Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Innfæddir taka daginn snemma, eru lífs-glaðir og ákaflega nægjusamir. Þarsem við fórum um í rútum gerðu þeirundantekningarlaust hlé á störfum sín- um til að veifa og brosa. Híbýli heimamanna eru sum glæsileg, en víða virtust þau vera óttaleg hreysi og allt þar á milli og voru lóðir yfirleitt afmarkaðar með girðingu, jukkum eða kaktusum, segir Sigríður Ingvarsdóttir, sem fór í nóvember sl. í vikuferð til Costa Rica ásamt eiginmanninum Guðmundi Jóns- syni í tilefni fimmtugsafmælis húsbóndans. Þau segjast ekki hafa mikla reynslu af ferða- lögum til útlanda og því eigi þau sér engan sérstakan uppáhaldsstað utan landsteinanna. „Okkar gamli heimabær, Húsavík, stendur hins vegar undir nafni sem slíkur og svo er Danmörk reyndar alltaf svolítið „dejlig“. Að þessu sinni langaði okkur til framandi lands og varð Costa Rica fyrir valinu þar sem okk- ur leist vel á ferðatilhögun og veðurfar.“ Costa Rica liggur á milli Nicaragua í norðri og Panama í austri. Austurströnd landsins liggur að Karíbahafinu en ströndin sunnan og vestan til liggur að Kyrrahafi. Þau hjónin þekktu ekkert til annarra ferðafélaga áður en lagt var í’ann, en hópurinn taldi um fjörutíu manns. Flogið var með Icelandair til Orlando þar sem dvalið var í þrjá daga á Best West- ern Plaza, þriggja stjörnu hóteli við Int- ernational Drive, og tvær nætur í bakaleið- inni, en flogið var með hollenska flugfélaginu Martinair til San José á Costa Rica þar sem dvalið var í vikutíma. Sól og hiti yljaði ferða- löngunum allan tímann þótt stöku skúr hafi gert seinnihluta dags enda var regntímabilið að líða undir lok. Um margt að velja „Við tókum daginn snemma. Eftir góðan árbít var lagst í sólbað, ýmist í hótelgarðinum eða á ströndinni við hótelið, og farið í göngu- ferðir um nágrennið þess á milli,“ segir Sig- ríður. Gist var á Flamingo Beach Resort í Guanacaste, sem er í um fimm stunda akst- ursleið vestur af flugvellinum í San José. Að- búnaður á hótelinu reyndist góður, herbergin hrein og snyrtileg, góð sundlaug með sund- laugarbar, matsala, líkamsræktarsalur að nafninu til, smáverslanir, snyrtistofa, þvotta- þjónusta og hæggeng netþjónusta. Fulltrúi frá þarlendri ferðaskrifstofu kynnti skoðunarferðir fyrir hópnum á fyrsta degi og reyndist um margt að velja. „Við kus- um að fara í dagsferð til Rincon de la Vieja National Park, sem er einn af mörgum þjóð- görum Costa Rica. Þar brunuðum við eftir vírum milli himinhárra trjáa innan um „hina“ apana. Við fórum í reiðtúr og síðan í leirbað og heitar uppsprettulaugar lengst inni í regn- skógi. Þá fórum við í skjaldbökuferð, sem líð- ur seint úr minni. Þetta reyndist hin mesta glæfraferð, en ökuferðin varði í heila átta tíma í svartamyrkri og forarleðju vegna rigninga. Haldið var af stað kl. 20.00 að kvöldi og ekki komið til baka fyrr en kl. 05.00 að morgni. Sjóferð með snorkli og kajaksiglingum var einnig á dagskránni og reyndist stór- skemmtileg upplifun. Sjálfsþurftarbúskapur Hægt var að fá kvöldverð á hótelinu fyrir lítinn pening, en okkur fannst meira spennandi að fara á aðra staði eins og t.d. til Brasilito og Tamarindo þar sem hægt var að fá ágætismat. Eitt kvöldið bauð hótelið hins vegar upp á hlaðborð með sýnishorni af mat- argerð innfæddra. Á borðum var margt framandi, en heimamenn nota mikið af baunum, hrísgrjónum, ávöxtum og grænmeti í matargerðina. Djúpsteikt jukka reyndist t.d. mikið ljúfmeti. Menn stunda þarna gjarnan sjálfsþurftarbúskap með góð- um árangri því það liggur við að sé spýtu stungið í mold spretti af henni lauf áður en langt um líður. Lítið fór fyrir skemmtanalífinu og þarf ef- laust að leita út fyrir hótelið að slíku. Ég mæli hins vegar með því að fólk fari í dags- ferð til Brasilito, sem er næsta þorp. Þar er stórkostleg strönd með tærum sjó og hvítum skeljasandi. Í þorpinu sjálfu er ljómandi góð- ur veitingastaður alveg niðri við fjöruborðið þar sem hægt er að fá góða fiskrétti og þar eru hendur laugaðar fyrir og eftir mat.“ Skjaldbökubörn í sandi Að sögn Sigríðar og Guðmundar lögðu heimamenn á Costa Rica fyrir nokkrum árum niður herinn, sömdu um frið við nágranna- þjóðirnar og sögðust ekki blanda sér í þeirra deilumál. Þess í stað lögðu þeir peninga í menntamál og samgöngur. Flestir hafa sjón- varp og allir hafa aðgang að síma, ef ekki einkasíma er stutt í almenningssíma. Netkaffi sáust víða auglýst, en gsm-samband var ekk- ert. „Margt nýtt bar fyrir augu, t.d. eldflugur, stórar en meinlausar eðlur, svartir apar, önn- um kafnir stórir kóngamaurar og furðuleg bjöllutegund, sem m.a. var notuð til að vekja athygli gesta á „tips“-kassa í þjóðgarðinum. Risaskjaldbaka rótaði sandi yfir nýorpin egg- in sín lengst uppi í fjöru, hvarf að því loknu til sjávar þar sem hún beið eftir nógu stórri öldu til að bera sig til hafs. Í vasaljósgeisla grillti svo í hundruð lítilla skjaldbökubarna í sand- inum og myrkrinu, leitandi að réttu leiðinni til sjávar. Og maður bara hugsaði: Skyldi ég vera búin að stíga ofan á mörg svona kríli!“  FERÐALÖG | Til Costa Rica á fimmtugsafmæli húsbóndans Okkur langaði til framandi lands Sigríður í góðum félagsskap á sundlaugarbarnum. Hjónin og húsamálararnir Sigríður Ingvarsdóttir og Guðmundur Jónsson brugðu sér til Costa Rica. Fyrir þá sem þola langt ferðalag, rútuferðir og slæma vegi og eru að leita eftir hvíld og sól fremur en sælkeramáltíðum og fjörugu nætur- lífi er Costa Rica kjörinn áfangastaður, að mati hjónanna og húsamálaranna Sigríðar Ingv- arsdóttur og Guðmundar Jónssonar. Flamingo Beach Resort www.cardelhotels.com join@mbl.is Í þjóðgarðinum brunaði afmælis- barnið um á vírum. Flamingo Beach-hótelið ásamt samnefndri strönd og fjær er Brasilito-ströndin. Íþróttaferðir, árshátíðarferðir,hvataferðir og síðast en ekkisíst golf- og gönguferðir eru meðal ferða sem ÍT-ferðir ætla að skipuleggja í vor og í sumar. Helsti þátturinn í starfsemi ÍT- ferða er skipulag og utanumhald íþróttaferða ýmissa íþróttagreina, hvort sem ferðinni er heitið á íþróttamót, í æfingaferðir eða fjöl- skylduferðir. Auk þess bjóða ÍT- ferðir m.a. ferðir á enska boltann og skóla- og kennaraferðir Ganga og golf ÍT-ferðir verða með sína fyrstu gönguferð í Slóveníu 15.–22. júní nk. undir fararstjórn Hjördísar Hilmarsdóttur. Gengið verður í sex daga um Triglav-þjóðgarðinn í Julian-ölpunum, nálægt landa- mærum Austurríkis. Triglav- þjóðgarðurinn er í hjarta Gor- enjska-fjallasvæðisins, en þar er m.a. að finna stærsta jökulvatn Slóveníu, Lake Bohinj. Þjóðgarð- urinn nær yfir um 85 þúsund hekt- ara með giljum, ám og lækjum, vötnum, frumskógi og engjum, að sögn Ingigerðar Einarsdóttur, verkefnastjóra hjá ÍT-ferðum. Meðal annarra gönguferða sem eru á dagskrá hjá ÍT-ferðum í sumar eru þrjár gönguferðir um Pyreneafjöllin með innfæddum leiðsögumönnum. Gert er ráð fyrir viku á göngu og möguleika á ann- arri viku í afslöpp- un í Tossa de Mar. Tveggja vikna fjölskylduganga hefur svo verið skipulögð milli þorpa á Costa Brava-ströndinni á Spáni dagana 4.– 18. júní sem henta á jafnt ungum sem öldnum. Lág- marksþátttaka í gönguferðirnar miðast við 21. ÍT-ferðir koma svo til með að bjóða golfferðir til Skotlands frá apr- íllokum til maíloka þar sem gist verð- ur á Westerwood, fjögurra stjarna golfhóteli, sem er um 15 mínútna akstur frá Glas- gow. Þá benda ÍT-ferðir golf- áhugamönnum á La Cala Golf Re- sort sem er fimm stjarna golfhótel á Costa del Sol og jafnframt á góða golfaðstöðu á Costa Blanca. Til beggja staða má fljúga á eigin vegum, en hægt er að bóka gist- ingu, golf og bíl hjá ÍT-ferðum.  ÍT-FERÐIR Gengið verður í sex daga um Triglav-þjóðgarðinn í Julian-ölpunum í Slóveníu. Göngugarpar stefna á Spán og Slóveníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.