynnum af tónlist sem það hefði ella aldrei keypt eða hlustað á. Þegar kemur síðan að því að njóta tónlist- arinnar hentar betur að taka disk úr hulstrinu, setja hann í spilarann og njóta.“ Getur verið, að tónlistaráhugafólk noti niðurhalið til að leita að áhuga- verðri tónlist og kaupi svo hina lög- legu afurð, frekar en að láta sér nið- urhalið nægja? „Já, það tel ég. Þá er alveg ljóst að Netið er mjög hentug dreifileið fyrir tónlist. Fyrr eða síðar verður komin lausn sem felur í sér jafnvægi á markaðinum, þannig að allir sem hagsmuna hafa að gæta, tónlist- arfólk, útgefendur og tónlistarunn- endur, fái það sem þeim ber.“ Nú er byrjað að selja tónlist á Netinu, bæði hér á landi og erlendis. „Já. Án þess að ég hafi rannsakað það í þaula er nokkuð ljóst að sala á tónlist yfir Netið fer hægar af stað á Íslandi en víða annars staðar. Ástæðan er að mínu viti fyrst og fremst sú, að hér er tónlist á hinu hefðbundna geisladiskaformi til- tölulega aðgengileg, fyrir nánast alla. Við eigum fínar plötubúðir og að auki hafa stórmarkaðirnir lagt tals- verðan metnað í að eiga nokkuð breitt úrval af vinsælustu tónlistinni. Sá sem býr t.d. í Milwaukee kann að hafa mætur á hljómsveit sem ein- hver innkaupastjóri þar í sveit hefur enga trú á eða veit yfir höfuð ekki af. Í Bandaríkjunum notar fólk Netið gjarnan til að kaupa tónlist sem það hefur annars ekki aðgang að.“ Nú hefur tónlistarsala á Netinu verið tekin inn í vinsældarlista í Bandaríkjunum og ráðgert er að það gerist í ár í Bretlandi. „Í Bretlandi hefur sala og ólögleg dreifing tónlistar á Net- inu nánast þurrkað út sölu á hefðbundnum smáskífum sem var töluverður markaður fyrir þarlenda útgefendur, en um leið er samantekt á upplýsingum um sölu á tónlist gífurlega mik- ilvægt tæki fyrir þá sem gefa hana út. Hún hjálpar við allar ákvarðanir, gerir auðveldara að meta aðstæður og skoða árang- ur. Í Bandaríkjunum var tekin sú ákvörðun að taka netsölu inn í heildarsölutölur, sem er nátt- úrlega ekkert nema eðlilegt, enda á sér stað þarna sala sem segir ákveðna sögu um gengi ákveðinna titla, þarfir mark- aðar og viðbrögð við markaðs- aðgerðum. Sölu þarf því að taka saman hvernig sem hún kemur til, yfir búðarborðið eða síma- línu.“ Þú vannst í tónlistargeiranum í New York í fimm ár, hjá Polygram og EMI Records. Hvernig var það? „Það var mjög dýrmæt reynsla, en helsti lærdómurinn var að íslenskur markaður er í raun bara smækkuð mynd af þeim bandaríska. Þar gilda sömu lögmál; þar þarf að huga að sömu hlutum. Auðvitað er aðferða- fræðin nokkuð önnur, en „bransinn“ virkar alveg eins, nema hvað mark- aðurinn þar er auðvitað þúsund sinn- um stærri en hérna heima. Þar slá menn sér á brjóst fyrir að selja 500.000 eintök af plötu, og fá þá um leið gullplötu, en það samsvarar 500 eintökum hér á Íslandi, þar sem selja þarf 5.000 eintök yfir búð- arborðið til að fá sömu viðurkenn- ingu. Útgefendur hér geta verið mjög stoltir og ánægðir með árang- ur hérlendis, en á síðasta ári voru ekki færri en 13 íslenskir titlar sem fengu gullplötusöluviðurkenningu og fjórir sem náðu 10.000 eintaka sölu, eða platínu. Því er alveg ljóst að íslenska þjóðin er ekki aðeins bóka- þjóð; hún er líka tónlistarþjóð. Áhuginn á íslenskri tónlist er afar mikill og íslenskir tónlistarmenn eru gríðarlega duglegir. Framboðið á nýju efni er mikið; grasrótin er virk og klassískir tónlistarmenn eru of- boðslega mikilvirkir. Ætli þetta sé ekki þjóðarsálin í hnotskurn; við tök- um hressilega á því sem við tökum okkur fyrir hendur. Ljósvakamiðlarnir mættu end- urspegla betur áhuga þjóðarinnar á íslenskri tónlist og ég tel að salan tali sínu máli. Vissulega þurfa fjölmiðlar að gera sínar kröfur og sinna fyr- irfram skilgreindum markhópum, en það má ekki gleyma því að sem Ís- lendingar erum við öll einn og sami markhópurinn. Það er einfaldlega þannig að við lítum íslenska tónlist öðrum augum en þá erlendu. Það er þess vegna full ástæða til að hæla Morgunblaðinu fyrir gríðarlega öfl- uga umfjöllun um íslenska tónlist og tónlistartengda menningu. Margir mættu taka sér Morgunblaðið til fyr- irmyndar í þeim efnum.“ Tónlist | Plötusala jókst á síðasta ári, þrátt fyrir niðurhal Talsmaður Félags hljómplötuframleiðenda, Kjartan Guðbergsson, hefur unnið mikið við kynningu og markaðssetningu á tónlist, hér heima og erlendis. Hann spjallaði við Ívar Pál Jónsson um plötusölu og nátengda hluti eins og niðurhal á tónlist. Kjartan Guðbergsson, talsmaður Félags hljómplötuframleiðenda. ivarpall@mbl.is Tölvupóstur er léleg afmælisgjöf Morgunblaðið/RAX FRAMLEIÐENDUR hinnar um- deildu óperu um sjónvarpsmann- inn Jerry Springer hafa ákveðið að ráðast næst í að setja upp söng- leik sem byggður er á sígildri kvikmynd eftir Frank Capra, It’s A Wonderful Life. Framleiðandinn Jon Thoday hefur fengið handritshöfundinn Steve Brown, sem skrifaði verð- launasöngleikinn Spend Spend Spend til að skrifa handritið upp- úr myndinni. Gera menn ráð fyrir að úr gæti orðið hinn vinsælasti söngleikur því þótt myndin sé nú orðin nær sextíu ára gömul þá nýtur hún enn mikillar hylli, sérstaklega yfir jólahátíðina. Ekki hefur enn verið ráðinn leik- stjóri eða í hlutverk og því óljóst hvenær söngleikurinn verður frum- sýndur. Capra byggði mynd sína á smásögunni The Greates Gift eftir Philop van Doren Stern. Söngleikur byggður á Capra-kvikmynd Þetta er yndislegt líf James Stewart og Donna Reed léku aðalhlutverkin í jólamynd allra jóla- mynda, It’s A Wonderful Life.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.