Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 55 DAGBÓK Alþjóðahús býður til Þjóðahátíðar í Perl-unni í dag frá kl. 12–18, en í henni takaþátt fulltrúar 20 þjóðlanda auk ýmissaeinstaklinga sem starfa að málefnum innflytjenda. Hátíðin sem er liður í Vetrarhátíð Reykjavíkur er tileinkuð minningu Snjólaugar Stefánsdóttur, sem lést í fyrra, en hún starfaði ötullega að mál- efnum innflytjenda, beitti sér mjög fyrir stofnun Alþjóðahússins og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Markmið Þjóðahátíðar er að kynna það fjöl- menningarlega samfélag sem Ísland er í dag og hvaða áhrif fólk af erlendum uppruna hefur á samfélagið; hvernig það auðgar menningu okkar og stuðlar að fjölbreyttara mannlífi. Þátttökuþjóðir í þjóðahátíð í ár eru: Angóla, Ástralía, Búlgaría, Filippseyjar, Grænland, Ítalía, Japan, Kanada, Kenýa, Kína, Nikaragva, Palest- ína, Pólland, Rússland, Slóvenía, Sri Lanka, Sví- þjóð, Túnis, Taíland og Víetnam. Samhliða ýmsum menningarkynningum verður boðið upp á fjölmenningarleg skemmtiatriði á sviði. Má þar nefna búlgarska dansa, japanska og kínverska bardagalist, taílenskan söng og dans, filippseyskan söng og dans, rússneskan hljóð- færaleik, sænskan kórsöng, grænlenskan trommudans, dans frá Kenýa og arabískan maga- dans. Kvikmyndir sem fjalla um málefni tengd innflytjendum verða sýndar í sýningarsal í kjall- ara Perlunnar. Þá verður boðið upp á lestur upp úr barnabókum á japönsku, kínversku, singala og arabísku. Einnig verða lesnir stuttir útdrættir úr bókunum á íslensku. Undir lestrinum verður blað- síðum úr bókunum varpað á tjald. Þeir sem hlusta geta þá einnig séð myndskreytingar bókanna og framandi letur viðkomandi tungumála. „Ísland er og hefur ávallt verið fjölmenning- arsamfélag, mismunandi mikið þó eftir tímabilum í sögunni,“ segir Sigurður Þór Salvarsson, upplýs- ingafulltrúi Alþjóðahúss. „Nægir að nefna að landnámsmenn komu víða að, bæði frá Norð- urlöndunum og Bretlandseyjum og eflaust víðar. Fjölmenningarsamfélagið færir Íslandi stöðugt nýja strauma í menningu og mannlífi og í þeirri al- þjóðavæðingu sem við lifum við held ég að þessi blöndun sé okkur bæði holl og nauðsynleg. Við höfum að sama skapi margt fram að færa til fjölmenningarsamfélagsins og erum sífellt að reyna að koma okkur og okkar málefnum á fram- færi líkt og aðrar þjóðir.“ Sigurður segir mikilvægt að auðvelda fólki sem vill setjast að hér á landi aðlögun að samfélaginu. „Þar er grundvallaratriði að greiða götu innflytj- enda að íslenskunámi. Þetta á að vera ókeypis nám fyrir þá sem þurfa á því að halda og við eig- um stöðugt að sjá til þess að nægilegt framboð sé af námsefni og námsframboði. Kannanir sýna að langflestir innflytjendur vilja læra íslensku enda vita þeir að lykillinn að því að vera virkur í sam- félaginu er að hafa góð tök á tungumálinu.“ Fjölmenning | Alþjóðahús efnir til Þjóðahátíðar í Perlunni í dag Mikilvægt að auðvelda aðlögun  Sigurður Þór Salvars- son er fæddur í Reykjavík árið 1955. Hann lauk námi frá Blaðamannaháskól- anum í Gautaborg 1983. Sigurður hefur starfað við fjölmiðla síðan hann lauk námi, lengst af hjá Rík- isútvarpinu, en nú gegnir hann starfi upplýsinga- fulltrúa Alþjóðahússins. Sigurður er kvæntur Guð- rúnu Öldu Harðardóttur lektor við Háskólann á Akureyri og eiga þau þrjú börn. Er biluð klukka rétt … UNDANFARIÐ hefur það heyrst í fjölmiðlum og víðar að hinir og þessir, þ.m.t. alþingismenn, séu eins og biluð klukka, hafi aðeins rétt fyr- ir sér tvisvar á sólarhring! Þetta þykir nokkuð fyndin sam- líking en er hún rétt? Hversu lengi getur stopp klukka verið rétt? Er hún rétt í 1 klst.? Nei, segja flestir, en er hún þá rétt í eina mínútu eða eina sekúndu? Nei, á sama hátt get- ur hún ekki verið rétt í eina sek- úndu þar sem tíminn stöðvast ekki í eina sekúndu. Það skiptir ekki máli hvað settir eru margir aukastafir og hversu brotið er lítið, klukkan er ekki rétt í eina nanósekundu frekar en 1 klst. eða 12 tíma vegna þess að tíminn líður. Niðurstaðan er því sú að þeir sem halda því fram að klukkan sé rétt tvisvar á sólarhring geta á sama hátt reiknað út og haldið því fram að hún sé rétt allan sólarhringinn! Bara spurning um aukastafi. Kannski umræddir aðilar og al- þingismenn séu eins og biluð klukka og hafi rétt fyrir sér allan sólar- hringinn. Ingi. Íslendingar og RÚV KÆRU landsmenn. Athugið nú vel hvað við erum að kalla yfir okkur. Að setja nefskatt til að greiða afnotagjöldin með er vafasamur kostur. Það myndi þýða að allir sem eru komnir á skatt- skyldan aldur greiða og við skulum ekki láta okkur detta í hug að ef 2 eða fleiri búa á sama heimili verði útkoman ekki dýrari en er í dag. Kannski þurfum við ekki að hafa fyrir því að fara með seðlana í bank- ann en það væri líka það eina sem áynnist með þessari leið. Þar að auki er hægt að greiða þetta í gegn- um bankalínu og með greiðslukorti og greiðast þá gjöldin mánaðarlega í stað á 3ja mánaða fresti með gíró- seðli. Síðan má hugsa út í það að RÚV er ein af fáum stofnunum sem ekki setur seðilgjald á sína seðla. Í dag hafa örorku- og ellilífeyr- isþegar afslátt sem myndi falla nið- ur við þessar aðgerðir. Það má líka taka tillit til þess að einungis er greitt einfalt gjald, sama hversu mörg tæki eru á heimilinu. Sam- keppnisaðilar RÚV taka gjald fyrir hvern afruglara þó það sé lægra af aukatækinu. Við skulum bara vera stolt af RÚV og greiða gjöldin okkar. Við vorum ánægð 1966 þegar það hóf rekstur sinn á sjónvarpi og við skul- um meta það að þeir voru frum- kvöðlar hér á landi fyrir þessa starf- semi. Áfram RÚV! Áhorfandi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 1. d4 d6 2. e4 g6 3. c4 Rd7 4. Rc3 e5 5. Rf3 Bg7 6. Be2 Rgf6 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bh4 Rh6 10. 0-0 0-0 11. dxe5 dxe5 12. b4 Rf7 13. c5 c6 14. Bc4 De7 15. Db3 g5 16. Bg3 b6 17. Hfd1 bxc5 18. b5 cxb5 19. Rd5 Dd8 20. Dxb5 Kh8 21. h4 g4 22. Rh2 Rb6 23. Dxc5 Rxc4 24. Rc7 Rcd6 25. Rxa8 Bb7 26. Rc7 Dd7 27. Rd5 Rxe4 28. De7 Dxe7 29. Rxe7 Red6 30. h5 He8 31. Rd5 f5 32. Bh4 e4 33. Hac1 He5 34. Rf4 Ha5 35. Hc2 Be5 36. Bg3 Kg7 37. Rf1 Kf6 38. Re3 Kg5 39. Re6+ Kxh5 40. Bxe5 Hxe5 41. Rd8 f4 42. Rc4 Rxc4 43. Rxb7 Rb6 44. Hc5 Kg5 Staðan kom upp á alþjóðlegu skák- móti sem lauk fyrir skömmu í Gíbralt- ar. Búlgarski ofurstórmeistarinn Kiril Georgiev (2.654) hafði hvítt og tókst að koma í veg fyrir allt mótspil skoska stórmeistarans Colins McNab (2.440) með einfaldri fléttu. 45. Rd6! Hxc5 45. ... Kf6 hefði ekki verið álitlegra vegna 46. Hxe5 Rxe5 47. Rxe4+. Eftir texta- leikinn er svarta staðan einnig töpuð. 46. Rxe4+ Kf5 47. Rxc5 h5 48. Hd4 Re5 49. Rd3 f3 50. Rxe5 Kxe5 51. Hd3 fxg2 52. Ha3 h4 53. Kxg2 Rd5 54. Hxa7 Rf4+ 55. Kh2 Rd3 56. Kg1 Rf4 57. Hh7 h3 58. Hg7 Re2+ 59. Kh2 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Bridshátíð. Norður ♠K63 ♥1043 ♦G5 ♣ÁG853 Vestur Austur ♠G875 ♠D109 ♥ÁKD97 ♥G8652 ♦8 ♦D4 ♣D102 ♣974 Suður Suður ♠Á42 ♥-- ♦ÁK1097632 ♣K6 Tvímenningi Bridshátíðar lýkur í kvöld á Hótel Loftleiðum, en á morgun hefst sveitakeppnin – Icelandair Open – og verður punkturinn settur aftan við það mót á mánudagskvöld. Í þætti gærdagsins sáum við að Bretinn Tony Forrester er hallur undir það að spila trompunum til enda – en Forrester spilar nú á Bridshátíð eins og oft áður. Hann segir sjálfur: „Renndu lang- litnum þegar öll sund virðast lokuð.“ Sem minnir dálkahöfund á spil frá Bridshátíð 2003. Tony var þá með suð- urspilin og endaði í fimm tíglum eftir heldur misheppnaðar sagnir. Vestur spilaði út hjartaás og þegar blindur kom upp sá Forrester strax að slemma var á borðinu. En hann lét á engu bera, trompaði hjartaásinn og lagði niður tígulás. Spilaði svo tíg- ulkóng. Í tvímenningi er skiljanlegt að spila þetta til enda, en spilið kom upp í Flugleiðamótinu (sem er sveitakeppni) og flestir myndu láta sér nægja að leggja upp á tólf til þrettán slagi með yfirlýsingu um að trompa út laufið. En Forrester var að skemmta sér og þeg- ar tígulkóngurinn kom á borðið lagði vestur frá sér spilin til að íhuga fram- haldið. Eftir nokkra umhugsun sá vestur að hann mátti missa eitt hjarta. Forrester spilaði þá tígultíu og enn lagði vestur frá sér spilin, en henti loks öðru hjarta, og það gerði austur líka. Enn kom Forrester með tígul og enn á ný lagðist vestur undir feld og íhugaði afkastið af kostgæfni. Þá gat Forrester ekki stillt sig og sagði: „Það eru fleiri á leiðinni!“ BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Afmælisþakkir Hjartans þakkir til ykkar, sem glöddu mig í til- efni áttræðifmælis míns 9. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll. Jóna G. Snævarr. FRELSARINN er yfirskrift ljósmyndasýningar Katr- ínar Elvarsdóttur, sem opn- uð var í gær í SÍM-húsinu í Hafnarstræti 16. Titillinn vísar að sögn listamannsins til aðgerða nokkurra leið- toga vestrænna ríkja í utan- ríkismálum, „... þó sér- staklega heimsvaldastefnu þá sem Bandaríkin hafa verið að móta með innrás- inni í Írak og umræðum þeirra um innrás í fleiri lönd“. Katrín Elvarsdóttir út- skrifaðist frá Art Institute of Boston árið 1993 og hef- ur síðan tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýn- ingar í Bandaríkjunum, Danmörku og Íslandi. Einkasýning hennar Minni var haldin í Hafnarborg haustið 2004 og sýningin Mórar í Listasafni Akureyrar 2002. Af helstu samsýningum Katrínar má nefna „Haunted“ í Gallery Korea í New York 2003, „White, Black & Shades of Gray“ í South Shore Art Center í Massachusetts 2002 og „Seasons of Icelandic Photog- raphy,“ í Moscow House of Photo- graphy í Rússlandi 2002. Sýning Katrínar stendur til 28. febrúar og er opin laugard. og sun- nud. kl. 13–17, mánud.–föstud. frá 9 til 17. Katrín Elvarsdóttir sýnir ljósmyndir í SÍM. Frelsarinn í SÍM-húsinuStaðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Borgfirðingafélagið í Reykjavík | fé- lagsvist í dag kl. 14 í Síðumúla 37, 3. hæð. Aðalfundur að spilum loknum. Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- alfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður hald- inn í Ásgarði, Glæsibæ, í dag kl. 13. Venjuleg aðalfundarstörf. Ath. aðeins þeir sem framvísa félagsskírteinum hafa atkvæðisrétt. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur fer frá Kirkjuhvolskjall- aranum kl. 10.30. Hraunsel | Félagsstarfsemi í gangi alla virka daga frá kl. 9–17. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Gönguhópur Háaleit- ishverfis fer frá Hæðargarði 31 alla laugardagsmorgna kl. 10 hvernig svo sem veður og vindar blása. Boðið er upp á teygjuæfingar og íslenskt vatn að göngu lokinni. Tilvalin sam- verustund fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar í síma 568-3132. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bænastund alla laugardag kl. 20. Einnig eru bænastundir alla virka morgna kl. 07–08. Ath. breyttir tímar á morgunbænastundunum. REYKJAVÍK Fashion tízkusýn- ingin fer fram í Sundhöll Reykja- víkur kl. 16 í dag, en ellefu íslenskir hönnuðir taka þátt að þessu sinni og þrír þeirra verða valdir áfram af British Fashion Council sem fulltrúar Íslands í Iceland Fashion Week í ár. Sýningin er öllum opin og er að- gangur ókeypis. Fyrirsæturnar eru allar íslenskar og koma þær frá stærstu umboðsskrifstofum lands- ins, Icelandic Models, Eskimo Mod- els, Element Models og Model.is. Sýningunni verður síðan lokið með óvæntri uppákomu. Reykjavík Fashion 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.