Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI St. Louis | ,,Hátíðin var frábær, ís- lensku fiskréttunum var mjög vel tek- ið, áheyrendur kunnu sérlega vel að meta tríóið Guitar Islancio og við fengum meiri háttar umfjöllun í fjöl- miðlum,“ sagði Hlynur Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandic USA, dótturfélagi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bandaríkjunum, að lokinni þriggja daga Íslandskynningu í St. Louis um liðna helgi. Icelandic USA og aðstandendur markaðsverkefnisins Iceland Nat- urally í Bandaríkjunum skipulögðu hátíðina í samvinnu við Dan Kopmen, framkvæmdastjóra Schlafly Tap Room í St. Louis. Djasstríóið Guitar Islancio (Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson) skemmtu gestum daglega í Schlafly Tap Room og kom einnig fram í menningar- miðstöðinni Focal Point Arts Center. Völundur Snær Völundarson kokkur, sem rekur veitingastaðinn The Ferry House Restaurant í Freeport á eyj- unni Grand Bahama, framreiddi fisk- rétti og þrír þeirra voru á matseðli Schlafly Tap Room meðan hátíðin stóð yfir. ,,Réttirnir slógu í gegn og sérstaklega plokkfiskurinn,“ sagði Hlynur. Fox sjónvarpsstöðin var með 15 mínútna langan þátt um Ísland í til- efni hátíðarinnar og ræddi meðal ann- ars við Völund Snæ eða Worly eins og hann er kallaður vestra. Hátíðinni voru einnig gerð góð skil í útvarps- stöðvum og dagblöðum. ,,Umfjöllunin var mikil og mjög jákvæð,“ sagði Hlynur. Þetta er fyrsta Íslandskynningin í St. Louis og sagði Pétur Þ. Óskarsson, viðskiptafulltrúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, að hugsanlega yrði framhald á á næsta ári. Vel heppnuð kynning á fiskréttum í St. Louis Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Lykilmenn í St. Louis F.v.: Hlynur Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Ice- landic USA, Hannes Heimisson, aðalræðismaður Íslands í New York, Pétur Þ. Óskarsson, viðskiptafulltúi á aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, Dan Kopmen, framkvæmdastjóri Schlafly Tap Room, og Eric Sigurdson, eigandi kleinuhringjakeðjunnar Krispy Kreme í St. Louis og Chicago. Djasstríóið Guitar Islancio Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Björn Thoroddsen skemmtu gestum í St. Louis um liðna helgi. Manitoba |Páll Jensson, prófessor við verkfræðideild Há- skóla Íslands, og Örvar Jónsson, nemandi hans, eru að byrja að kanna arðsemi flutninga, einkum flutning á korni, frá miðvesturfylkjum og -ríkjum Kanada og Bandaríkj- anna til Evrópu og Afríku með Churchill í Manitoba sem útskipunarhöfn og Ísland sem birgðastöð. Verkefnið er meistaraverkefni við HÍ og tekur um átta mánuði. Fyrir nokkrum árum veltu menn því fyrir sér hvort hag- kvæmt væri að flytja korn frá Kanada til Evrópu með því að sigla með það þrjá til fjóra mánuði á sumrin frá Churchill í Manitoba til Íslands og þaðan til markaða á meginlandi Evrópu. Margir hafa kannað málið frá ýmsum hliðum og meðal annars taldi rússneska ríkisstjórnin fyrir um ári að nú væri rétti tíminn til að koma á vöruflutningum milli Murmansk í Rússlandi og Churchill, því rannsóknir hafi sýnt að flutningaleiðin væri sú hagkvæmasta milli Mið-Norður-Ameríku og Norður-Evrópu. Sveinn Arnbjörnsson, flugmaður í Manitoba, hefur flog- ið reglulega til Churchill í mörg ár og viðrað hugmyndina um flutninga þaðan til Evrópu um Ísland við marga. Bændur og fleiri í Miðvestur-Norður-Ameríku af íslensk- um ættum hafa haldið hugmyndinni á lofti undanfarin ár og bent á að gríðarlega mikið af korni og öðru fari um lang- an veg með járnbrautum til austurstrandar Kanada og Bandaríkjanna. Þetta séu tímafrekir flutningar og dýrir en með því að fara um Churchill megi ætla að kostnaðurinn minnki þar sem flutningstíminn styttist. Páll segir að Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, hafi sýnt málinu mikinn áhuga og stuðning auk þess sem Útflutningsráð, Manitobafylki, Samskip og Hafnarfjarðarhöfn hafi stutt það. Því hafi verið ákveðið að stofna til 30 eininga meistaraverkefnis við verkfræðideild Háskóla Íslands, en um sé að ræða um átta mánaða vinnu til þess að rannsaka umræddan möguleika og kanna arð- semi hugmyndarinnar. ,,Við erum rétt að byrja,“ segir Páll. Tvímenningarnir fóru til Churchill í liðinni viku til að kanna aðstæður og ræða við heimamenn um verkefnið. Þeir hittu m.a. Michael Spence, bæjarstjóra í Churchill, og Michael J. Ogborn, framkvæmdastjóra OmniTRAX, sem rekur járnbrautina til Churchill. ,,Við höfum fengið mjög góðar viðtökur og greinilegt er að mikill áhugi er á málinu, ekki síst í Churchill,“ segir Páll. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartss Á milli funda í Manitoba Frá vinstri: Michael J. Og- born, framkvæmdastjóri OmniTRAX, Atli Ásmunds- son, aðalræðismaður í Winnipeg, Örvar Jónsson meist- aranemi og Páll Jensson, prófessor við verkfræðideild Háskóla Íslands. Kanna hagkvæmni flutn- inga um Churchill og Ísland Stonewall | Fyrsta keppnin til minn- ingar um Fálkana og árangur þeirra 1920 þegar þeir urðu fyrstu ólympíu- meistararnir í íshokkí fór fram í Stonewall í Manitoba á laugardags- kvöld. Atli Ásmundsson, aðalræðis- maður Íslands í Winnipeg, hóf leikinn og afhenti sigurvegurunum glæsileg- an farandbikar sem Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands gaf til að halda árangri Fálkanna á lofti. Alþjóðlegt 10 liða íshokkímót fyrir lið skipuð leikmönnum 17 ára og yngri, World Under 17 Hockey Chal- lenge, var haldið í Stonewall og Selk- irk um áramótin 2001/2002 og var það tileinkað vestur-íslenska liðinu Fálk- unum eða The Winnipeg Falcons, sem keppti fyrir hönd Kanada á Ól- ympíuleikunum í Antwerpen í Belgíu 1920 og varð ólympíumeistari. Thom- as A. Goodman, sem er af íslenskum ættum, var formaður skipulags- nefndar mótsins og óskaði eftir því við Eið Guðnason, þáverandi aðal- ræðismann Íslands í Winnipeg, að Ís- land tengdist mótinu á einhvern hátt. Eiður hafði samband við Ellert B. Schram, forseta ÍSÍ, sem tók vel í beiðnina og gaf ÍSÍ stóran bikar til keppninnar. Hins vegar sá Íshokkísamband Kanada um öll verðlaun og var bik- arinn því geymdur en ekki gleymdur. ,,Ég vildi nota bikarinn á einhvern hátt til að minnast Fálkanna og nið- urstaðan varð þessi árlegi leikur um Fálkabikarinn milli ungmennaliðsins Stonewall Jets og bandaríska há- skólaliðsins MSU Bottineau Lumber- jacks frá Norður-Dakóta,“ segir Thomas Goodman og bætir við að hugarfar leikmanna Jets sé eins og það hafi verið hjá Fálkunum. ,,Þetta eru strákar sem hafa alist upp saman og leikið hokkí frá unga aldri, fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Margir Kanadamenn eru í bandaríska liðinu og strákar af íslenskum ættum leika með báðum liðum.“ Atli Ásmundsson og Lockie McLean, bæjarstjórnarmaður í Stonewall, fluttu ávörp fyrir leikinn og eftir að Ashley Klimpke hafði sungið þjóðsöngva Kanada og Banda- ríkjanna hóf Atli leikinn með því að henda pökknum á ísinn og lét fyrirlið- ana um að kljást um hann. Gestirnir höfðu þó nokkra yfirburði í leiknum og unnu 4:1. Þegar Atli afhenti þeim farandgripinn minnti hann leikmenn- ina á söguna á bak við bikarinn og keppnina og bað þá um að hafa hana í minni, en í ávarpinu fyrir leik flutti hann kveðju frá ÍSÍ og rakti sögu Fálkanna í stórum dráttum. Fálkabikarinn af- hentur í fyrsta sinn Gimli | Vélsleðamenn í Manitoba settu Kanadamet á Winnipegvatni á laugardag, þegar þeir mynduðu 320 vélsleða langa röð og óku þannig á ísnum í um klukkutíma. Í metliðinu voru meðal annars tveir Kanadamenn af íslenskum ættum. ,,Þetta var hressandi og skemmtilegt,“ sagði Jónas Ein- arson frá Vatnsnesi í Árnesi, skammt fyrir norðan Gimli, en hann var einnig í metliðinu 2002. Á sleðanum fyrir aftan hann var mágur hans, Einar U. Einarson frá Gíslastöðum í Hnausa. ,,Hug- myndin var að slá heimsmetið en vegna kuldans komu færri en til stóð,“ bætti Jónas við. Takmarkið var að fá 820 vél- sleða í röðina og komast þannig í heimsmetabók Guinness. Útlitið var gott fyrri hluta vikunnar en síðan kólnaði og þó nokkur vind- ur gerði fólki erfitt fyrir að vera úti. Annað markmið var að safna peningum til sjúkdómarannsókna og söfnuðust meira en 23.000 dollarar eða ríflega 1.100 þúsund kr. Vestur-Íslendingar í metliði Chicago | Frón, Íslendinga- félagið í Chicago í Bandaríkj- unum, hélt árlegt þorrablót sitt um liðna helgi og ætla má að félög vestra verði með þorrablót um hverja helgi fram í byrjun apríl. Íslenskur þorramatur var á borðum í veislunni og fór hann vel í flesta en sumum heimamönnum þótti hákarl- inn of sterkur og hrúts- pungarnir og sviðasultan ekki sérstaklega aðlaðandi. Það kom samt ekki í veg fyrir að menn fengju sér vel að borða og nytu veitinganna. Um 50 manns sóttu þorra- blótið og þar á meðal voru sérstakir gestir frá Íslandi, Anna Björk Guðbjörnsdóttir og Almar Grímsson, forseti Þjóðræknisfélagsins. Happdrætti félagsins var á sínum stað og að þessu sinni fékk Gunnar Thors flest verðlaun og þar á meðal áskrift á Netinu að Lögbergi-Heimskringlu. Leah Schildknecht og Brynhildur Porter fögnuðu hins vegar manna mest þegar þær unnu sína ferðina hvor með Icelandair til Íslands og til baka. Þorrablótin loks byrjuð vestra Brynhildur Porter og Leah Schildknecht unnu hvor sína ferðina með Icelandair til Íslands og til baka. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Eric Sigurdson frá St. Louis og Marc Johnson frá Chicago gáfu tóninn í söngnum. Anna Björk Guðbjörnsdóttir og Almar Grímsson, forseti Þjóðræknisfélags- ins, komu frá Íslandi á þorrablótið. Veistu hvernig þjónustubyggingar í Gufuneskirkjugarði verða í framtíðinni? Komdu á hönnunarsýninguna á 4. hæð Perlunnar sem opin er alla daga frá 2. febrúar til 2. mars. KIRKJUGARÐAR REYKJAVÍKUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.