Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.urvalutsyn.is Í dag, fimmtudag, kynnum við sjóðheit tilboð í sólina. Tilboðin eru einungis bókanleg á netinu, frá fimmtudagsmorgni til sunnudagskvölds. Kynntu þér málið og bókaðu strax á www.urvalutsyn.isÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 83 48 0 5/ 20 05 Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax á www.urvalutsyn.is Skráðu þig í Netklúbb Úr vals -Út sý na r – þa ð m ar gb or ga r si g! að með þessu væri mikilli óvissu eytt, hefðu þau þurft að sækja tví- vegis um framlengingu dvalarleyfis til eins árs hefði ýmislegt óvænt get- að komið uppá því svo virtist sem yf- irvöld útlendingamála væru tilbúin að seilast býsna langt til að koma sumum útlendingum úr landi. Þann- ig gæti það komið fólki í koll ef það gerði smávægileg mistök í umsókn- um um dvalarleyfi. Ekki lengur svo erfitt Í samtali við Morgunblaðið sagði Ramin að hann væri feginn að málið væri í höfn, nú gætu stjórnvöld ekki ákveðið að vísa þeim úr landi. Að hans sögn hefur gengið betur hjá ættingjum hans að fá hæli sem flóttamenn í nágrannalöndunum. Þannig hefðu foreldrar hans fengið hæli í Danmörku og bróðir hans og systir í Bretlandi, öll á grundvelli þess að þau væru flóttamenn. Fljótlega eftir komuna til Íslands eignuðust þau sitt fyrsta barn, son- ÚTLENDINGASTOFNUN hefur veitt Ramin og Jönu Sana, sem var neitað um hæli hér á landi sem flóttamenn árið 2003, dvalarleyfi í 2½ ár. Þetta var gert á grundvelli sáttar sem náðist eftir að þau höfð- uðu mál gegn íslenska ríkinu og kröfðust þess að staða þeirra sem flóttamenn yrði viðurkennd, að sögn lögmanns þeirra. Vegna sáttarinnar munu þau að öllum líkindum öðlast rétt til ótímabundins búsetuleyfis hér á landi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ramin er frá Mazar e-Sharif í N- Afganistan en Jana er frá Úzbek- istan sem liggur að norðurlanda- mærum Afganistan. Þau komu hing- að til lands í mars 2003 og sóttu um hæli sem flóttamenn. Því var neitað með úrskurði Útlendingastofnunar en þeim var þess í stað veitt dval- arleyfi af mannúðarástæðum til eins árs. Í kjölfarið höfðuðu þau mál gegn íslenska ríkinu og kröfðust þess að staða þeirra sem flóttamenn samkvæmt Flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna yrði við- urkennd og þeim veitt hæli á þeirri forsendu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en fór ekki lengra þar sem ríkið bauð fram sátt í málinu, að sögn Ragnars Aðalsteinssonar hrl. en hann og Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl. hafa verið lögmenn hjónanna. Niðurstaðan hefði orðið sú að ríkið bauð þeim dvalarleyfi til 21⁄2 árs gegn því að málið yrði fellt niður. Þessu boði hefðu þau ákveðið að taka þar sem ávallt væri ákveðin óvissa um niðurstöðu dómsmála. Í reglugerð um útlendinga segir að útlendingi sem hefur dvalið hér samfellt í þrjú ár á grundvelli dvalarleyfis megi veita ótímabundið búsetuleyfi, að uppfylltum skilyrðum, m.a. þeim að hann hafi stundað nám í íslensku. Allar líkur eru á að þau hljóti slíkt leyfi, að sögn Ragnars. Hann sagði inn Thomas. Ramin og Jana hafa undanfarið stundað fullt nám í ís- lensku við Iðnskólann í Reykjavík og eru nú að leita sér að sum- arvinnu. „Við skiljum meira, tölum kannski ekki svo vel,“ sagði hann. „Það gengur allt í lagi, stundum er erfitt af því að við skiljum ekki allt. En það kemur alltaf. Núna er það miklu betra en það var fyrstu árin og þetta er ekki lengur svo erfitt,“ sagði hann. Reyndar hefði þó vafist verulega fyrir íslenskum stjórnvöld- um að viðurkenna giftingu þeirra. Þau hefðu verið gift í sjö ár en samt sem áður gengi erfiðlega að fá það viðurkennt. Félagsþjónusta Reykja- víkur liti svo á að þau væru hjón og aðstoð stofnunarinnar væri í sam- ræmi við það en hjá Hagstofunni og Þjóðskrá væri litið svo á að þau væru ógift sambúðarfólk og þau borguðu því skatta og gjöld í sam- ræmi við það. Ramin sagðist ekki átta sig á því hvers vegna ekki hefði tekist að fá þau skráð sem hjón. Hjónum frá Afganistan og Úzbekistan var neitað um hæli Veitt dvalarleyfi í 2½ ár til viðbótar Morgunblaðið/Þorkell Ramin og Jana Sana með son sinn sem fæddist eftir að þau komu til Íslands. Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum frá Út- lendingastofnun hafa um 350 út- lendingar sótt um hæli sem flótta- menn hér á landi undanfarin fimm ár en aðeins einum hefur verið veitt slíkt hæli. Á sama tíma hafa ríflega 20 fengið dvalarleyfi af mannúðar- ástæðum. Margir hælisleitendanna hverfa af landi brott áður en um- sókn þeirra hefur hlotið afgreiðslu en einnig er mörgum vísað af landi brott á grundvelli svonefndrar Dyflinnar-reglugerðar sem kveður m.a. á um að ríkið sem tók fyrst við umsókn hælisleitanda um hæli geti ekki neitað að taka við honum og afgreiða umsókn hans, nema í und- antekningartilfellum. Hætti í mafíu Einn af þeim sem hefur verið vís- að úr landi á grundvelli Dyflinnar- reglugerðarinnar er rúmenskur karlmaður um þrítugt sem vísað var úr landi í síðustu viku og fluttur á brott. Hann kom hingað til lands í febrúar og við komuna lagði hann fram falsað vegabréf og óskaði eft- ir hæli hér á landi. Ragnar Aðal- steinsson, sem er einnig lögmaður hans, sagði að Rúmeninn hefði unn- ið fyrir rúmenska mafíu og hlut- verk hans tengst viðskiptum með stolna bíla. Seinna hefði honum ver- ið sagt að taka þátt í mansali með því að flytja konur sem þvinga átti til vændis og hann hefði neitað að taka þátt í því. Mafían hefði brugð- ist ókvæða við og honum verið mis- þyrmt og því hefði hann flúið til London og sótt um hæli í Bretlandi. Eftir tveggja ára dvöl þar hefðu út- sendarar rúmenska glæpaflokksins haft uppi á honum, haldið honum föngnum í þrjár vikur og enn á ný misþyrmt honum. Eftir það hefði hann ákveðið að leita hælis á Ís- landi þar sem hann taldi ljóst að bresk yfirvöld gætu ekki tryggt ör- yggi hans. Ísland væri á hinn bóg- inn utan seilingar mafíunnar. Ragnar sagði að meiðsli manns- ins hefðu verið alvarleg, m.a. hefði hann verið beinbrotinn og sálrænt ástand hans verið afar bágborið. Ágústa Gunnarsdóttir sálfræðingur hafi þrívegis skrifað íslenskum yf- irvöldum bréf og óskað eftir hæli fyrir hann af mannúðarástæðum. Samkvæmt áliti Ágústu hafi hann orðið fyrir stórfelldum áföllum og útilokað sé að hann geti gert sér þau upp. Ragnar sagði að hér á landi hefði ekki verið gerð tilraun til að rannsaka sannleiksgildi frá- sagnar mannsins heldur hefði hann einfaldlega verið sendur til baka á grundvelli Dyflinnar-reglugerð- arinnar. Íslensk stjórnvöld hefðu hins vegar fullt leyfi til að veita honum hæli hér á landi. Tímafrekar rannsóknir Björk Viðarsdóttir, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, sagði að þegar farið væri með hælisumsókn eftir Dyflinnar-reglugerðinni þýddi það að málið væri ekki tekið til efn- ismeðferðar hér á landi, heldur yrði fjallað um málið í því landi sem við- komandi lagði fyrst fram hælis- umsókn í. Hún sagði að samstarf þeirra ríkja sem standa að reglu- gerðinni byggðist á því að sama málið væri ekki til meðferðar í mörgum löndum í einu. Hælisleit- endur leggi oft fram umsóknir í nokkrum löndum, hver umsókn krefjist gríðarlegrar vinnu og það gangi hreinlega ekki upp að mál eins og sama hælisleitanda sé tekið til meðferðar í mörgum ríkjum. Grunnhugsunin sé sú að meðferð á umsókn um hæli ljúki í því ríki sem hún var lögð fram í, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Rauði kross Íslands er fulltrúi Flóttamannastofnunar SÞ á Íslandi og samkvæmt samkomulagi við rík- ið annast RKÍ réttindagæslu og málsvarahlutverk auk eftirlits með aðbúnaði. Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri í málefnum hæl- isleitenda sagði að samtökin hefðu farið þess á leit við Útlend- ingastofnun að hún kannaði hvort frásögn hans væri trúverðug og ef stofnunin teldi að svo væri yrði sá kostur íhugaður að veita honum dvalarleyfi á Íslandi af mannúðar- ástæðum. Væri frásögn hans byggð á raunverulegum aðstæðum væri það mat RKÍ að Rúmeninn þarfn- aðist einhvers konar verndar og Ís- land gæti og ætti að veita honum slíka vernd. 350 umsóknir um hæli á fimm árum JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst síðastliðinn þriðjudag á Reykjanes- hrygg, um 200–300 km suður af Reykjanestá, samkvæmt upplýsing- um frá Steinunni Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veður- stofu Íslands. Síðdegis í gær virtist heldur vera að draga úr skjálftahrinunni, þótt Steinunn teldi ólíklegt að henni væri þá lokið. Að sögn Steinunnar var ekki hægt að fullyrða að ekki væri um eldvirkni að ræða á þessum slóð- um, en henni þótti ýmislegt benda til að fremur væri um kvikuinnskot að ræða en eldgos. „Við getum ekki séð út frá þessum mælingum að um eldgos sé að ræða, allavega ekki í augnablikinu,“ sagði Steinunn. „Þetta er langmesta virkni sem við höfum haft á þessum slóðum í meira en áratug. Það hafa verið skjálftar þarna, en ekki svona hrin- ur.“ Fyrsti skjálftinn mældist kl. 14:30 á þriðjudag og var um 3,5 að stærð á stað nálægt 62°N og 25°V. Milli kl. 16:30 og 18 sama dag varð önnur hrina þar sem stærsti skjálftinn mældist um 4 stig. Um kl. 21.12 á þriðjudagskvöld hófst þriðja hrinan, sem stóð í um 40 mín og mældust nokkrir skjálftar á því tímabili allt að 5 að stærð. Upp úr miðnætti, aðfara- nótt miðvikudags, jókst virknin aftur og virtist ná hámarki um kl. 7 í gær- morgun. Skjálftar í fyrrinótt urðu stærstir um 4,5–5 stig. Upptök jarðskjálftanna eru svo langt frá landinu að íslenska mæla- kerfið staðsetur ekki skjálftana af mikilli návæmni, þó að virknin sjáist mjög vel. Á sjálfvirkum skjálftakort- um á vef Veðurstofunnar virtist skjálftavirknin ganga á land á Suð- urlandi. Þetta var ekki rétt, en vegna hinnar miklu virkni suður á Reykja- neshrygg reyndi sjálfvirka skjálfta- kerfið að staðsetja virknina nær landi. Við nánari skoðun kom í ljós að upptök skjálftanna voru mun sunnar en sjálfvirka kortið gaf til kynna. Mikil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg Engar vísbendingar komnar fram um eldgos Stjörnurnar suðvestur af landinu sýna staðsetningu stóru skjálftanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.