Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR Krónan Gildir 11. maí–17. maí verð nú verð áður mælie. verð Maísstönglar, ferskir ............................. 229 349 114 kr. stk. Krónuís, jarðarberja 1 ltr ....................... 99 179 99 kr. ltr Krónu brauð, stórt og gróft .................... 99 129 128 kr. kg Krónu hrásalat..................................... 99 159 99 kr. stk. Móa grillaður kjúklingur, kaldur ............. 489 699 489 kr. kg Goða bratwurst grillpylsur ..................... 637 980 637 kr. kg X-tra sjampó 500 ml ............................ 139 169 278 kr. ltr Epli Fuji............................................... 69 149 69 kr. kg Krónu súkkulaðikex 2pk........................ 199 299 99 kr. pk. Búrfells kindabjúgu .............................. 159 229 159 kr. pk. Bónus Gildir 12. maí–16. maí verð nú verð áður mælie. verð Marineraðir laxabitar á grillið................. 779 1198 779 kr. kg Villikryddað lambalæri ......................... 899 1498 899 kr. kg Grillkryddaðar lambaframpartssneiðar ... 599 899 599 kr. kg Ali grill svínakótilettur ........................... 1049 1498 1049 kr. kg Ali grill úrbeinaður svínahnakki.............. 1049 1498 1049 kr. kg Ferskir kjúklingabitar ............................ 299 399 299 kr. kg Ferskt pokasalat 100 gr........................ 159 299 1590 kr. kg Furuhnetur 100 gr................................ 129 179 1290 kr. kg Kaldar grillsósur 200 gr. ....................... 99 159 495 kr. kg Mackintosh í dós 907 gr....................... 699 1399 771 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 12. maí–14. maí verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs glóðarsteik úr framparti....... 948 1298 948 kr. kg Fjallalambs grilllæri ½.......................... 1298 1698 1298 kr. kg Svínahnakki sneiddur úr kjötborði ......... 858 1198 858 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ........................ 1498 1798 1498 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði .................... 798 998 798 kr. kg Íslenskir tómatar, 500 g bakki............... 99 279 198 kr. kg Íslenskar agúrkur ................................. 89 279 89 kr. kg FK bayonneskinka ................................ 858 1198 858 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 959 1599 959 kr. kg Hagkaup Gildir 12. maí–15. maí verð nú verð áður mælie. verð SS Mexíkó helgarsteik .......................... 1105 1579 1105 kr. kg Fanta 2 ltr plast ................................... 139 225 69 kr. ltr Íslandsgrís mariner. svínakótilettur ........ 973 1498 973 kr. kg Góðkaup hamborgarar, 4 stk. m/brauði. 323 462 323 kr. kg Íslandsgrís mariner. svínahnakki............ 973 1498 973 kr. kg Hagkaupssafi 1 ltr................................ 139 189 139 kr. ltr Fanta free 2 ltr plast............................. 139 225 69 kr. ltr Fyrirtaks Burritos 300 gr ....................... 399 548 1333 kr. kg Nettó Gildir 12. maí–16. maí verð nú verð áður mælie. verð Grillmeistarinn svínakótelettur m/be...... 1198 1498 1498 kr. kg Borg. hamborgarar m/brauði 4 stk. ....... 299 450 450 kr. stk. Matf. kjúkl.leggir, magnkaup................. 389 599 599 kr. kg Goði Londonlamb ................................ 998 1446 1446 kr. kg Matf. kjúkl.læri, magnkaup ................... 389 599 599 kr. kg Bökunarkartöflur kg.............................. 99 139 99 kr. kg Vatnsmelóna ....................................... 99 129 99 kr. kg Borg. bayonneskinka............................ 599 957 957 kr. kg Matf. kjúkl.vængir, magnkaup ............... 149 299 299 kr. kg Nóatún Gildir 12. maí–18. maí verð nú verð áður mælie. verð Merrild kaffi 103, 500 gr ...................... 249 385 498 kr. kg Doritos snakk 200 gr............................ 159 269 795 kr. kg Matfugl kjúklingarúllur.......................... 974 1499 974 kr. kg Grillspjót, kjöt ...................................... 599 0 599 kr. stk. Móa kjúklingur 1/1.............................. 389 598 389 kr. kg Bökunarkartöflur.................................. 129 198 129 kr. kg Nóatúns lambalæri, prepack................. 1049 1499 1049 kr. kg Melónur, gular ..................................... 99 145 99 kr. kg Myllu brallarabrauð 2 fyrir 1.................. 839 1398 419 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 12. maí–15. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambagrillkótilettur þurrk. Borgarnes ..... 1250 1785 1250 kr. kg Súpukjöt ½ frampartur ......................... 479 599 479 kr. kg Lambalæri gourmet, villikryddað ........... 1119 1599 1119 kr. kg Grillpylsur Borgarneskjötvörur ............... 692 989 692 kr. kg Helgargrís m.pestó á ítalska vísu ........... 1116 1594 1116 kr. kg Freschetta Brickoven 500 gr ................. 499 699 998 kr. kg Íslandsfugl læri/leggir, magnkaup ......... 389 598 389 kr. kg Íslandsfugl heill ferskur kjúklingur.......... 389 598 389 kr. kg Bananar.............................................. 119 198 119 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir 11. maí–17. maí verð nú verð áður mælie. verð Lambagrillrif, krydduð........................... 299 399 299 kr. kg Mc Cain maísstönglar, 8 stk.................. 259 329 32 kr. stk. Lamba prime, flokkur F+....................... 1348 2450 1348 kr. kg Lambakjöt ½ skrokkur, frosið ................ 559 678 559 kr. kg Lambalæri klofin, krydduð .................... 929 1498 929 kr. kg Doritos Nacho Cheese 200 gr. Flögur .... 198 259 990 kr. kg Pepsi Max 50 cl. dós............................ 49 89 98 kr. ltr Doritos Salsa Chili Cheese 304 gr. ........ 238 298 784 kr. kg Lambaframpartur, grillsagaður .............. 429 658 429 kr. kg Grillmatur á tilboði um helgina  HELGARTILBOÐIN|Neytendur@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Við erum þrjú og eitt á leið-inni,“ segir Dagur B. Egg-ertsson læknir og borgar-fulltrúi R-listans þegar hann er spurður út í fjölskyldu- stærðina á heimilinu. „Við hjónin höfum gaman af því að elda og gerum mikið af því. Matur- inn kemur úr ýmsum áttum en Arna Einarsdóttir, konan mín, dvaldi á Ítalíu um tíma svo það gætir áhrifa þaðan í eldamennskunni.“ Dagur viðurkennir að stundum finnist honum besti maturinn þegar reynt er að nýta tilraunakennt það sem til er í ísskápnum. „Annars held ég að við borðum bara svona fjöl- breyttan fjölskyldumat.“ Fátt sem hann borðar ekki „Við gerum stórinnkaup tvisvar til þrisvar í mánuði í Bónus. Ferskvör- una kaupum við oftast í Nóatúni en það hafa líka verið að koma margar skemmtilegar ferskvöruverslanir í miðborgina sem við höfum gaman af að versla við. Fiskbúðin á Freyjugötu 1 er í sér- stöku uppáhaldi hjá okkur. Þar er góð þjónusta og góður fiskur. Ég kaupi oft mánudagsþrennuna þar en það er ýsa, kartöflur og rúgbrauð.“ Dagur segir það vera mjög fátt sem hann borði ekki en annars séu fiskur og góðar steikur í miklu uppá- haldi hjá honum. „Við hjónin ferð- uðumst um Mið-Ameríku og Mexíkó í brúðkaupsferðinni okkar og ég verð að segja að fátt finnst mér betra en góður mexíkóskur matur.“ Dagur kveðst ekki borða neitt sér- stakt til að byggja sig upp fyrir póli- tíkina en segir hana ekki vinsamlega matmálstímum: „Maður borðar oft á hlaupum.“ Slarkfær í eldhúsinu Aðspurður út í dugnað í eldhúsinu segir Dagur að hann sé alveg slark- fær þar: „Konan mín er listakokkur svo ég á í harðri samkeppni í eldhús- inu en ég elda nú oft þrátt fyrir það. Ég klúðra sjaldan mat en ég fæ kannski ekki alltaf að ráða loka hnykknum í matreiðslunni, Arna smakkar oft í restina og bætir út í kryddum og öðru sem þykir vanta. Maður fær ekki alveg að sitja einn að eldamennskunni.“ Kvöldmatartíminn er alltaf fastur liður hjá fjölskyldunni og um helgar reyna þau að nýta tímann vel og eiga góða stund saman við morgunverð- arborðið.  HVAÐ ER Í MATINN? |Dagur B. Eggertsson kaupir gjarnan fisk hjá fisksalanum á Freyjugötunni Mánudagsþrennan er ýsa, kartöflur og rúgbrauð Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagur slær á létta strengi við starfsfólkið í Fiskbúðinni á Freyjugötu um leið og hann kaupir í soðið. Dagur B. Eggertsson segist borða allan mat þótt hann gleðjist mest þegar fiskur eða mexí- kóskur matur er á borðum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Ýsan rétt soðin AÐ lokum gefur Dagur nokk- ur góð ráð til að hafa ýsuna rétt soðna. „Þessa aðferð kenndi Hulda amma hennar Örnu mér.“ Ef flakið er ferskt þá á að snyrta það, skola og skera í bita. Setja bitana svo í pott, í kalt saltað vatn, og láta suðuna koma upp. Þegar suðan er komin upp þá á að taka pott- inn af hellunni og láta hann standa í fimm mínútur. Ef flakið er frosið þá á suðan að koma upp í pottinum áður en frosinn fiskurinn er settur út í. Þegar fiskurinn er kom- inn í pottinn þá kólnar vatnið aðeins og þá á suðan að koma upp aftur. Þegar suðan er komin upp á að taka pottinn af hellunni og láta hann standa í fimm mínútur. Ef þessar aðferðir eru notaðar þá verður ýsan rétt soðin. Dagur mælir svo með soðnum kartöflum og rúgbrauði með ýsunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.