Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 18
Kaldakinn | Aliendur eru á nokkrum bæjum í Suður- Þingeyjarsýslu og eru þær hafð- ar bæði til gagns og gamans. Þær eru oft mjög duglegar að verpa og koma sums staðar í staðinn fyrir heimilishænur því eggin úr þeim eru stærri og matarmeiri. Á vorin eru þær ekki reknar út á morgnana fyrr en þær eru búnar að verpa og kemur þá eitt egg á dag hjá hverri önd þar til þær eru látnar liggja á þegar líða tekur á sumarið. Á Hálsi í Kinn eru 17 endur, en engar hænur, og láta ábúendur ágæt- lega af andabúskapnum. Á myndinni er Gunnar Benedikt Þór Gunnarsson á Hálsi að sýsla með endurnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Endur verpa heimiliseggjunum Aliendur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Samið við Heimamenn | Bæjarráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að ganga frá samningum við Heimamenn ehf. um umsjón og framkvæmd atvinnuvegasýn- ingar í Borgarnesi 21. maí næstkomandi, Borgfirðingahátíðar 10. til 12. júní og Sauðamessu í haust. Í samkomulaginu felst einnig markaðs- og kynningarstarf vegna atvinnuvegasýningarinnar og Sauðamess- unnar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Aftur til Akraness? | Bæjarráð Akra- ness hefur ítrekað áhuga sinn á því að færeyski póstbáturinn Barskorð verði fenginn til Akraness þar sem hann var smíðaður. Í bókun bæjarráðs segir að nú liggi fyrir að rekstri bátsins verði hætt í Færeyjum en hann hafi sinnt póstsigl- ingum milli staða þar. Barskorð var smíð- aður á Akranesi árið 1929, hét lengst af Höfrungur og var gerður út af Haraldi Böðvarssyni hf & co. Fól ráðið bæj- arstjóra að fylgjast með málinu og kanna hvort mögulegt væri að fá bátinn til Akra- ness. Skítadreifing | Talsverðrar óánægju hef- ur orðið vart meðal margra íbúa Hólma- víkur með að skít hafi verið dreift á tjald- væðið á Hólmavík síðustu daga, en megna skítafýlu leggur þar um kring. Þykku lagi af blautum skít hefur verið dreift yfir tjaldsvæðið segir á vefnum strandir.is, en margir hafa sett sig í samband við vefinn og furðað sig á því að þessi árstími hafi verið valinn til skítadreifingarinnar. Ekki er nema vika í hvítasunnu og von er á gestum á tjaldsvæðið yfir hvítasun- nuh elgina, en þá helgi fara ávallt fram fermingar á Hólmavík. Slökkvibíll frá Slökkviliði Hólmavíkur var notaður fyrir helgi til að reyna að skola sem mestu af skítnum í burtu. LandbúnaðarnefndHúsavíkurbæjarhefur samþykkt landbótaáætlun en lagt er til að girt verði tvö hólf norðan og austan Húsa- víkur. Neðra hólfið verði nýtt til beitar ásamt upp- græðslu. Efra hólfið verði friðað til uppgræðslu næstu 5 til 10 árin. Þriðja girðingarhólfið verði girt úr Húsavíkurgirðingu um Saltvíkurhnjúka í Hösk- uldsvatn og þaðan aftur í Húsavíkurgirðingu við Krubbsfjall. Gert verði samkomulag við Fjáreigendafélag Húsavíkur um upp- græðslu hólfanna norðan og austan Húsavíkur. Stóra hólfið verður fyrst og fremst grætt upp með lúpínu. Landbótaáætlun Fjölskyldur hjart-veikra barna fjöl-menntu í Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðinum í tilefni af 10 ára afmæli Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Jón Sigurðsson mætti á staðinn og tók nokkur lög við góðar und- irtektir viðstaddra, en einnig var kveikt upp í grillinu og boðið upp á veitingar í boði Goða, Breiðholtsbakarís og Víf- ilfells. Halla hrekkjusvín kom líka í garðinn og fékk alla til að hreyfa sig og syngja. Var ekki annað að sjá en að allir hafi skemmt sér ljómandi vel. Neistinn var stofnaður 9. maí 1995 og er félagið opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna. Nú eru um 300 fjölskyldur í félag- inu. Neistinn 10 ára Á ónefndum stað íþinghúsinu erstundum geymt tóbakshorn sem þing- menn geta laumast í þeg- ar mikið liggur við. Steingrími J. Sigfússyni varð á að hafa með sér hornið. Hann iðraðist syndar sinnar beisklega og orti þessa yfirbót- arvísu: Svakalega ég sekur er synd mína viðurkenni, pontunnar hvarf er að kenna mér kornið ég fæ úr henni. Ég er sem sagt með hana hér hjá mér á d’Anglaterre yrki ég þar um yfirbót enda var syndin stór og ljót Þegar Helgi Hóseasson sletti skyri á þingmenn orti Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Á Alþingi er eins og fyr ekki mikil glæta. Mundi ekki meira skyr mega úr þessu bæta. Tóbaksdós á þingi pebl@mbl.is Blönduós | Undirritaður hefur verið samningur milli fulltrúa Blönduóssbæjar og Rafmagnsveitna ríkisins um kaup Raf- magnsveitnanna á eignum Hitaveitu Blönduóss. Í samningnum kemur m.a. fram að Raf- magnsveiturnar kaupa öll hitaréttindi Blönduóssbæjar í landi Reykja, ásamt öll- um mannvirkjum tengdum nýtingu á heitu vatni, þ.m.t. dreifikerfi hitaveitunn- ar. Í kaupunum fylgir jafnframt áhaldahús sveitarfélagsins sem staðsett er við hlið starfstöð RARIK á Blönduósi. Kaupverð hitaveitunnar er 427 milljónir króna. Gjaldskrá mun haldast óbreytt til áramóta 2005/2006 en eftir það mun RA- RIK aðlaga verðskránna að þeim verð- skrám hitaveitna sem fyrirtækið rekur nú. Helstu breytingar sem af því leiða verða þær að greiðslur hvers notanda munu taka mið af hitastigi þess vatns sem hann fær afhent. Rafmagnsveiturnar hafa mörg undan- farin ár rekið starfstöð á Blönduósi í tengslum við rafmagnsdreifingu og orku- vinnslu á Norðurlandi vestra. „Bæjar- stjórn Blönduóssbæjar og forsvarsmenn RARIK líta svo á að með kaupum RA- RIK á Hitaveitu Blönduóss sé verið að efla starfsemi RARIK á Blönduósi,“ segir í frétt um samninginn. Veitusvæði Hitaveitu Blönduóss nær nú yfir Blönduósbæ og hluta Torfalækjar- hrepps. Undanfarin misseri hefur verið til skoðunar að útvíkka veitusvæðið til ná- grannabyggðarlaga. Í viðræðum um sölu hitaveitunnar kom fram að RARIK hefur fullan hug á að halda áfram athugun á hagkvæmni þess að stækka þjónustu- svæði hitaveitunnar. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um staðfestingu fjármálaráðu- neytisins, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og bæjarstjórnar Blönduóssbæjar. Sam- kvæmt samningnum er gert ráð fyrir að RARIK taki við rekstri Hitaveitu Blöndu- óss frá 1. júlí nk. Rarik kaupir Hitaveitu Blönduóss Tryggvi Þór Haraldsson, Valgarður Hilm- arsson, Ágúst Þór Bragason, og Valdimar Guðmannsson, Jóna Fanney Friðriks- dóttir, Lárus Blöndal, Jón Aðalsteinn Sæ- björnsson, og Haukur Ásgeirsson,          Þór skákmeistari | Þór Valtýsson frá Akureyri sigraði í opnum flokki á Skákþingi Norðlendinga 2005 sem fram fór á Siglu- firði um síðustu helgi. Ólafur Ólafsson frá Akureyri sigraði í unglingaflokki, Fannar Örn Hafþórsson, Siglufirði, í drengjaflokki, Mikael J. Karlsson, Siglufirði, í barnaflokki og Ulker Gasanova í stúlknaflokki. Hrað- skákmeistari Norðlendinga varð Ólafur Kristjánsson frá Akureyri. Davíð Kjart- ansson frá Reykjavík varð hlutskarpastur bæði í opna flokknum og í hraðskákinni en gat ekki orðið skákmeistari Norðlendinga vegna búsetu sinnar. Skákstjóri var Skarphéðinn Guðmunds- son. ÞÆR eru til fyrirmyndar þessa dagana stelpurnar í 3. flokki kvenna hjá Tindastóli. Þær mæta klukkan 7 á morgnana á æfingu á gervigrasinu með þjálfara sínum honum Sveinbirni. Stúlkurnar eru á leið til Danmerkur 11. júní og hafa verið duglegar að safna fyrir ferð- inni sinni með því að selja fisk og kökur, þvo glugga og fleira. Þótt endar hafi ekki alveg náð saman enn hjá þeim er ekki hægt að segja annað en að fjáröflun hafi gengið vel. Þær munu spila ellefu manna bolta í Íslandsmótinu í sumar og vona bara að sumarið verði eins bjart og morgnarnir hafa verið í Skagafirði undanfarna daga. Fyrirmyndarstúlkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.