Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er oft skammt stórra högga á milli. Maja systir dó 14. jan. Nú dó Una systir fimmtudaginn 3. feb.. Hún var önnur í röðinni af átta systkinum. Nú eru aðeins fjögur eft- irlifandi. Foreldrar okkar fluttu úr Þykkvabænum upp í Vetleifshrepps- hverfi 1923. Hún var tápmikil telpa og var á tíunda ári ’27 trúað fyrir því að líta eftir ungbarni sem var fætt 3. nóv. ’26 (innan við ársgömlu) og líta eftir mér og systur minni sem vorum fæddar ’21 og ’23 meðan móðir okkar fór á engjar á milli mála. Eitt sinn gerði svo mikinn jarð- skjálfta að hún fór út úr bænum með börnin og sat úti á garðvegg þar til móðir okkar kom af engjum til að mjólka kýrnar og gera helstu verkin. Það var dáðst að því hvað henni vannst þetta vel úr hendi svo ungri manneskju. Una var mjög kirtlaveikur ungling- ur en hálskirtlarnir grófu út en ekki inn, þar af leiðandi var hún lítið eitt lotin í herðum og bar ör eftir það til dauðadags. Um fermingu var hún far- in að sauma föt á sig, auðvitað í fyrstu með hjálp mömmu. Kjólar og blússur voru ýmist með slá eða hálsmálið tek- ið saman með flauelsbandi eða krækju og af forsjálni hennar bar ekkert á því, vegna handlagni hennar að hylja þau lýti. Það kom í hlut Unu að segja yngri systkinum sínum til í lestri þó að skólaganga hennar væri ekki löng því á þeim árum var bara farkennsla. Á unglingsárum orti hún margar UNA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Una Magnúsdótt-ir fæddist í Stóra-Rimakoti í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu 23. okt 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 3. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árbæjar- kirkju 11. febrúar. kersknisvísur sem voru ekki beint særandi en hún flíkaði því ekki eftir að hún var uppkomin. Una var sautján ára þegar hún fór ásamt eldri systur sinni á ver- tíðartíma til Vest- mannaeyja til föður- systur okkar sem var í sambúð með Jóni Ein- arssyni sem gerði út bátinn Höfrung því Jón hafði vermenn sína í húsnæði og fæði og þjónustu og hefur því verið margt að starfa á svo fjölmennu heimili og að auki verkuðu hún og húsmóðirin sundmaga sem þóttu góð söluvara. En systir hennar vistaðist á annað heimili. Í vertíðarlok kom hún heim í viku eða svo og fór eftir það að Hárlaugsstöðum til Erlends Jónsson- ar vegavinnuverkstjóra en kom svo heim um sláttinn ásamt eldri systur- inni og hélst sá háttur þar til foreldrar okkar fluttu suður ’46. Veturinn ’39 fór hún í vist til Reykjavíkur frá okt. til 14. maí í annað skiptið til kjarna- konu við Tryggvagötu. Síðar á Hall- veigarstíginn hjá Jón Leví gullsmíða- meistara og þegar helstu heim- ilisverkin voru búin þá hjálpaði hún til á verkstæðinu og þótti liðtæk þar líka. Á stríðsárunum fóru þrjár elstu syst- urnar að vinna á matstofu hersins (W.M.C.A.) og þótti dugnaðurinn svo mikill hjá Unu að henni var falið að stjórna annarri vaktinni því þar var mikill handagangur í öskjunni því þar var enginn kokkur. Þær fóru síðar fjórar systurnar að vinna fyrir Sláturfélag Suðurlands á Skúlagötunni og síðar fóru sumar að vinna hjá Ísbirninum. Verkstjóri þeirra Viggó Jóhannesson leigði þeim íbúð á Jófríðarstöðum við Kapla- skjólsveg sem var eitt herbergi og pínulítið eldhús undir súð en þó pláss- ið væri ekki meira var aldrei amast við að hýsa gesti, móður okkar og föð- ursystur þegar þær komu í bæinn og okkur yngri systurnar þegar við kom- um í bæinn. Í tvö og hálft ár vann hún á matstofunni Gullfoss hjá Axel Sig- urðssyni ásamt systrum sínum nema þeirri yngstu. Árið 1948 til ‘51 eða ’52 vann hún á Baldursgötu 9 í leikfanga- gerð hjá Eyjólfi Jóhannssyni. Eftir það fór hún að vinna hjá Jóhanni Friðrikssyni sem rak Kápuna h/f. Þar var hún alveg á réttri hillu því hand- lagni var henni í blóð borin. Þar vann hún þar til hún hóf búskap og giftist Kristni Ingvari Ásmundssyni pípu- lagningamanni. Fyrstu árin bjuggu þau Kristinn í Mjóuhlíð 12, leigðu hjá Ingu systur Erlends á Hárlaugsstöðum og manni hennar Guðmundi Guðjónssyni. Síðar keyptu þau íbúð á Hlíðarvegi. Börn þeirra eru Þórdís, f. ’56, og Magnús Smári, f. ’59. Una átti einn son fyrir, Jack Unnar, f. ’43. Þau seldu íbúðina á Hlíðarveginum og keyptu stórt ein- býlishús í Heiðarbæ 7 sem Kristinn innréttaði að öllu leyti ásamt öllu múrverki. Handlagnin nýttist þar ekki síður en við pípulagnirnar. Heimilið var alveg stórglæsilegt. Þau voru einstaklega samtaka að prýða í kringum sig. Það var gaman þau heim að sækja því gestrisnin var mikil. Þegar börnin voru af unglingsaldri vann hún um tveggja ára skeið hjá Ábreiðum h/f hjá Þórunni Hansdótt- ur sem framleiddi rýjateppi, rúm- teppi og gluggatjöld. Í orðastað Unu vil ég hafa þessi vers: Ég þakka heitt af hjarta hvern sólargeislann bjarta sem vinir veittu mér. Ég bið þeim guð að gjalda um dvöl um aldur alda í dýrðar vist hjá sjálfum þér. Ég halla höfði mínu að hjarta, Jesú, þínu þá sofna ég sátt og rótt. Ég veit þín augu vaka og vara á mér taka. Gef mér og öllum góða nótt. (G.P.) Ég kveð þig, elsku systir. Friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég votta Kristni, börnum þeirra, tengdabörnum og öðrum ástvinum innilega samúð mína. Þóra Magnúsdóttir. ,,Nú er allt svo sorglegt. Nú verður aldrei gaman aftur.“ Þetta voru fyrstu viðbrögð lítils freknótts snáða þegar honum var sagt að langamma Inga á Skútu- stöðum væri dáin. ,,Nú er allt svo sorglegt.“ Þannig líður mér þegar ég hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig aftur, elsku amma. Þá fyllist hugur minn sorg og tóm- leika. Innst inni veit ég samt að það er óþarfi því að nú varst þú sjálf tilbúin að fara og þú gafst okkur svo margt til að minnast þín. Ég bý yfir svo mörgum fal- legum minningum um þig. Minn- ingum sem munu alltaf vera órjúf- anlegur hluti af mér og lífi mínu. Ég man hvernig við krakkarnir vorum vön að miða okkar eigin vaxtarkippi við hvað við náðum þér langt uppá brjóst. Hvernig þú hlóst að okkur og hafðir gaman af vitleysunni. Ég man líka öll skiptin þegar mamma og pabbi skruppu á hjóna- ball eða þorrablót og þú gættir okkar krakkanna. Þá settist þú á rúmstokkinn hjá okkur og sagðir endalausar sögur af týndum prins- essum og ráðagóðum kotbænda- sonum. Svo söngst þú fyrir okkur gamlar vísur; seiðandi, ótrúlega svæfandi, rödd sem fylgdi okkur inn í land draumanna og festi þar rætur sínar djúpt í barnssálum okkar. Þú bakaðir líka heimsins besta bakkelsi. Hveitibrauð, hjónabands- sælu og vínabrauð. Best af öllu var þó súkkulaðikakan þín með litríku skrautperlunum. Þessu lostæti sporðrenndum við krakkarnir við eldhúsborðið hjá þér með glasi af ískaldri mjólk. Í huga mínum á ég líka ljóslif- andi mynd af þér í eldhúskróknum heima hjá mömmu og pabba. Í hvít- og gulköflóttri skyrtu. Með sígarettuna í annarri hendi og kaffibollann í hinni. Ræðandi mál- in. Bókmenntir eða ættfræði. Segj- andi frá. Kannski æskudögunum heima á Ósi. Hvernig nafnið þitt ákvarðaðist af draumi sem lang- ömmu Aldísi dreymdi á meðan hún bar þig undir belti. Ferðum ykkar systkinanna í fjöruna aftan við bæ- inn. Farkennslunni. Tímanum í bakskólanum og saumastofunni í Reykjavík. Draumnum um list- nám. Kynnum ykkar afa Yngva. Silfurbrúðkaupinu. Lífinu í ,,gamla daga“. Þegar afi, Óli og Jónki voru úti á engjum að slá og þú fórst út á vatn að vitja um netin. Ein með tvíburana sem þú bast við þóftina svo þeir dyttu ekki út úr. Kirkju- INGVELDUR Ó. BJÖRNSDÓTTIR ✝ Ingveldur ÓlafíaBjörnsdóttir, húsfreyja á Skútu- stöðum, fæddist á Ósi í Skilmanna- hreppi 10. febrúar 1919. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga á Húsavík 9. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skútustaða- kirkju 15. janúar. ferðum þegar Mý- vetningar komu ríð- andi til messu heim að Skútustöðum. Eða þegar pabbi og Kiddi, þessir stráklingar sem þeir þá voru; fundu pela í hesthús- inu eftir slægjufund í gamla Þinghúsinu og urðu blindfullir af. Þú hafðir frá svo mörgu að segja og þú varst ekki síðri í að hlusta. Hvort sem ég var hamingjusöm, ráðvillt eða sorgmædd þá gat ég leitað til þín. Og eina nóttina þegar ég átti ekki einu sinni orð til að segja hvað angraði mig þá var faðmur þinn það sem þú veittir mér og ég þurfti ekki á öðru að halda. Þú gekkst í gegnum svo margt, elsku amma og alltaf varstu svo dugleg og svo sterk. Þegar aðrir eygðu enga von þá sýndir þú og sannaðir með viljastyrk þínum og dugnaði að það er alltaf von. Allt- af. Svo kom að því fyrir þó nokkr- um árum síðan að þú fórst að gefa okkur í jóla- og afmælisgjafir hluti sem þér þótti vænt um. Þú sagðir með hispursleysinu, sem einkenndi þig svo mjög, að þú vildir sjálf út- býta þessum munum áður en þú féllir frá. Þetta voru gjafir sem við tókum á móti með þakklæti, virð- ingu og sting í hjartanu. Af sama hispursleysi sagðir þú okkur hvaða lög þú vildir láta spila við jarð- arförina þína og við hlustuðum og lögðum á minnið en vildum ekki hugsa lengra en það. Svona und- irbjóst þú þig og okkur undir það óumflýjanlega. Smám saman. Hægt og hægt. Eins og ekkert væri eðlilegra. Sjálfsagðara. Og þannig var það líka. Elsku amma. Ég er svo glöð yfir því að ég skyldi vera heima á Skútustöðum þennan síðasta mán- uð. Ég er svo glöð yfir því að ég og börnin mín skyldum fá tækifæri til að vera hjá þér, tala við þig, sitja hjá þér. Halda í höndina á þér, kyssa þig, faðma og að lokum kveðja. Elsku amma, þú varst svo stór og mikilvægur hluti af lífi mínu og ég trúi því og veit að þú ert það ennþá og munt alltaf verða. Þú lif- ir áfram í öllu hér á Skútustöðum. Í bænum og öllum fallegu hlut- unum sem þú skapaðir. Í sögunum sem þú sagðir okkur og í vísunum sem þú söngst fyrir okkur. Þú lifir áfram í okkur, fólkinu þínu. Því „… anda sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið“. Elsku amma. Nú ertu komin til Aldísar langömmu og Björns lang- afa. Til afa Yngva og afa Lalla. Til Rósu og Dúddíar. Til Ragnars og Sigurjóns. Til Jónka. Ég veit þér líður vel. Og nú kveð ég þig eins og þú kvaddir mig svo oft: „Blessi þig heillin mín.“ Takk fyrir allt. Ástarkveðjur. Þín Aldís. ✝ GuðmundurFinnbogi Hall- dórsson fæddist á Tyrðilmýri á Snæ- fjallaströnd við Ísa- fjarðardjúp 14. mars 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 29. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Borgarsson, f. 9. apríl 1891, d. 10. ágúst 1971 og Svava Guðmundsdóttir, f. 2. apríl 1903, d. 25. maí 1944. Systkin Guðmundar eru Rannveig, f. 30. foreldra stað. Til Ísafjarðar flytur hann 26 ára gamall. Guðmundur var kvæntur Maríu Ólafsdóttur frá Ísafirði, f. 30. ágúst 1925, d. 9. júlí 1993. Guðmundur og María tóku að sér tvo fóstursyni, þeir eru: a) Páll Arnór Sigurðsson, f. 11. mars 1953. Börn hans og Hjördísar Jafetsdóttur, f. 27. júlí 1949, eru Sigurður Páll, Jafet og Ósk. Páll á einnig soninn Einar Emil. b) Óskar Rúnar Samúelsson, f. 10. apríl 1960, kvæntur Dagnýju Viggósdóttur, f. 17. febrúar 1965, börn þeirra eru Hafdís María, Guð- mundur Ingi og Þórarinn Kristinn. Guðmundur var sjómaður, var iðulega kokkur og vann almenn verkamannastörf í landi, en lengst af var hann vélstjóri á Djúpbátnum Fagranesinu. Guðmundur var jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 5. febrúar. ágúst 1921, d. 2. júlí 1973, Óskar 12. júní 1930, d. 5. júní 1987, Borgar, f. 19. maí 1932, d. 5. júlí 2002, Elísa, f. 3. júní 1936, d. 20. janúar 1945, Bjarni, f. 5. júlí 1938, d. 21. mars 1971 og Sigvarður, f. 27. júní 1940. 12 ára fór Guð- mundur í fóstur að Bæjum og var þar í tvö ár, fór síðan í Æðey til þeirra systkina Ás- geirs, Sigríðar og Halldórs, og gengu þau honum í Það er margs að minnast þegar vinir og velgerðarmenn kveðja. Fyrir mörgum árum þurfti ég að fara til Reykjavíkur og nauðsynlega þurfti ég að koma fyrir þriggja mán- aða dreng. Mér var ekki ljóst hve lengi ég þurfti á hjálpinni að halda því að ég var að fara í lækniserindum með dóttur mína. Ég reyndi fyrir mér á nokkrum stöðum en það gekk ekki, allt í einu dettur mér í hug Gummi og Mæja konan hans. Ég ræddi þetta við Gumma vin minn og var vel í þetta tekið og til þeirra fór Smári minn og það er óhætt að segja að þar leið honum vel. Gummi fylgd- ist með honum þó úr fjarlægð væri og alltaf þegar við hittumst spurði hann mig hvernig gengi hjá honum. Og nú þegar hann lá sína síðustu legu spurði hann mig eftir Smára þó helsjúkur væri, ég sagði honum að allt gengi vel, þá brosti Gummi þessu sérstaka brosi sínu og sagðist biðja að heilsa honum. Það voru hans síð- ustu orð við mig, því meðan ég fór of- an í kirkju að fylgja bónda úr Djúp- inu kvaddi Gummi þetta jarðneska líf sem hékk á bláþræði. Ég á margar góðar minningar um þá menn sem sóttu til okkar mjólk í Djúpinu og komu með vörur og póst. Það var oft erfitt, enginn vegur og oft mátti litlu muna að við úr Laug- ardalnum næðum út á Ögurbryggju á tilsettum tíma til að koma mjólk- inni í Djúpbátinn sem kom tvisvar í viku. Þetta var oft harðsótt á báða bóga, bæði hjá þeim mönnum sem þurftu að fara þessa leið til að koma vörunni frá sér og eins hjá þeim á Djúpbátnum sem þurftu að fara á hverja höfn, hringinn í kringum Djúpið, með póst og annan varning. Aldrei heyrði ég eitt æðruleysisorð frá Gumma á hverju sem gekk og þannig fólk er vandfundið, Gummi og Mæja tóku tvo drengi og ólu þá upp og óhætt er að segja að það hafi verið gert eins vel og þau hefðu átt þá sjálf. Ég hef séð tvo litla drengi koma hlaupandi en hljóða með pabba sín- um Óskari til að heimsækja Gumma, ég held á hverjum degi og ég er viss um að það hafi glatt hann mikið. Það var Gumma, eins og hann var jafnan kallaður, ómetanleg ánægja að hugsa um þá sem minna máttu sín. Hann var einstaklega barngóður og það er sá neisti í hverri mannssál sem er betra en flest annað. Börnin muna lengi framkomu annarra í sinn garð og það er öllu ofar að þar sé vel sáð. Þennan skilning og þetta ástríki átti Gummi nóg af. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. (Sig. Jónsson frá Arnarvatni.) Þakka fyrir samfylgdina Ragna á Laugarbóli. GUÐMUNDUR F. HALLDÓRSSON Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBRANDUR SIGURGEIRSSON, Furulundi 3c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laug- ardaginn 12. febrúar. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurlaug Jakobsdóttir, Gunnar Guðbrandsson, Margrét Jóhannsdóttir, Matthildur Guðbrandsdóttir, Baldur Björnsson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, Björn Eiríksson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.