Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún Gunn-arsdóttir fædd- ist í Bakkagerði á Reyðarfirði 5. jan- úar 1926. Hún lést á gjörgæsludeild LSH 10. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gunnar Bóasson út- vegsbóndi, f. 10. maí 1884, d. 28. júlí 1945, og Margrét Stefanía Friðriks- dóttir, f. 7. júlí 1899, d. 4. maí 1975. Systkini Sig- rúnar eru: Una Sigríður, f. 1924, Aðalheiður, f. 1927, Friðrik, f. 1929, d. 1938, Reynir, f. 1931, Bóas, f. 1932, Fjóla, f. 1935, Ragnhildur Sigfríð, f. 1937, Sól- veig, f. 1944. Systkini Sigrúnar, samfeðra, eru: Sigurbjörg, f. 1907, d. 1963, Jón, f. 1908, d. 1961, Lára, f. 1909, d. 1996, Sól- borg, f. 1910, d. 1991, Ásgeir, f. 1912, d. 1985, Anna, f. 1913, d. 1958, Hjalti, f. 1914, d. 1986, Páll, f. 1916, d. 1916, Páll, f. 1917, Ingvar, f. 1919, d. 1991. Hinn 14. ágúst 1948 giftist Sigrún Guðmundi Tómasi Ara- syni frá Heyklifi við Stöðvar- Guðmundur Rúnar, f. 4. desem- ber 1990. 3) Björn, f. 11. ágúst 1953. Börn hans eru Tom, f. 8. ágúst 1980, sambýliskona Liv Astrid Halvursen Hesjedal og dóttir þeirra er Lilja Maria, f. 19. júní 2001, Nína, f. 13. ágúst 1987, Einar Tómas, f. 14. desem- ber 1991, og Guðrún Bára, 25. ágúst 1993. 4) Aðalheiður Guð- rún, f. 16. nóvember 1954. 5) Friðrik Mar, f. 25. ágúst 1960, sambýliskona Alda Oddsdóttir, f. 1. maí 1960. Synir þeirra eru Guðmundur Tómas, f. 25. sept- ember 1981, sambýliskona Ing- unn Þóra Einarsdóttir, dóttir þeirra er Tinna Mjöll, f. 13. októ- ber 2004, Valgeir Mar, f. 19. maí 1986, unnusta Ingunn Þóra Björgvinsdóttir. 6) Sigrún, f. 11. október 1969, sambýlismaður Þorlákur Björnsson, f. 29. des- ember 1962. Synir þeirra eru Teitur Tómas, f. 23. júlí 1995, og Guðmundur Tómas f. 5. nóvem- ber 2001. Sigrún ólst upp í Bakkagerði og á Stuðlum í Reyðarfirði. Hún stundaði nám við húsmæðraskól- ann á Laugalandi 1946–1948. Sigrún og Guðmundur Tómas stofnuðu heimili á Breiðdalsvík og bjuggu þar allan sinn búskap. Auk húsmóðurstarfa starfaði Sigrún við ýmis tilfallandi verkakvennastörf. Útför Sigrúnar fer fram frá Heydalakirkju í dag og hefst af- höfnin klukkan 14. fjörð, f. 28. febrúar 1923, d. 11. nóvem- ber 2001. Foreldrar hans voru Ari Páls- son bóndi og vita- vörður, f. 22. desem- ber 1895, d. 18. október 1924, og Guðrún Tómasdóttir kennari, f. 28. maí 1896, d. 15. mars 1923. Fósturforeldr- ar Guðmundar Tóm- asar voru Einar Björnsson kaup- félagsstjóri, f. 11. janúar 1878, d. 26. febrúar 1961, og Aðalheiður Pálsdóttir ljósmóðir, f. 31. des- ember 1896, d. 13. maí 1988. Börn Guðmundar Tómasar og Sigrúnar eru: 1) Gunnar Ari, f. 25. ágúst 1950, kvæntur Heið- rúnu Öldu Hansdóttur, f. 25. september 1952. Börn þeirra eru Hans Arnar, f. 30. desember 1977, Sigrún Aðalheiður, f. 29. maí 1979, sambýlismaður hennar er Geir Sverrisson, dóttir þeirra er Heiðrún Erla, f. 23. júní 2003, Bára, f. 24. janúar 1981, Björk, f. 21. nóvember 1983, og Gunnar Tómas, f. 23. júlí 1987. 2) Einar, f. 8. febrúar 1952. Sonur hans er Elsku mamma. Andlát þitt bar svo skjótt að. Við ætluðum bara að- eins að skreppa upp á spítala, eins og við höfðum stundum áður gert, af því þér var farið að líða leið- inlega, eins og þú orðaðir það. Að líða leiðinlega þýddi í raun að þú værir sárkvalin og staðfestir í raun hversu mikið hörkutól þú varst. Þú kvartaðir aldrei. Þú hefur senni- lega verið orðin mun veikari en okkur grunaði. Þú varst í senn dul og frökk, eins skrýtið og það kann að hljóma. Þú varst dul á tilfinn- ingar þínar í orði en sýndir ómælda væntumþykju í verki. Þú varst kletturinn hans pabba og okkar systkinanna. Það var ekkert sem kom þér úr jafnvægi, jafnvel ekki stærri slys, þú náðir alltaf að hugsa skýrt og bregðast rétt við. Þú hefðir sennilega orðið topp- bráðamóttökulæknir hefðir þú haft tækifæri til þess. Þið pabbi voruð miklir vinir og mjög samrýnd. Þið spjölluðuð saman á kvöldin fram á rauða nótt eins unglingarnir. Þið voruð mjög ólík og lærðum við systkinin fljótt að reikna ykkur út. Ef við þurftum leyfi til að fara eitt- hvað, þá varst þú líklegri til að treysta okkur og gefa okkur far- arleyfi. Pabbi var hins vegar lík- legri til að vilja kaupa eitthvað handa okkur. Mannkostir ykkar beggja hafa gefið okkur fjölskyld- unni dýrmætt veganesti sem gott er að varðveita í nútímasamfélagi. Þú varst nú oft róleg í tíðinni, eins og pabbi orðaði það. Þessi ró- semi þín gerði það samt að verkum að þú hafðir yndislega nærveru. Þú hafðir mikið jafnaðargeð, ég man ekki eftir að hafa séð þig reiðast eða skeyta skapi þínu á öðrum. Æðruleysi þitt var líka eitthvað sem eftir var tekið af þínu sam- ferðafólki. Þú hafðir mikinn húmor og gast verið mjög stríðin. Þú varst oft mjög ákveðin og jafnvel þrjósk í jákvæðri merkingu. Þú komst þínu í gegn án þess að við tækjum eftir því. Síðustu árin varstu ákveðin í því að kvenpening- urinn í fjölskyldunni skyldi eignast íslenskan búning, hvort sem fólki líkaði það eða ekki. Þú lagðir ómældan tíma og vinnu í að koma upp búningum handa okkur öllum. Í dag erum við þér ákaflega þakk- látar fyrir þessa dýrmætu gjöf. Þú varst græðari af lífi og sál, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Jurtir lifnuðu við í höndum þínum, ég var nú ekki allt- af hrifin af afleggjurunum þínum eða vera að geyma hálfdauða trjá- lurka, en viti menn, í þínum hönd- um urðu afleggjararnir að fallegum blómum og lurkarnir að fallegum trjám. Þú varst mikil handavinnu- kona, sérlega vandvirk og útsjón- arsöm en jafnframt nýtin. Þú varst mikil prjónakona. Í raun lék öll handavinna í höndum þér. Því mið- ur auðnaðist mér ekki að tileinka mér þessa færni þína, það er víst ekki nóg að vera alltaf á leiðinni að setjast niður og læra af ykkur eldra fólkinu. Þú saumaðir dýrindis flíkur á systkini þín og seinna á okkur börnin og pabba. Þú varst einnig mjög skapandi í þinni handavinnu og gafst þig alla í verk- efnin hverju sinni. Fyrir t.d. eitt lítið grímuball varð kannski til næstum því alvöru prinsessukjóll og unnu þessi sköpunarverk þín oft til verðlauna. Þú hafðir gaman af alls kyns spilamennsku, happ- drættum og getraunum. Ósjaldan vannstu til verðlauna. Þú varst góður námsmaður og þá sérstak- lega sleip í reikningi. Allt fram á þinn síðasta dag varst þú okkar helsta alfræðiuppflettibók og alveg stálminnug. Ef hlutir týndust á heimilinu varstu strax mætt á stað- inn, enda um að ræða ráðgátu sem þurfti að leysa. Þú gast fundið nál í heystakki á ótrúlega skömmum tíma. Þú settir svip á heimilisbrag- inn hér í Dalhúsum og varst okkur öllum stoð og stytta í hinu hvers- dagslega amstri. Þú kenndir okkur öllum að meta gömul og góð gildi, nokkuð sem við munum búa að alla ævi. Á þessum erfiðu tímamótum í lífi okkar systkinanna, og okkar fólks, þegar þið pabbi eru bæði farin frá þessu jarðríki, er ég þó þakklát. Þakklát fyrir allt það sem þið hafið gefið okkur. Ég er einnig svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa ykkur á heimili mínu ykkar síðustu ár og að drengirnir mínir skuli hafa fengið að kynnast ykkur svona vel. Það hefur verið okkur öllum ómetanlegt. Síðast en ekki síst er ég þakklát fyrir að nú eruð þið pabbi aftur sameinuð. Guð geymi ykkur. Þín dóttir Sigrún. Það var fyrir sextán árum sem ég kynntist tengdamóður minni Sigrúnu fyrst. Ég var í heimsókn á Breiðdalsvík með „heitkonu“ minni, dóttur Sigrúnar, í þeirri er- indagjörð að kynnast skyldmenn- um hennar og gefa þeim tækifæri á að kynnast mér. Mér varð það helst minnisstætt eftir ferðina hve æðrulaus, róleg og skynsöm hún virtist vera. Það lærðist mér seinna að voru einmitt þeir mannkostir sem prýddu Sigrúnu í sem rík- ustum mæli. Það var ekki fyrr en haustið 1999 þegar Sigrún og maður henn- ar, Guðmundur Tómas Arason, sá góði drengur, fluttu til okkar suður í Reykjavík að ég raunverulega kynntist Sigrúnu. Sigrún var nefni- lega þess konar manneskja sem hefði getað lagt fyrir sig með prýði flestar hefðbundnar atvinnugrein- ar. Sem dæmi um atvinnugrein sem ég hefði getað hugsað mér hana sinna var lækningar. Þar sýndi hún mikinn áhuga og býsna mikinn skilning og færni. Hlýtur það að hafa komið sér vel á stað sem lá langt fyrir utan stærstu þéttbýliskjarna. Fyrir utan að vera vel gefin, atorkusöm og ósérhlífin var hún einnig hög á flest hand- verk, orðlögð fyrir prjónaskap og fatasaum, nokkuð sem kom sér reglulega vel á okkar heimili. Fé- lagslynd var hún með afbrigðum, enda féllu ekki niður tímar í fé- lagsvist nema eitthvað mikið væri að og bingó og önnur spilamennska voru einnig mikils metin. Ekki var heldur verra að oft komu vinningar heim. Að hafa þau Sigrúnu og Guð- mund og seinna Sigrúnu eina var ómetanlegt fyrir heimilishaldið í Dalhúsunum. Nú er tíðrætt um kjölfestufjárfesta og má í þeirri umræðu allri segja að hún hafi ver- ið kjölfestan á okkar heimili. Þegar eldri dóttursonur hennar kom úr skólanum var hún heima við og saman fengu þau sér í svanginn og oft var kjötsúpa eða saltket á boð- stólum þegar eldri heimilismeðlim- irnir komu svangir eftir erfiði dagsins. Það skapaðist gott og náið samband milli ömmu og dótturson- ar og gaf það báðum aðilum mikið. Oftast vildi Teitur frekar vera heima hjá ömmu sinni en fara ein- hverra erinda með pabba og mömmu.Það er hverju barni ómet- anlegt að hafa kynnst afa sínum og ömmu á þennan nálæga og per- sónulega hátt frekar en sem fjar- lægum persónum, einnig mér sem tengdasyni. Samneytið við þau Guðmund og Sigrúnu var mann- bætandi á allan hátt. Þau voru heil- steyptar og góðar manneskjur, heiðarlegt, skemmtilegt og gefandi fólk. Ég trúi því að við allt heim- ilisfólkið höfum orðið ríkari og betri manneskjur á því að hafa átt samvist með þessu heiðursfólki. Fyrir það er ég svo óendanlega þakklátur. Minning þín, Sigrún, og ykkar beggja mun lifa með mér og okkur í Dalhúsunum um ókomna tíð. Ég trúi því að þú sért núna sameinuð þínum ástsæla eigin- manni og þar hlýtur ykkur að líða vel, annað er ekki hægt. Þorlákur Björnsson. Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Það er skrítið að vera að kveðja þig núna en hlutirnir gerast stundum býsna hratt. Þegar við fréttum af því að þú værir kom- in á spítalann gerðum við okkur ekki grein fyrir að það væri svona stutt eftir. Þú varst svo dugleg að sauma og prjóna. Sængurfötin sem þú saum- aðir fyrir okkur voru sett á fyrir öll jól og páska. Það var engin hátíð án þeirra. Allir ullarsokkarnir sem þú gafst okkur hafa líka verið mjög mikið notaðir. Þeir eru svo þægi- legir að þeir eru notaðir jafnvel þó að á suma þeirra séu komin göt. Þér þótti mjög vænt um íslenska upphlutinn og var það þér hjartans mál að allar konurnar í fjölskyld- unni fengju einn slíkan. Þegar kom að okkur stelpunum voru undir- tektirnar þó misgóðar, að minnsta kosti þegar mæla þurfti mittismál- ið. Þú varst mjög sterkur persónu- leiki. Þegar afi veiktist stóðst þú eins og klettur við hliðina á honum alveg þar til hann kvaddi okkur. Núna ertu komin til hans og við vonum að ykkur líði vel. Þín barnabörn, Hans, Sigrún, Bára, Björk og Gunnar Tómas. Elsku amma mín. Þú varst mér svo kær. Þú varst líka svo dugleg, prjónaðir sokka og vettlinga handa mér, hjálpaðir mér með vanda- málin mín og ef ég vildi ekki fara einn í flugvél eða eitthvað svoleiðis þá komstu bara með mér. Þú kenndir mér líka að prjóna og sagðir mér sögur. Þú sagðir við mig að þegar ég yrði aðeins eldri mætti ég koma með þér á vist. Þú eldaðir svo góðan hafragraut og við laumuðumst stundum í suðusúkku- laðið. Síðan hélstu eiginlega alltaf með mér. Þú varst svo góð og frábær amma að maður gat varla trúað því. Þinn ömmustrákur, Teitur. Elsku amma mín. Það er slæmt að hafa ekki haft tækifæri til að hafa þig lengur hjá okkur. Það þurfa greinilega aðrir á þér að halda núna, þ.á m. örugglega hann afi. Við fengum einungis rúm þrjú ár saman sem voru þó reglulega góð ár. Fá börn á mínum aldri geta stært sig af því að hafa ömmu inni á heimilinu og það í næsta her- bergi. Það gat ég hins vegar, þú hefur búið hjá okkur alveg frá því ég fæddist. Þegar mamma byrjaði aftur að vinna gættir þú mín fyrstu mánuðina, svo fór ég til dag- mömmu og þá sóttir þú mig iðu- lega. Ég byrjaði yfirleitt daginn á því að hlaupa inn til þín og gefa þér koss. Svo fékkstu koss þegar ég kom heim úr leikskólanum. Meðan margar ömmur lauma að ömmubörnunum sínum brjóstsykri o.þ.h. þá laumaðir þú að mér alls kyns öðru gotteríi, t.d. slátri, kjöt- bita eða harðfiski. Það fannst mér gott. Það var mjög náið samband milli þín og okkar bræðranna. Til marks um það má nefna að ef mamma og pabbi þurftu eitthvað að skreppa þá var mér alveg óhætt hjá þér þó svo þú værir orðin svo- lítið seinni en hér áður og lúin í fótunum þínum. Ég, þessi fjörugi litli drengur, breyttist bara í ang- urværan ljúfling á meðan og dund- aði mér bara með dótið við sófann hjá þér. Ég var líka orðinn dugleg- ur að sendast fyrir þig og mjög snöggur í förum. Ég var alltaf að færa þér eitthvað í gogginn, kex, djús o.þ.h. og rétti þér prjónana þína ef þú misstir þá á gólfið. Þess- ar minningar um dásamlega ömmu verð ég að biðja mömmu, pabba og stóra bróður að hjálpa mér að halda í. Guð geymi þig elsku amma. Þinn (yngsti) Guðmundur Tómas. SIGRÚN GUNNARSDÓTTIR Nú andar næturblær um bláa voga. Við bleikan himin daprar stjörnur loga. Og þar sem forðum vor í sefi söng KRISTRÚN SIGURVINSDÓTTIR GEORGES ✝ Kristrún Sigur-vinsdóttir Georges fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1948. Hún andaðist á Gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 9. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 14. janúar. nú svífur vetrarnóttin dimm og löng. Svo undarlega allir hlutir breytast. Hve árin skipta svip og hjörtun þreytast. Hve snemma daprast vorsins vígða bál. Hve vínið dofnar ört á tím- ans skál. (Tómas Guðmundsson.) Fyrir tæpum 40 ár- um, að hausti árið 1965, safnaðist saman að Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni hópur ungra stúlkna hvaðanæfa af landinu til námsdvalar þann vetur. Það ríkti spenna og eftirvænting, fæstar höfðu hist áður, en ekki leið langur tími þegar í ljós kom að þarna var samheldinn hópur samankom- inn, gleði og hlátrasköll glumdu um ganga. Þegar ábyrgri námsstund dagsins var lokið, skólabúningnum haganlega komið fyrir eftir settum reglum inn í skáp, þá var slegið á léttari strengi, ekki glapti sjónvarp- ið, maður var manns gaman. Einna fremst í glaðværðinni fór sú sem hér er minnst, hún Dúddý, eins og hún var alltaf kölluð, „töff“ stelpa úr bítlabænum Keflavík, með áberandi svart hár og augabrúnir og alls ófeimin. Hún var einstakur gleði- gjafi, það var gott að vera nálægt henni, uppátækjasöm, fyndin, og brá sér í allra kvikinda líki ef sá gállinn var á henni, hló hátt og mikið þegar ærslin voru sem mest. En hún var líka ábyrg fyrir því sem henni var trúað fyrir. Fyrir innan grallara- grímuna var einlæg sál, með gott hjartalag. Um vorið skildu leiðir og hver fór í sína átt, alvara lífsins framundan, seglin rifuð og siglt jafnt í meðbyr sem mótbyr, en hópurinn hefur haldið saman allt til þessa, all- flestar, við misstum fljótlega sam- bandið við Dúddý, hún lifði hratt, vildi skoða heiminn, Eftir að hún flutti til Ameríku, höfðum við fregnir af henni öðru hvoru en sáumst ekki meir, en oft hefur verið vitnað í hana á góðum stundum, þegar við komum saman. „Svo undarlega allir hlutir breyt- ast,“ ( T.G.) Dúddý var komin heim, að fylgja föður sínum til grafar, en óvænt veikindi breyttu ferðaáætlun, hún var komin heim til að deyja, nú hvílir hún í föðurörmum. Við sendum móður hennar, eiginmanni, syni, systkinum og öllum öðrum ættingj- um okkar einlægustu samúðarkveðj- ur. Farðu sæl í fegurð himins, kæra skólasystir. F.h. Skólasystra í Húsmæðraskól- anum á Laugarvatni, Þóra Grétarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.