Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARFUMRÆÐAN ÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 gítarleikari Pétur Þór Benediktsson, organisti Kári Þormar, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Guðs- þjónusta kl. 14 Félagar úr kór Áskirkju syngja, organisti Kári Þormar, sr. Þórhildur Ólafs þjónar fyrir altari, sr. Árni Bergur Sig- urbjörnsson prédikar. Messukaffi í efri safnaðarsal í boði sóknarnefndar. Hjúkrunarheimilið Skjól: Guðsþjónusta kl. 15.30. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa klukkan 11. Gott tækifæri fyrir alla fjölskylduna að eiga innihaldsríka stund með öðrum fjöl- skyldum. Léttir söngvar, biblíusögur, bæn- ir, umræður og leikir við hæfi barnanna. Guðsþjónusta kl. 14. Kirsten Lund Larsen framkvæmdastjóri KFUM & KFUK í Dan- mörku flytur ávarp. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Karl V. Matt- híasson prédikar. Sr. Jóna Hrönn Bolla- dóttir og sr. Hjálmar Jónsson þjóna ásamt sr. Karli. Eyþór Gunnarsson, Birgir Braga- son og Ellen Kristjánsdóttir sjá um tónlist. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga úr kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syng- ur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot í líknarsjóð. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 14. Guðni Már Harðarson, guðfræðinemi, prédikar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónar fyrir altari. Félag fyrrum þjónandi presta. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10. Sr. Þórhallur Heimisson fjallar um Da Vinci-lykilinn. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Páls- syni. Umsjón barnastarfs Magnea Sverr- isdóttir, djákni. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti Hörður Áskels- son. Fermingarbörn aðstoða við lestur ritn- ingarorða, bæna o.fl. Fjölskyldur ferming- arbarnanna eru hvattar til að koma til messu. Eftir messu er boðið upp á kaffi og ávaxtadrykk. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Um- sjón Ólafur J. Borgþórsson. (senda sjálf viðb.og/eða breytingu) LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Fossvogur: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Organisti Helgi Bragason LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11. Helga Guðmundsdóttir, kirkjuvörður og for- seti Kvenfélagasambands Íslands, flytur hugvekju. Regína Unnur Ólafsdóttir syngur einsöng. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Í tilefni konu- dags bjóða karlar upp á vöfflukaffi eftir messu. Allir velkomnir. Barnastarf í safn- aðarheimilinu undir stjórn Rutar, Stein- unnar og Arnórs. Börnin fá einnig vöfflur eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sunnudagaskólinn er í umsjá Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Har- aldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar. Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið. Kór Laugarneskirkju syngur. Sr. Bjarni Karls- son og Aðalbjörg Helgadóttir meðhjálpari þjóna og messukaffi Sigríðar kirkjuvarðar bíður svo allra að messu lokinni. NESKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Litli kórinn – kór eldri borgara leiðir safn- aðarsöng. Stjórnandi Inga J. Backman. Organisti Reynir Jónasson. Dr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt dr. Hjalta Hugasyni. Dr. Rúnar Vilhjálmsson og Björn G. Eiríksson kynna starf Gídeonfélagsins. Börnin byrja í kirkj- unni og fara síðan í safnaðarsal kirkj- unnar. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Konudagurinn haldinn hátíðlegur. Konur úr Kvenfélagi Seltjarnarness aðstoða við messuna. Viera Manasek, sópran, syngur einsöng. Konur úr kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiða sálmasöng. Guðrún Helga Brynleifsdóttir bæjarfulltrúi prédikar. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Arna Grét- arsdóttir. Kvenfélagið selur kaffi og með því eftir messuna. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Æskulýðsfélagið kl. 20–22. Stelpufundur. Verið hjartanlega velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barnasamvera sunnudaginn 20. febrúar kl. 11. Róleg og hugljúf sögu- og söngstund með Ásu Björk og Ara Braga sunnudagaskólakennurum. Biblíusagan og gömlu Biblíumyndirnar á sínum stað. Djús, kaffi og kex í fork- irkjunni í lokin. Andabrauðið að stundinni lokinni. ÁRBÆJARKIRKJA: Tónlistarguðsþjónusta. Taize-messa kl.11. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Kaffi, ávaxtasafi og meðlæti á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Hressing í safn- aðarheimilinu eftir messuna. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Keith Reed. DIGRANESKIRKJA: Messa kl 11. Prestur sr. Kjartan Jónsson. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Kór Digraneskirkju, A-hópur. Sunnudagaskóli á sama tíma í kapellu á neðri hæð kirkjunnar. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu (sjá nánar www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, prestur í Grafarholtssókn, predikar. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyr- ir altari. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Lenku Mátéová org- anista. Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Börnum á leikskólunum Völvuborg, Vinaminni og Ösp og fjölskyldum þeirra er sérstaklega boðið í sunnudagaskólann. GRAFARVOGSKIRKJA: Skátaguðsþjón- usta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Guðmundur Halldór Magnússon flytur hugleiðingu. Skátakórinn syngur. Organisti: Bjarni Þór Jónatansson. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Grafarvogskirkju. Prestur séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Undirleikari er Stefán Birkisson. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur séra Elínborg Gísladóttir. Umsjón hafa Gummi og Dagný. Undirleikari er Guð- laugur Viktorsson. Krakkakór Grafarvogs- kirkju syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þor- steinsdóttur. Tónlistarstund í Grafarvogskirkju kl. 20. Flytjendur eru Lux Terrae: Maríanna Másdóttir, söngur, Hilm- ar Örn Agnarsson, orgel/píanó, Jóhann Stefánsson, trompet, Sigurgeir Sigmunds- son, gítar, Jóhann Ásmundsson, bassi ásamt Unglingakór Grafarvogskirkju. Stjórnandi Oddný Jóna Þorsteinsdótt- ir.Aðgangur er ókeypis en eftir stundina verður selt kaffi og meðlæti. Allur ágóði rennur í ferðasjóð Unglingakórs Graf- arvogskirkju. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þor- gils Hlynur Þorbergsson, guðfræðingur, prédikar. Yngri kór Snælandsskóla kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Tóta trúður heimsækir börnin. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í kirkjunni kl. 12.30 í umsjón Önnu Kristínar, Péturs Þórs og Sigríðar Stefánsdóttur. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson pre- dikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs- kirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Ingunn Sigurðardóttir syngur einsöng. Org- anisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. Kaffi- sopi eftir messu. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Lindaskóla kl. 11. Fé- lagar úr kór Lindakirkju leiða safn- aðarsöng undir stjórn Hannesar Bald- urssonar organista. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Jesús er besti vinur barnanna! Söngur, saga, brúður, líf! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kirkjukór Seljakirkju syngur. Organisti Jón Bjarna- son. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar. Þorvaldur Hall- dórsson leiðir söng. Kór Seljakirkju syng- ur. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðs- þjónusta kl.11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Konráð R. Friðfinnsson talar. Samkoma kl.20.00 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Högni Valsson forstöðumaður fríkirkjunnar „Vegurinn“ predikar. Einnig spilar unglingahljómsveit Vegarins nokkur lög. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og til- veruna“ er sýndur á Ómega kl.13.30. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla miðvikudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boð- un FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Sam- koma sunnudag kl. 20.30. Fríðbjörg Jen- sen syngur. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Sam- koma kl. 20. Umsjón Fanney Sigurð- ardóttir og Guðmundur Guðjónsson. Mánudagur: Heimilasamband kl. 15. Allar konur velkomnar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagrahvarfi 2a: Samkoma sunnudag kl. 14. Sigrún Ein- arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tví- skipt barnastarf fyrir 1–5 ára og 6–12 ára börn á samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Þriðjudaginn 22. feb. er bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Sáð og spáð í hjörtu. Ræðumaður Anna Magnúsdóttir. Bæn Valdís Magn- úsdóttir. Kynning á Undralandinu. Börn taka virkan þátt í samkomunni. Heitur matur á fjölskylduvænu verði eftir sam- komuna. Allir velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11. Ræð- um. Jakob Valsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Vitnisburðir frá Alfa-helginni og skírn. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyr- irbænir í lok samkomu. Barnakirkja á meðan á samkomunni stendur. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þriðjud. 22. feb. kl. 18.30 er nýliðafræðsla. Allir velkomnir. Miðvikud. 23. feb. kl. 18 er fjölskyldu- samvera, „súpa og brauð“. Allir velkomnir. Bænastund alla laugardaga kl. 20. Bæna- stundir alla virka morgna kl. 7–8. www.- gospel.is – Ath! Hægt er að horfa á beina útsendingu á www.gospel.is eða hlusta á útvarp Lindina, fm 102.9. Ath! Kl. 20 á Omega er samkoma frá Fíladelfíu og á mánudagskvöldum er nýr þáttur, „Vatna- skil“ frá Fíladelfíu sýndur á Omega kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Alla laugardaga: Barnamessa kl. 14. Tilbeiðslustund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudags- kvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Alla föstudaga í lönguföstu er krossferilsbæn lesin kl. 17.30. Gengið er frá einni viðstöðu til annarrar (14 við- stöður) og um leið erum vér hvött til að íhuga þjáningar Drottins og dauða og biðj- um um miskunn og fyrirgefningu, oss sjálf- um og öðrum til handa. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölf- usi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðviku- daga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturs- kirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Mik- ilvægur fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messu. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Krakkar frá Leikskólanum Rauðagerði sérstaklega vel- komin. Rauðagerðiskrakkar ætla að syngja fyrir okkur lög sem þau hafa verið að æfa á leikskólanum. Við fáum Músa- pésa og Mýslu í heimsókn. Við biðjum saman í Jesú nafni, heyrum biblíusögu um Lasarus og syngjum saman. Barnafræð- arar og prestar kirkjunnar. Kl. 14 Guðs- þjónusta í Landakirkju. Í orðum predikunar Guðspjall dagsins: Kanverska konan. (Matt. 4.) Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Keflavíkurkirkja ÞEGAR hinn forni Góumánuður gengur í garð lýkur skammdeginu þann veturinn. Vetrarveran Góa er kvenvættur og eiginlegur tákngervingur hinnar „hagsýnu húsmóður“. Góukoman var vísbending til hinna germönsku þjóðflokka um að nú væri orðið tímabært að dytta að amboðum og skoða í kornhlöður og birgðabúr heimilisins. Húsmæður höfðu allt að segja um hvernig haga skyldi rækt- un og birgðasöfnun á komandi gróð- urtíma. Góumánuður var þeirra skipulagstími. Á Góunni voru bændur á meg- inlandinu uppteknir við skógarhögg og veiðar, en á Íslandi reru flestir verkfærir menn úr verum við sjáv- arsíðuna og sinntu fiskiveiðum á vetrarvertíð. Á Íslandi hefur fyrsti dagur Góu lengi verið kallaður Konudagurinn. Elstu heimildir um það orð munu vera frá miðri nítjándu öld. Þann dag áttu karlar að vera umfram venju liðlegir og kurteisir við konur – og jafnvel færa þeim eitthvert kvenskart eða fallegt glingur sem ástar- eða vináttuvott. Í Þingeyj- arsýslum var t.d. víða siður að karl- ar færðu konum rauðan ullarlagð sem þær síðan gátu notað til að skreyta fatnað sinn með. Upp úr 1960 hófst síðan sá fallegi siður að gefa konum blóm á Konu- daginn. Má því segja að þar hafi „rauði ullarlagðurinn“ komið aftur í nýrri mynd. Upphafsmaður þess- arar nýbreytni mun hafa verið Helgi Filipusson blómakaupmaður sem á þessum tíma rak blómabúð- ina Flóru í Reykjavík. Aðrir blóma- kaupmenn voru fljótir að grípa hug- myndina – sem varð geysivinsæl – og 1965 eru „konudagsblómin“ orð- in föst í sessi og vart er nú til sá karlmaður á Íslandi sem ekki kaup- ir einn eða fleiri blómvendi á Konu- daginn handa konunum í lífi sínu, hvort sem þær eru „móðir, kona eða meyja“. Í fyrstu voru túlipanarnir aðal- uppistaða í konudagsblómvönd- unum og eru enn vinsælir. En með nýjum tímum, betri tækni og örari samgöngum hefur blómaúrvalið orðið fjölbreyttara. Fyrir utan hina sívinsælu túlipana er nú boðið upp á íslenskar vetrarrósir og blóm frá fjarlægari slóðum. Um margt er að velja – og fátt er betri vottur um virðingu og væntumþykju en fal- legur blómvöndur. Konudagurinn er sérstæður fyrir Ísland hér í Norður-Evrópu, en Ítalir eiga líka sinn konudag hinn 8. mars – og ítalskir karlmenn eru ósparir á að færa mæðrum sínum, eiginkonum, frænkum og dætrum blóm í tilefni dagsins. HAFSTEINN HAFLIÐASON, garðyrkjumaður. Konudagurinn Frá Hafsteini Hafliðasyni Konudagstúlípanar í ræktun í gróðurhúsi. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ VAR mikil stemmning í Lang- holtskirkju laugardaginn 29. janúar síðastliðinn þegar Þórarinn Eldjárn sté í pontu til að flytja ávarp við upp- haf tónleika Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna. Ungu tónlist- armennirnir sem skipa hljómsveit- ina, 78 talsins, komu fyrst á æfingu föstudaginn 7. janúar síðastliðinn. Hljómsveitin er samstarfsverkefni Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópa- vogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og er henni ætlað að gefa efnilegum nemendum kost á að glíma við viðamikil hljómsveitarverk og vinna saman í fullskipaðri hljóm- sveit. Allan janúarmánuð hafa krakkarnir sótt stífar æfingar undir styrkri stjórn hljómsveitarstjórans Guðna Franzsonar. Margir fleiri hafa komið að undirbúningnum, að- stoðarfólk og kennarar auk nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Seltjarnarness. En að öllum öðrum ólöstuðum á Guðni mikinn heiður skilinn fyrir hversu vel hann náði til krakkanna. Eins og Þórarinn benti á í ávarpi sínu þá er eina ráðið við vondri tón- list góð tónlist! Og það var einmitt góð tónlist sem tónleikagestir fengu að heyra í Langholtskirkju þennan laugardagseftirmiðdag. Fyrst flutti hljómsveitin skoska dansa op. 59 eft- ir Malcolm Arnold með miklu fjöri og iðandi af lífi. Síðan tók við frum- flutningur á verki Johns Speights „Ariel“, sem er konsert fyrir básúnu og hljómsveit. Þetta magnaða og nú- tímalega verk samdi John á liðnu hausti sérstaklega í tilefni þessara tónleika. Í verkinu lýsir tónskáldið ákveðnum einmanaleika í sambandi einleikarans og hljómsveitarinnar, þar sem einleikarinn lendir oft ut- anveltu. Einleikari með hljómsveit- inni var hinn ungi og efnilegi bás- únuleikari Sigurbjörn Ari Hróðmarsson. Stóð hann sig frábær- lega vel eins og reyndar hljómsveitin öll og verkið sjálft lofaði meistarann. Þetta er lifandi verk sem hæfir vel ungu og hressu tónlistarfólki og fer með áheyrendur á flug um allt tón- leikarýmið. Eftir hlé var boðið upp á sinfóníu í þremur þáttum frá árinu 1945 eftir Igor Stravinsky. Einnig þessu verki skilaði hljómsveitin með miklum krafti og gleði til áheyrenda. Það var einmitt krafturinn og leikgleðin sem settu hvað mestan svip á þessa tón- leika. Það er gott framtak hjá tón- listarskólunum að bjóða unga tón- listarfólkinu þetta tækifæri. Krakkarnir kunnu líka svo sann- arlega að þakka fyrir sig með frá- bærri frammistöðu, geislandi áhuga og leikgleði sem fylgdi tónlist- argestum heim á leið að tónleikum loknum. Vonandi verður framhald þarna á. ÞÓRHALLUR HEIMISSON prestur. Með leikgleðina í fyrirrúmi Frá Þórhalli Heimissyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.