Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR GAMLA gróðrarstöðin við Eyja- fjarðarbraut hefur fengið nýtt hlutverk, í þetta nær 100 ára gamla sögufræga hús hafa flutt að- setur sitt Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógar. Ný húsakynni hafa nú formlega verið tekin í notkun, en alls verða sex starfsmenn með aðstöðu í hús- inu, þrír frá hvoru félagi. Rækt- unarfélag Norðurlands reisti húsið fyrir tilraunastjóra sinn, en þarna innst í Innbænum rak félagið til- raunastöð til ársins 1974 þegar starfsemin var flutt að Möðruvöll- um í Hörgárdal. Í kringum húsið er trjáreitur sem hefur að geyma merka sögu trjáræktartilrauna Ræktunarfélags Norðurlands, þar er m.a. hlynur sem er nálægt því að vera aldargamall og eins benti Hallgrímur Indriðason hjá Skóg- rækt ríkisins gestum við opnun húsakynna á hengibjörk sem þykir með þeim tignarlegri á landinu í sumarskrúða. Starfsemi Skógræktar ríkisins er um land allt, en aðalstöðvarnar eru á Egilsstöðum. Tveir sérfræð- ingar sem hafa skipulagsmál og rannsóknir á nýskógrækt að sér- sviði hafa aðsetur á Akureyri auk starfsmanns sem einnig hefur að- stöðu á Mógilsá. Norðurlands- skógar hafa um þessar mundir starfað í 5 ár. Á þeim tíma hafa verið gróðursettar tæplega 4 millj- ónir skógarplantna og skjólbelta- plöntur. Stefnt er að því að gróð- ursetja á þessu ári um 1,5 milljónir plantna og væntanlega verður fjöldi jarða með skógræktarsamn- inga orðinn um 130 í árslok. Starfssvæði Norðurlandsskóga nær frá Langanesi til Hrútafjarð- ar að sögn Valgerðar Jónsdóttur framkvæmdastjóra, en um 120 bændur á svæðinu stunda skóg- rækt á vegum verkefnisins auk þess sem töluverður fjöldi bænda fær árlega framlög til skjólbelta- ræktar. Varlega áætlað er talið að verkefnið skapi um 20 ársverk á starfssvæðinu. Jón Loftsson skógræktarstjóri sagði vel fara á því að þessi tvö fé- lög, Norðurlandsskógar og Skóg- rækt ríkisins væru nú komin undir sama þak í húsnæði sem Ræktun- arfélag Norðurlands hefði reist fyrir 100 árum. Hann sagði það hafa orðið Skógrækt ríkisins til góðs að starfsemin var flutt út á landsbyggðina, en nú væru á hennar vegum sjö starfsstöðvar víða um land. Skógrækt ríkisins og Norðurlandsskógar flytja Verða undir einu þaki í Gömlu gróðrarstöðinni Morgunblaðið/Kristján Skógrækt Hallgrímur Indriðason fór með gesti í skógarferð þegar að- setur Skógræktarinnar og Norðurlandsskóga var formlega opnað. AKUREYRI SÚ hugmynd hefir lengi blundað með mörgum að stofna Hollvinafélag Iðn- aðarsafnsins á Akureyri og nú hefur verið boðað til stofnfundar sunnudag- inn 20. febrúar nk. sem hefst kl. 15.00 í fundarsal Einingar Iðju á 2. hæð í Skipagötu 14. Fyrir því að stofna Holl- vinafélag eru margar ástæður að mati stjórnar safnsins og þær helstar að þúsundir Akureyringa unnu á liðinni öld við iðnaðinn á Akureyri. Gestir sem hafa heimsótt safnið hafa verið á öllum aldri, enda unnu þrjár kynslóðir mann fram af manni í sumum fyrirtækjanna. Akureyri var löngum kölluð iðnaðarbærinn, bar það nafn með rentu og eru 70 fyrirtæki kynnt í safninu því til sönnunar, segir í fréttatilkynningu stjórnar. Hjálpa við að nafngreina fólk Hollvinafélaginu er ætlað að stuðla að sem bestri fræðslu um iðnaðinn á liðinni öld m.a. með því að hjálpa til við að nafngreina fólk að störfum á mynd- um sem er að finna í hundraðatali á Iðnaðarsafninu. Fjárhagslegur stuðningur í þessu skyni er að sjálfsögðu vel metinn. Á stofnfundinum verður forvitnilegt að sjá myndband frá 1982 sem sýnir öll helstu iðnfyrirtæki á Akureyri og ekki skemmir þulurinn Markús Örn Ant- onsson. Einnig verða þarna mynda- möppur með hundruðum mynda þar sem margur Akureyringurinn mun þekkja sjálfan sig eða sína nánustu. Iðnaðarsafnið á Akureyri Hollvina- félag safns- ins stofnað Götuheiti | Umhverfisráð hefur samþykkt tillögu umhverfisdeildar að breytingum á götuheitum og skráningu eigna við götur: Dals- braut 1 verði Gleráreyrar 2, Eyja- fjarðarbraut verði Drottningarbraut suður að bæjarmörkum, Verk- menntaskólinn verði skráður við Hringteig 2, Brim (áður ÚA) við Fiskitanga 4, hafnarhús við Fiski- tanga 2, stálskemma á Togara- bryggju við Fiskitanga 6, Háskólinn við Norðurslóð, Smáragata felld nið- ur og Hólabraut tengist Glerárgötu, Brimnes verði Krossanes og gatan frá Drottningarbraut að Iðnminja- safni og Gróðrarstöð nefnist Krók- eyri.    Vinnustofur | Menningar- málanefnd hefur staðfest ákvörðun úthlutunarnefndar um vinnustofur í Listagilinu en nefndin hafði tekið til afgreiðslu umsóknir um tvö rými í götunni. Úthlutunarefndin ákvað að úthluta Jónu Hlíf Hall- dórsdóttur, Hönnu Hlíf Bjarna- dóttur og Dögg Stefánsdóttur rými á annarri hæð í Kaupvangs- stræti 12. Þá ákvað nefndin að út- hluta Jónasi Viðari myndlist- armanni því rými sem áður hýsti galleríið „Samlagið“.    Hljóðkerfi | Nýtt fyrirtæki, Hljóð- kerfa og ljósaleiga Akureyrar, hefur tekið til starfa. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir í tæknimálum, bæði hljóðkerfi og ljós, fyrir skemmtanahald, svo sem böll, tón- leika, brúðkaup, afmæli og ræðu- höld. Starfsmenn eru fjórir og getur fyrirtækið útvegað skemmtikrafta og hljómsveitir fyrir hin ýmsu til- efni, en fyrirtækið getur bætt skemmtikröftum og hljómsveitum á skrá hjá sér. Vesturbær | Minning Melavallar má ekki falla í gleymsku og verður því gerð heimildarmynd um völl- inn, og sett upp minnismerki og upplýsingaspjöld þar sem völlurinn stóð. Melavöllur var á árum áður þjóð- arleikvangur Íslendinga og þar voru mörg íþróttaafrek unnin og vill Íþróttabandalag Reykjavíkur með þessu halda minningunum lifandi, og verður leitað til ýmissa aðila til að fjármagna verkefnið. Á næstunni verður heimildum, myndum og mynd- skeiðum safnað fyrir heimildagerðina, og verður vef- urinn www.melavollur.is notaður í þeim tilgangi. Ein- staklingar sem luma á myndum eða frásögnum frá vellinum eru hvattir til þess að láta vita af þeim eða senda þær inn á síðuna. Átakið til þess að safna heim- ildum á að standa fram í júlí nk. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skautavöllur Melavöllurinn gegndi ýmsum hlutverkum og var gjarnan notaður sem skautasvell á veturna. Heimildar- mynd gerð um Melavöllinn Miðborgin | Sigurður G. Steinþórsson, gull- smiður og eigandi verslunarinnar Gulls & silf- urs, hefur tröllatrú á Laugaveginum sem versl- unargötu. Hann hefur nú flutt verslun sína ofar á Laugaveginn eftir 34 ár á sama stað til þess að liðka fyrir niðurrifi á gamla reitnum og upp- byggingu á nýju húsnæði. Verslunin Gull & silfur var opnuð formlega á nýja staðnum á Laugavegi 52 í gær, eftir nokk- urra vikna framkvæmdir til að koma verkstæði og verslun haganlega fyrir á nýja staðnum. Sig- urður segir að hann hafi selt verktaka gamla húsnæðið, Laugaveg 35, og hann hafi áhuga á að byggja hús með verslunarhúsnæði með íbúð- um á efri hæðum, og hafi hann selt til þess að stuðla að margumtalaðri uppbyggingu í versl- unargötunni. Sigurður segir að hann hafi þann möguleika að kaupa í nýja húsinu þegar það verður tilbúið, sem gæti orðið eftir rúmt ár, eða halda sig þar sem verslunin er núna ef sér líki það betur. Uppbygging á Laugavegi og í miðbænum hefur verið talsvert milli tannanna á fólki und- anfarið, en Steinþór er sannfærður um að þetta sé það sem verði að gerast til þess að gatan haldi áfram að blómstra. „Mörg fyrirtæki vilja ekki koma hingað nema í nýtt húsnæði. Meira að segja eru þeim sem selja merkjavöru sett skilyrði um að vera í nýju húsnæði, svo þeir koma ekki nema í nýtt húsnæði. Svo ef við ætl- um að halda þessu í horfinu verðum við að byggja upp, það er svo einfalt.“ Nýjar byggingar við Laugaveginn verða þó að passa inn í þá götumynd sem fyrir er, að mati Sigurðar. „Mörg af þessum húsum sem hafa verið byggð í gegnum tíðina eru mjög óskemmtileg. En ég held að það sé alveg ríkjandi hugsun núna að halda ákveðnum kar- aktereinkennum, endurnýja húsnæðið en halda stemningunni, sem er mjög gott.“ Sigurði hefur margoft verið boðið að setja upp verslun í verslunarmiðstöðvum, en því hef- ur hann alltaf hafnað. „Verslunarmiðstöðvar eiga svo sem rétt á sér í okkar veðráttu, en það verður samt aldrei þessi stemning sem mynd- ast í göngugötu. Við sjáum það á menningarnótt og hverju sem er, það er alltaf farið í miðborg- ina, það er aldrei hægt að halda slíkt í Smára- lind eða Kringlunni.“ Áhuginn blossaði skyndilega upp Ekki er lengra síðan en í otkóber eða nóv- ember á síðasta ári að þónokkur verslunarhús við Laugaveginn stóðu tóm, en þetta segir Sig- urður að hafi breyst snögglega undanfarið. Það húsnæði sem nú standi tómt sé í öllum tilvikum nema einu hús sem sé verið að laga til að opna þar verslun, eða eins og Laugavegur 35, hús sem á að rífa til að byggja ný. Sigurður átti verslunina við hliðina á Gulli & silfri á Lauga- vegi 35, en henni var lokað um áramótin. Hann segir að strax og henni var lokað hafi fjöldi áhugasamra aðila talað við sig og falast eftir húsnæðinu, og því sé ljóst að það sé mikill áhugi á verslunarrekstri á Laugaveginum, og beðið eftir nýjum húsum þegar þau verði tilbúin. Sigurður gullsmiður flytur verslunina til að rýma fyrir uppbyggingu við Laugaveg Ný hús haldi ein- kennum götunnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Gullsmiðurinn Hefur tröllatrú á Laugavegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.