Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 41 MINNINGAR ✝ Þuríður Sigurð-ardóttir, fyrrver- andi bóndi og hús- móðir í Hátúnum, fæddist á Hellnum í Mýrdal 6. desember 1908. Hún lést á Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri aðfaranótt 11. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar Þuríðar voru hjónin Halldóra Árnadóttir, f. 1862, og Sigurður Björns- son, f. 1858. Þuríður var yngst fimm barna þeirra. Systkini hennar voru Kristín, f. 1892, Björn, f. 1895, Gísli, f. 1898, og Árni, f. 1902, og eru þau öll látin. Þuríður giftist Þórarni Kjart- ani Magnússyni, kennara, bónda og fræðimanni, f. 19. júlí 1912, d. 14 janúar 2004. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Hreiðarsdótt- ir, f. 1874, og Magnús Þórarins- son, f. 1862, Hátúnum. Þuríður og Þórarinn áttu þrjár dætur. Þær eru: 1) Katrín, f. 1938. Eiginmað- ur hennar var Guðmundur Guð- jónsson, f. 1927, d. 2002. Börn þeirra eru Hreiðar, f. 1956 d. 1977, Valmundur, f. 1964, Mar- grét, f. 1966, Jóhanna Þuríður, f. 1968, Finnur, f. 1970, og Elín Þóra, f. 1973. 2) Sigríður Hall- dóra, f. 1939. Eiginmaður hennar er Jens Eiríkur Helgason, f. 1942. Eiga þau saman Helga Valberg, f. 1978, og Svein Hreiðar, f. 1982. Áð- ur átti hún Kára Þór, f 1965. 3) Magn- ea Gíslrún, f. 1948. Eiginmaður hennar er Magnús Pálsson, f. 1921. Dætur þeirra eru Elín Val- gerður, f. 1966, Ragnhildur Þuríður, f. 1970, Ingunn Guð- rún, f. 1971, Júl- íanna Þóra, f. 1972, Ólöf Birna, f. 1977, og Pála Halldóra, f. 1980. Þuríður var með foreldrum sín- um á Hellnum til 1909 og í Svart- anúpi í Skaftártungu til 1913, með föður sínum í Gröf í Skaftártungu 1913 til 1921, við störf í Hvammmi í Skaftártungu hjá skyldfólki sínu til 1937. Hún var á húsmæðra- námskeiði einn vetur í Vík í Mýr- dal og bóndi og húsmóðir í Hátún- um í Landbroti 1937 til 1979. Árið 1979 fluttu Þuríður og Þórarinn að Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri og héldu þar heimili. Þau sáu um sig sjálf fram að jólum 2003 er Þórarinn veikist og lést stuttu síðar. Þuríður dvaldi sitt síðasta ár á hjúkrunar- heimilinu Klausturhólum Útför Þuríðar verður gerð frá Prestbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Góðvild, kurteisi, kærleikur, finna samhljóm og nálgast alla sem jafn- ingja, burtséð frá stöðu eða hlut- verki. Eiginleikar sem elskuleg amma mín hafði. Þú varst miklum mannkostum búin, bráðgreind, traust, trygg, trú, hreinskilin, heið- arleg, gamansöm og stálminnug. Margar eru ljúfar, ógleymanlegar minningarnar og hreinasta guðs- gjöf, að hafa fengið að fylgjast að í lífinu um fjörutíu ár. Hvort og hvað við eigum val með eða örlögin út- hluta, gæti ég ekki valið mér eða óskað betri ömmu. Kærar voru þér uppeldisstöðv- arnar Skaftártungan og samferða- fólkið frá fyrstu árunum. Var ein- stakt að heyra þig segja frá gamla tímanum, frásögnin svo lifandi og skemmtileg. Að hafa átt þig að gegnum barnæskuna er ómetanlegt. Þú kenndir mér að bera virðingu fyrir dýrum og skilja að þau hefðu hugsanir og tilfinningar, umgangast skuli allar sálir menn og dýr með að- gát. Þú hafðir einstakt lag á skepn- unum og komst í samband við þær sem engir aðir höfðu lag á en þýdd- ust þig. Þú varst náttúrubarn með sérstaka náðargáfu. Mikil búkona og stórkostleg húsmóðir. Hvergi hefur maður fengið betra rúgbrauð, pönnukökur eða kjötsúpu. Alltaf sannkallað veisluborð og alúð lögð í allt og nutu þeir vel er þáðu. Þú hafðir líka gott lag á fólki og áttir ekki í skærum. Undirlægja varstu ekki og þeir sem sýndu yfirgang, áttu ekkert í þig, fáein orð en hnit- miðuð, hittu fyrir og málið dautt. Þú varst ákaflega sanngjörn og réttsýn manneskja. Væri verið að fara illa með fólk eða skepnur léstu viðkom- andi vita. Þinn andlegi styrkur og hvað þú varst alltaf minnug þar til yfir lauk er aðdáunarvert. 96 ár er töluverður aldur og standa fyrir heimili og sjá um sig til 95 er sér- stakt og hvað þið afi voruð samtaka í öllu og báruð virðingu hvort fyrir öðru er manni mikil fyrirmynd. Þið eruð manni þær fyrirmyndir og höfðuð þá eiginleika sem eftirsókn- arverðast er að ná. Þitt síðasta ár var þér erfitt og saknaðir þú mannsins er stóð við hlið þér síðustu tæp 70 ár. Var mjög leitt að þú skyldir ekki fá að vera hjá afa er hann dó. Þú barst harminn í hljóði, líkaminn var orðinn þreyttur og held ég að sumir hafi ekki gert sér grein fyrir hversu slæm þú varst orðin undir það síðasta. Þú varst svo andlega sterk. Ekki baðstu um hjálp nema nauðsynlega þyrftir, svo mikið er víst. Fyrir þína hönd get ég sam- glaðst þér að þú færð nú að fara í annan heim. Ég þakka af auðmýkt fyrir að vera afkomandi þinn, tím- ann sem við áttum saman og allar góðu minningarnar um þig. Guð geymi þig, mín ástkæra amma. Kári Þór Sigríðarson. Mig langar aðeins að minnast ömmu minnar, Þuríðar Sigurðar- dóttur frá Hátúnum. Það var alltaf gott að koma til ömmu og maður var alltaf velkominn til hennar og afa. Í raun er ekki hægt að lýsa henni ömmu eða góðmennsku hennar í svona stuttri grein sem þessari, til þess þyrfti mun meira. Amma er nú farin sömu og leið og Þórarinn afi, sem dó fyrir um ári. Þau höfðu lifað löngu lífi og áttu góða ævi. Þau voru alltaf mjög sam- rýnd og fannst mér erfitt að sjá ömmu aðskilda frá afa síðasta spöl- inn, en hún tók því af æðruleysi, sem í raun einkenndi allt hennar líf, ró- semi og æðruleysi. Á mínum yngri árum fór ég oft í heimsókn til ömmu og ræddi við hana um heima og geima. Þegar ég síðan fluttist suður urðu heimsókn- irnar færri og stopulli, oft leið lang- ur tími á milli. Þó að maður væri fluttur annað, þá fylgdist amma vel með hvað við barnabörnin vorum að gera og var alltaf með höndina á púlsinum. Amma hefur alltaf stutt vel við bakið á okkur afkomendunum og efast ég um að hún hætti því núna, þótt hún sé komin yfir móðuna miklu. Megi guð geyma þig, amma mín. Helgi Valberg. ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukk- an hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar ur Samtakanna á þessum fundi og gegndi því embætti til ársins 2001. Hann gekkst af sama krafti og fyrr fyrir því, að Samtök lungnasjúk- linga voru tekin inn í SÍBS í októ- ber 1998. Má með sanni segja, að hann hafi unnið að framgangi sam- takanna svo og að störfum sínum í hinum ýmsu nefndum í SÍBS af sama kjarki, elju og þori og hann sýndi þann dag sem samtökin voru stofnuð. Í gegnum árin hefur verið afar gott að sækja upplýsingar og hug- myndir til Jóhannesar. Hann hafði ávallt sínar skoðanir á málunum, en var gæddur þeim mikilvæga hæfi- leika að geta hlustað á skoðanir annarra og virt þær. Margar hug- myndir hans hafa komið til fram- kvæmda og margt gott af þeim hlotist. Hann var óeigingjarn á starf sitt í kynningar- og markaðs- nefnd SÍBS, og ég held að ekki sé of djúpt í árinni tekið þegar ég segi að áhrif hans á breytt Fréttabréf SÍBS hafi verið mjög mikil. Þarna kom að góðum notum þekking hans á útgáfu alls konar. Þrátt fyrir að heilsu Jóhannesar hafi hrakað mjög síðustu árin kom hann á alla félagsfundi Samtaka lungnasjúklinga sem hann mögu- lega gat og lét sig heldur ekki vanta í Opna húsið á mánudögum í SÍBShúsinu í Síðumúla. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu minningarorðum án þess að minnast á Guðlaugu Guðlaugsdótt- ur, eiginkonu Jóhannesar, stoð hans og styttu. Stuðningur hennar við Jóhannes og störf við hlið hans í öllum hans félagsmálum eru alveg einstök og fyrir það ber okkur að þakka. Það er okkar einlæga ósk að Guðlaug verði áfram jafndugleg að taka þátt í félagsstarfinu þótt skarð sé nú fyrir skildi. Jóhannes og Guð- laug eru heiðursfélagar í Samtökum lungnasjúklinga – enda eiga þau heiður skilið. Jóhannes og eftirlifandi eigin- kona hans, Guðlaug, eiga ómælda þökk allra þeirra sem hafa átt þess kost að starfa með þeim, svo og hinna, sem meðvitað eða ómeðvitað njóta ávaxta góðs og óeigingjarns starfs þeirra, bæði í þágu Samtaka lungnasjúklinga, SÍBS og uppbygg- ingarstarfs þess alls. Guðlaugu, börnum og barnabörnum vottum við okkar innilegustu samúð og kveðjum góðan dreng og afburða félaga með kærri þökk. Ingi Dóri Einarsson, formaður Samtaka lungnasjúklinga. Ég kynntist Jóhannesi Guð- mundssyni þegar ég kom til starfa á Alþýðublaðinu árið 1980. Í dag virðist óratími síðan. Alþýðublaðið var þá til húsa í Síðumúlanum og ég man vel minn fyrsta vinnudag. Jóhannes var á svæðinu ásamt Jóni Baldvin. Mér var holað niður í þrönga kytru. Þar var gömul Oliv- etti ritvél með svartan og rauðan borða. Þar var lítið segulband, sími, stóll og skrifborð. Annað ekki. „Hér er vinnuaðstaðan þín,“ sagði Jó- hannes. „Þú kannt á ritvél, er það ekki? Síminn og segulbandið eru þarna.“ Þetta lýsti vel þeirri ótrúlegu bjartsýni sem einkenndi næstu þrjú árin mín sem blaðamaður á Alþýðu- blaðinu. Jón Baldvin stýrði blaðinu eins og um væri að ræða heimsblað sem kæmi út í milljónum eintaka og þjóðin biði gersamlega á öndinni eftir hverju tölublaði. Hver rit- stjórnarfundur var þannig að nú átti að bjarga heiminum. Það átti sko að taka þennan á beinið. Brjóta þetta mál til mergjar. Fréttaskýr- ing og aftur fréttaskýring. Og húm- orinn mátti ekki vanta. Það var val- inn maður í hverju rúmi að mati ritstjórans. Helgi Már Arthursson hafði fylgt ritstjóranum á blaðið, Ís- firðingur að uppruna með jafnaðar- mann í blóðinu og næmt auga og eyra fyrir framvindu stjórnmál- anna. Ólafur Bjarni Guðnason stýrði húmorþætti blaðsins af al- kunnri snilld og kaldhæðni og síðan dró ritstjórinn að fjölda þjóð- þekktra einstaklinga sem lögðu blaðinu lið. Bryndís skrifaði gagn- rýni um leiklist sem eftir var tekið. Það var líka reyndin að ótrúlega margir landsmenn lásu þetta fjög- urra síðna, átta síðna og á mesta bjartsýnisflippinu tólf og sextán síðna blað annaðhvort með beinum hætti eða í gegnum aðra fjölmiðla. Mitt í þessu öllu hrærðist Jó- hannes Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri blaðsins. Hann var eins og aðrir á blaðinu smitaður af eldmóði ritstjórans. En þess þurfti reyndar ekki við því Jóhannes gekk fyrir eigin eldmóði sem einkenndi hann alla tíð meðan hann stóð í út- gáfumálum. Víst er að hann var ekki öfundsverður af því að reka Alþýðublaðið. En það sást ekki á þessum léttfætta og kvika manni, tággrönnum og sífellt með bros á vör. Það var nefnilega þannig að þrátt fyrir miklar vinsældir Alþýðu- blaðsins, létu peningar eitthvað á sér standa við að halda þessu afar vinsæla heimsblaði gangandi. Ef það er eitthvað sem ég man frá þessum dögum fyrir utan óbil- andi bjartsýni var það samveran með Jóhannesi Guðmundssyni á Al- þýðublaðinu. Alltaf í góðu skapi hvernig sem á gekk. Alltaf stutt í húmorinn og hláturmildur og skemmtilegur með afbrigðum. Það var oft mikið hlegið. Jafnvel þegar illa gekk þá var sko ekkert vol né væl. Á þessum þremur árum mínum með Jóhann- esi skiptust á skin og skúrir eins og alla tíð á Alþýðublaðinu. Það voru stundum bara engir peningar til. Ekki einu sinni til að greiða launin. Og þá var reynt að þrauka þorrann og góuna. Þá var reynt að borga eitthvað í skömmtum til að við hefð- um salt í grautinn. Í reynd var Jóhannes Guðmunds- son afar elskulegur og hlýr ein- staklingur sem varð með tímanum vinur og félagi. Það var eiginlega einkennandi fyrir Jóhannes að öll- um þótti vænt um hann. Ég átti við hann gott og afar gefandi samband lengi vel eftir að samvistum okkar á Alþýðublaðinu lauk. Hann var sí- fellt með nýjar og skapandi hug- myndir í útgáfumálum sem sumar hafa orðið að veruleika í annarra höndum. Mér er það t.d. minnis- stætt að hann átti hugmyndir að dagskrám sjónvarps- og útvarps- stöðvanna sem sérstakar útgáfur áður en öðrum datt í hug að gera svo vel við þetta efni. Það sannast í þessu að þeir njóta sjaldnast eld- anna sem kveikja þá. Þegar ég hugsa til baka er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Jóhannesi Guðmundssyni og mannkostum hans. Ég sendi fjölskyldu hans samúðarkveðjur og bið almættið að blessa minningu þessa góða drengs. Þráinn Hallgrímsson. Jóhannes Kr., vinur minn til langs tíma, hafði hæfileika til að virkja fólk og vekja áhuga þess á viðfangsefnum; sjálfur látlaus upp- spretta hugmynda; skarpgreindur, hæverskur, hjálpsamur og orðheld- inn – og sölumaður af guðs náð. Jó- hannes var framkvæmdamaður með kraft og verkstjórn sem fáum er gefin. Á meðal hugmynda hans var útgáfa mikils og merkilegs fagrits um stjórnun ,,Handbók stjórnand- ans“. Jóhannes lét ekki þar við sitja heldur skipulagði félagsskap at- vinnustjórnenda ásamt starfsfélaga sínum, Birnu heitinni Eyjólfsdóttur, og sleppti ekki hendinni af fé- lagsskapnum fyrr en hann hafði starfandi stjórn. Jóhannes gaf einn- ig út ritið ,,Heilsugæsla heimil- anna“. Um og upp úr 1980 var Jóhannes framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins og Helgarpóstsins og eins víst er að hvorki hefur það verið einfalt né auðvelt starf. En Jóhannes var sama lipurmennið í samskiptum við starfsfólk, stuðningsaðila, lánar- drottna sem í viðskiptum við póli- tískar prímadonnur. Í ,,gúrkutíð- inni“, líklega sumarið 1981, þótti Jóhannesi Alþýðublaðið óvenju- dauft og leitaði til mín um að skrifa dulnefnisdálk sem gæti hrært upp í pólitískri umræðu. Engir nema við tveir skyldu vita deili á höfundi. Dulnefnið var Loki (Laufeyjarson). Pistlana sótti Jóhannes til mín. Við hlógum dátt þegar menn ærðust út í Loka í Þjóðviljanum – töldu að þar skrifaði einhver ,,mektarmað- ur“ en ekki strákhvolpur sem ekki hafði hundsvit á pólitík. Upp úr 1990 gerðist Jóhannes einn af frumkvöðlum upplýsinga- væðingarinnar og stofnaði, ásamt Birnu Eyjólfsdóttur, fyrirtækið Strax sem sérhæfði sig í gerð nafnalista og markpósti. Það hafði m.a. yfir að ráða fullkomnum sjálf- virkum tækjum sem vélvæddu frá- gang markpósts. Hér sem áður var Jóhannes frumkvöðull þótt farinn væri að heilsu. Við hittumst síðast á Reykjalundi 1997 þar sem hann hafði verið í endurhæfingu eftir að- gerð en ég að hefja mína. Við Sig- rún vottum Guðlaugu, börnum þeirra og aðstandendum samúð okkar. Minning um góðan dreng mun geymast. Leó M. Jónsson. Það er undarlegt en satt, að hafa gengið í skóla án þess að vita af því og hafa um leið afar gaman af hverri mínútu námsins. Þannig var háttað samskiptum mínum við heið- ursmanninn Jóhannes Kr. Guð- mundsson, fyrrum framkvæmda- stjóra Alþýðublaðsins og athafnamann með meiru, sem kvaddi þetta jarðlíf á dögunum eftir erfið veikindi. Ég lærði margt og mikið af þeim góða manni í gegnum tíðina. Það var einfaldlega ekki hægt annað en hrífast af þessum sumpart hlédræga manni, sem jafn- framt var svo stórhuga og síkvikur í hugsun. Og lét svo líka verkin tala. Ég átti þess kost að vera sam- starfsmaður Jóa, eins og við vinir og samferðamenn kölluðum hann jafnan, á Helgarpósti, á Alþýðu- blaðinu og í Alþýðuflokknum um langt árabil. Það var sannkallaður lífsins skóli að njóta vináttu Jóa og eiga þess kost að skiptast við hann á skoðunum um hvaðeina sem á dagana dreif. Hann var ótæmandi fjársjóður á heilræði til okkar starfsmanna blaðanna og samherja í pólitíkinni. Kom ósjaldan með nýja sýn á viðfangsefni samtímans og oft með nýstárlegar og róttækar hugmyndir um það sem betur mætti fara í samfélaginu. Jói var alla tíð gegnheill jafn- aðarmaður. Hann bar hag þess fólks fyrir brjósti, sem átti á bratt- ann að sækja af ýmsum ástæðum. Ekki var hann þó þeirrar gerðar sem jafnaðarmaður, að ríkið ætti fyrir öllum að sjá og allt að um- vefja. Nei, hann var hægri krati og frjálslyndur, þegar gangverk at- vinnulífsins var annars vegar, en vinstri velferðarkrati hins vegar þegar samfélagsþjónusta við al- menning var viðfangsefnið. Jói var opinn og ævinlega vak- andi fyrir nýjum hugmyndum, ekki síst á vettvangi útgáfumála. Ég minnist þess þegar hann réðst í út- gáfu tímaritsins TV, sem var eins konar örtímarit um daginn og veg- inn, en sjónvarps- og útvarpsdag- skrá meðfram. Þar ruddi hann brautina fyrir öðrum sem fóru síðar í hinn sama farveg í tímaritsútgáfu. Það var nefnilega æði oft hans hlut- skipti að ríða á vaðið og tala fyrir nýjum hugmyndum og jafnvel framkvæma þær. Oft féllu þær í fyrstu í grýttan jarðveg, en gjarnan varð það þannig þegar frá leið, að allir vildu Lilju kveðið hafa. Ég þakka af heilum hug, að hafa notið vináttu Jóhannesar Guð- mundssonar í 25 ár. Hans verður minnst um ókomna tíð í hópi jafn- aðarmanna sem eins hinna áhrifa- miklu í þeirra hópi. Ekki vegna þess að hann hafi verið hrópandi á torgum eða með hávaða á fundum, heldur vegna þess að með hógværð, eðlisgreind, hjartahlýju, hugmynda- auðgi og dugnaði hafði hann ómæld áhrif á alla samferðamenn sína og um leið á samtök jafnaðarmanna og þeirra pólitík um áratugaskeið. Guðlaugu, eiginkonu Jóa, börnum hans og stórfjölskyldunni allri, sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningar um vandaðan og góðan mann milda sára sorg og söknuð. Guðmundur Árni Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.