Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 29 UMRÆÐAN MANTRA ríkis- stjórnarinnar hefur ver- ið síðustu árin um að „allt sé í stakasta lagi“ og þess vegna þurfi ekki að breyta. Stuðnings- menn Össurar Skarp- héðinssonar hafa haldið sömu möntru gangandi um ágæti þess að halda stöðunni óbreyttri. Þeg- ar stjórnmálamenn eru komnir í þann fasa að básúna um ágæti núver- andi stöðu sem forsendu fyrir áfram- haldandi áhrifum þeirra, er hættunni boðið heim. Sem betur fer er það okkar kjósenda að krefjast framtíð- arsýnar og gera stöðuga kröfu um að stjórnmálamenn leitist við að gera betur. Stöðugleiki í efnahagslífinu er góð- ur en of mikill stöðugleiki í stjórn- málum er til þess fallinn að stjórn- málamenn gleyma sér í valdabuslinu og framþróun stöðvast. Ingibjörg er óhrædd við að leita nýrra leiða Það er grundvallaratriði að stjórn- málamenn sem bjóða fram krafta sína leiti stöðugt nýrra leiða til að betrumbæta samfélagið, ætli þeir að biðla til kjósenda. Stjórnmálaflokkur þarf að hafa sterka sýn til framtíðar og vera óhræddur við að leita nýrra leiða til lausna á vandamálum. Fram- tíðarhópur Samfylkingarinnar sem hefur starfað innan flokksins er ein- mitt sú leið flokksins að leita að nýj- um leiðum, nýjum aðferðum til að bæta hag þjóðarinnar. Það að ýta framtíðarhópnum úr vör er gott dæmi um hvernig stjórnmálamaður Ingibjörg Sólrún er. Ef flokkur á að ná árangri, þarf að ná til sem flestra og nýta þann mann- auð sem í flokknum býr til þess að ná fram sem bestum árangri. Ingibjörg hefur sýnt að hún á auðvelt með að virkja fólk í kringum sig til starfa sem er lykilatriði svo lýðræðið sé skilvirkt. Árangur í jafnréttismálum – fyrirmynd annarra Jafnrétti er ein af þremur meg- instoðum í stefnu Samfylkingarinnar og eitt brýnasta mannréttindamál samtímans. Í forystu fyrir Reykja- víkurlistann lagði Ingibjörg Sólrún fram stefnu í jafnréttismálum fyrir um áratug sem í dag er tekin til fyr- irmyndar um stefnu og aðferðir sem hafa sýnt árangur í jöfnuði milli kynjanna. En betur má ef duga skal. Samfylkingin þarf að komast til valda í landsmálunum til þess að hægt sé að beita sömu áherslum og framtíðarsýn í jafnréttismálum á landsvísu. Veðjum á framþróun Í stjórnmálum eins og annars stað- ar er hæfni til verka lögð á vogarskál- arnar þegar kjósendur gera upp hug sinn. Við í Samfylkingunni höfum nú tækifæri til að velja okkur leiðtoga og stjórnanda fyrir flokkinn okkar næstu tvö árin. Val okkar getur haft söguleg áhrif á stjórnmálalandslagið í framtíðinni. Í mínum huga er eng- inn vafi á því að Ingibjörg Sólrún verður kröftugur og sterkur formað- ur Samfylkingarinnar. Ég hvet því alla flokksmenn að taka þátt í for- mannskosningunni og veðja á framþróun en ekki stöðnun. Kjósendur Samfylk- ingarinnar og kjós- endur Reykjavíkurlist- ans hafa sýnt að þeir treysta Ingibjörgu Sól- rúnu. Hún hefur sýnt í verki að hún getur haft forystu fyrir breyt- ingum. Stjórnmála- menn án trausts geta ekki leitt samtíð sína á vit nýrra tíma. Sterk sýn á jafnrétti, fram- kvæmd sem hefur skilað árangri Bryndís Ísfold Hlöð- versdóttir fjallar um formannskjör Sam- fylkingarinnar ’Ingibjörgu Sólrúnu ertreystandi til að breyta landslagi íslenskra stjórnmála. Nýtum at- kvæðisrétt okkar, Sam- fylkingarfólk.‘ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir Höfundur er formaður jafnrétt- isnefndar Reykjavíkurborgar og fé- lagi í Samfylkingunni. ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur Nýju sláttutraktorarnir frá eru komnir Atvinnumenn, garðeigendur, verktakar, bæjarfélög og sumarbústaðaeigendur: Nýja KUBOTA GR-línan er fyrir þá sem gera kröfur. Nánari upplýsingar veita sölumenn. ÞÓR HF | Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is OPNUNARTÍMAR UM HVÍTASUNNUHELGINA OPIÐ Á LAUGARDAG 10.00-17.00 LOKAÐ SUNNUDAG OG MÁNUDAG BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR Falleg garðhúsgögn úr gegnheilu tekki -20% Stækkanlegt borð (120cm x 120cm + 60cm) og sex staflanlegir stólar Verð : 83.400.- Tilboðsverð: 66.720.- -20% Átthyrnt borð (120cm x 120cm) og fjórir klappstólar Verð : 47.500.- Tilboðsverð: 38.000.- -10% Sefgras sófasett 3+1+1 (sessur fylgja) Verð : 144.000.- Tilboðsverð: 129.600.- -20% Washington bekkur Verð : 42.000.- Tilboðsverð: 33.600.- Fáanlegar í 3 litum í garðhúsgögn Sessur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.