Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 39 MESSUR Á MORGUN mun verða fjallað um blinda manninn sem fékk sýn. Fermingarbörn lesa fyrri og síðari ritningarlestra. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20.30 æskulýðsfundur í Landakirkju. Þrauta- kvöld. Hulda Líney, Gísli, Lella, Brynja og sr. Þorvaldur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn Stefánsson og Jónas Þórir. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjölskylduhátið kl. 11. Báðir sunnudagaskólar kirkjunnar koma saman með fjölskyldum sínum. Allir velkomnir. Stjórnendur: Báðir prestar Hafnarfjarðarkirkju og allir leiðtogar sunnu- dagaskólanna. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur. Barnakór Hafnarfjarð- arkirkju kemur fram umdir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magn- úsdóttur. Góðgæti í Strandbergi eftir stundina í kirkjunni. Sætaferð frá Hvaleyr- arskóla kl. 10.55 og aftur til baka eftir há- tíðina. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fjölbreytt og skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Messa kl. 14. Prestur sr. Yrsa Þórð- ardóttir. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Aðalsafnaðarfundur verður sunnudaginn 27. febrúar kl. 15. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. www.vidistadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Edda, Sigríður Kristín, Hera og Örn. Poppmessa kl. 13. Hljóm- sveitin Sacred Peace leiðir tónlist og söng og fermingarbörn flytja hugleiðingarefni dagsins. Hljómsveitina skipa Bryan Allen Smith, Arnór Heiðarsson, Þorsteinn Ing- ólfsson og Alfreð Pétursson. Að lokinni messu bjóða prestarnir fermingarbörnum og foreldrum þeirra til fermingarveislu í safnaðarheimilinu. ÁSTJARNARSÓKN: Í samkomusal Hauka að Ásvöllum: Barnastarf á sunnudögum kl. 11–12. Kaffi, djús, kex og samtal eftir helgihaldið. Guðsþjónusta sunnudags- kvöldið 20. febrúar kl. 20. Efni kvöldsins er „Mannréttindi og kristin trú“. Sr. Yrsa Þórðardóttir leiðir guðsþjónustuna ásamt kór Ástjarnarsóknar undir stjórn Að- alheiðar Þorsteinsdóttur. KÁLFATJARNARSÓKN: Barnastarf í Stóru- Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15. TTT á miðvikudögum kl. 16 í „Borunni“. Alfa- námskeið í Kálfatjarnarkirkju á mið- vikudögum kl. 19–22. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa konudagsins er kl. 11. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Anna Guðmundsdóttir prédikar. Dætur Önnu, Erla og Rannveig Káradætur, syngja dúett. Kirkjukórsfélagar leiða almennan safnaðarsöng. Organisti er Jóhann Bald- vinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guðrún djákni þjóna. Molasopi í safn- aðarheimilinu í boði sóknarnefndar að lok- inni messu. Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐAKIRKJA: Messa konudags- ins er kl. 14. Gréta Konráðsdóttir, djákni safnaðarins, prédikar. Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og leið- ir almennan safnaðarsöng. Organisti er Sigrún M. Þórsteinsdóttir. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta djákni þjóna. Allir vel- komnir! Eftir messu býður sóknarnefnd upp á kaffi í Náttúruleikskólanum Krakka- koti. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn kl. 11 í sal Álftanesskóla. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum til þessa frábæra starfs. Allir velkomnir. Prestarnir. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): Guðsþjónusta sunnudaginn 20. febrúar kl. 14. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gísla Magnasonar organista. Meðhjálpari Kristjana Gísladóttir. Fundur með ferming- arbörnum og foreldrum þeirra að athöfn lokinni. Aðalsafnaðarfundur Innri- Njarðvíkursóknar verður haldinn í kirkjunni fimmtudaginn 24. febrúar kl. 18. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sunnudagaskóli í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 20. febrúar kl. 11 í umsjá Margrétar H. Hall- dórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli sunnudaginn 20. febrúar kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. KEFLAVÍKURKIRKJA: Vígsluafmælisdagur Keflavíkurkirkju. Fjölskylduguðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Elín Njálsdóttir, umsjónarmaður. Eiríkur Valberg, Arnhildur H. Arnbjörnsdóttir, Sigríður Helga Karls- dóttir, Sara Valbergsdóttir og Ólafur Freyr Hervinsson. Prestur: Sigfús Baldvin Ingva- son. Meðhjálpari: Laufey Kristjánsdóttir. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14 í tilefni af vígsluafmæli Keflavíkurkirkju. Sr. Ólafur Skúlason, biskup, prédikar og sr. Björn Jónsson, fv. sóknarprestur í Keflavík, þjón- ar fyrir altari. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og stjórnandi Hákon Leifs- son. Málmblásarar úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leika með í for- og eft- irspili. Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur ein- söng. Meðhjálpari: Helga Bjarnadóttir. Barnakór Keflavíkurkirkju syngur einnig við athöfnina undir stjórn Bylgju Dísar Gunn- arsdóttur. Sóknarnefnd býður til kaffi- samsætis í Kirkjulundi eftir messu. Mynd- rænt kynningarefni um starf Keflavíkurkirkju verður sýnt í kaffisamsæt- inu. Minnum á myndlistarsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Mátturinn og dýrðin, í Kirkjulundi og Listasafni Reykjanesbæjar kl. 13–17.30 til 6. mars. BORGARNESKIRKJA: Æskulýðsguðsþjón- usta kl 11.15. Guðsþjónusta á Dval- arheimil aldraðra kl 15.30. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Kirkjuskóli barnanna á sama tíma í safnaðarheimilinu. Sr. Magnús Erlingsson. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Messa verður fyrir allt prestakallið á konudaginn 20. febrúar kl. 14. Fögnum góu í trú og gleði. Messu- kaffi á prestssetrinu á eftir. Sókn- arprestur. Aðalfundur kirkjukórsins verður í Þelamerkurskóla þriðjudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Áhugasamt söngfólk velkomið á kóræfingar í kirkjunni á þriðjudags- kvöldum. Stjórnin. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Ferming- arbörn lesa ritningarlestra. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Gunnar Gunn- arsson og Sigurður Flosason leika. Org- anisti Björn Steinar Sólbergsson. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimilinu á sama tíma. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera kl 11. Söngur og bænagjörð í safnaðarsal. Ebbi refur og Gulla gæs koma í heimsókn. Um- sjón hafa Ásta, Sólrún og Pia. Kvöld- messa með jazzívafi kl 20.30. Prestur: Sr. Arnaldur Bárðarson. Þátttakendur á sálm- anámskeiði Gunnars Gunnarssonar syngja. Hljóðfæraleikur: Gunnar Gunn- arsson, píanó, Sigurður Flosason, saxó- fónn, Tómas R. Einarsson, kontrabassi, Halldór G. Hauksson, trommur og leika þeir í 30 mínútur á undan messunni. Kom- ið og eigið góða stund með okkur í kirkj- unni. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Fjöl- skyldusamkoma sunnudag kl. 11. Allir vel- komnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenivíkurkirkja. Kyrrðarstund mánudagskvöld kl. 20. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja. Fjölskyldusamvera fyrir allt presta- kallið með léttum söngvum, brúðuleik og lifandi þátttöku barnanna verður sunnu- daginn 20. febrúar kl. 14. Sr. Gylfi, Dagný, sr. Pétur og Inga annast stundina. For- eldrar eru eindregið hvattir til að koma með börn sín. Kyrrðarstund sunnudags- kvöld kl. 20.30. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl 14 . Organisti Torvald Gjerde. 21. feb. (mánud.) Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. ÁSSÓKN í Fellum: Kirkjuskóli á laug- ardögum kl. 11 í Kirkjuselinu í Fellabæ. Sunnudagur: Gospelmessa í Kirkjuselinu kl. 20. Allir velkomnir. VÍKUR- og KIRKJUBÆJAR- KLAUSTURSPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Kapellunni: Sunnudag- inn 20. febrúar og sunnudaginn 6. mars verður sunnudagaskóli í Kapellunni kl. 11. Umsjón með sunnudagaskólanum þessa daga hafa Eva Björk og Brian. Leikur, söngur, sögur og límmiðar. Sóknarprestur. Kirkjuskólinn í Mýrdal: Kirkjuskólinn í Mýr- dal hefur lokið starfi sínu í vetur. Samver- urnar hefjast aftur næsta haust. Þökkum fyrir veturinn. Sóknarprestur og starfsfólk kirkjuskólans. Frá prófasti Skaftafellsprófastsdæmis: Sóknarprestarnir séra Bryndís Malla Elí- dóttir á Kirkjubæjarklaustri og séra Har- aldur M. Kristjánsson í Vík, verða í leyfi frá 20. febrúar til 9. mars 2005. Sóknarprest- arnir séra Halldór Gunnarsson í Holti, s. 487 8960 og séra Einar G. Jónsson á Kálfafellsstað, s. 478 1059, munu gegna störfum fyrir þau á meðan. Haraldur M. Kristjánsson, prófastur ÞYKKVABÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Skírn. Guðspjallstexti: Blindur beiningamður. (Mark. 10) Organisti Nína María Morávek. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Skírn. Guðspjallstexti: Blindur bein- ingamður. (Mark. 10). Organisti Nína María Morávek. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sunnudagaskóli kl. 11.15. Léttur há- degisverður á eftir í safnaðarheimilinu. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar miðvikudaginn 23. febrúar kl. 11. Guð- mundur Þór Friðriksson, fulltrúi frá VÍS, kemur og fræðir okkur um öryggi barna í bílum. Kirkjuskóli í félagsmiðstöðinni mið- vikudaga kl. 13.30. Miðvikudaga kl. 18.15 á föstunni verður sérstök föstu- tíðagjörð. Sr. Gunnar Björnsson. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. Kaffi eftir messu þar sem Pálmar Þ. Eyjólfsson verður heiðraður en hann hefur nú látið af störfum sem organisti kirkj- unnar eftir 58 ára þjónustu. HVERAGERÐISKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. HJÚKRUNARHEIMILIÐ ÁS: Guðsþjónusta kl. 15.30. Drengjakórinn syngur í messu í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 20. febr. verður hefðbundin fræðsla og helgihald í Hallgrímskirkju. Að þessu sinni mun sr. Þórhallur Heimisson fjalla um Da Vinci-lykilinn á fræðslumorgni kl. 10.00. En messa og barnastarf hefst kl. 11.00. Í messunni mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir djákni hefur umsjón með barnastarfinu sem fer að hluta til fram í messunni og í safn- aðarsalnum meðan á messu stendur. Drengjakór Reykjavíkur í Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og Hörður Áskelsson verður organisti. Ferm- ingarbörn aðstoða við lestur ritning- arorða, bæna o.fl. Fjölskyldur ferm- ingarbarnanna eru hvattar til að koma til messu. Eftir messu er boðið upp á kaffi og ávaxtadrykk. Skátamessa í Grafarvogskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 20. febr- úar kl.11.00, verður skátamessa í Grafarvogskirkju en hún hefur ver- ið haldin sl.15 ár í kringum fæðing- ardag skátahöfðingjans Baden- Powell sem fæddur var 22. febrúar. Prestur: séra Vigfús Þór Árnason. Hugleiðingu flytur Guðmundur Halldór Magnússon. Organisti er Bjarni Þór Jónatansson. Skátakór- inn syngur. Barnamessur eru með hefð- bundnum hætti kl. 11.00. Tónlistarstund í Grafarvogskirkju SUNNUDAGINN 20. febrúar 2005 kl. 20.00 Flytjendur verða Maríanna Másdóttir söngkona, Unglingakór Grafarvogskirkju undir stjórn Odd- nýjar J. Þorsteinsdóttur. Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel og píanó, Jóhann Stefánsson leikur á trompet og Sigurgeir Sigmundsson á gítar. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Eftir stundina verður selt kaffi og meðlæti til styrktar ferða- sjóði Unglingakórsins. Alþingismenn lesa úr Passíusálmunum HELGISTUNDIR eru alla virka daga föstunnar kl. 18.00–18.15 í Grafarvogskirkju. Mánudaginn 21. febrúar les Mörður Árnason. Þriðju- daginn 22. febrúar les Bjarni Bene- diktsson. Miðvikudaginn 23. febrúar les Guðmundur Árni Stefánsson. fimmtudaginn 24. febrúar les Guð- rún Ögmundsdóttir. Föstudaginn 25. febrúar les Guðjón A. Krist- jánsson. Fékkst þú að vera barn? MÁLFUNDIR á vegum KFUM og KFUK, laugardaginn 19. febrúar, kl. 11–13. KFUM og KFUK býður til mál- fundar um áhrif áfalla í bernsku á fullorðinsárin. Boðið verður upp á fyrirlestra og umræður. Dagskrá: 1. Elísabet Haralds- dóttir hjúkrunarfræðingur: Hvenær er búið að slíta barnsskónum? 2. Vig- fús B. Albertsson guðfræðingur og Mth í sálgæslu: Hvaða áhrif hafa áföll í bernsku á fullorðinsárin? Er hægt að sættast við bernskuna? 3. Viðtal við Maríu Sighvatsdóttur, leikskólastjóra Vinagarðs: Hvernig líður leikskólabarninu? Fundurinn verður haldinn í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Boð- ið verður upp á léttan hádegisverð. Þátttökugjald er 500 kr. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN kemur, 20. febr- úar, verður efnt til fjölskylduhátíðar í Hafnarfjarðarkirkju. Hún hefst í kirkjunni kl.11.00. Sunnudaga- skólabörn úr báðum sunnudaga- skólum kirkjunnar koma þá saman ásamt fjölskyldum sínum. Báðir prestar hennar stýra hátíð- inni ásamt öllum leiðtogum sunnu- dagaskólastarfsins. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur og syngur og barnakórinn kemur fram undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undir- leik Önnu Magnúsdóttur. Góðgæti verður í boði í Strandbergi eftir stundina í kirkjunni. Sætaferð er frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55 og aftur til baka eftir hátíðina. Fjölskylduhátíðin er öllum opin og ánægjulegt að sem flestir sæki hana og á öllum aldri. Æðruleysismessa í Dómkirkjunni ÆÐRULEYSISMESSA verður í Dómkirkjunni sunnudaginn, 20. febrúar kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengissýkina. Ellen Kristjáns- dóttir, Eyþór Gunnarsson og Birgir Bragason sjá um tónlistina. Sr. Karl V Matthíasson flytur hug- leiðingu. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir samkomuna og sr. Hjálmar Jónsson leiðir fyrirbæn. Í æðruleys- ismessum deilum við reynslu okkar, vonum og þrá. Fundurinn verður haldinn í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Boð- ið verður upp á léttan hádegisverð. Þátttökugjald er 500 kr. Da Vincy-lykillinn í Hallgrímskirkju HVAÐ veldur forvitninni um Da Vinci-lykilinn? er heiti á fyrirlestri sem sr. Þórhallur Heimisson flytur á fræðslumorgni í Hallgrímskirkju á sunnudagsmorgun kl. 10.00. Fáar bækur, sem komið hafa út á liðnum árum, hafa vakið meiri at- hygli og vakið upp fleiri spurningar en Da Vinci-lykillinn, ekki síst spurningar um kirkju og kristni og um sannleiksgildi þeirra samsær- iskenninga sem þar eru settar fram. Séra Þórhallur Heimisson hefur kynnt sér málið sérstaklega og m.a. haldið námskeið um efnið. Á fræðslumorgninum mun hann leitast við að svara ýmsum spurningum um hvað veldur þessum mikla áhuga á umræddri bók. Góugleði í Háteigskirkju SUNNUDAGINN 20. febrúar ætla konur í Háteigskirkju að halda upp á Konudaginn með pomp og pragt. Þorvaldur Halldórsson kemur og spilar og syngur fyrir okkur. Tísku- sýning þar sem konur úr starfi kirkj- unnar munu sýna. þ.e. úr sókn- arnefnd, úr kórnum, foreldrastarfi og eldriborgarastarfinu. Hátíðin byrjar klukkan 14.00. Kvenfélagið sér um kaffiveitingar. Lukkuvinningar o.fl. Skemmtuninni lýkur með Taize-bæn í kirkjunni. Aðgangseyrir 1.000 kr. Konur fjöl- mennið. Framkvæmdastjóri KFUM & KFUK í Danmörku heimsækir Bústaðakirkju Í GUÐSÞJÓNUSTU kl. 14.00 næst- komandi sunnudag mun Kirsten Lund Larsen, framkvæmdastjóri KFUM & KFUK í Danmörku, flytja ávarp um starf KFUM & K í Dan- mörku og víðar. Stúlkna- og kamm- erkórar kirkjunnar munu leiða safn- aðarsönginn ásamt stjórnanda sínum Jóhönnu Þórhallsdóttur. Skátafélagið Garðbúar mun einnig heimsækja okkur þennan dag. Org- anisti er Guðmundur Sigurðsson. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Fundurinn verður haldinn í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Boð- ið verður upp á léttan hádegisverð. Þátttökugjald er 500 kr. Vöfflukaffi á konudegi í Langholtskirkju Í TILEFNI konudags 20. mars mun Helga Guðmundsdóttir kirkuvörður og forseti Kvenfélagsambands Ís- lands flytja hugvekju við messu í Langholtskirkju um sambandið og störf kvenna. Regína Unnur Ólafs- dóttir syngur, konur annast lestra og sungnir verða sálmar eftir konur. Karlar munu hins vegar bjóða öll- um kirkjugestum í vöfflukaffi eftir messuna. Allir velkomnir. Tónlistarguðsþjónusta í Árbæjarkirkju Á MORGUN, 20. febrúar kl.11.00,er boðið upp á tónlistaguðsþjónustu í Árbæjarkirkju. Tónlistarguðsþjónusturnar eru til þess ætlaðar að skapa fjölbreytni í guðsþónustuhaldi safnaðarins. Á sunnudag verður svokölluð Taisé tónlistarguðsþjónusta. Taizé guðsþjónustan er byggð upp á einfaldan hátt þannig að vanir og óvanir kirkjugestir eiga auðvelt með að finna sig í samfélaginu. Sungnir eru sálmar sem oftar en ekki eru ein eða tvær laglínur. Lag- línurnar eru sungnar aftur og aftur og myndast þannig hugarró. Þeir sem hafa reynt og upplifað samfélag í anda Taizé tala um að kyrrð komi á hug og sálu. Láttu á það reyna á sunnudag. Morgunblaðið/Sverrir KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.