Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 45
hafnaði niðri í fjöru, en sem betur fer var hann einn í bílnum þá. Hann náði sér ekki eftir það slys. Einar var einn eftir í húsinu okk- ar við ána þegar allir voru farnir að heiman og þar byrjaði hann að búa með Elsu konu sinni og bjuggu þau þar í nokkur ár eða þar til þau fluttu í sitt eigið hús. Einar var mikill ljúf- lingur og mjög barngóður og góður við alla sem voru eitthvað minni- máttar. Hann var líka mikið fyrir barnabörnin og hafa þau misst mik- ið. Elsku bróðir, ég kveð þig með þakklæti í huga fyrir allar samveru- stundir sem við áttum. Blessuð sé minning þín. Elsa mín, samúðar- kveðjur til ykkar allra. Rannveig Magnúsdóttir. Mér er einkar ljúft að minnast mágs míns Einars Magnússonar, sem lést á heimili sínu í Bolungavík 13. febrúar sl. Einar var ákaflega prúður maður og sýndi snemma vilja til að standa á eigin fótum og vera ekki öðrum háður. Sjálfsbjarg- arviðleitni var honum í blóð borin og átti hann ekki langt að sækja það því að faðir hans Magnús Einarsson var harðduglegur faðir tíu barna sem hann átti með konu sinni Krist- ínu Lárusdóttur. Það gefur auga leið að á heimilinu var marga munna að seðja og sýndi Einar snemma viðleitni til að hjálpa föður sínum ásamt eldri bróður sínum Ísleifi. Þetta voru mjög samhentir feðgar og bar harð- fisksverkun Magnúsar Einarssonar vott um öguð vinnubrögð kunn- áttumanns sem hann svo kenndi sonum sínum. Einar hélt áfram að verka harðfisk eftir lát föður síns í mörg ár eða þar til kraftar hans þrutu. Sem ungur maður fór Einar til sjós og var um tíma með mági sínum Halldóri G. Halldórssyni skipstjóra á Grænlands- og Nýfundnalandsmiðum á bv. Ricard sem var gerður út frá Ísafirði. Einar var einnig mörg sumur á síld á bát- um frá Bolungarvík og um tíma vann hann við fiskmat á Vestfjörð- um. Árið 1955 kvæntist Einar ungri stúlku frá Ísafirði, Elsu Ásbergs- dóttur, og áttu þau saman þrjú börn sem öll lifa föður sinn. Þau Elsa og Einar hófu sinn búskap í verbúðinni gömlu þar sem Einar ólst upp, en ekki leið á löngu þar til þau festu kaup á verkamannabústað við Völu- steinsstræti þar sem fjölskyldan hefur búið síðan. Þessum fáu minningabrotum vil ég ljúka með því að minnast þess hversu Einar var nærgætinn og góður við móður sína meðan hún lifði. Með Einari er fallinn í valinn ein af þessum hvunndagshetjum, sem láta ekki hátt í sér heyra en vinna verk sín í hljóði fólki sínu og þjóð sinni til hagsbóta. Ég bið Guð að blessa minningu Einars og votta fjölskyldu hans og öðrum ástvinum innilega samúð. Baldvin Steindórsson. „Einstakur er orð sem notað er þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Nú þegar komið er að kveðju- stund, elsku Einar, þá er erfitt að setja orðin á blað. Efst í huga mér eru þakkir fyrir samfylgdina í gegnum árin og allar þær góðu minningar um þig sem ég mun geyma í hjarta mínu alla tíð. Ég vil biðja algóðan Guð að varðveita alla ástvini þína sem eiga um svo sárt að binda. Megi hann veita ykkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Minn- ing þín verður ljós í lífi okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér að taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elísabet (Ellý). Látinn er í Bolungarvík móður- bróðir okkar Einar Magnússon, 73 ára að aldri. Þrátt fyrir heilsubrest kom andlátið snöggt og fyrirvara- laust, en nákvæmlega mánuður er liðinn síðan móðursystir okkar Sól- ey Magnúsdóttir lést, einnig héðan úr Bolungarvík og er nú farið að fækka í systkinahópnum. Samskipti okkar bræðranna við Einar voru töluverð, bæði vegna ættartengsla og ekki síður vegna þess að það var svo margt spennandi sem Einar var að fást við. Einar starfrækti á sínum tíma „sjoppu“ við ána og maður taldist heppinn þegar hann bað mann að afgreiða því þá rataði eitt og eitt sælgæti upp í mann, einnig var heimatilbúni ísinn hans algert sælgæti en hann var búinn til í handsnúinni vél og síðan geymdur í ísmolum. Einar starfaði lengst af við fisk- vinnslu, sem fiskimatsmaður og sem bifreiðastjóri og var margt til lista lagt og vandfundinn var betri harð- fiskur, saltfiskur, hákarl eða gellur en sá sem hann hafði farið höndum um. Oft gaukaði hann að okkur lít- ilræði og þá þurfti að velja það alveg sérstaklega því allt varð að vera eft- ir kúnstarinnar reglum. Einar átti alla tíð fína bíla og var sífellt að dytta að þeim, þvo og bóna og tók því ávallt vel þegar við báðum um að „fá að vera í“. Einar átti alla sína tíð heima í Bolungarvík og þar leið honum best, hann giftist Elsu Ásbergsdóttur frá Ísafirði og eignuðust þau þrjú börn en nú hið seinni ár hefur hann átt við vanheilsu að stríða. Við og fjölskyldur okkar sendum Elsu, börnum þeirra og öðrum ást- vinum, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að geyma minningu um góðan dreng. Víðir Benediktsson, Benedikt S. Benediktsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 45 MINNINGAR Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAKELAR S. KRISTJÁNSDÓTTUR, Hléskógum 8, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir fá læknar og allt starfsfólk á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum. Erla Sigurðardóttir, Jakob Þórarinsson, Anna Sigurðardóttir, Kristbjörg Sigurðardóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Páll Sigurðsson, Sumarrós Árnadóttir, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURGEIRS JÓNSSONAR, Kópavogsbraut 1A, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks og lækna á deildum A5 og B4 Landspítala í Fossvogi. Hrafnhildur Kjartansdóttir Thors, Hrefna Sigurgeirsdóttir, Guðjón Jónsson, Kjartan Sigurgeirsson, Þórdís Guðrún Bjarnadóttir, Jón Sigurgeirsson, Sigríður Harðardóttir, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, Friðrik Hafberg, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS J. ÓLAFSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Anna M. Ólafsdóttir, Rune Nordh, Ása Jóhannsdóttir, Jón Ágúst Ólafsson og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ELÍNAR GUÐRÚNAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Furulundi 6c, Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahlynningar og heima- hjúkrunar á Akureyri fyrir frábæra umönnun. Reynir Sigursteinsson, Katrín Lilja Haraldsdóttir, Gunnar Sigursteinsson, Björg Ragúels, Steindór Sigursteinsson, Erla Baldursdóttir, Hulda Friðriksdóttir, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN V. SIGURJÓNSSON, Álftahólum 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mið- vikudaginn 17. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Lára Árnadóttir, Sigurjón Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Dagfríður Jónsdóttir, Magnús Finnur Jóhannsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Margrét Nanna Jóhannsdóttir, Karl Ísleifsson, Jóhann Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Grímur Sam-úelsson fæddist í Miðdalsgröf í Strandasýslu 8. júlí 1916. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði 14. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Samúel Guðmundsson, f. á Kleifum í Gilsfirði 12. maí 1862, og Magndís Friðriks- dóttir, f. á Gests- stöðum í Stranda- sýslu 29. mars 1879. Grímur var yngstur sextán barna Samúels og þriggja barna Magndísar. Alsystur Gríms voru Þuríður, f. 19. júní 1903, sem ein er eftirlifandi af systk- inunum, og María, f. 31. okt. 1906, d. 15. júní 2001. syni, börn þeirra eru Eiður Örn, f. 29. nóv. 1979, og Elva Mjöll, f. 15. apr. 1983. 4) Snorri, f. 3. ág. 1954, býr á Ísafirði, kvæntur Ár- nýju H. Herbertsdóttur, synir þeirra eru Herbert, f. 18. okt. 1985, Grímur, f. 22. ág. 1988, og Yngvi, f. 12. des. 1989; 5) Samúel, f. 1. okt. 1959, býr á Akranesi. Sonur Gríms og Kristínar Magn- úsdóttur er Guðmundur Dalmann, f. 10. jan. 1931, d. 23. sept. 1963, kvæntur Kristjönu Guðmunds- dóttur, börn þeirra eru Sigríður Alma, f. 18. maí 1957, og Gunnar Tryggvi, f. 11. júlí 1960. Guð- mundur var kjörsonur Tryggva bróður Gríms. Grímur bjó á Ísafirði frá 1933, var fyrst sjómaður en vann síðan í slippnum á Torfnesi í mörg ár við járnsmíðar. 1962 skipti hann yfir í trésmíðar og vann hjá Dan- íel Kristjánssyni í nær tuttugu ár, en síðustu starfsárin var hann baðvörður í Sundhöll Ísafjarðar. Grímur verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Grímur kvæntist 13. desember 1941 Kristínu Árnadóttur, f. 3. maí 1917, d. 24. des. 1998. Þau áttu fimm börn: 1) Óðinn, f. 14. maí 1942, býr á Ísafirði. 2) Magndís, f. 9 maí 1944, býr í Reykjavík, gift Jó- hannesi Guðnasyni, börn þeirra eru; a) Svava, f. 5 okt. 1964, börn hennar eru Andri Ómar Adels- son, f. 21. des. 1994, og Aldís Lóa Bene- diktsdóttir, f. 20. janúar 2004; b) Harpa Kristín, f. 20. apríl 1966, í sambúð með Víði Sigurðssyni, og c) Sigurður Þór, f. 26. okt. 1971. 3) Steinunn, f. 11. des. 1949, býr í Reykjavík, gift Þór Gunnlaugs- Okkur langar að minnast afa í nokkrum orðum, nú þegar hann er farinn á fund ömmu. Afi var einstaklega handlaginn maður, það hreinlega lék allt í hönd- unum á honum. Okkur er til efs að það sé til sem hann ekki gat smíðað. Hann bakaði, saumaði út, smíðaði, renndi og batt inn bækur. Við eigum öll fjölda einstakra muna eftir hann. Enn þann dag í dag botn- um við ekki í því hvernig hann fór að því að gera svo fínlega og fallega hluti með þessum gildu, kubbslegu fingr- um sínum. Hann bjó til frábæra kæfu og það var fastur liður í áratugi að smakka himneska ástarpungana hans í hvert skipti sem leiðin lá til Ísafjarðar. Svo flinkur var hann við útsaum og bakst- ur að ungur Siggi spurði einhverju sinni, „mamma, er afi minn kona?“ Hann hafði alltaf með sér „virðu- leikann“ þegar hann kom suður, og fór ekki út án þess að setja hattinn á glansandi kollinn; það varð að passa að upp á virðuleikann í höfuðstaðnum. Stundum var þolinmæðinni ekki fyrir að fara ef fyrirgangurinn og læt- in í okkur voru mikil og þá fengum við gjarnan að heyra það. Amma þurfti þá ekki annað en að koma inn í her- bergið til að allt félli í ljúfa löð, en hún hafði einstaklega róandi áhrif á okkur öll. Einnig var stutt í gamansemi og stríðni hjá afa gamla, og kom fyrir að hann væri upphafsmaðurinn og færi fremstur í flokki ærslabelgja. Hann var mikið spilafífl og við dáðumst mikið að öllum gullpening- unum sem hann hafði fengið fyrir bridds og vist. Við erum líka enn að leggja flesta kaplana sem hann var óþreytandi að kenna okkur. Hann var kominn undir sjötugt og hættur að vinna þegar hann tók upp á því að spila golf. Golfbakterían greip hann heljartökum og stundaði hann golf af mikilli elju í mörg ár. Og þegar vígja átti nýjan púttvöll á Ísafirði, var afi fenginn til að slá fyrsta höggið sem elsti félaginn í golfklúbbnum á Ísa- firði. Undir það síðasta var tilveran farin að missa lit þar sem sjónin og heyrnin voru farin að gefa sig og hann hættur að geta sinnt hugðarefnum sínum. Afi var nýverið sendur suður á sjúkrahús og gafst okkur þá kær- komið tækifæri til að hitta hann þar sem ekki var útlit fyrir að langt væri eftir. Það var ómetanlegt að fá að kveðja afa sem mun lifa áfram í minn- ingunni. Svava, Harpa Kristín, Sigurður Þór, Andri Ómar og Aldís Lóa. GRÍMUR SAMÚELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.