Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 43 MINNINGAR ✝ Lilja Halldórs-dóttir fæddist á Ísafirði 4. júní 1919. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Lilju voru Halldór Friðgeir Sigurðsson skip- stjóri, f. 26. janúar 1880, d. 17. nóvem- ber 1960, og Svan- fríður Albertsdóttir, f. 26. október 1895, d. 20. júní 1966. Börn þeirra, auk Lilju, eru: Anna, f. 18. ágúst 1913, d. 24. nóvember 1978, maki Jón Einars- son, f. 6. janúar 1917, þau eiga tíu börn. Jónína Katrín, f. 15. ágúst 1915, d. 27. apríl 1935, maki Einar Jóhannes Eiríksson, f. 26. júlí 1908, d. 16. mars 1936. Sonur þeirra Jón Hjörtur, f. 27. apríl 1935, ólst upp hjá Halldóri og Svanfríði, maki Jóns er Ólöf Erna Guðmundsdóttir, f. 17. janúar 1937, þau eiga fimm börn. Guðjón skipstjóri, f. 18. ágúst 1917, d. 2. október 1991, maki I (skildu) María Sigfúsdóttir, f. 21. ágúst 1922, d. 21. nóvember 1985, þau ember 1869, d. 24. mars 1917, og kona hans Ketilríður Guðrún Vet- urliðadóttir, f. 10. september 1879, d. 22. júlí 1959. Lilja og Guðmund- ur eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Hákon Pétur, f. 17. október 1942, maki Ingigerður Trausta- dóttir, f. 30. mars 1943, börn þeirra eru Lilja, f. 23. september 1963, Trausti, f. 28. júlí 1965, og Guðmundur Elías, f. 26. mars 1974. 2) Ólafur Njáll, f. 25. júní 1945, d. 14. febrúar 1989, maki Anna Sigríður Gunnlaugsdóttir, f. 6. desember 1946, börn þeirra eru Guðjón Helgi, f. 18. mars 1966, Freygerður, f. 20. janúar 1968, Hanna Mjöll, f. 7. nóvember 1972, og Heiða Björk, f. 6. apríl 1976. 3) Katrín, f. 21. ágúst 1948, maki Kristján Ragnarsson, f. 25. nóvem- ber 1948, börn þeirra eru Guð- mundur Ragnar, f. 13. janúar 1974, Lilja Bára, f. 29. október 1975, Vilhelm Arnar, f. 7. janúar 1983, og Sturla Halldór, f. 2. sept- ember 1984. 4) Ketill Guðmundur, f. 21. mars 1945, d. 17. júlí 1985. Langömmubörnin eru átján og langalangömmubörnin eru tvö. Lilja tók þátt í starfi Kven- félagsins Óskar á Ísafirði og kvennadeildar Slysavarnafélags- ins. Þau hjónin ráku til margra ára þurrhreinsun á Silfurgötu 9 á Ísa- firði. Útför Lilju verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eiga þrjú börn. Maki II Karlotta Einarsdóttir, f. 3. október 1925, d. 3. júlí 2003, þau eiga þrjú börn. Sigurður, f. 8. september 1921, d. 1. júlí 2000. Sturla skipstjóri, f. 13. júlí 1922, maki Rebekka Stígsdóttir, f. 29. júní 1923, þau eiga sex börn. Guðjón Guð- mundur, f. 12. janúar 1926, d. 2. september 1954. Steindór, f. 24. september 1927, maki Guðrún Pétursdóttir, f. 14. ágúst 1916. Ólafur skipstjóri, f. 16. júlí 1929, d. 19. júní 1999, maki Sesselja Ásgeirsdóttir, f. 28. júlí 1932, d. 31. janúar 1993, þau eiga átta börn. Málfríður, f. 22. maí 1931, maki Arnór Stígsson, f. 14. janúar 1922, þau eiga fjögur börn. Jón Laxdal leikari, f. 7. júní 1933, maki Katerína Laxdal, f. 9. febrúar 1964. Þau eiga tvö börn. Fyrir átti Jón eina dóttur. Lilja giftist 30. apríl 1942 Guð- mundi Elíasi Guðmundssyni frá Hesteyri, f. 16. maí 1917, d. 15. júní 1985. Foreldrar Guðmundar voru Guðmundur Þeófílusson, f. 8. sept- Elsku systir og vinkona. Nú hefur þú fengið hvíld frá þraut- um þínum. Þú hefur oft verið mikið veik og gengið í gegnum erfiðan missi og sorg. Nú ertu komin til feðganna þriggja, sem í draumi sögðust vera að undirbúa komu þína og til allra hinna sem á undan eru gengnir. Við erum öll farin að sakna þín strax, við höfum verið svo náin hvert öðru og tekið þátt í lífi hvers annars alla tíð og þú vildir alltaf fylgjast með öllu hjá fjölskyldunni og aðstoða ef með þurfti, enda alltaf verið vina- mörg. Kveðjustundin var ljúfsár, þú vild- ir hafa okkur hjá þér og við vitum að kærleikurinn og hlýjan hjálpaði þér að leiðarlokum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Hákon, Kata, Anna og fjöl- skyldur vottum ykkur innilega sam- úð og biðjum Guð að vernda ykkur öll. Sturla, Málfríður, Jón Hjörtur, Steindór, Jón Laxdal og fjölskyldur. Elsku amma. Mikið eigum við eftir að sakna þín, það voru ófáar heimsóknirnar sem við áttum til ykkar afa og alltaf var tekið á móti okkur með brosi og hlýju. Hlýjan og gæskan var aðals- merki ykkar afa og það var alveg sama hvenær við komum, það stóð aldrei illa á. Það var alltaf gott að hlaupa til ykkar í kaffipásunni í skólanum og fá hjá þér nýtt sýrópsbrauð og tekex með epla- og súkkulaðisalatinu. Þegar við vorum lítil fóru þið mikið með okkur í útilegur og dagsferðir, og að sjálfsögðu var haft með sér nesti sem þú hafðir útbúið og voru steiktu kóteletturnar vinsælastar. Já, það var farið ansi oft inn í Hestfjörð, Álftafjörð með tjaldið og síðustu árin hans afa áttum við góðar minningar frá hjólhýsinu ykkar í Arnardal. Enn fer um okkur hlýr straumur þegar við rifjum upp þau ár er við vorum ung, alltaf voruð þið tilbúin að samgleðjast og hæla okkur, sama hvernig gekk, hvort sem var í leik eða starfi. Þér fannst gaman að spila og föndra og því var oft farið í rommí eða búnar til körfur úr tágum. Amma, bangsarnir og púðarnir sem þú hefur svo marga gert prýða öll rúm á okkar heimilum og svo margra annarra. Börnin okkar eiga eftir að sakna þín ekki síður en við, því þú varst svo stór þáttur í þeirra lífi og fylgdist svo mikið með hvað þau væru að gera. Amma, líf þitt var ekki allt dans á rósum, fyrir tuttugu árum síðan misstir þú afa og mánuði síðar Ketil son þinn og fjórum árum síðar föður okkar. Að missa á fjórum árum eig- inmann og tvo syni tók mikið á þig en trú þín á hið æðra og að þú myndir hitta þá aftur síðar hjálpaði þér mikið að komast í gegnum þá sorg. Elsku amma, þú varst svo ljúf og góð við alla er þú kynntist á þinni ævi, samanber kærleikurinn á milli þín og móður okkar sem þú tókst alla tíð sem dóttur og þakkar hún þér sam- fylgdina í gegnum árin. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Þín barnabörn Guðjón, Freyja, Hanna Mjöll og Heiða Björk. Elsku amma. Við vissum að þú værir mikið veik og ættir stutt eftir, en okkur datt ekki í hug að þú myndir falla frá svona fljótt. Þér hafði liðið illa mjög lengi og okkur fannst erfitt að vita til þess að geta ekki gert neitt í því, en nú vitum við að þér líður vel þar sem þú ert, loksins búin að hitta manninn þinn og syni. Þú hefur alltaf verið svo góð og yndisleg við okkur og þegar við kom- um í heimsókn til þín á Hlíf gafstu okkur alltaf ,,gott“ eins og þú kallaðir það. Svo má ekki gleyma því að þú varst alltaf að sauma og föndra margt flott, sem þú gladdir síðan aðra með og þar á meðal okkur, því handsaumuðu bangsarnir sem þú gerðir fyrir okkur munu alltaf minna okkur á þig. Ég var lítið barn og ég spurði móður mína hver munurinn væri á gleði og sorg. Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði: Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta sínu getur ekki glaðst því hann þekkir ekki sorgina. (Þórunn Magnea.) Elsku amma við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér og minning þín mun alltaf vera í hjarta okkar. Þín langömmubörn á Ísafirði. LILJA HALLDÓRSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ÞORKELL JÓHANN SIGURÐSSON, Hátúni 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Reykja- vík mánudaginn 21. febrúar kl. 13.00. Ingibjörg Þorkelsdóttir, Albert Ágústsson, Sigurður E. Þorkelsson, Hildur Harðardóttir, Guðríður Þorkelsdóttir Svendsen, Flemming Svendsen, Þorkatla Þorkelsdóttir Donnelly, Thomas Donnelly, Gísli Þorkelsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, FRIÐRIK ANDRÉSSON múrarameistari, Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést á Landspítala Hringbraut fimmtudaginn 17. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Sigurveig Valdimarsdóttir. Ástkær móðir okkar, GUÐNÝ MÁLFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR húsmóðir, Álfhólsvegi 12a, Kópavogi, andaðist á heimili sínu aðfaranótt fimmtudags- ins 17. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Hjaltason, Pjetur G. Hjaltason, Sigurður Elías Hjaltason, Eiríkur Hjaltason, tengdadætur og barnabörn. Ástkær bróðir minn, SIGFÚS GUÐNI SUMARLIÐASON, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju fimmtu- daginn 24. febrúar kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Ólafsvíkurkirkju. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Aðalsteina Sumarliðadóttir. Elskuleg móðir okkar, GUNNHILDUR EIRÍKSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 17. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Lilja Sigurðardóttir, Skúli Hersteinn Oddgeirsson, Eiríkur Jón Jónsson, Margrét Soffía Voetmann. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför PÁLS PÁLSSONAR frá Smiðsgerði, Gilstúni 16, Sauðárkróki. Ástdís Stefánsdóttir, Örn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.