Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 25 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Hveragerði | Fimmtán manna hópur fimleikakrakka úr Hveragerði gerði góða ferð á Íslandsmót Fimleika- sambands Íslands í Vestmanna- eyjum um síðustu helgi. Þetta litla félag kom heim með tvo Íslands- meistaratitla og fjölda annarra verð- launa. Elín Guðmundsdóttir, gjald- keri fimleikadeildar Hamars og fimleikamamma, er afar ánægð með árangurinn. Auk þjálfara og keppenda fóru tíu foreldrar með til Eyja og höfðu mikla ánægju af. Í keppninni á laug- ardag unnu átta Hamarsmenn sér rétt til að taka þátt í Íslandsmótinu á sunnudag. Þar náðu margir góðum árangri og tveir urðu Íslandsmeist- arar, Hjördís Jóhannsdóttir í þriðja þrepi stúlkna og Daði Rafn Brynj- arsson í þriðja þrepi pilta. Auk góðs árangurs í keppninni fengu krakkarnir úr Hveragerði hrós fyrir góða hegðun og umgengni í veislu og kvöldvöku sem fram fór í Höllinni á laugardagskvöldið. „Okk- ur foreldrum og þjálfurunum finnst þetta frábær árangur hjá svo litlu fé- lagi,“ segir Elín Hjördís Jóhannsdóttir, 12 ára, varð í fyrsta sæti í þriðja þrepi stúlkna. Hún fór til Eyja beint úr samræmdu prófi. „Við úr sjöunda bekk, sem vorum að koma úr próf- inu, fórum í flugi því að Herjólfur var farinn á undan okkur,“ segir Hjör- dís. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn, en ég hef tekið þátt í 1. og 2. þrepi og komst inn á meistaramót í báðum þrepunum, fékk silfur í 1. þrepi og brons í 2. þrepi,“ segir Hjördís sem hefur æft fimleika frá sex eða sjö ára aldri, „ég man ekki alveg hvort ég var“. „Bara að keppa,“ segir Hjördís þegar hún er spurð að því hvað hafi verið skemmtilegast í Eyjum. Hún segir að ferðin heim með Herjólfi hafi ekki gengið vel því að slæmt hafi verið í sjóinn. „En ég varð ekkert sjóveik. Ég hef þrisvar sinnum farið í Herjólf og aldrei orðið sjóveik. Það leið samt ekkert öllum neitt voðalega vel á leiðinni. Það var gaman að fá að fara til Eyja, um helgina verðum við að keppa í hópfimleikum í Keflavík,“ segir þessi efnilega fimleikakona. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Fimir krakkar Hópur fimleikakrakka úr Hamri tók þátt í fimleikamóti í Vestmannaeyjum og stóð sig vel. Góður árangur hjá litlu félagi Ölfus | Haraldur Pétursson, Ís- lands- og heimsbikarmeistari í tor- færuakstri, er fluttur til Noregs. Hann hefur ekki ákveðið hvort hann tekur þátt í Íslandsmeistara- mótinu í sumar eða hvort hann reynir fyrir sér í Noregi. Haraldur hefur sigrað þrjú síð- ustu árin í Íslandsmótinu og Heimsbikarmótinu í torfæru á bíl sínum Musso og í sumar sigraði hann í keppnunum með fádæma yf- irburðum. Hann hefur búið í áratug á Breiðabólsstað í Ölfusi og hefur nú verið útnefndur „Íþróttamaður Sveitarfélagsins Ölfuss“. „Þetta var frekar auðvelt í sum- ar. Ég er búinn að vera í þessu í rúman áratug og hef eytt miklum tíma í bílinn. Það skilar sér. Ég var líka heppinn, það bilaði lítið,“ segir Haraldur. Þá vekur hann athygli á að aðalkeppinautur hans til margra ára og sveitungi, Gísli G., hafi ekki verið með í sumar. Hann segist hafa saknað Gísla úr keppninni, þeir séu báðir miklir keppnismenn og hafi ánægju af að vinna hvor annan. Dellumenn eins og við Haraldur flutti til Noregs fyrir hálfum öðrum mánuði. Þar vinnur hann við bílabreytingar hjá Arctic trucks í Drammen og vann raunar töluvert í Noregi á síðasta ári. „Þetta er að vinda upp á sig hér og er heilmikið að gerast í jeppa- breytingum. Norðmenn eru dellumenn eins og við,“ segir Har- aldur. Haraldur hefur ekki ákveðið hvort hann keppir í sumar, og þá hvort það verður á Íslandi eða í Noregi. Segist vera að melta þetta og málið skýrist með vorinu. „Það væri gaman að breyta til og keppa hér úti. Það er keppt í Noregi og einnig verið að byggja þetta upp annars staðar Norðurlöndunum þannig að það er bjart fram undan í torfærunni. Pen- ingarnir eru það eina sem vantar í þetta sport.“ Haraldur segir að Mussoinn sé enn heima og fljót- legt að senda hann utan ef það verður niðurstaðan. Hann segist einnig vera farinn að huga að styrktaraðilum og segir að það taki sinn tíma og jafnvel enn meiri tíma í Noregi en heima. Haraldur Pétursson torfærukappi er fluttur til Noregs Væri gaman að keppa hér úti Svartir í framan en sælir í sinni Haraldur Pétursson, íþróttamaður Ölf- uss, t.h., að lokinni síðustu keppninni í sumar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Í vatninu Haraldur Pétursson hefur verið sigursæll á Musso síðustu árin. Hér er hann í keppni í Jósepsdal. Morgunblaðið/Gunnlaugur E. Briem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.