Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 11 FRÉTTIR SEÐLABANKI Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bank- ans um hálft prósent frá og með 22. febrúar, þ.e. úr 8,25% í 8,75%, og aðrir vextir bankans hækka um 0,5% frá 21. febrúar. Birgir Ísleif- ur Gunnarsson seðlabankastjóri segist draga mjög í efa að þessi vaxtahækkun muni duga til og hann eigi því eins von á því að Seðlabankinn þurfi að halda vaxtahækkunarferlinu áfram fram eftir þessu ári en stefnt sé að því að ná verðbólgunni niður fyrir þol- mörk Seðlabankans (4%) í sumar. Birgir segir að áður en gripið hafi verið til þessara aðgerða hafi verið reiknað með að verðbólgan yrði fyrir ofan þolmörk Seðla- bankans (4%) jafnvel meira eða minna allt þetta ár eða a.m.k. fyrir ofan verðbólgumark- mið bankans, sem sé 2,5%, en gæti svo farið niður en síðan upp aftur 2006. „Það sem við stefnum að núna er að verð- bólgan fari inn fyrir þolmörkin í sumar og nálgist verðbólgumarkmiðið á næsta ári. En til þess þarf mikið aðhald, bæði í peningamálum og ríkisfjármálum. Hvort þessi vaxtahækkun dugar dreg ég nú mjög í efa þannig að ég á al- veg eins von á að við þurfum að halda þessu ferli áfram frameftir ári.“ Birgir segir mjög mismunandi hversu fljótt áhrif af hækkun stýrivaxta komi fram í verð- lagi. Fyrstu áhrifin séu í gegnum gengið. „Hækkaðir vextir hafa yfirleitt einhverja hækkun gengis í för með sér. Sú hækkun getur auðvitað verið komin fram af því að markaður- inn er búinn að reikna með áframhaldandi vaxtahækkunum. En síðan er þetta svona ferill sem tekur sex til átján og upp í 24 mánuði. Þess vegna spáum við alltaf tvö ár fram í tímann til þess að peningastefnan geti verið nógu framsýn. Það sem við erum að glíma við núna er kannski ekki síst árið 2006.“ Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 4,5% en um 2,3% án húsnæðis og spurður hvort og hvenær hækkandi stýri- vextir muni bíta á verðlagsþróun á fasteignamarkaði segir Birgir Ís- leifur að þeir eigi að gera það en með allnokkurri tímatöf þó. „Það tekur stýrivextina lengst- an tíma að bíta á eignaverðið. Það getur tekið eitt til tvö ár, það er svo löng töf.“ Birgir Ísleifur segir mjög erfitt að segja fyr- ir um þróun á fasteignamarkaðinum. „Það má alveg búast við því að það komi fram áfram- haldandi hækkanir í vísitölunni núna næstu mánuði, þó ekki væri nema vegna þess að vísi- talan reiknar alltaf meðaltal þriggja mánaða afur í tímann. Við vitum að það hefur verið mjög líflegt [á fasteignamarkaði] undanfarið. En einhvers staðar hljóta að vera mörk en hvar þau eru og hvenær þau koma fram er svo- lítið erfitt að segja fyrir um. Maður veit auðvit- að að það er mjög mikið í byggingu af alls kyns húsnæði og framboðið hlýtur á einhverjum tíma að fara að hafa áhrif á verðið þannig að jafnvægi komist á milli framboðs og eftir- spurnar.“ Birgir Ísleifur Gunnarsson Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5% VERULEG áhrif breytinga á lána- markaði í fyrra bættust við áhrif stórframkvæmda við virkjanir og ál- bræðslu á innlenda eftirspurn. Að- gangur einstaklinga að lánsfjár- magni jókst til muna þegar innlendir bankar tóku að bjóða fasteignaveð- lán með lægri vöxtum og með meiri veðsetningu en áður hefur þekkst. Með því að stórauka húsnæðiseft- irspurn hafa breytingar á lánamark- aði átt töluverðan þátt í því að verð- bólga mælist nú yfir þolmörkum Seðlabankans. Þetta er m.þ. sem kemur fram í greinargerð sem Seðlabankinn sendi ríkisstjórninni í gær í tilefni af því að verðbólga fór út fyrir þolmörkin en þar segir einnig að aðgerðir Seðla- bankans hafi til þessa ekki megnað að hafa áhrif á vexti íbúðaveðlána sem sé meginástæða þess að verð- bólgan hafi aukist. Möguleikar bankans til þess að hafa áhrif á eft- irspurn eftir íbúðarhúsnæði og þar með á húsnæðislið vísitölu neyslu- verðs séu því takmarkaðir til skamms tíma. Þá er og ljóst að Seðlabankinn sér ekki fyrir endann á hækkun fast- eignaverðs: „Miðað við hækkun hús- næðisliðarins undanfarna fjóra mán- uði, sem hefur verið á bilinu 1–2,5% í hverjum mánuði, og að lífleg fast- eignaviðskipti eru oft á vormánuðum má þó telja töluverðar líkur á að árs- hækkun húsnæðisliðarins eigi eftir að aukast enn frekar.“ Um 138 milljarðar í fasteignaveðlánum Í greinargerðinni kemur einnig fram að í janúarlok hafi innláns- stofnanir lánað u.þb. 138 milljarða til tæplega 12.500 einstaklinga í formi fasteignaveðlána. Mikill hluti þess- ara lána hafi vissulega verið notaður til þess að greiða upp eldri og óhag- stæðari lán en jafnvel þótt aðeins broti þeirra verði varið til annarra útgjalda geti áhrifin orðið afgerandi. því „haldi útlánin áfram með svip- uðum hraða í heilt ár og ef 10% þeirra er varið til einkaneyslu yrði einkaneysla í heild u.þ.b. 10% meiri en ella“. Seðlabankinn bendir á að annar liður vísitölunnar sem hækkað hafi töluvert umfram aðra sé verðlag á opinberri þjónustu. Eftir þó nokkra hækkun í febrúar hafi tólf mánaða verðhækkun opinberrar þjónustu verið 7,2%. Í greinargerðinni segir að nokkur hætta sé á að samið verði um auknar launahækkanir við endurskoðun á launalið kjarasamninga í nóvember í haust. Með það í huga og hugsanleg áhrif veikara gengis er fram líði stundir verði að álykta að líkur séu á því að verðbólga verði að óbreyttu töluvert yfir markmiði á næsta ári. Breytingar á lánamarkaði ýttu verðbólgunni yfir þolmörkin LANDSBANKINN gerir ráð fyrir að Seðlabank- inn muni hækka stýrivexti hratt á næstu mán- uðum og að þeir verði orðnir 10% í sumar. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greining- ardeildar Landsbankans, segir hækkun stýrivaxt- anna þá aðeins hafa áhrif á fasteignamarkaðinn ef hún hafi áhrif á langtímavextina en sambandið þar á milli virðist hins vegar orðið mjög veikt. „Þeir geta auðvitað ekki stjórnað fasteigna- verðshækkunum alveg í bráð. En með því að draga úr kaupmætti almennings á öðrum sviðum fer þetta náttúrulega að lokum út í fasteignaverð- ið líka. Þetta er allt tengt og það þarf að horfa á þetta allt í samhengi.“ Edda Rós segir hins vegar að engin stjórn virð- ist vera á húsnæðismarkaðinum. „Við gerum ráð fyrir að vísitalan án húsnæðis fari að njóta góðs af styrkingu krónunnar og lækka. En á allra næstu mánuðum geri ég frekar ráð fyrir að vísitala hús- næðis verði áfram mjög há.“ Nær engin áhrif á langtímaraunvexti Snorri Jakobsson hjá greiningardeild KB banka segir flesta hafa vænst þessarar vaxtahækkunar og áhrifin á langtímaraunvexti verði því afar lítil en þeir skipti mestu máli þegar verið sé að horfa á þróun á fasteignamarkaðinum. „Þessar hækkanir sem hafa orðið þar má að nær öllu leyti rekja til breytingar á eftirspurn með breytingum á lána- fyrirkomulagi og lægri vöxtum og auknum veð- heimildum. Ég held að þó að þeir hækki stýrivext- ina muni það ekki hafa áhrif á langtíma- raunvexti.“ Snorri segir KB banka sjá fram á töluverða hækkun á fasteignaverði á næstunni þótt hún verði væntanlega ekki jafnmikil og í fyrra. „Fjár- magnskostnaður hefur lækkað um 30% en fast- eignaverð um 15–20% þá hlýtur ennþá að vera til töluverður slaki til fasteignaverðshækkana. Ég held að fólk átti sig ekki á umfangi þessara breyt- inga ennþá, hve miklar þær voru.“ Ekki náðist í forstöðumann greiningardeildar Íslandsbanka í gærkvöldi. Verða komnir í 10% í sumar Morgunblaðið/Jim Smart Vænta má enn frekari hækkunar stýrivaxta  Meira á mbl.is/itarefni Flokksráðsfund- ur VG og málþing um trúfrelsi FLOKKSRÁÐSFUNDUR Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs er haldinn í dag á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 9.30. Sam- kvæmt dagskrá verður fjallað um endurskoðun stefnuyfirlýsingar VG frá 1999 og endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksráðsins og varaformaður VG, taldi víst að orkumál bæri einnig á góma. „Ég reikna með að þessi nýja þróun í orkumálum og sölu Lands- virkjunar verði ofarlega á baugi í umræðunum og eins stjórnarskrár- málin,“ sagði Katrín. Eftir hádegið verður málþing um trúfrelsi. MEISTARAKOKKARNIR sem taka þátt í „Food and Fun“-matar- og menningarhátíðinni komu við í Hagkaupum í Kringlunni í gær ásamt útskriftarnemendum úr Hótel- og matvælaskóla Íslands. Þar var íslensk framleiðsla skoðuð og hráefni, sem notað verður í matreiðslukeppni hátíðarinnar í Listasafni Reykjavíkur í dag, val- ið. Christophe Moisand frá Frakk- landi valdi hráefnið af kostgæfni sem hann hyggst nota í dag. Hann skoðaði þennan Flúðasvepp t.a.m. gaumgæfilega enda verður allt að vera fyrsta flokks. Meistarakokkar velja íslenskt hráefni Mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um efni tölvuleikja MARÍA Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla – Landssamtaka foreldra, segir afar mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um efni þeirra tölvuleikja sem seldir eru hérlendis. Margir þeirra innihaldi ofbeldisfullt efni sem eigi alls ekk- ert erindi til barna. Hún segir ekkert hafa verið gert til þess að taka á þessum málefnum á Íslandi, bæði hvað varðar ofbeldisfulla tölvuleiki og sjónvarpsefni, til þessa. Hinsvegar verði bót á máli í ár. Hún segir samtökin, í samstarfi við menntamálaráðuneytið, stefna að því að leggja hegðunarkönnun fyrir börn á aldrinum 9–16 ára. Þar verði tölvuleikjanotkun barna sérstaklega tekin fyrir og hugs- anleg áhrif tölvuleikja, s.s. ofbeld- isleikja, á börn skoðuð. María seg- ir þetta vera hluta af SAFT-verk- efni, sem stendur fyrir samfélag, fjölskylda og tækni, sem samtökin fengu Evrópustyrk til þess að vinna nýverið. „Fyrst verðum við að skoða hegðunarmynstrið áður en við för- um að búa til ráðleggingar um hvað sé gott og hvað sé ekki gott,“ segir María og bendir á að könnunin sé skref í þá átt því ætl- unin sé svo að gefa út leiðbein- ingar fyrir foreldra um efnið. Hún segir einnig að seljendur tölvuleikja verði sömuleiðis að axla samfélagslega ábyrgð með því að vera með skýrar reglur um hvað megi og hvað megi ekki selja börnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.