Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 29 FERÐALÖG ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 27 00 4 01 /2 00 5 *Innifalið: Flug, flugvallarskattar og eldsneytisgjald Verð frá 36.900kr.* Netsmellur til USA Bandaríkjaferðir á frábæru verði Bókaðu á www.icelandair.is Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com www.golfactivity.co.uk sími 0044 131 343 1545 • ecescott@aol.com Vorgolf í Skotlandi Þriggja daga golfpakki - innifaldir 2 hringir á Turnberry - frá kr. 52.550 Margir hafa þann sið að leitauppi markaði í þeim borg-um sem þeir heimsækja enda er hægt að gera þar góð kaup. Þessir samkomu- og sölustaðir segja líka mikið til um persónuleika viðkomandi borgar og sýna á henni aðra hlið heldur en þá sem hún býð- ur jafnan ferðamönnum. Skemmti- legir karakterar leggja oft leið sína á markaði sem þessa og enn sér- stakari karakterar hafa atvinnu af sölunni. París er borg sem er þekkt fyrir góða flóamarkaði og þaðan er nafnið flóamarkaður reyndar komið (le marché aux puces) en talið er að nafnið hafi orðið til árið 1880. Markaðurinn í Porte de Montreuil er ekki sá stærsti, flottasti eða þekktasti en hann er samt sér- staklega eftirminnilegur. Þetta er einn af ódýrustu flóa- mörkuðunum í borginni og hægt er að gera góð kaup í notuðum fatnaði. Ég sæki flóamarkaði heim til þess að finna flott föt eða fylgihluti, þó alltaf sé líka gaman að skoða ýmsa muni. Á markaðnum er hægt að finna heilu borðin með kjólum sem kosta ekki neitt neitt, ódýrar yfir- hafnir, afrísk hálsmen, pallíettuboli og þar fram eftir götunum. Það góða við flóamarkaði í París er að þar leynast inn á milli föt frá þekkt- um hönnuðum og merkjum eins og YSL Rive Gauche og öðrum ynd- islegum Parísarmerkjum. Sá stærsti í heimi Flóamarkaðir eru með þekktustu mörkuðum í París og taka oft mikið pláss. Þess vegna eru stærstu mark- aðirnir oft við gömul hlið í borgina eins Porte de Montreuil og allra stærsti markaðurinn, sem er á milli Porte de Saint-Ouen og Porte de Clignancourt. 200.000 manns sækja markaðinn hverja helgi og eru ábyggilega margir ferðamenn þeirra á meðal. Þarna er ekki eins ódýrt og í Montreuil en það er vissulega gaman að heimsækja þennan stærsta flóamarkað í heimi. Básar eru ótalmargir og líka búðir og það er hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist. Amsterdam er borg sem er með nokkrum skemmtilegum mörk- uðum. Þekktasti flóamarkaðurinn er sá á Waterlooplein og flestir ferða- menn í Amsterdam heimsækja hann. Hann hefur líkt og Saint- Quen verið til síðan á nítjándu öld en var endurbyggður eftir síðari heimsstyrjöldina. Mánudagur til lukku Skemmtilegasti markaðurinn er þó á Noordermarkt, við Noorder- kerk í Jordaan-hverfinu, rétt við Prinsengracht. Markaðurinn er líka nálægt Húsi Önnu Frank og heppi- legt að heimsækja hann í sömu ferð. Miðborg Amsterdam er lítil og er auðvelt að rata þar. Gott er að ganga um og ennþá betra að fara um á hjóli. Á Noordermarkt er hægt að kaupa lífrænar vörur á laugar- dögum milli 9 og 17 en þeir sem eru í leit að notuðum fötum ættu að heimsækja markaðinn milli 9 og 1 á mánudagsmorgnum. Þar leynist margur fjársjóðurinn og má finna bæði hluti og föt á betra verði en á Waterlooplein. Markaðurinn er mjög vinsæll hjá heimamönnum og borgar sig að koma snemma til að finna eitthvað sem varið er í. Hægt er að gera kjarakaup á Noordermarkt í Amsterdam og er þá nauðsynlegt að vera þolinmóður og þrautseigur. Greinarhöfundur við nokkra af hinum fjölmörgu básum nærri Porte de Clignancourt í París en þar er margmenni um hverja helgi.  FLÓAMARKAÐIR  Montreuil-flóamarkaðurinn er opinn lau – mán. 7.30 til 18. Neð- anjarðarlestarstöð er Porte de Montreuil með línu 9. Saint-Quen-flóamarkaðurinn er opinn lau – mán. 7.30 til 18. Neð- anjarðarlestarstöð er Porte de Clignancourt (lína 4) eða Porte de St-Ouen (lína 13). www.parispuces.com www.discoverfrance.net  Waterlooplein-markaðurinn er opinn alla daga nema sunnudaga. Hægt er að taka sporvagna 9 og 14 á Waterloo-torgið. Skemmti- legur flóamarkaður er á Noorder- markt á mánudögum milli 9 og 1. Á laugardögum er verslað með líf- rænar vörur á sama stað milli 9 og 17. Hægt er að taka sporvagana 13, 14, 17 og 20 á Centraal Station og fara út á Westerkerk-biðstöðinni. www.visitamsterdam.nl ingarun@mbl.is Ertu á leiðinni til Parísar eða Amsterdam? Inga Rún Sigurðardóttir mælir með nokkrum góðum flóamörkuðum til að gramsa í á. Grafið eftir gullmolum Hópferðamiðstöðin-Vestfjarðaleið efnir tilsumarferðar í beinu leiguflugi til Nýfundnalands í Kanada dagana 11.–19. ágúst nk. Að sögn Kristjáns M. Bald- urssonar, markaðs- og ferðafull- trúa, hafa fjögurra daga haust- ferðir fyrirtækisins til höfuð- borgarinnar St. John’s á umliðnum árum notið sívaxandi vinsælda og er stefnt að þremur slíkum ferðum í október-, nóv- ember- og desembermánuðum. Margir hafi hins vegar sýnt áhuga á því að heimsækja þessar slóðir að sumarlagi til að fá betra tækifæri til að kynnast landinu og því var afráðið að efna til sumarferðar í ár. Flogið verður með Boeing 757-200 þotu Flugleiða og er flugtíminn áætl- aður rúmar þrjár klukkustundir. Flugmiðinn með sköttum kemur til með að kosta 38.500 krónur og gefst Kanadamönnum jafnframt kostur á að koma til Íslands á sama tíma. Átta dagar nýtast ytra, hvort sem menn kjósa að dvelja í höfuðborginni St. John’s eða til ferðalaga um landið. Farþegum gefst kostur á að taka þátt í skipulögðum ferðum, þar með tal- inni sex til sjö daga rútuferð með leið- sögn á sagnaslóðir þar sem m.a. verð- ur farið í þjóðgarðinn L’anse aux Meadows þar sem Leifur heppni er talinn hafa komið er hann fann Am- eríku árið 1000. Þá eru einnig tilboð fyrir þá sem vilja ferðast á eigin vegum. Nýfundnaland er eyja, litlu stærri en Ísland, sem er mjög spennandi til ferðalaga, að sögn Kristjáns. Með Labrador á meginlandinu myndar hún yngsta og austasta fylki Kanada. Sumt minnir á náttúru Íslands, en annað er mjög ólíkt. Meðalhiti sum- armánuðina er talsvert hærri en hér heima, náttúrufegurð er mikil og gestrisni íbúa margrómuð. Ganga, golf, veiði, siglingar „Þetta er gósenland fyrir ævin- týraþyrst útivistarfólk. Þarna er til dæmis kjörið að stunda golf, göngur, veiði og kajaksiglingar. Efnt verður til tveggja gönguferða um tvo þekkt- ustu þjóðgarða Nýfundnalands, Terra Nova og Gros Morne, sem tal- inn er einn sá fallegasti í Kanada. Að sama skapi getur verið skemmtilegur möguleiki að dvelja í St. John’s og nýta tímann til að upp- lifa borgina, umhverfi hennar og ekki spillir hagstætt gengi Kanadadollars, segir Kristján. Meðal annarra stefna íslenskir skógræktaráhugamenn að því að fjölmenna í ferðina undir merkjum Skógræktarfélag Íslands og verður heimsókn þeirra skipulögð sér. Íslenskir náttúrufræðingar verða fararstjórar í þeim hópi en heimamenn koma til með að sjá um leiðsögnina. Rútunýjungar innanlands Auk Nýfundnalands kemur Hóp- ferðamiðstöðin-Vestfjarðaleið til með að selja nokkrar flugferðir til Genfar og Zürich í Sviss í sumar, líkt og und- anfarin sumur, í samvinnu við sviss- neskt leiguflug. Aftur á móti er stefnt að því að brydda upp á þeirri nýjung innanlands að bjóða Íslendingum upp á dags- og helgarrútuferðir í sam- vinnu við Ferðafélag Íslands. Nefna má dagsferðir í Þórsmörk, helgar- vorferð á víkingaslóðir á Snæfellsnesi og helgarhaustferð í Núpsstaðarskóg og Höfðabrekkuafrétt. Beint leiguflug til Nýfundnalands Morgunblaðið/Einar Falur Eftirlíking víkingaskála í þjóðgarðinum L’anse aux Meadows á Nýfundnalandi. www.vesttravel.is www.gov.nl.ca/tourism/ www.st.johns.ca  HÓPFERÐAMIÐSTÖÐIN-VESTFJARÐALEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.