Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í NÝJASTA tölublaði tímarits bandarísku læknasamtakanna, Journal of the American Medical Association (JAMA), er birt grein eft- ir vísindamenn og samstarfsaðila Ís- lenskrar erfðagreiningar um nið- urstöður lyfjaprófa á hjartalyfinu DG031. Einnig er fjallað um greinina og almenna þýðingu niðurstaðnanna í ritstjórnargrein í tímaritinu, en þar segir m.a. að niðurstöður rannsókn- arinnar séu prófraun um það hvort takast megi að nýta erfðarannsóknir til þess að þróa nýtt lyf. Höfundur rit- stjórnargreinarinnar er dr. Christopher J. O’Donell, en hann er sérfræðingur í erfðafræði hjarta- sjúkdóma við Massachusetts General Hospital (Háskólasjúkrahúsið í Massachusetts). Í vísindagreininni er lýst jákvæð- um áhrifum lyfsins á ýmsa áhættu- þætti hjartaáfalls. Greint er frá því að lyfið dragi úr myndun á öflugum bólguvaka sem erfðarannsóknir Ís- lenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáföll- um. Einnig kemur í greininni fram að lyfið hafi áhrif á ýmsa mikilvæga áhættuþætti hjartaáfalla sem tengj- ast bólgum í æðakerfinu. Er þetta í fyrsta sinn sem lýst er klínískri lyfja- rannsókn á nýju lyfi á grundvelli erfðarannsókna á algengum sjúk- dómi. Fjallað er um vísindagreinina í JAMA og ritstjórnargrein O’Donell í öllum helstu fréttamiðlum heims nú í vikunni, þeirra á meðal í vefútgáfu Reuters, Forbes, Wall Street Journal og The New York Times. Í grein í síð- astnefnda blaðinu kemur m.a. fram að niðurstöður lyfjaprófanna sýni að lyfið virðist öruggt og hafi jákvæða tilætlaða virkni. Raunar er tekið fram að lyfjaprófin hafi ekki staðið yfir nægilega lengi til þess að sýna megi fram á að þau hafi með afgerandi hætti komið í veg fyrir hjartaáföll, hins vegar hafi vísindamenn leitað að röð líffræðilegra breytinga sem vitað er að tengist hættum á hjartaáfalli. Í ritstjórnargrein O’Donell hvetur hann einmitt til frekari rannsókna þar sem sýna verður fram á þá virkni lyfsins að það dragi úr myndun öfl- ugra bólguvaka og leiði sannanlega til fækkunar hjartaáfalla hjá sjúkling- um. Sýna að hægt er að nota erfðafræði við lyfjaþróun Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra ÍE, að nið- urstöðurnar sem kynntar eru í vís- indagreininni séu afar spennandi og sýni að hægt sé að nota grundvall- aruppgötvun í erfðafræði til að þróa ný lyf gegn alvarlegustu heilbrigð- isvandamálum samtímans. Rifjar hann upp að í fyrra hafi fyrirtækið birt vísindagrein um erfðarannsóknir sínar á hjartaáföllum og uppgötvun á fráviki í líffræðilegu ferli sem orsakar jafnvel meiri hættu á hjartaáföllum en hækkað kólesteról og að núna virðist vísindamönnum fyrirtækisins að tekist hafi að leiðrétta það frávik með nýju lyfi. „Það má kannski segja að við séum í svipaðri stöðu í dag og stóru, al- þjóðlegu lyfjafyrirtækin voru á ní- unda áratugnum þegar þau höfðu sýnt fram á að blóðfitulækkandi lyf, sem eru mest seldu lyfin í heiminum í dag, lækkuðu blóðfitu en ekki hafði enn verið sýnt fram á að þau minnk- uðu líkur á hjartaáföllum. Við höfum nú sýnt fram á að DG031 hefur áhrif á áhættuþætti hjartaáfalla en við vitum þó ekki enn með vissu hvort það hafi áhrif á sjúkdóminn sjálfan. Næsta verkefni okkar verður að svara þeirri spurningu,“ er haft eftir Kára. Þriðji og síðasti fasi lyfja- prófanna hefst síðar á árinu Lyfjaprófin sem kynnt eru í grein- inni í JAMA voru af svokölluðum fasa II þar sem könnuð voru áhrif mis- munandi skammtastærða lyfsins á ýmsa líffræðilega áhættuþætti hjartaáfalls og mögulegar aukaverk- anir. Helstu niðurstöður rannsókn- anna voru að lyfið lækkar styrk bólguvakans leukotriene B4 (LTB4), sem er lokaafurð þess líffræðilega ferils sem erfðarannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar hafa sýnt að tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Einnig kom í ljós að lyfið lækkar styrk mýe- lóperoxídasa (MPO) og C-reactive protein (CRP) en aukinn styrkur beggja þessara prótína hefur verið tengdur aukinni hættu á hjartaáföll- um í ótengdum rannsóknum. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós. Á grunni þessara niðurstaðna er nú unnið að því að skipuleggja þriðja og síðasta fasa lyfjaprófanna þar sem kannað verður hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi einstaklinga sem taka lyfið miðað við hóp sem tekur lyfleysu. Þær munu fara fram á Ís- landi og í fleiri löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Reiknað er með því að þær hefjist á seinni hluta þessa árs og taki rúm tvö ár. Ef niðurstöður þeirra verða jákvæðar verða næstu skref leyfisumsóknir, skráning og markaðssetning. Prófanir Íslenskrar erfðagreiningar á nýju hjartalyfi til umfjöllunar í læknatímaritinu JAMA Jákvæð áhrif á ýmsa áhættuþætti hjartaáfalls Morgunblaðið/Sverrir Vísindagrein um niðurstöður lyfjaprófana ÍE á hjartalyfinu DG031 í nýjasta tölublaði tímarits bandarísku lækna- samtakanna, Journal of the American Medical Association (JAMA), sem og ritstjórnargrein um málið í sama tíma- riti, hefur verið til umfjöllunar í öllum helstu fréttamiðlum heims undanfarna daga. Má þar nefna miðla á borð við Reuters, Forbes, Wall Street Journal og The New York Times. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is VIÐRÆÐUR hafa staðið yfir milli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Pósthússins, dreifingaraðila Fréttablaðsins, að undanförnu um kaup og kjör blaðbera. Að sögn Elí- asar Guðmundar Magnússonar, for- stöðumanns kjarasviðs VR, liggja fyrir drög að samningi sem for- svarsmenn Pósthússins eru með til skoðunar. Ekki sé þó um að ræða sams konar samning og Árvakur gerði við VR vegna sinna blaðbera árið 2003. Greiðslur fyrir blaðburð byggist á svæðaskipulagi en ekki þyngdarmálum. „Þetta er allt önnur nálgun þar sem greitt er mismun- andi fyrir hverfi eftir ákveðnum mælingum, sum hverfi eru til að mynda með mörgum fjölbýlishúsum og önnur með færri. Það má segja að hvert svæði sé í raun og veru tímamælt,“ segir Elías. Hann segir að Pósthúsið hafi sett fram kröfu um að farin yrði þessi leið í samn- ingsgerðinni. „Við hefðum alveg verið til í sam- bærilegan samning og við Árvakur en það er sjálfsagt að skoða alla möguleika. Við höfum mestar áhyggur af því að réttarstaða þessa fólks sé ekki í lagi og við viljum ná samningi sem getur tryggt fólki réttarstöðu.“ Einar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Pósthússins, segir að aðilar ætli að hittast aftur á fundi eftir hvítasunnu. Ekki liggi ljóst fyrir hvenær samkomulag við VR verði í höfn en stefnt sé að því að samningar liggi fyrir, fyrir næsta haust. Einar segir að fyrirtækið vilji fyrir alla muni tryggja rétt- arstöðu blaðbera með samningi. Segir launin 25% lægri Gunnlaugur Júlíusson, faðir blað- burðardrengs, sem gagnrýnt hefur dreifingaraðila Fréttablaðsins í hálft annað ár fyrir að ganga ekki frá kjarasamningi við sína blaðbera, sagði í grein í Morgunblaðinu 18. apríl sl. að grunnlaun Fréttablaðs- ins væru um 25% lægri en hjá Morgunblaðinu á sama blaðburð- arsvæði þrátt fyrir að blaðberi Fréttablaðsins bæri út nær helm- ingi fleiri blöð en blaðberi Morg- unblaðsins. Einar vildi ekki svara efnislega gagnrýni Gunnlaugs þegar eftir því var leitað, en ítrekaði að fyrirtækið vildi tryggja réttarstöðu sinna blað- bera með samningi við VR. Nærri 1.200 blaðberar starfa hjá Pósthúsinu. Viðræður standa enn milli Pósthússins og VR um kjör blaðbera Fréttablaðsins „Höfum mestar áhyggjur af réttarstöðu þessa fólks“ Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is ALLT stefnir í eftirminnilegt fjall- göngumet um hvítasunnuna því bók- anir í ferðir á Hvannadalshnúk hjá Útivist og Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum, auk Ferðafélags Íslands eru með allra mesta móti. Svo gæti farið að hátt í 200 manns klífi tindinn um helgina. Frá FÍ fara um 100 manns og frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum fara um 50 manns á Hnúkinn. Elín Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri ÍFLM, segir fullbókað í ferðina en einnig stefni fólk á vegum ÍFLM á tind Eyjafjallajökuls um helgina og fleiri fjallstinda. Útivist býður líka upp á Hnúks- ferð og eru 27 manns bókaðir í 4 daga lúxusferð. Yfirleitt eru 15–25 manns sem skrá sig í hvítasunnuferð Útivistar á Hvannadalshnúk og er því ljóst að þátttakan að þessu sinni er óvenjumikil. Fararstjórar eru Reynir Þór Sigurðsson og Gunn- björn Margeirsson. Lóa Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Útivistar, segir ljóst að landsmenn séu í miklum gönguham um þessar mundir og til marks um áhugann séu margar helg- arferðir í óbyggðum uppseldar með margra mánaða fyrirvara í stað vikna áður. Því hafa verið settar aukaferðir á dagskrá félagsins. Fyrir utan skipulagðar ferðir má einnig gera ráð fyrir fólki á eigin vegum á Hnúknum um helgina og því ljóst að þar verður margt um manninn. Fjallgöngumet í uppsiglingu Landinn flykkist á hæsta tind landsins MIKIL snjóflóðahætta var við Hvannadalshnúk á þriðjudag þegar fjallaleiðsögumennirnir Einar Rúnar Sigurðsson og Jök- ull Bergmann voru þar á ferð með hóp fólks. Var engin áhætta tekin og því hópnum snúið við á stundinni. Aðstæður í fjallinu breyttust mjög mikið um helgina að sögn Einars, en í síð- ustu viku var harðfenni víðast hvar og vel fært. Á laugardag snjóaði mikið í fjallinu með til- heyrandi flóðahættu og þegar gert var snjóflóðapróf á þriðju- dag rann snjórinn undan eigin þunga í fremur litlum halla. Seg- ist Einar aldrei hafa séð annað eins. Jökull Bergmann fjalla- maður mat hættuna á snjóflóði sem 5 á kvarðanum 1–5. Snjóflóða- hætta í Hvanna- dalshnúk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.