Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. L esbók sem kemur út í dag er helguð Jökluseríunni, ljós- myndaverki Ólafs Elíassonar byggðu á Jökulsá á Dal, en út- gáfa hennar er samstarfsverk- efni KB banka, Eiðastóls og Morgunblaðsins. Ólafur hefur um langt skeið unnið að ljós- myndaseríum af ýmsum toga, og er þessi sú nýjasta úr þeim flokki. Hún er nokkuð sérstök vegna þess að líta má á hana sem einskonar eftirmæli um svæði sem brátt mun verða mjög miklum og óaft- urkallanlegum breytingum að bráð, þegar áin verður virkjuð og víðáttumikil svæði í kringum hana hverfa undir vatn. Eins og fram kemur í kafla úr bókinni „For Space“ eftir Doreen Massey, prófessor í landafræði við Opna háskólann í Bretlandi, sem birtur er ásamt Jökluserí- unni í þessari óvenjulegu Lesbók, hefur því verið haldið fram að landsvæði sem enginn þekkir séu einskonar „auðar síður“ eða óskrifuð blöð. Stór hluti Íslands er einmitt af þessum toga. Doreen Massey bendir á að hver og einn ber með sér allar sínar minningar, þekk- ingu, tilfinningar og afstöðu til hvers þess staðar sem hann ferðast um. Þessum afstæðu þáttum varpar hann síðan yfir á staðinn til að búa sér til mynd af honum. Staður sem áður var óskrifað blað verður að einskonar margþættu handriti allra þessara upplýsinga, þegar einstaklingurinn kortleggur hann í huga sér. Fræði tengd þessu ferli hafa verið kölluð „psychogeography“, einskonar „sálarlandafræði“ og fjalla um hvernig hægt er að greina og rannsaka þá flóknu, yfirfærðu mynd sem við óhjákvæmilega höfum af heiminum og tengsl hennar við hugmyndafræði hvers tíma. Ólafur Elíasson segir að með því að kortleggja landið í svona ljósmyndaseríu sé hann nánast að skrá stað- fræði svæðisins. „Vegna þess að myndirnar eru teknar úr lofti og myndavélin er ekki í botninum á flugvélinni er sjónarhornið á myndefnið u.þ.b. 45 gráðu horn. Það þýðir að ég skapa kort sem er tvívítt, en vegna þessa 45 gráðu horns verður til einskonar hliðarmynd um leið, er dregur fram einkenni þriðju víddarinnar – sérkenni landslagsins, dýptina sem í því býr. Með þessum hætti er hægt að afhjúpa svæðið eins og það birtist sem kort og einnig eins og það birtist sem rými. Maður sér legu og hreyfingu árinnar, eins á korti og sömuleiðis ef nán- ar er að gáð hvernig svæðið í heild lítur út sem raun- verulegur staður. Maður sér hvaða hæðir væri erfitt að klífa, hvar auðveldast er að komast ofan í gljúfrið, yfir ána o.s.frv. Það er áhugavert að mínu mati, hvernig Íslendingar búa ennþá yfir tilfinningu fyrir hvar er best að ganga á fjall. Í samanburði við fólk sem einungis hefur búið í stórum borgum, hafa Íslendingar þróað með sér með- vitund um hvernig þeir eigi að horfa á landslag til þess að geta komist leiðar sinnar í því. Íslendingar eru enn í líkamlegum tengslum við landið í þessum skilningi, og búa þar af leiðandi yfir öðruvísi skilningi á þeirri þrívídd sem felst í landslaginu. Þeir sem til að mynda hafa alið allan sinn aldur í stór- borgum sjá landslag meira í tvívídd, eins og á korti – þegar þeir horfa á landslag á mynd virðist þeim landið flatt. Það að næstum allir á Íslandi átta sig með til- tölulega auðveldum hætti á því hvernig best er að kom- ast frá þessum kletti og niður tiltekna brekku – og myndu flestir komast að sömu niðurstöðu um hvar best væri að fara yfir ána – segir mjög mikið um samband þeirra við land sitt og hvaða verðmæti þeir beinlínis eiga í því, burt séð frá því hvað þeir svo vilja gera við það.“ Ólafur segist halda að fólk hér á landi hafi mjög hreina og beina mynd af því hvað landslag sé. „Það er stór hluti af hefðbundnu viðhorfi fólks til landsins, rétt eins og í öðrum löndum þar sem ferðalög utan borg- arsamfélagsins hafa lengi verið stór þáttur í menning- unni. En það sem einnig vekur áhuga minn á Íslandi er að fólk hefur einnig mjög sterka tilfinningu fyrir af- stæðum þáttum landslagsins, getur t.d. auðveldlega náð áttum í landslagi sem ekki hefur verið brotið til rækt- unar – einungis með kort til leiðsagnar. Kannski tengist þetta því að þjóðin hefur alltaf verið mjög fær í því að lóðsa sig um hafið – í láréttu rými – sem þýðir að fólk hefur mjög sterka tilfinningu fyrir því h að ná áttum í afstæðum rýmum.“ Í huga Ólafs snúast þessir tveir þætti ungis um líkamleg og afstæð tengsl við er flókin samtvinnun þeirra þátta undir hvernig við horfum – undirstaða þeirrar liggur að baki því hvernig við nálgumst „Og ég legg áherslu á að það skiptir eng langt í burtu staðurinn er, það hversu a er, þekktur eða óþekktur, tengslin eru æ hendi.“ S láandi þáttur í þeirri skráning serían sýnir felst í því að nán helmingur viðfangsefnis henn hverfa. Verkið hverfist um st sem innan tíðar verða ekki le velta því fyrir sér hvort sú tilfinningaþr sem fólgin er í þeirri staðreynd breyti g sem slíks í hugskoti fólks. Nú liggur það eðli staða að breytast í gegnum tímans ur sem það gerist í huganum fyrir tilstil tilfinningalegra þátta; nú eða vegna stjó ákvarðana eða vistfræðilegrar þróunar. an að staðir breytist með jafnbyltingark og þarna. „Í einhverjum skilningi mun staðurinn alveg rétt,“ segir Ólafur. „Hann hverfur um“ yfir hann með nýju yfirborði – sökk undir vatn þannig að hann verður aldre framar. En eins og málum er nú háttað anlegt. Því vil ég horfa til framtíðarinna hvernig við getum skilgreint landslagið Ferðalög eru hluti af veruleika okkar allra í samtímanum. Hvort heldur sem þangað sem hann vill, hratt og örugglega. Hugmyndir okkar um staði, land hafa skoðun á þeim, vega þá og meta, búa til af þeim mynd – ýmist í hugsko þann stað á Íslandi sem fram á síðustu tíma var lítt aðgengilegur og nánast ið og þær afstæðu hugmyndir sem við berum öll með okkur þegar við hugsu Verk Ólafs Elíassonar, „The hydro-electric construction site series“ [sería helguð byggingarsvæði vatn Landslag á Í verkinu „Erosion“ [veðrun] frá árinu 19 LESBÓKIN OG MYNDLIST SAMTÍMANS Á sjötíu ára afmæli BúnaðarbankaÍslands fyrir fimm árum, birtist íLesbók Morgunblaðsins umfjöll- un um listaverkaeign bankans og kom þá fram að um væri að ræða hátt á átt- unda hundrað verka, sem vissulega er myndarlegt safn íslenskrar myndlistar. Tilurð safnsins má rekja allt aftur til ársins 1948, er bankinn flutti í nýtt hús í Austurstræti og markaði samstarf við Jón Engilberts og Sigurjón Ólafsson upphafið, en þeir unnu báðir stór verk í afgreiðslusal nýja húsnæðisins. Í Búnaðarbankanum var því löng hefð fyrir samstarfi við listamenn, sem ef til vill hefur átt sinn þátt í því að bankinn reið einnig á vaðið sem einn máttar- stólpa menningarársins í Reykjavík, er borgin var ein níu menningarborga Evrópu. Sú arfleifð er fylgdi listaverka- eign Búnaðarbankans tilheyrir nú KB banka, eftir að Búnaðarbankinn var seldur á haustmánuðum 2002. Það er því í ánægjulegu samræmi við gamla hefð að KB banki skuli nú, ásamt Eiðastóli, ganga til samstarfs við Morg- unblaðið um sérútgáfu á Lesbók, helg- aðri myndlist. Eins og fram kemur í frétt í blaðinu í dag er þetta í fyrsta sinn sem Morgunblaðið gengur til samstarfs um sérverkefni við kostanda með þess- um hætti. Markmiðið er að kynna fyrir almenningi á Íslandi framsækið verk á sviði samtímalistar, sem svo mjög er í sviðsljósinu hér á landi um þessar mundir, enda fyrsta Listahátíð í Reykjavík þar sem megináherslan er á myndlist að hefjast. Eiðastóll hefur um þriggja ára skeið staðið fyrir því að stefna saman íslensk- um og erlendum myndlistarmönnum til að þinga á Austurlandi. Það starf hefur skilað áhugaverðum árangri sem einnig sér stað á Listahátíðinni sem framund- an er, því nokkrir þeirra listamanna sem þar sýna hafa komið við sögu á Eið- um, auk sýningarstjórans Jessicu Morgan, sem starfar hjá Tate Modern í Bretlandi. Sérútgáfa Lesbókar Morgunblaðsins í dag er helguð Jökluseríu Ólafs Elías- sonar, myndlistamanns, og byggist á skráningu hans á Jöklu beggja megin við virkjanasvæðið við Kárahnjúka. Ólafur er þarna augljóslega að vinna með efnivið sem þjóðin hefur átt í hat- römmum deilum um, en markmið hans, eins og kemur fram í viðtali við hann á miðopnu blaðsins í dag, er öðrum þræði að beina þeirri umræðu í nýjan farveg er hverfist um nýtt samfélagslegt gild- ismat í viðhorfum til víðernisins – ekki einungis fyrir núlifandi kynslóðir held- ur einnig kynslóðir framtíðarinnar. Þótt Morgunblaðið vinni að þessu sinni með kostendum, hefur á síðustu árum verið að myndast vísir að hefð fyr- ir beinu samstarfi við myndlistarmenn á síðum Lesbókarinnar. Vikuleg verk bandarísku listakonunnar Roni Horn á baksíðu Lesbókar vöktu verðskuldaða athygli á meðan á birtingu þeirra stóð árið 2002, og sömuleiðis Lesbók sem helguð var verkum þeirra myndlistar- manna er þinguðu á Eiðum og gefin var út á síðasta ári. Eins og áður hefur verið greint frá hefur Lesbókin þróast með þeim hætti að sífellt meiri áhersla er lögð á að blaðið endurspegli menningar- líf hérlendis sem erlendis á líðandi stundu. Ofangreind verkefni eru liður í þeirri viðleitni Morgunblaðsins að láta Lesbókina, sem um 80 ára skeið hefur verið fastur liður í menningarlífi lands- manna, sýna bæði sérstöðu og samhengi samtímalistar og hvaða erindi hún á við okkur öll. Þau þrjú verkefni Lesbókar sem hér hafa verið nefnd hafa öll ratað út fyrir landsteinana með ýmsum hætti og þjóna þannig einnig sem athyglis- verð kynning á íslenskri menningu og tengingu hennar við umheiminn. SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ FORELDRA Lengi vel var það óskrifuð regla aðmæður fengju alla jafna forræði yf- ir börnum við skilnað eða sambúðarslit. Í takt við breytta tíma og aukið jafnrétti, báðum kynjum til handa, hefur sameig- inleg forsjá hins vegar rutt sér til rúms og á síðasta ári var samið um slíkt fyr- irkomulag í talsverðum meirihluta til- vika. Sameiginleg forsjá felur í sér að for- eldrar þurfa að komast að samkomulagi um hjá hvoru þeirra barnið á að eiga lög- heimili og hvernig umgengni skuli skiptast á milli þeirra. Barnið getur dvalið að jöfnu hjá báðum foreldrum, eða að jafnaði hjá því foreldri sem það á lög- heimili hjá og hinu foreldrinu á tiltekn- um tíma. Samþykki beggja foreldra þarf að koma til varðandi allar meiri háttar ákvarðanir sem varða persónulega hagi barnsins. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur forsjárnefnd, sem skipuð var af dómsmálaráðherra, skilað lokaskýrslu sinni, þar sem hún ítrekar fyrri tillögu um að sameiginleg forsjá verði meginregla við skilnað og sambúð- arslit. Fram kemur í skýrslunni að hrað- ar breytingar hafi orðið á þessum málum á síðustu árum, þar sem í ljós hafi komið að foreldrar semji í sívaxandi mæli um sameiginlega forsjá. Þróunin sýni að reynslan af þessu fyrirkomulagi sé góð og því beri að taka af skarið og lögfesta sameiginlega forsjá sem meginreglu. Einnig er mælst til þess í skýrslunni að lögfest verði að dómarar geti úr- skurðað um sameiginlega forsjá. Þá leggur nefndin til að skýrt verði kveðið á um fyrirkomulag umgengni barns og þess foreldris sem það býr ekki hjá þeg- ar gengið er frá sambúðarslitum eða hjónaskilnaði hjá sýslumannsembætt- um. Í skýrslu forsjárnefndar segir að með því að lögfesta sameiginlega forsjá sem meginreglu „væru foreldrum send skýr skilaboð af hálfu löggjafans um það að forsjá barna sé sameiginlegt verkefni beggja foreldra sem þeir eigi að axla sameiginlega þótt sambúð eða hjúskap þeirra sé lokið“. Þetta er auðvitað kjarni málsins. Við skilnað eða sambúðarslit eiga í langflest- um tilvikum í hlut tveir einstaklingar sem báðir eru fullhæfir til að sinna for- eldrahlutverkinu. Það er ábyrgðarhluti beggja foreldra að ala upp börnin sín, og börnin hafa að sama skapi þörf fyrir báða foreldra sína í uppvextinum. Sam- eiginleg forsjá er til þess fallin að það foreldri sem barnið á ekki lögheimili hjá sýni meiri ábyrgð á uppeldi þess en ella, og jafnframt að það foreldri sem barnið býr hjá að jafnaði beri meiri virðingu fyrir uppeldishlutverki hins foreldrisins. Sameiginleg forsjá er skýrt jafnréttis- mál fyrir feður, miðað við það hvernig málum var iðulega háttað á umliðnum áratugum, en ekki síst hagsmunamál fyrir börnin sjálf, sem eiga heimtingu á umönnun beggja foreldra sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.